Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR 2.deild Breiðablik meistari Breiðablik tryggði sér meistar- atitil 2. deildar karla í handknatt- leik í gærkvöldi með því að sigra Aftureldingu 31-21 að Varmá. Þetta var lokaleikur deildarinnar og lokastaðan varð þessi: Breiöablik...14 11 0 3 356-307 22 Ármann.......14 10 1 3 355-322 21 HK.. .14 7 3 4 330-313 17 2.deild Hörku- keppni í B-riðli Hreinar línur í A-riðli Léttir er óvænt kominn í bar- áttuna um sæti í úrslitakeppni 2. deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Snæfelli í Borgarnesi, 75- 73. Léttir hafði áður tapað 61-71 fyrir HSK en unnið Árvakur 86- 54. Fjögur lið berjast nú um tvö efstu sætin í B-riðli og HSK er komið í efsta sætið eftir mikinn yfirburðasigur á Árvaki, 114-28. Staðan er þessi: HSK.................6 5 1 447-315 10 Snæfell.............6 4 2 417-352 8 UÍA.................5 4 1 339-312 8 Léttir..............7 4 3 455-448 8 Esja................5 1 4 258-323 2 Árvakur.............7 0 7 378-544 0 í A-riðlinum er nokkuð öruggt að Skallagrímur og Tindastóll hljóti úrslitasætin tvö. Mögu- leikar ísfirðinga, KFÍ, eru sama og úr sögunni eftir tvö töp á Vest- urlandinu, 76-79 gegn ÍA á Akra- nesi og 67-72 gegn Skallagrími í Borgarnesi. Þá vann Tindastóll USAH örugglega, 93-63. Staðan í A-riðli: Skallagrímur........6 5 1 455-392 10 Tindastóll..........4 4 0 335-276 8 ÍA..................7 3 4 519-530 6 KFÍ.................4 1 3 271-278 2 USAH............5 0 5 316-420 0 Um næstu helgi mætast Snæfell-UÍA og Léttir-Esja í B- riðlinum. —VS Haukar........ 14 8 0 6 328-317 16 IR............ 14 7 1 6 337-313 15 Afturelding....14 4 3 7 345-343 11 ÞórVe..........14 4 1 9 305-330 9 Grótta.........14 0 1 13 271-382 1 Breiðablik og Ármann leika í 1. deild næsta vetur en HK og Haukar fara í aukakeppni ásamt KR og Þrótti um tvö laus sæti í 1. deild vegna fjölgunar. Þór og Grótta sleppa væntanlega við fall í 3. deild af sömu sökum. —VS Frakkland Paris SG tapaði! Paris St. Germain tapaði í gærkvöldi sínum fyrsta leik í frönsku 1. deildinni í knatt- spyrnu á þessum vetri. Lille, sem er neðarlega í deildinni, vann meistaraefnin 2-0. Paris St.Germain hafði leikið 26 leiki án taps sem er glæsilegt met í frönsku knattspyrnunni og hefur eftir sem áður átta stigurn meira en Nantes og Bordeaux sem koma næst á eftir. —VS/Reuter England Sex slösuðust! Jafntá Villa Park. Oxfordáfram Sex landsliðsmenn slösuðust, þaraf fimm frá Arsenal, þegar Aston Villa og Arsenal gerðu jafntefli, 1-1, á Villa Park í gær- kvöldi. Leikurinn var liður í 8- liða úrslitum deildabikarsins og liðin þurfa að mætast að nýju á Highbury. Englendingarnir Kenny Sans- om, Tony Woodcock, Stewart Robson og Viv Anderson og Skotinn Charlie Nicholas, allt leikmenn Arsenal, urðu allir fyrir meiðslum, ásamt nýliðanum í enska landsliðinu. Steve Hodge hjá Villa. Þessir voru allir í lands- liðshópum Englands og Skot- lands fyrir leiki í næstu viku. Oxford er komið í undanúrslit deildabikarsins ásamt Liverpool, vann Portsmouth 3-1 í gærkvöldi. Þá gerðu QPR og Chelsea jafn- tefli, 1-1, og þurfa að mætast að nýju. —VS/Reuter Kvennahandboltinn Stjaman í 2.sætið Vann Val sanngjart. Jafntefli Hauka og Víkings Stjarnan er í öðru sæti 1. deild- ar kvenna eftir góðan sigur á Val í Seljaskóla í gærkvöldi, 24-20. Fyrri hálfleikur var ágætlega spil- aður af báðum aðilum, mark- varsla ágæt og varnarleikur sömuleiðis. Valur byrjaði betur en Stjarnan komst yfir og var 11-8 yfir í hálfleik. Mikil spenna var í seinni hálf- leik. Valsstúlkurnar tóku Erlu og Margréti úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikur Stjörnunn- ar. Valur náði þó ekki að jafna, sókn liðsins var léleg og það var eins og skora ætti tvö mörk í hverri sókn. Þegar upp var staðið var sigur Stjörnunnar, 24-20, mjög sanngjarn. Mörk Stjörnunnar: Erla 7, Margrét 7, Oddný 6, Hrund 2, Guðný 1 og Anna 1. Mörk Vals: Erna 6, Katrín 5, Kristín 3, Guðrún 3, Ásta 2 og Harpa 1. I Hafnarfirði fengu Haukar sitt annað stig í deildinni og kornust úr botnsætinu með óvæntu jafn- tefli gegn Víkingi, 17-17. Leikur- inn var fremur leiðinlegur á að horfa og ekki bætti dómgæslan úr. Haukar voru yfir í hálfleik, 9-8. Mörk Hauka: Björk 8, Steinunn 3, Elva 3, Hrafnhildur 1, Ragnheiður 1 og Bryunhildur 1. Mörk Víkings: Inga Lára 6, Arnheiður 3, Svava 2, Eiríka 2, Jóna 1 og Metta 1. —MHM V.Pýskaland Bayern í undanúrslit Bayern Munchen er komið í undanúrslit bikarkcppninnar í knattspyrnu eftir 3-0 útisigur á Kaiserslautern í gærkvöldi. Lot- har Matthaus, Klaus Augenthal- er og Roland Wohlfarth skoruðu mörkin. Stuttgart, Dortmund og Mannhcim leika auk Bayern í undanúrslitunum. —VS/Reuter Kœrumál Dómstóllinn fann ekkert Vísaðiþvífrá kæru IR á hendur Breiðabliki Dómstóli HSl hefur loksins komið saman og tekið fyrir kæru ÍR á hcndur Breiðabliki í 2. deild karla í handknattleik. Kærunni var vísað frá. Kvennakarfa Landsliöið valið ÍR-ingar kærðu leik liðanna þar sem Magnús Magnússon, leikmaður Breiðaliliks, tók út leikbann í honum en sinnti samt sem áður störfum á varamanna- bekk liðsins. Pétur Frantzson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, sagði þá í samtali við Þjóð- viljann að ÍR vildi fá á hreint hvort þetta væri löglegt. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans þótti þeinr sem skipuðu dómstólinn ekki geta staðist að leikntaðurinn mætti taka þátt í leiknuni á þennan óbeina hátt. Þeir fundu hinsvegar hvergi einn einasta stafkrók um þetta í lögum HSÍ eða alþjóðlegum lögum og töldu sig því ekki geta dærnt Magnús ólöglegan þótt samviska þeirra segði annað. —VS Körfubolti Firmakeppni hjá Val Árleg firma- og félagahópakeppni körfuknattleiksdeildar Vals verður haldin helgina 8.-9. febrúar 1986. Keppnisstaður er íþróttahús Vals að Hlíðarenda við Laufásveg. í síðustu keppni sigraði Fjarðarkaup í Hafnar- firði eftir harða keppni við Vélsmiðjuna Faxa. Þátttaka tilkynn- ist í síma 11134 fyrir 1. febrúar og þar eru einnig gefnar nánari upplýsingar um fyrirkomulag keppninnar. Frjálsar Kvennalandsliðið í körfuknatt- leik tekur þát í Norðurlandamót- inu, Polar Cup, í Uppsölum í Sví- þjóð í apríl. Kolbrún Jónsdóttir landsliðsþj álfari hefur valið 16 stúlkur til æfinga og eru þær eftir- taldar: Anna Björk Bjarnadóttir, (S Anna María Sveinsdóttir, (BK Björg Hafsteinsdóttir, (BK Fríða Torfadóttir, (R Guðlaug Sveinsdóttir, (BK Guðrún Gunnarsdóttir, (R Hafdís Helgadóttir, (S Helga Friðriksdóttir, (S Hrafnhitdur Pálsdóttir, Haukum Kolbrún Leifsdóttir, IS María Jóhannsdóttir, UMFN Sóley Indriðadóttir, Haukum Sólveig Pálsdóttir, Haukum Vala Ulfljótsdóttir, (R Þóra Gunnarsdóttir, |R Þórunn Magnúsdóttir, UMFN f hópinn vantar leikmenn frá íslandsmeisturum KR og veikir það liðið nokkuð. Einsog fram hefur komið gáfu KR-stúikurnar ekki kost á sér vegna óánægju með skipulag landsliðsmála. Meistaramot innanhúss Meistaramót Islands innanhúss fer fram í Laugardalshiill og Baldurshaga 8.9. febrúar. Keppni í stangarstökki fer fram í KR-heimilinu ló.febrúar. Þátttökutilkynningar þurfa að beerast til skrifstofu FRI á þar til gerðum skráningarspjöldum í síðasta lagi 5. febrúar. Þátttökugjald er 200 krónur á grein. Getraunir Þrjátíu tólfur f 21. leikviku Getrauna komu fram 30 seðlar með 12 réttum leikjum og fær hver 36,370 krónur í vinning. Með 11 rétta voru 660 raðir og fær hver 708 krónur. Þar voru flestir með leik Man.Utd og Nottingham Forest vitlausan. Forest fer í taugarnar á ýmsum þessa dagana, við vitum um fleiri en einn sem hafa verið með 11 rétta tvær síðustu helgar og í bæði skiptin hefur útisigur hjá Forest eyðilagt allt! Spá fjölmiðlanna fyrir 22. leikviku er þessi: > 3 *0 —■ f- rT)XD . -o -o > E co ÁSQÍ-Q <-Z) .1 1 1 Arsenal-Rotherham....................... Aston Villa-Millwall.........................1 11111 Chelsea-Liverpool............................1 1x1x1 Everton-Blackburn............................1 11111 Hull-Brighton................................x 1 2 x 2 x Luton-Bristol Rovers.........................1 11111 Manch.City-Watford...........................x 2 11x1 NottsCounty-Tottenham........................2 x 2 Peterborough-Carlisle........................1 1 x Reading-Bury.................................1 1 1 Sunderland-Manch.Utd.........................2 2 2 West Ham-lpswich.............................1 1 1 Leikirnir eru úr 4. umferð bikarkeppninnar. Alþýðublaðið er áfram efst í fjölmiðlakeppninni með 61 réttan leik, DV er með 55 en aðrir minna. 1111 x 2 1 1 1 1 x 2 x 2 2 x 1 1 1 2 2 2 1 1 1 Unglingalandsliðið í badminton: Aftari röð frá vinstri: Sigfús Ægir Árnason fararstjóri, Ármann Þorvaldsson, TBR, Árni Þór Hallgrímsson, TBR, Haukur P. Finnsson, TBR, Snorri Ingvarsson, TBR, og Jóhann Kjartansson þjálfari. Fremri röð: Ása Pálsdóttir, IA, Guðrún Gísladóttir, ÍA, Helga Þórisdóttir, TBR, og Guðrún Júlíusdóttir, TBR. Badminton Evropukeppni unglinga í Ungverjalandi Unglingalandsliðið í badmint- on hélt í gær til Ungverjalands til keppni í Finlandia Cup, Evrópu- móti B-þjóða, sem haldin er á tveggja ára fresti. Sex bestu þjóð- ir Evrópu eru ckki nieðal þátttak- enda. ísland er í erfiðum riðli, rneð Wales og írlandi. Wales og írland eru í 8. og 9. sæti á styrkleikalista unglingalandsliða í Evrópu en ís- land í 15. sæti. ísland mætir báð- urn á föstudaginn en leikið verður um úrslitasæti, frá 1 til 12, á laug- ardag og sunnudag. Fimmtudagur 23. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.