Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Landspítalinn Meinatæknar fara sér hægt .. / • Einungis neyðartilfellum sinnt ídag. Oryggismál ílamasessi. Ihuga úrsögn úr BSRB: Helga Olafsdóttir formaður Meinatæknafélagsins: Umrœðanumónæmistœringuþegar orsakað flótta úr stéttinni Meinatæknar á Landspítalan- um munu eingöngu sinna neyðartilfellum í dag, fimmtu- dag, eins og gert er á sunnudögum og öðrum helgidögum. Munu ein- ungis fimm meinatæknar mæta til vinnu. Þetta er gert til að knýja á um betri kjör og bætta vinnuað- stöðu, en 6 meinatæknar hafa þegar hætt störfum við Lands- pítalann og sjö sögðu upp í upp- hafi ársins. Helga Ólafsdóttir, formaður Meinatæknafélags íslands, sagði við Þjóðviljann, að með því að rétta kjör meinatækna væri ef- iaust hægt að fá einhverja til að draga til baka uppsagnir sínar og fá nýtt fólk til starfa, en um 70 meinatæknar sinna öðrum störf- um. Hefur verið auglýst eftirnýju fólki en engin svör fengist. Meinatæknar eru með lausa samninga einsog aðrir félagar í BSRB og verður ekki gengið til sérkjarasamninga fyrr en gengið hefur verið frá aðalkjarasamn- ingi. Eru kröfurnar fyrir sérkjar- asamninga að mótast og verður í þeint lögð mikil áhersla á örygg- ismálin, en þau eru að sögn Helgu í miklu lamasessi. Land- læknir hefur t.d. sent út vinnur- eglur um öryggisútbúnað hjá meinatæknum og ekkert bólar á útbúnaðinum og eru meinatækn- ar orðnir langeygðir eftir honum. Umræðan um ónæmistæringu hefur þegar orsakað flótta úr stéttinni og má búast við fram- haldi á honum verði ekki gripið til nauðsynlegra öryggisráðstaf- ana við sýnatöku og rannsóknir. Sagði Helga að meinatæknar kæmust iðulega í snertingu við sýnin. Þá eru meinatæknar að íhuga hvort þeirra máium verði betur borgið innan BHM í stað BSRB. Er ætlunin að kanna það mál og verður svo í framhaldi af því gengið til atkvæðagreiðslu um það. Sagði Helga að skoðanir væru mjög skiptar í þessu máli. Sáf Helga Ólafsdóttir: Meinatæknar íhuga hvort málum þeirra verði betur borgið innan BHM en BSRB. Niðurrifið Fjögur rifin, fjómm frestaö Umhverfismálaráð fjallar nánar um Laugarnesbœinn, síðasta bárujárnshúsið við Bergþórugötu, hús NLFÍog Ingólfsstræti 3 Hellissandur Spáð í morgunroðann Leikklúbbur Hcilissands frum- sýnir tvo einþáttunga um næstu helgi í Félagsheimilinu Röst. Ann- ar þeirra er eftir Messing ,Já herra forstjóri“ í þýðingu Guð- laugs Arasonar, en hinn er frum- saminn, Spáð í morgunroðann eftir Kristinn Kristjánsson. Fjöldi manns tekur þátt í sýn- ingunni m.a. nemendur grunn- skólans. Leikstjóri er Carmen Boni en formaður leikfélagsins er Kristinn Kristjánsson. Til að byrja með eru einungis fyrirhug- aðar tvær sýningar í Röst, kl. 22 á laugardaginn og kl. 21.00 á sunn- udaginn. -óg Sveitastjórnarkosningar Hvenær verður kosið? Fyrir þinginu liggur nú frum- varp um 18 ára kosningaaldur og breytingu á kjördegi. Samkvæmt gildandi lögum á að kjósa laugar- daginn 31. maí í þéttbýliskjör- dæmum en síðasta laugardag í júní í dreifbýli. Svavar Gestsson sagði hins vegar í viðtali við Þjóðviljann í gær að það væri óhjákvæmilegt, að mati þingflokks AB, aðtakaaf skarið í þessum efnum hið fyrsta. Þingflokkurinn hefði því falið honum að ræða við aðra formenn stjórnmálaflokka og raunar þing- flokka þeirra einnig, um að þegar í upphafi þings verði gefin út yfir- lýsing sem taki af öll tvímæli í þessum efnum. Flokkarnir gætu því hagað uppstillingu framboðs- lista og öðrum undirbúningi í samræmi við afstöðu Alþingis, þó hún hefði ekki verið staðfest í lögum. Þetta þýddi, sagði Svav- ar, að kosningaaldurinn yrði 18 ár, og kosið yrði annan laugardag í júní. -ÖS Umhverfismálaráð borgarinn- ar fjallaði á fundi sínum í gær um fyrirhugað niðurrif 8 húsa í borginni sem ýmist einkaaðilar eða Reykjavíkurborg sjálf hafa óskað eftir. Ráðið féllst á fyrir sitt leyti að 4 þessara húsa yrðu rifin, Eftir því sem Þjóðviljinn kemst næst mun ætlunin að koma upp neti viðskiptavina sem skipta reglulega við þotufyrirtækið, sem greint er frá á forsíðu. Er þar jafnt átt við opinbera aðila og við- skiptajöfra úr einkageiranum. Segja heimildamenn Þjóðviljans að bæði Landsvirkjun og Landmælingar hafi tekið vel í þessa hugmynd og séu tilbúnir að leigja þotuna þegar menn á þeirra vegum þurfa að skreppa til út- landa, en Elíeser hefur unnið en frestaði ákvörðun um hin fjögur: Bergþórugötu 20, Laugarnesbæinn, Laugavcg 20. B og Ingólfstræti 3. Borgarminjavörður, Ragn- heiður H. Þórarinsdóttir mælti í umsögn sinni gegn niðurrifi ofan- fyrir báða þessa aðila við loft- mælingar. Citation II tekur um tíu farþ- ega og er kaupverð notaðrar þotu um 1.5 milljónir dollara, eða rúmar 60 milljónir íslenskra króna. Mun ætlunin að fjár- magna kaupin með erlendum lánum að hluta. Flestir viðmælenda Þjóðviljans töldu mjög lítinn grundvöll fyrir rekstur svona flugvélar hér, en hún er mjög dýr í rekstri. Er talið mjög hæpið að ætla að stíla upp á viðskipti erlendra aðila, því flest- greindra húsa. Fyrir fundinum lá bréf Þórs Magnússonar þjóð- minjavarðar þar sem farið er fram á að Laugarnesbærinn verði ekki rifinn og verður Laugarnest- anginn sérstaklega á dagskrá um- hverfismálaráðs síðar, bæði framtíð hússins, hugsanlegur fornleifauppgröftur og fyrirhug- uð vegarlagning út á tangann sem er mjög umdeild. Þá lá fyrir beiðni um frest á Bergþórugötu 20 frá Búseta, en húsið er eitt af þremur fyrstu félagslegu íbúðar- byggingunum sem verkalýðs- hreyfingin reisti 1920. Einnig var frestað að afgreiða erindi Nátt- úrulækningafélags íslands um niðurrif á Laugavegi 20B, en fé- lagið hyggst reisa annað hús í stað þessa gamla sem er frá 1902. Ákveðið var að gerð yrði úttekt á ástandi hússins. Loks var frestað að afgreiða erindi Kristins Eg- gertssonar um beiðni á niðurrifi Ingólfsstrætis 3, sem er eitt elsta steinhús bæjarins en hann hyggst ir sem nota einkaþotur eru í vinnu hjá fyrirtækjum sem eiga sjálf slíkar vélar. Hvað innlenda markaðinn varðar, þá er talið mjög ólíklegt að nægjanleg nýt- ing náist til að vélin standi undir sér. Þar sem vél þessi vegur um sex tonn þarf samgönguráðuneytið að gefa undanþágu frá reglugerð, sem gengur út á að vélar yfir 5,7 tonnum þurfi sérstakt flugrekstr- arleyfi. Var veitt tveggja ára undanþága til reynslu að höfðu samráði við formann flugráðs. einnig reisa nýbyggingu á lóð þess. Hins vegar mælti ráðið ekki gegn beiðnum um að rífa Grimsby við Smyrilsveg, Austur- kot við Faxaskjól, Viðvík við Laugarnesveg 80A og Fálkagötu 15. Það er bygginganefnd borgar- innar sem tekur endanlega ákvörðun um leyfi til að rífa hús í Reykjavík. -ÁI Atvinnumiðlun Hafskips 30 manns án atvinnu Valur Páll Þórðarson: Búum okkur undir loka- átakið Starfsmenn Hafskips stofnuðu sérstaka vinnumiðlun og veitir Valur Páll Þórðarson henni for- stöðu. Sagði hann að þeir væru nú að búa sig undir lokaátakið með að útvega þeim vinnu, sem hefðu haft mánaðar uppsagnar- frest. Ætti enn eftir að útvega 30 manns vinnu, en alls eru um 80 manns búnir með uppsagnarfrest sinn hjá þrotabúinu. 160 manns voru svo á þriggja mánaða upps- agnarfresti. Hafa flestir þeirra verið leystir frá störfum og eru margir þeirra þegar komnir í vinnu. Eimskipafélagið hefur ráðið um 20 manns þar af þrjá skip- stjórnarmenn og örfáa áhafnar- meðlimi. Eimskip hefur einkum sóst eftir starfsmönnum í vöru- húsin. Þá hafa tveir skipstjórnar- menn ráðið sig til Skipadeildar Sambandsins. Um 40 skipstjórnarmenn og vélstjórar eru enn atvinnulausir og óttaðist Valur Páll að erfiðast yrði að finna atvinnu fyrir þessa menn, þar sem flestir þeirra eiga bara örfá ár eftir af starfsaldri sín- um. Sáf Fimmtudagur 23. janúar 1986 ÞJÓfJVILJINN - SÍÐA 3 Hús Náttúrulækningafélags Islands, Laugavegi 20B sem óskað hefur ver- ið eftir að rífa. Ljósm. Sig Einkaþotan Net viðskiptavina Landsvirkjun og Landmœlingar hafa tekið vel íhugmyndina. Kostar rúmar 60 milljónir. Fjármagnað með erlendum lánum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.