Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 23.01.1986, Blaðsíða 17
______HEIMURINN__ r ebe Ovissa ríkir Bandarísku Prúðuleikararnir hafa lengi notið vinsælda sjónvarpsáhorfenda og nú er svo að sjá að þeir séu að eignast arftaka víða um lönd. Franska sjónvarpið breytir stjórnmálamönnum og frægu fólki í brúður og í breska sjónvarpinu hefur verið hleypt af stokkunum nýjum brúðuþætti þar sem málefni líðandi stundar eru krufin til mergjar, ma. með „beinum" útsendingum af fundi bresku ríkisstjórnarinnar þar sem Michael Heseltine ráðherra er rekinn við mikinn fögnuðsamráðherra sinna. Leiðtogarstórveldannafásinn skammt, td. er valbráin á enni Gorbatsjofs búin að taka á sig mynd hamars og sigðar. Og á myndinni sem hér er birt sést hvernig höfundarnir hafa handleikið bresku konungsfjölskylduna, Betu, Pusa, Kalla, Dí og litlu prinsana tvo. Væri ekki athugandi fyrir íslenska sjónvarpið að sýna okkur þó ekki væri nema lítið sýnishorn af þessum þáttum? Suður-Jemen Uppreisnatmenn treysta tökin Kaupmannahöfn, Brussel — Niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar á danska þinginu í fyrra- kvöld þegar tillögur um breytingar á stofnskrá EBE voru felldar af þingmönnum stjórnarandstöðunnar hefur valdið talsverðum áhyggjum í öðrum EBE-ríkjum. í gær var ákveðið að fresta undirskrift hinnar nýju og breyttu stofn- skrár til 17. febrúar en hún átti að fara fram næsta mánudag. Indland Morðingjar Indiru fengu dauðadóm Nýju Delhi — í gær dæmdi Ma- hesh Chandra dómari þrjá sikka til dauða fyrir morðið á Indiru Gandhi forsætisráð- herra Indlands haustið 1984. Þar með lauk réttarhöldum sem staðið hafa í rúma 8 mán- uði en verjendur hinna dæmdu sögðust munu áfrýja dómnum til hæstaréttar. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að fjórir sikkar hefðu tekið þátt í morðinu og undirbún- ingi þess. Af þessum fjórum til- heyrðu þrír lífverði Gandhis og lést einn þeirra í skothríðinni sem varð milli þeirra og annarra ör- yggisvarða. Fjórði maðurinn var opinber starfsmaður. Saksóknarinn hélt því fram að sikkarnir hefðu hafið undirbún- ing morðsins stuttu eftir að Indira Gandhi lét hermenn ráðast inn i Gyllta hofið í Amritsar þar sem helstu leiðtogar sikka höfðu búið um sig en hofið er einn helgasti staður sikka. Uffe Ellemann-Jensen utan- ríkisráðherra dana fór í gær í skotferð til höfuðborga sex EBE- ríkja til að kynna stjórnvöldum þar afgreiðslu þingsins á breytingunum og kanna hvort grundvöllur er fyrir endurskoðun á þeim breytingartillögum sem lagðar hafa verið fram og sam- þykktar í öllum ríkjum EBE nema Danmörku. Búist er við að hann fái allsstaðar þau svör að ekki sé ráðlegt að endurskoða til- lögurnar þar sem þær eru afrakst- ur langra og strangra samninga- viðræðna og málamiðlana. Verði það niðurstaðan að beiðni dana um endurskoðun verði hafnað mun Poul Schluter forsætisráðherra leggja málið í dóm kjósenda og efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Stjórnin vill að hún fari fram eigi síðar en í lok febrúar en jafnaðarmenn hafa sagt að rétt sé að fresta henni fram í mars eða apríl. Dönsk blöð gagnrýndu í gær þá ákvörðun stjórnarinnar að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu og sögðu að henni hefði verið nær að rjúfa þing og efna til nýrra kosn- inga. Það væri fyrir löngu orðið ljóst að stjórnin sem er í minni- hluta gæti ekki framfylgt neinni utanríkisstefnu. Sendimenn EBE-ríkja í höfuð- stöðvum bandalagsins í Brussel sögðu í gær að Schluter hefði tekið mikla áhættu með því að ákveða að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu. „Verði útkoman „nei“ gæti það leitt til úrsagnar dana úr EBE en það yrði mikið áfall fyrir bandalagið," sagði einn þeirra. Forsætisnefnd EBE í Hollandi gaf í gær í skyn að hægt væri að samþykkja breytingarnar á stofnskránni án samþykkis dana en það var borið til baka í höfu- ðstöðvunum í Brussel. Bahrain — Borgarastríðið í Suður-Jemen hefur nú staðið í tíu daga og óttast margir að það kunni að breiðast út um allt land en hingað til hefur það einkum verið háð í höfuðborg- inni Aden. Uppreisnarmenn virtust í gær hafa borgina að mestu leyti á valdi sínu en þó voru harðir bardagar í kringum flugvöllinn og í hverfinu Khormaksar þar sem eru margar stjórnarbyggingar og erlend sendiráð. Erlendir sendimenn í ríkjum Arabíuskaga sögðu í gær að upp- reisnarmenn nytu stuðnings í fjórum af sex héruðum landsins og að forseti landsins, Nasser Mohammed, væri einangraður í heimahéraði sínu Abyan, 160 km austur af Aden. Fréttir stangast þó á og amk. eitt blað hélt því fram að tveir helstu leiðtogar uppreisnarmanna væru fallnir og sá þriðji særður. Eins og fleiri ríki er Suður- Jemen skipt upp í ótal ættflokka sem styðja sína menn án tillits til hugmyndafræðinnar. Þess vegna óttast margir að upp úr sjóði milli ættflokkanna eins og oft hefur gerst áður og úr verði allsherjar- stríð um allt land. Stjórnvöld í Norður-Jemen óttast slíkt stríð því það gæti breiðst út og æst ætt- flokka sem andvígir eru þeim til óhæfuverka. Búið er að flytja 4.500 erlenda ríkisborgara frá Aden en enn eru amk. 1.200 eftir. í gær átti að flytja þá burt en bardagarnir komu í veg fyrir að af því gæti orðið. Sjónarvottar segja ljótar sögur af ástandinu í borginni. Þar liggja mannslík á víð og dreif og einn sagðist hafa séð hermenn hranna líkum upp í víggirðingar. Erlend ríki hafa lítil sem engin afskipti haft af átökunum í Suður-Jemen þótt ýmislegt eigi sér eflaust stað að tjaldabaki. Bandarískir embættismenn sögðu í gær að einu gilti hvor deiluaðila færi með sigur af hólmi í landinu, það hefði engin áhrif á það að landið væri á sovésku áhrifasvæði. Sovétmenn hafa fengið aðstöðu fyrir viðhald her- skipaflota síns í Aden og á eynni Socotra og þeir starfrækja einnig í landinu fjarskiptastöð sem fylg- ist með skipaferðum og öðru sem gerist á Rauðahafi og Indlands- hafi vestanverðu. Afganistan Nicaragua Gleðifréttir af kaffiekmnum íbúar Nicaragua njóta góðs afhœkkandi kaffiverði, aukinni uppskeru og verulega hefur dregið úr skemmdarverkum skæruliða Mjög hefur dregið úr skemmdarverkum skæruliða á kaffiekrum og atvinnutækj- um og er það að þakka gagnsókn stjórnarhersins í fyrra og traustari vörnum á mikilvægustu stöðum. Jinotega — Efnahagsástandið í Nicaragua hefur ekki verið beysið undanfarin ár. Efna- hagsiegar refsiaðgerðir Bandaríkjanna sem birtast ma. í skorti á tækjum og varahlut- um i þau hafa tekið sinn toll og gífurlegur kostnaður við að halda uppi fjöimennum her til varnar gegn skæruliðum hefur gert illt verra. Nú er uppskeru- tími kaffis sem er mikilvæg gjaldeyrislind Nicaragua og af þeim vígstöðvum berast góð tíðindi, uppskeran er góð og verðið hátt. Undanfarin ár hefur kaffið skapað uþb. þriðjung allra gjald- eyristekna landsins. Það hlutfall mun vafalaust hækka í ár því upp- skeran virðist ætla að verða 10% meiri en í fyrra og verðið hefur rokið upp úr öllu valdi á heimsmarkaði í kjölfar mikilla þurrka í Brasilíu. Og það sem er kannski gleði- legast: stjórnvöldum hefur tekist að takmarka mjög þau skemmd- arverk sem skæruliðar — Contras — hafa unnið á kaffiekrum og vinnslustöðvum undanfarin ár. I fyrra hindruðu skæruliðarnir verulega uppskerustörf í tveim helstu kaffiræktarhéruðum Nic- aragua, Jinotega og Matagalpa, en í ár hafa þeir mætt mun meiri mótspyrnu og segja embættis- menn að skemmdarverk þeirra séu mun minni. 12.000 sjálfboðaliðar Fréttamaður Reuters heim- sótti Sorpresa kaffiverksmiðjuna í Jinotega en í nóvember 1984 réðust skæruliðar á verksmiðj- una, unnu á henni verulegar skemmdir og felldu 17 starfs- menn. Nú er búið að endurnýja vélakostinn og þar starfa 450 kaffitínslumenn auk 100 manna vopnaðrar varðsveitar. Margir þeirra sem fréttamað- urinn ræddi við voru sjálfboðalið- ar úr borgunum sem komnir voru til að aðstoða við uppskeruna. Stjórnin hefur lokað fjölmörgum skrifstofum meðan á uppsker- unni stendur, frá nóvember fram í febrúar, og eru um 12 þúsund sjálfboðaliðar að störfum á kaffi- ekrunum. Á afskekktari stöðum þar sem meiri hætta er á árásurn skæruliða bera margir kaffitínslu- menn vopn. Fréttamaðurinn hitti nokkra slíka með riffla á bakinu þar sem þeir tíndu skærrauð aldin kaffitrjánna. Auk innlendu sjálfboðalið- anna starfa nokkur hundruð út- lendra sjálfboðaliða við upp- skeruna. Þeir koma frá ýmsum löndum Austur- og Vestur- Evrópu, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Vinnutíminn er strangur, það er farið upp kl. 6 á morgnana og verið að til 5 á dag- >nn. Varnirnar efldar Auk sveitanna sem standa vörð um einstakar verksmiðjur og kaffiekrur hefur stjórnarher- inn eflt mjög varnir helstu kaffi- héraðanna. Fyrir bragðið hafa skæruliðar ekki getað ráðist til at- lögu á þessum slóðum og nú eru 2.200 hektarar af kaffiekrum ræktaðar sem í fyrra varð að hætta við að nýta vegna skemmd- arverka. Þetta allt þýðir að hægt verður að flytja út 100 þúsund pokum (46 kg) meira af kaffi í ár en í fyrra sem er um 10% aukning. Þessi aukning ásamt mun hærra kaffi- verði verður kærkomin búbót fyrir bágstaddan efnahag Nicar- agua þar sem yfir 6 þúsund manns féllu af völdum stríðsins 1985. 100 uppreisn- armenn felidir í sókn stjórn- arhersins Islamabad — Allt að 100 afgan- skir uppreisnarmenn voru felldir og 40 særðir í sókn af- ganskra og sovéskra her- manna í héraðinu Nangarhar nærri landamærum Afganist- an og Pakistan en hún hefur staðið síðan á laugardag. Að sögn uppreisnarmanna sækir mikið lið afganskra og sovéskra hermanna að stöðvum skæruliða við landamæri Pakist- an og hafa sér til stuðnings orr- ustuþotur, skriðdreka og þyrlur. Virðist markmið sóknarinnar vera svipað og oft áður að loka flutningaleiðum frá Pakistan til stöðva skæruliða innan Afganist- an. Uppreisnarmenn kváðust hafa skotið niður eina þotu og gert önnur farartæki ógangfær. ERLENDAR FRÉTTIR haraldsson/R EUIER ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.