Þjóðviljinn - 12.01.1986, Blaðsíða 16
Verkmenntaskóli Austurlands.
Rúmgott bókasafn nemenda.
á
Menntabylting
Austurlandi
Nú um áramótin tók formlega
til starfa Verkmenntaskóli
Austurlands í Neskaupstað, sem
sveitarfélög á Austurlandi standa
að ásamt ríkinu. Skólinn leysir af
hólmi Framhaldsskólann í Nes-
kaupstað sem þar hefur starfað
af miklum myndarskap síðan
1981 þegarGagnfræðaskólinní
Neskaupstað og Iðnskóli Austur-
lands voru sameinaðir í eina
stofnun. Þarhefuraðaláhersla
verið lögð á iðn- og tækni-
menntun en auk þess boðið upp
á tveggja ára framhaldsnám í
bóklegumgreinum. Skólanum
hefur f rá upphafi verið ætlað það
meginhlutverk að vera miðstöð
verklegrar menntunar á Austur-
landi, og sú breyting sem varð á
rekstri hans nú um áramótin
staðfestir þann ásetning.
Allt frá árinu 1979 hefur verið
boðið upp á framhaldsmenntun á
Austurlandi samkvæmt eininga-
og áfangakerfi framhaldsskóla og
sinna sex skólar í fjórðungnum
kennslu á því skólastigi. Höfuð-
skóli bóknáms er auðvitað
Menntaskólinn á Egilstöðum, og
verknámið fær nú sinn örugga
sess í Neskaupstað. En Alþýðu-
skólinn á Eiðum, Heppuskóli á
Höfn, Hússtjórnarskólinn á Hall-
ormsstað og Seyðisfjarðarskóli
hafa líka að bjóða mismunandi
nám á ýmsum brautum fram-
haldsskólastigs.
Nokkru fyrir jól var blaðamað-
ur á ferð í Neskaupstað og heim-
sótti skólann og tók tali Smára
Geirsson skólameistara til að
inna hann nánar eftir atburðum á
framhaldsskólastigi á Austur-
landi og fræðast um starfsemi
Verkmenntaskólans. Fyrst var
farin skoðunarferð um nýbyggt
skólahús sem er áfast gamla
gagnfræðaskólanum, ásamt
Smára.skólameistara, og verður
ekki annað sagt en að vinnuað-
staða nemenda og kennara sé
upp á það besta sem þekkist. Þó
sagði Smári knýjandi þörf á að
koma upp húsi fyrir verklega
kennslu í málm- og tréiðnum sem
færi fram við ófullnægjandi að-
stæður í leiguhúsnæði. I nýja hús-
inu er auk kennsluaðstöðu til
bóklegrar fræðslu, skrifstofa
skólans og rúmgóð kennarastofa,
kennslustofa þar sem fer fram
verkleg kennsla í rafiðngreinum,
vel búin tækjum, tölvuver þar
sem eru tólf kennslutölvur
<(Smári sagði að ólíkt því sem
sums staðar væri byggju þeir vel
að kennurum á því sviði) og
myndarlegt skólabókasafn ásamt
lesstofu sem skólinn getur verið
stoltur af.
í skólanum fer ennþá fram
kennsla þriggja efstu bekkja
grunnskóla í Neskaupstað, og
boðið er upp á fornám fyrir þá
sem ekki hafa staðist próf til að
hefja nám á framhaldsskólastigi.
Eftir að skoðunarferðinni lauk og
Smári Geirsson hafði upplýst að
hann væri eini skólameistarinn á
landinu sem spilaði í popphljóm-
sveit (Bumburnar spiluðu í Egils-
búð helgina áður; af fimm hljóm-
sveitarlimum eru þrír kennarar)
var hann spurður um fjölda nem-
Frá málmsmíðaverkstæðinu.
enda og beðinn um að skýra frá
starfsemi skólans.
- Við Verkmenntaskóla Aust-
urlands eru 140 nemendur í fram-
haldsnámi. Auk þeirra eru um 60
manns sem sækja mismunandi
námskeið innan skólans, þannig
að alls eru um 200 nemendur við
einhvers konar nám á framhalds-
skólastigi hér. Nemendur á
grunnskólastigi eru 100 talsins.
Við stöndum frammi fyrir gífur-
legum vanda vegna þeirrar miklu
fjölgunar sem orðið hefur á fram-
haldsskólastiginu. Ekki síst
vegna þess að við eigum að þjóna
heilum landsfjórðungi, og heima-
vist skólans rúmar ekki nema 17
nemendur af þeim 50-60 aðkom-
unemendum sem við þurfum að
koma fyrir hér. Við leysum það
með því að taka á leigu húsnæði
og koma þeim fyrir hér og hvar
um bæinn. Þessir aðkomunem-
endur koma frá 20 sveitarfélög-
um hér í fjórðungnum. Ný
heimavist er því algjört forgangs-
verkefni. Þar á eftir kemur nýtt
verknámshús fyrir kennslu í
málm- og tréiðnaði. Við erum
ekki illa settir hvað varðar hús-
næði til bóklegrar kennslu.
- Hvernig eru samskipti við
aðra skóla sem bjóða upp á nám á
framhaldsskólastigi? Er togstreita
á milli eða samkeppni um nem-
endur?
- Það hefur nú ekki verið. Sam-
starf skólanna hérna fyrir austan
var nokkurn veginn fullmótað í
kringum 1979. Einmitt á því ári
hefst starfræksla Menntaskólans
á Egilstöðum. Og síðan þá hefur
þetta samstarf gengið einkar ljúf-
lega fyrir sig; það má orða það
svo. Það hefur t.d. verið mikill
einhugur um að við þennan skóla
ætti fyrst og fremst að sinna iðn-
og verkmenntun. Það er okkur
nægilegt verkefni að okkar mati.
Ef við ættum að fara að keppa við
Menntaskólann á Egilsstöðum
um seinnihluta náms á bóklegum
brautum væri bókstaflega rangt
að farið. Þá værum við að dreifa
kröftum okkar og farin að vinna
að hlutum sem að mínu mati væru
nánast óþarfir, miðað við það
nám sem nú stendur til boða á
þessu skólastigi hér í fjórðungn-
um.
Mér finnst það bera þess vott
hvað samstarfið hefur í raun ver-
ið gott hvað viðbrögð voru já-
kvæð varðandi samstarf
sveitarfélaga hér fyrir austan um
Verkmenntaskóla Austurlands.
Það hefur verið unnið að því í tæp
tvö ár að koma á þessu samstarfi
um uppbyggingu og rekstur verk-
og tæknimenntunarskóla hér í
fjórðungnum. Þessi skóli hefur
verið til staðar þar sem verið hef-
ur Framhaldsskólinn í Neskaup-
stað, en bæjarfélagið hér hefur
eitt og sér allra sveitarfélaga í
fjórðungnum staðið straum af
kostnaði við rekstur skólans
ásamt ríkissjóði.
Bóknámið ódýrara
Smári Geirsson sagðist nýverið
hafa átt viðræður við fulltrúa
allra þéttbýlissveitarfélaga á
Austurlandi og hafa á þriðja tug
sveitarstjórna þegar ákveðið að
ganga til samstarfs innan þess
ramma sem lagður var á aðal-
fundi Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi sl. haust. Kvað hann
ljóst að öll þéttbýlissveitarfélög
yrðu aðilar að þessu samstarfi,
auk þess kvaðst hann vita um þó
nokkrar hreppsnefndir sveita-
hreppa sem ætluðu að vera með
og aðrir væru að hugsa sig um. En
verður skipting kostnaðarhlut-
falls vegna reksturs og uppbygg-
ingar skólans eingöngu miðuð við
íbúafjölda á hverjum stað, eða
verður farið eftir einhverjum
öðrum reglum?
-Þarna er um tiltölulega flókn-
ar reglur að ræða. í fyrsta lagi er
hlutur Neskaupstaðar hlutfalls-
lega stærri en annarra, vegna þess
að skólinn er hér staðsettur. Síð-
an skipta sveitarfélögin upp sín-
um kostnaðarhluta með tilliti til
útsvarstekjustofns, og líka er
tekið tillit til fjölda nemenda úr
hverri byggð sem nám stunda við
skólann. Það eru þessir þrír
þættir sem ráða kostnaðaraðild
hvers sveitarfélags. Menn verða
að átta sig á því að kostnaður við
að koma upp iðnskóla er gríðar-
lega mikill, einkum ef þarf að
byggja upp alla aðstöðu til verk-
náms; það er miklu ódýrara að
byggja upp bóklega fræðslu. Hins
vegar er þetta dálítið öfugsnúið,
þar sem hið opinbera greiðir að-
eins 60% af stofnkostnaði við
fjölbrautaskóla og þá skóla sem
sinna verklegu námi, og tekur
þátt í helmingi rekstarkostnaðar,
meðan ríkið stendur að öllu leyti
undir stofnkostnaði og rekstri
hreinræktaðra bóknámsskóla.
Auk þess er það reyndin þar
sem ég þekki til að ríkissjóður
stendur alls ekki við sinn hluta af
greiðslum til þeirra skóla sem
reknir eru sameiginlega af ríki og
sveitarfélögum. Sá hluti skilar sér
jafnan bæði seint og illa, og það
kemur illa við sveitarfélögin sem
verða þá að standa skil á hærri
upphæðum en þeim ber hlutfalls-
lega samkvæmt samningum. Að
mínu mati sýnir þetta best hvaða
mun stjórnvöld gera á bóklegu
námi og verknámi. Það sýnir sig
að verknám á undir högg að
sækja meðan bóknámi er gert æ
hærra undir höfði. Á sama tíma
eru menn, þar sem við þykir eiga,
endalaust að hjala um að
nauðsynlegt sé að byggja upp
iðnað og leggja aukna áherslu á
verkmenntun og fjölbreytni í
atvinnulífi. Það verður hins vegar
ekki séð, hvar sem á er litið, að
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. janúar 1986