Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 2
FRETTIR Sláturfélagshöllin Hagvirki yfirtekur smíði hússins Byggingaverktakinn Hamarinn kominn ífjárþröng. Verktakafyritækið Hagvirki hefur tekið yfir smíði nýbygg- ingar Sláturfélags Suðurlands á Lauganesi af byggingaverktakan- um Hamrinum í Hafnarfirði sem kominn var í greiðsluþrot. Bygg- ingin er nær fulluppsteypt en eftir á að vinna fyrir um 30 miljónir í þessum verkáfanga af þcim 49 sem Hamarinn bauð í verkið. Að sögn Jóhanns G. Bergþórs- sonar forstjóra Hagvirkis var fyrirtækinu boðið að taka verkið sem næstbjóðanda en 500 þús. kr. skildu að tilboð Hagvirkis og Hamarsins á sínum tíma. Jóhann sagði að Hagvirki hyggðist ekki kaupa eignir Hamarsins. „Við yf- irtökum verkefnið og ráðum til starfa stærstan hluta þess starfs- fólks sem unnið hefur við bygg- inguna og reynum að forða því tjóni sem yrði ef verkið stopp- aði“, sagði Jóhann. Bjart er yfir byggingadeild Hagvirkis þessar vikurnar, því Birgir og Vilhjálmur. Félagshyggjan er farin að safna vindi í seglin á ný. Mynd - Sig Mar. Leghálskrabbi Kvenfélögin safna fyrir geislatæki Kvenfélögin sameinast um kaup á eftirhleðslutæki fyrir krabbameins- deildina. Kostar3,5 miljónir. Búið að safna um2 miljónum. Kvenfélagið og hin ýmsu kvenfélög í landinu hafa safn- að nær 2 miljónum til kaupa á Utanríkisráðherra Fráleitt rétt Frétt Pjóðviljans um að tilgreina hafi komið að Geir fengi starfhjá Nató vísað á bug Pað er af og frá að til greina hafi komið að ég fengi starf hjá Nató og það er ekki flugufótur fyrir þessari frétt, sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær. Geir kvaðst ekki geta ályktað eftirhleðslutæki fyrir innrigeislun ar Landsspítalans. Tækið kostar leghálskrabbamcins fyrir samtals 3,5 miljónir og vantar því krabbameinsdeild Kvennadeild- enn nokkuð á að safnast hafi fyrir tækinu. Á síðustu 5 árum hefur legháls- krabbameinum fjölgað á ný, en þá greindust alls 77 tilfelli. Af þessum konum þurftu 52 á geisla- meðferð að halda og voru 24 þeirra undir 45 ára aldri. Tækið sem fyrirhugað er að kaupa sér um að sem mest geislun verði í æxlinu og sem minnst í aðliggjandi líffærum og þannig má minnka hliðarverkanir. Þessi meðferð er nú notuð víðast í Evr- ópu og jafnframt er búið að út- rýma þeirri radiummeðferð sem enn er notuð hérlendis. Framlög til tækjakaupa má senda á gíróreikning nr. 528005. öðruvísi en svo að bakvið fréttina væri illkvittni og rætni í hans garð, - en heimildir blaðsins aðr- ar hermdu, að ráðherrann hefði sótst eftir virðingarstarfi hjá Nató eins og fram kom í forsíðufrétt í gær. -óg auk Sláturfélagshússins er Hag- virki að byggja Fiskvinnsluskóla í Hafnarfirði, og viðbyggingu við Digranesskóla í Kópavogi, auk frágangs. Flugstöðin á Keflavík- urflugvelli og framkvæmdir í Helguvík. ->g- ■TORGIÐi Eg hélt að það væri frekar þörf á prenturum en pólitíkusum í Seðlabankann. Félagshyggja Hugmyndaþing í Odda Ráðstefnur umfélagshyggju á laugardaginn. Undir- búningur fyrir bók sem kemur út nœsta vetur. Við viljum gera tilraun til þess að koma af stað endurnýjun í stefnu og málflutningi, sem farið hefur nokkuð halloka í pólitískri umræðu síðustu árin“, sagði Birgir Árnason í spjalli við Þjóð- viljann í gær, en hann cr meðal aðstandenda hugmyndaþings um félagshyggju sem haldin verður í Odda, félagsvísindahúsi Háskóla íslands á laugardaginn. Þeir Birgir Arnason hag- fræðingur og Vilhjálmur Árna- son heimspekingur hafa haft veg og vanda að undirbúningi ráð- stefnunnar á laugardaginn sem efnt er til af Málfundafélagi fél- agshyggjufólks. Þar verða haldn- ar stuttar framsögur um fjöl- marga málaflokka tengda félags- hyggju. Hugmyndaþingið hefst kl. 10.00 árdegis og stendur til klukkan 18.00 síðdegis á laugar- dag. Gert er ráð fyrir að fram- söguerindin verði stutt, og að umræður verði rnilli einstakra málaflokka. „Þetta hugmyndaþing er hluti af undirbúningi fyrir bók, sem við hyggjumst koma út næsta haust. Við viljum viðra nýjar hugmynd- ir með þessum hætti og bjóðum alla félagshyggjumenn vel- komna“, sagði Birgir að lokum. -óg FASTEIGNAVmSKIPTl Kynning á sameiginlegu átaki um ISÝ OG BREYTT tiJÖR tlandbók fyrir kaupendur og seljendur fasteigna FÉLAQ FASTEIGNASALA / FÉLAQSMÁLARÁÐUMEYTIÐ Fasteignamarkaðurinn Sýnið aðgát Félagsmálaráðuneyti og fasteignasalar gefa út ítar- legan upplýsingabœklingfyrir kaupendur ogseljend- urfasteigna. Ýmsar fróðlegar upplýsingar Félag fasteignasala og fél- agsmálaráðuneytið hafa gefið út sérstakan kynningarbækling um fasteignarviðskipti, handbók jafnt fyrir kaupendur sem selj- endur fasteigna. í þessum bæklingi, sem dreift verður ókeypis á öllum fast- eignasölum og víðar, er m.a. kynnt hin nýju greiðslukjör um lækkun útborgunar og verðtrygg- ingu eftirstöðva. koma fram í bæklingnum sem er myndskreyttur og 16 síður að stærð. Þetta er í fyrsta skipti sem gefnar eru út sérstakar leiðbeiningar fyrir þá sem standa í fasteignaviðskiptum. Lögð er rík áhersla í bæklingnum á, að fólk sýni aðgát, afli sér ítarlegra upplýsinga, gefi sér góðan tíma og leiti aðstoðar sérfræðinga við kaup og sölu á fasteignum. -Ig. 2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.