Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 20
Aðalsími: 681333. Kvöldsfmi: 681348. Helgarsími: 81663. MÓÐVILJINN Flmmtudagur 23. janúar 1986 18. tölublað 51. árgangur. Lánasjóður Fulltrúi í óþökk meirihlutans Ólafur Arnarson neitar aðfara úrstjórn Lánasjóðs fyrr en Sverrir hefur skipað nýjan mann ístjórn. Sverrir neitar að skipa nýjan manna ístjórnfyrr en Ólafur hefur yfirgefið stjórnina. Reynt að fá forsœtisráðherra til að koma vitinu fyrir menntamálaráðherra Miklar deilur eru nú um full- trúa Stúdentaréðs í Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Eru þessar deilur sprottnar út frá því að lýst var vantrausti á meirihluta Stúdentaráðs og nýr meirihluti vinstri manna og umbótasinna Idag birtir Þjóðviljinn fyrri hluta kynningar á frambjóð- endum í forvali ABR fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor. Kynntir eru 11 frambjóðendur í dag en hinir 11 á morgun, föstu- dag. Forval ABR ferfram föstudag- inn 31. janúar og laugardaginn 1. febrúar á Hverfisgötu 105. Utan- kjörfundarkosning fyrir þá félgs- menn sem ekki geta kosið þá, verður n.k. mánudag og þriðju- dag á sama stað kl. 14-15. I dag kynnum við Önnu Hildi Hildibrandsdóttur, Arnór Pét- ursson, Björk Vilhelmsdóttur, Fasteignasalar telja líklegt að ef hin nýju greiðslukjör við fast- eignakaup, lækkun útborgunar og verðtryggðar eftirstöðvar til 7 ára minnst, nái að örva sölu á fasteignamarkaðnum megi búast við nokkurri hækkun á íbúða- verði, en verð á íbúðum, einkum stærri íbúðum hefur nánast stað- ið í stað um töluverðan tíma og Kanakjötið Bændur vilja ótvírætt bann Stjórn Stéttarsambands bænda hefur sent frá sér áskorun til land- búnaðarráðherra um að beita sér fyrir því að Alþingi setji lög með ótvíræðum ákvæðum um bann við innflutningi til hersins á hráu kjöti. Stjórn Stéttarsambandsins sendi frá sér þessa áskorun vegna niðurstöðu lögfræðinganna sem ríkisstjórnin fékk til að kanna lögmæti innflutningsins á kjöti til hersins. -óg skipaður. Þykir nýja meirihlut- anum eðlilegt að þeirra fulltrúi sitji sem fulltrúi námsmanna í LIN. Hefur Sverrir Hermannsson neitað að leysa Ólaf Arnarson, fulltrúa gamla meirihlutans í LÍN frá störfum, þrátt fyrir að Ólafur Erling Viggósson, Gísla Sváfnis- son, Guðmund Þ. Jónsson, Guðna Jóhannsson, Guðrúnu Ágúsdóttur, Helgu Sigurjóns- dóttur, Jóhannes Gunnarsson og Konráð K. Björgólfsson. A morgun kynnum við Kristínu Á. Ólafsdóttur, Lenu M. Rist, Mar- gréti Óskarsdóttur, Páhnar Hall- dórsson, Sigurjón Pétursson, Sig- urð Einarsson, Sigurð G. Tómas- son, Skúla Thoroddsen, Tryggva Þór Aðalsteinsson, Þorbjörn Broddason og Össur Skarphéð- insson. Sjá bls. 5 Og 6. verðgildi íbúða minnkað veru- lega. Samkvæmt upplýsingum Stef- áns Ingólfssonar hjá Fasteigna- mati ríkisins hefur verð á fast- eignum í landinu ekki verið lægra frá því árið 1978. Jafnframt hefur íbúðahúsasölum fækkað ár frá ári frá árinu 1981. Stefán telur að hin nýju greiðslukjör muni auka kaupgetu fólks um 15% og komu ungu fólki sem er að kaupa íbúð í fyrsta skipti mest til góða og einnig muni fólk sem vill flytja úr litlum íbúðum í stærri eiga auðvelda með skiptin ef samið er á nýju greiðslukjörunum. Kannanir sýna að helmingur allra fast- eignakaupenda eru fólk á aldrin- um 22 - 32 ára. „Ég er ekki hræddur um að þessi nýju kjör valdi verðsprengingu, heldur munu þau frekar breyta hlutfalli því sem ríkt hefur við íbúðarkaup, þannig að yngstu kaupendur munu geta farið út í kaup á stærri íbúðum en hingað til og þetta mun einnig koma þeim til góða sem eiga stórar eignir og hafa átt erfitt með að selja,“ sagði Stefán Ingólfsson. - lg- hafí í tvígang farið fram á að hann geri það. Munu fulltrúar nýja meirihlutans eiga fund með Steingrími Hermannssyni, for- sætisráðherra, í dag til að reyna að fá forsætirráðherra til að tala um fyrir Sverri. Guðmundur Auðunsson hefur verið tilnefndur af meirihluta vinstri manna og umbótasinna í stjórn LÍN. Fékk hann að sitja fund stjórnarinnar sem áheyrnar- fulltrúi sl. þriðjudag. Sagði Guð- mundur við Þjóðviljann, að bolt- inn væri nú hjá Ólafi, að farið hefði verið fram á við hann að hann ítrekaði afsögn sína skrif- lega og að hann viki úr sæti fyrir fulltrúa meirihlutans. Sagðist hann búast við því að ráðherra skipti um skoðun og láti undan, honum sé ekki stætt á öðru. Ólafur Arnarson sagði við Þjóðviljann, að hann sæi enga ástæðu til að ítreka afsögn sína bréflega. Hann hafi þegar óskað þess bréflega að hann yrði leystur undan störfum og að hann mun víkja úr stjórn lánasjóðsins um leið og ráðherra hefur tilnefnt annan mann frá stúdentum í stjórnina. Hann sagðist síður en svo vera á móti því að Guðmund- ur taki við. Ólafur er skipaður í stjórn lánasjóðs fram á sumar 1987. Spurði blaðamaður hann hvort hann gæti hugsað sér að sitja út tímabilið í óþökk meirihlutans? „Ég hef ekki tekið það með inn í dæmið og hugsa bara um einn dag í einu. Það hlýtur líka að vera spurningin um hvor situr lengur ég eða Sverrir ef ég ætla að sitja út tímann." Björk Vilhclmsdóttir, nýkjör- inn formaður Stúdentaráðs, segir að Sverri sé skylt að tilnefna nýj- an mann í stjórn Lánasjóðs, þar sem afsögn Ólafs sé gild. Sagði hún að stjórnin hefði leitað álits lögfræðinga á þessu fbáli og þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra geti ekki skikkað mann til að vinna áfram óski hann lausnarfrá störfum. Þá telja lögfræðingarnir að ráðherra sé skylt að skipa þann mann í stjórn sjóðsins tafarlaust, sem stúdent- aráð hefur tilnefnt, annað væri dæmi um ótrúlegan hroka og valdníðslu. Sáf Sinfónían Guðný einleikari Sfðustu fímmtudagstónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar á fyrra misseri verða haldnir í Há- skólabíó í kvöld og hefjast kl. 20.30. Leiknar verða tvær rómönsur eftir Árna Björnsson í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar, Poeme eftir Ernest Chausson, Tzigane eftir Ravel, og 8. sinfónía Anton- ins Dvoráks. Einleikari er kons- ertmeistarinn og fiðlusnillingur- inn Guðný Guðmundsdóttir, stjórnandi Jean-Pierre Jacquil- lat. Vesturbœrinn Stytta við Landakot? íbúasamtök Vesturbæjar hafa ákveðið að gangast fyrir fjársöfn- un í því skyni að koma upp lista- verki einhvers staðar í Vestur- bænum, t.d. á Landakotstúni og verði það gjöf hverfisbúa til borg- arinnar á 200 ára afmælinu. Hef- ur þremur listamönnum verið fal- ið að gera tillögur að verkinu, þeim Helga Gíslasyni, Jóni Gunnari Arnasyni og Sigrúnu Guðmundsdóttur. Kristbjörg Kjeld, - Sóley lætur sig dreyma. E.ÓI. pjóðleikhúsið Hitað upp fyrir Upphitun Nýtt leikrit eftir Birgi Engilberts Nú standa yfir æfingar á leikritinu Upphitun, eftir Birgi Engilberts, í Þjóðleik- húsinu, en frumsýning verður föstudaginn 31. janúar. Upp- hitun er eina íslenska leikverk- ið sem frumsýnt verður á stóra sviðinu Þjóðleikhúsinu á þessu leikári og fyrsta nýja ís- lenska lcikritið, scm Þjóðleik- húsið sýnir frá því að Milli skinns og hörunds, eftir Olaf Hauk Símonarsson, var frum- sýnt á listahátíð 1984. Auk leikritunar hefur Birg- ir Engilberts, sent frá sér bók- ina Andvökuskýrslur, sem hefur að geyrna þrjár sögur. Alls koma um tuttugu manns fram í Upphitun en mest mæðir þó á leikkonunum Kristbjörgu Kjeld, sem er all- an tímann á sviðinu og Þóru Friðriksdóttur. Þær leika syst- urnar Þórey og Sóley og gerist leikurinn í kjallara föðurhúsa þeirra, sem nú skal selja þar sem báðir foreldarnir hafa yfirgefið hinn jarðneska tára- dal. í kjallaranum fara svo vofur fortíðarinnar á kreik. Leikstjóri Upphitunar er Þórhallur Sigurðsson, tónlist eftir Gunnar Þórðarsson, leikmynd og búninga gerði Sigurjón Jóhannsson, lýsingu annast Páll Ragnarsson og dansar eru eftir Nönnu Ólafs- dóttir, en þeir skipa veglegan sess í sýningunni. Sáf ABR Forvalskynning 11 frambjóðendur íforvali ABR kynntiríblaðinu í dag. Síðari hluti kynningarinnar ámorgun Nýju greiðslukjörin íbúðaverð mun trúlega hækka Ekki verið lægra verð áhúsnœðismarkaðnum síðan 1978. Sala íbúðarhúsa dregist verulega saman á síðustu árum. Stefán Ingólfsson Fast- eignamati ríkisins: A ekki von á verðspreng- ingu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.