Þjóðviljinn - 12.01.1986, Síða 17
Smári Geirsson skólameistari. Spurning um efnahagslegt jafnrétti til náms...
Auglýsing
um fasteignagjöld
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykja-
vík 1986 og verða álagningarseðlar sendir út
næstu daga ásamt gíróseðlum vegna 1.
greiðslu gjaldanna.
Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1.
mars og 15. apríl.
Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í
Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíró-
seðlana í næsta banka, sparisjóði eða póst-
húsi.
Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar,
Skúlatúni 2, veitir upplýsingar um álagningu
gjaldanna, símar 18000 og 10190.
Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar munu
fá lækkun á fasteignaskatti samkvæmt regl-
um, sem borgarstjórn setur og framtalsnefnd
úrskurðar eftir, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr.
73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga. Verð-
ur viðkomandi tilkynnt um lækkunina þegar
framtöl hafa verið yfirfarin, sem vænta má að
verði í mars- eða aprílmánuði.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
6. janúar 1986.
Útboð
hugur fylgi máli, en það verður
að breytast.
Við höfum stefnt að því að hér
næðist samstaða á sama hátt og
gerst hefur á Suðurlandi, Suður-
nesjum, Norðurlandi vestra og
víðar um sameiginlega þátttöku
sveitarfélaga í kostnaði við þetta
skólahald og unnið markvisst að
því sl. tvö ár. Samband sveitarfé-
laga í Austurlandskjördæmi,
SSA, hefur lagt þessu máli gott
lið og því var Verkmenntaskóli
Austurlands stofnaður 1. janúar
1986. Ekkert annað einstakt mál
hefur nokkurn tíma fengið jafn
ýtarlega umfjöllun innan sam-
taka sveitarfélaganna hér.
Heimamenn ráði
Pað er von mín að hinn gamli
hrepparígur sem oft hefur borið á
hjá okkur heyri brátt sögunni til
og að fólk í þessum fjórðungi
standi saman að því að vinna
framtíðarmálum Austurlands
brautargengi; þar eru fræðslu-
málin sú undirstaða sem byggt
verður á. Þar þarf að búa svo um
hnúta að þeir skólar sem í fram-
tíðinni bjóða upp á framhalds-
nám verði ekki látnir kroppa
augun hver úr öðrum, heldur
verði samstarf þeirra skipulagt
þannig að námið í fjórðungnum
verði sem fjölbreyttast, þegar á
heildina er litið. Það er hins vegar
ekki sjálfgefið að skólar hér bjóði
upp á nákvæmlega það sama og
boðið er upp á í öðrum landshlut-
um. Skólarnir verða að sjálf-
sögðu að laga sig að aðstæðum
hver á sínum stað, og það er for-
senda þess að vel takist að heima-
menn ráði sjálfir sem mestu um
mótun þeirrar stefnu sem ofan á
verður í þessum málum. Það er
ljóst að hér í fjórðungnum verður
ekki byggð upp verkmenntun í
hverjum kaupstað.
- Svo vikið sé aftur að innbyrðis
sambandi þeirra sex skóla sem
annast kennslu á framhalds-
skólastigi á Austurlandi. Hvernig
er því samstarfi háttað í stórum
dráttum?
- Ég held að samstarf skólanna
sé víðtækara hér í fjórðungnum
en gerist annars staðar á landinu.
Skólarnir starfa allir eftir náms-
vísi fjölbrautaskóla. Hér er starf-
Viðtal við
Smára Geirsson
skólameistara
hinsnýja Verk-
menntaskóla
Austurlands
semtóktilstarfa
um áramótin.
Miðstöð iðn- og
tœknimenntun-
arverðuríNes-
kaupstað.
rækt stjórnunarnefnd framhalds-
náms á Austurlandi sem komið
var á laggirnar 1979. í þeirri
nefnd eiga sæti skólastjórar
þeirra skóla sem bjóða upp á
framhaldsnám og áfangastjóri,
auk fræðslustjóra Austurlands-
umdæmis. Þessi nefnd tekur á
öllum málum sem snerta almennt
kennslu á framhaldsskólastiginu
og reynir að tryggja að þau þróist
með eðlilegum hætti. Nefndin
stendur líka fyrir fundum allra
kennara á framhaldsskólastigi í
fjórðungnum þrisvar á hverju
skólaári.
Yfirleitt er algjört samræmi í
kennslu þeirra námsgreina sem
kenndar eru í fleiri en einum
skóla. Próf í þeim greinum eru
samræmd og próftími sömuleiðis.
Hér er áfangastjóri fyrir fram-
haldsskólastigið og deildarstjórar
á sviði hverrar námsgreinar, en
þeir eru kennurum til halds og
trausts og leiðbeinandi varðandi
námsefni og annað. Það er óhætt
að segja að á öllum sviðum sé
samvinna og samræming eftir því
sem ástæða þykir til.
Pað er hins vegar áberandi að
margir halda því fram að hinir
nýju fjölbrautaskólar geri ekki
sömu kröfur til nemenda sinna og
menntaskólar gerðu hér áður. En
menn skulu gá áð því að fjöl-
brautaskólar eru ekki mennta-
skólar, og það á ekki að bera
þessa skóla saman. Ég er þeirrar
skoðunar að fjölbrautaskólar séu
stórt skref fram á við. Þessi teg-
und skóla er mjög heppileg úti á
landsbyggðinni þar sem nauðsyn-
legt er að boðið sé upp á fjöl-
breytta möguleika í menntun. En
menn verða að huga að því að
stór hluti nemenda í fjölbrauta-
skólum hyggur alls ekki á nám á
háskólastigi.
Það er talsvert um að nemend-
ur héðan úr fjórðungnum stundi
framhaldsnám annars staðar. Ég
held að það sé stór spurning fyrir
Austurland hver framtíðarstefn-
an verður í þessu efni. Eiga
Austfirðingar að byggja upp að-
stöðu til framhaldsmenntunar
þannig að hún verði sambærileg
við það sem best gerist? - eða
eiga þeir ekki að gera það? Mín
skoðun er sú að ef menn tækju
þann pól í hæðina að gera það
ekki, þá væri fyrir það fyrsta ver-
ið að stuðla að því að færri leituðu
í framhaldsnám héðan úr fjórð-
ungnum en gerist og gengur ann-
ars staðar. I öðru lagi er það að
mínu mati spurning um „efna-
hagslegt jafnrétti til náms“ að
gefa fólki kost á að mennta sig í
nágrenni við sína heimabyggð.
Alla jafna hlýtur það að vera
fólki hagkvæmast.
Síðast en ekki síst tel ég vera
stórhættulegt fyrir landshluta
eins og Austurland að sinna illa
þessum málum, einkum vegna
þess að það hefur sýnt sig að þeir
sem hafa þurft að leita sér
menntunar út fyrir fjórðunginn,
ekki síst á það við um iðnaðar-
menn, þeir hafa miklu síður
skilað sér aftur til sinnar heima-
byggðar en þeir sem hafa stundað
sitt nám á Austurlandi. Þetta er
staðreynd sem vegur þungt í mín-
um huga þegar ég held því fram
að það sé nauðsynlegt fyrir
Austfirðinga að standa vel og
skynsamlega að uppbyggingu
framhaldsnáms. Það verður ekki
gert nema með góðri samstöðu
og samvinnu allra sveitarfélaga á
Austurlandi. - árm.
Sunnudagur 12. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboö-
um í eftirfarandi fyrir Hitaveitu Reykjavíkur:
1) Pípuundirstööur I
2) Pípuundirstöður II
Heimilt er aö bjóöa í hvorttveggja eða annaöhvort
verkið. Útboösgögn eru afhent að skrifstofu vorri Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 króna skilatrygg-
ingu fyrir hvort verk fyrir sig. Tilboðin veröa opnuö á
sama staö miðvikudaginn 5. febrúar n.k. kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYK JAVIKURBORGAR
Fiiknk|uvogi 3 Simi 25800
Námsgagnastofnun
Lagerstarf
Námsgagnastofnun vantar röskan starfs-
mann á skólavörulager.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist Námsgagnastofnun í
umsiagi merktu LAGERSTARF - UMSÓKN
fyrir 14. janúar.
Námsgagnastofnun
- afgreiðslu- og söludeild.
Pósthólf 5192 - 125 Reykjavík.
Greiningar- og
'ÉS ráðgjafarstöð ríkisins
Sæbraut 1-2 Seltjarnarnesi
Lausar stööur:
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er ný
stofnun fyrir fatlaða á vegum Félagsmála-
ráðuneytisins, sem hefur tekið við starfsemi
greiningardeildarinnar í Kjarvalshúsi. Óskað
er eftir fólki í eftirtalin störf:
Þroskaþjálfa í fullt starf á dagdeild, ritara í
hálft starf.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
611180.
Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri
störf skilist fyrir 25. þ.m..