Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 7
VtÐHORF Samkeppni um ritun bóka í tengslum við dagskrána Bókin opnar alla heima Ákveðið hefur verið að firamlengja skilafrest til 1. maí 1986. Efnið skal einkum tengjast íslandssögu (lífi fólks á Islandi áður fyrr, persónum, atburðum eða tímabili) og náttúru Islands (villtum dýrum, gróðurfari, jarðfræði landsins, þjóðgörðum eða friðlýstum svæðum) og vera við hæfi 9—13 ára skólabarna. Miða skal við að það komi að notum í skólastarfi þegar nemendur vilja afla sér fróð- leiks um samfélags- og náttúrufræði. Lesmál verði 8 — 64 síður (miðað við u.þ.b. 2000 letureiningar á vélritaða síðu) eða sem næst þessum mörkum. Tillögur um myndefni, þ.e. ljósmyndir, teikningar eða skýringarmyndir skulu fylgja handritinu. Veitt verða þrenn verðlaun: 1. verðlaun kr. 40.000.- 2. verðlaun kr. 30.000,- 3. verðlaun kr. 15.000.- Dómnefnd skipuð af námsgagnastjórn mun meta innsent efni. Handritum merktum „Bókin opnar alla heima. Samkeppni“ skal skila fyrir 1. maí 1986 til Námsgagnastofnunar. Höfundar skulu nota dulnefni en nafn og heimilisfang fylgi í lokuðu umslagi. Ritlaun verða greidd fyrir það efni sem út verður gefíð og áskilur Námsgagna- stofnun sér rétt til að gefa út öll handrit sem berast. Höfundarlaun miðast við reglur Náms- gagnastofnunar um greiðslur til höfunda. /jjk NÁMSGAGNASTOFNUN PÓSTHÓLF5192 125REYKJAVÍK Erekkitilvalið að gerast áskrifandit i? DJOÐVIIJINN !f! IAUSAR STÖÐUR HJÁ W REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. - Verkfræðing eða tæknifræðing hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, við áætlanagerð við raforkuvirki. Kunnátta í Fortan-forritun nauð- synleg. - Ritara til starfa í innlagnadeild. Upplýsingar veitir Jón Björn Helgason í síma 686222. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16:00 mánudaginn 3. febrúar 1986. Eiginmaður minn og fóstri okkar Axel Ólafsson verkstjóri Hlíðarvegi 1 Kópavogi verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 23. janúar kl. 13.30 Sigrún Valdimarsdóttir Þorsteinn Óttar Bjarnason Úlfar Helgason. í tilefni forvals eftir Arnór Pétursson Borgarstjórn Reykjavíkur er ágœtur vettvangur til að vinna að framgangi þeirra mála sem eru mér hugleiknust. Um næstu mánaðamót fer fram forval við vaf fulltrúa á G- listann í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. I upp- hafi ætlaði ég ekki að taka þátt í því en ástæðurnar voru aðallega tvær: 1. Ahugamál mín liggja meir á landsmáiasviðinu og þar taldi ég að kraftar mínir og þekking nýtt- ust betur. 2. Ég á sæti í uppstillingar- nefnd ABR fyrir borgarstjórnar- kosningarnar og þar sem nefndin átti aðeins að stilla upp í 15 sæti til forvals var það skoðun mín að nefndarmenn ættu ekki að taka upp sæti fyrir öðrum á þeim lista. Af hverju snerist mér þá hug- ur? Þegar listi uppstillingarnefndar lá fyrir höfðu þó nokkrir félagar í ABR og enn fleiri óflokksbundn- ir stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins samband við mig og hvöttu mig til að taka þátt í for- valinu. Rök þeirra voru: 1. Samkvæmt öllum skoðana- könnunum kemur ABR mjög illa út í Reykjavík og útlit er fyrir að íhaldið vinni stórsigur. Það er því skylda ábyrgra ABR félaga að gefa kost á sér í forval svo félagar fái tækifæri til að velja sér þann framboðslista sem þeir telja að skili hvað bestum árangri. 2. Á lista ABR verður að vera einhver aðili sem gjörþekkir kjör fatlaðra og ellilífeyrisþega í Reykjavík. 3. Álþýðubandalagið er eini stjórnmálaflokkurinn á íslandi sem fatlaðir hafa komist til áhrifa í og það er fyrirsjáanlegt að í komandi framtíð sé hann eini stjórnmálaflokkurinn sem fatlað- ir geti komist til verulegra áhrifa í og með því haft tækifæri til að verja hagsmuni sína og koma máíefnum sínum á framfæri þar sem best verður tekið eftir þeim. 4. Náir þú „góðu“ sæti á listan- um erum við viss um að hundruð Reykvíkinga sem annars mundu ekki kjósa ABR koma til með að kjósa það. Öll þessi rök eru góð og gild hversu rétt sem þau eru. í fram- haldi af þessu hafði ég samband við ýmsa félaga í ABR og leitaði álits þeirra á rökunum og hvort ég ætti að gefa kost á mér og þá hvaða möguleika ég hefði. Að sjálfsögðu voru svörin mis- munandi en flestir voru samt á því að ég ætti að gefa kost á mér. Það sem réði samt úrslitum var að einn af þeim sem ég leitaði álits hjá, maður sem ég hef alltaf talið að hafi mjög góða innsýn í flokk- inn, sagði: Þú hefur ekkert í þetta að gera þar sem þú ert ekki í ncinum af valdahlokkum flokks- ins. í störfum mínum innan ABR og ABL hef ég alltaf leitast við að taka afstöðu til manna og mál- efna eftir því sem samviska mín hefur boðið mér hverju sinni. Og ég neita að trúa því að það geti verið mönnum fjötur um fót til frama og áhrifa í lýðræðisleg- asta stjórnmálaflokki á íslandi. Þar sem ákveðnir fjölmiðlar og því miður sumir af „sterkari" mönnurn í flokknum hafa viljað stilla þessu forvali upp sem átökum rnilli „blokka" í flokkn- um ákvað ég að láta reyna á hvort þessi kenning félaga míns í ABR hefði við nokkur rök að styðjast. Og nú þegar ég rita þcssar línur hef ég ákveðið að sækjast eftir einu af fjórum efstu sætunum. Borgarstjórn Reykjavíkur er ágætur vettvangur til að vinna að framgangi þeirra mála sem mér eru hugleiknust og bíða brýnna úrlausna. Arnór Pétursson Amnesty Fangar mánaðarins - janúar Mannréttindasamtökin Amn- esty International vilja vekja at- hygli almennings á máli eftirfar- andi samviskufanga í janúar. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot eru framin. Júgóslavía: Radoinir Veljkovic er fyrrverandi foringi í hernum sex- tugur að aldri. Á árunum 1969- 1972 gaf hann út nokkrar stefnur á hendur Tító. fyrrverandi for- seta, þar sem hann dró Tító til ábyrgðar á meintri brotlegri hegðun öryggislögreglunnar. I kjölfar þess var hann í marz 1973 dæmdur sekur um að að „rýra álit ríkisins" og flytja „fjandsam- legan áróður". en talinn ósakhæf- ur og „hættulegur umhverfi sínu", og var því dæmdur til að flytjast á geðveikrahæli. Þetta stingur mjög í stúf við niðurstöð- ur 5 eldri geðrannsókna sem hann gekkst undir að eigin vilja þegar atvinnuleysi beið hans eftir að hann hafði verið látinn hætta í hernum árið 1967. í öllum tilvik- um var niðurstaðan sú að hann væri heill á geðsmunum og fullfær um vinnu. Veljkovic staðhæfir í áfrýjun dómsins að hvorki hon- um né þeim lögfræðingum sem hann kaus sér hafi verið leyft að vera viðstaddur réttarhöldin. Libýa: Tíu manns eru enn í fang- elsi síðan yfirvöld Líbýu hófu menningarbyltinguna í apríl 1973, en þá voru 3-400 manns handteknir. Opinber yfirlýsing frá þessum tíma hljóðar svo: „Við munum fangelsa þá sem eru pólitískt sjúkir.. kommúnista, Marxista, guðleysingja, bræðra- reglu Múhameðstrúarmanna sem stundar leynilegar aðgerðir.. hvern sem flytur áróður fyrir vestræn ríki eða boðar kaptítal- isma." Þessir 10 fangar voru á- kærðir í júni 1974 fyrir að skrifa gagnrýni á stjórnina, og fyrir að eiga aðild að ólöglegum sam- tökum (Frelsisflokki Múhameðs- trúarmanna), sem hefði það markmið að steypa stjórninni. Horfið var frá réttarhöldum síðar á árinu og föngunum sleppt. en þeir voru teknir aftur samdægurs. 19. feb. 1977 var einn þeirra dæntdur í 5 en hinir í 15 ára fang- elsi, en ríkisstjórnin breytti öllum dómum í ævilangt fangelsi. Sam- kvæmt heimildum A1 var réttað aftur í máli 4 af föngunum í apríl 1983 og þeir dæmdir til dauða, og einn líflátinn. AI hefur leitað eftir staðfestingu líbýskra yfir- valda á þessu án árangurs. Filippseyjar: Fjórir menn eru enn íhaldi síðan í maí-júní 1982 þegar a.m.k. 26 manns, flestir bændui. voru handteknir í héruðununt Balamba og Asturias og kærðir fyrir uppreisn, vegna meintrar aðildar aö nýja þjóðarhernum (NPA), sem er vopnaði armurinn í kommúnistaflokki Filippseyja. Einn dó í haldi, en þrýst var á flesta hina að játa sekt sína til að vera sleppt. Alberto de la Cruz. 34 ára grasalæknir, og bændurnir Leopoldo Gonzales, 66 ára, Inn- ocento Requirón, 44 ára og Gregorio Algabre, 53 ára létu að sögn einnig undan hótunum og játuðu aðild að NPA. en breyttu síðan vitnisburði sínum og neita nú öllum sakargiftum. Gonzales sagði eitt sinn í bréfi til félaga í AI: „Við munum heldur týna líf- inu en játa. Guð veit að við erurn saklausir". Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá unr leið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslands- deildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Skrif- stofan er opin frá 16:00 - 18:00 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfa- skriftir ef óskað er. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.