Þjóðviljinn - 31.01.1986, Síða 1

Þjóðviljinn - 31.01.1986, Síða 1
VIÐHORF VETRARBLAÐ GLÆTAN Umdeilda öndvegissúlan í Kópavogi. Ekki leitað til æðri máttarvalda, segja bréfritarar. Ljósm.: E.ÓIason. Borgarstjórinn Öndvegissúla í vitlausu kjördæmi? Ráðamenn í Reykjavík hafa lengi verið grunaðir um græsku í þessum efnum, segja tveir íbúar í bréfi til bæjarstjórn- ar í Kópavogi, - og vitna til þess að Steinunn gamla hafi ekki vilj- að þiggja Romshvalanes að gjöf frá Ingólfi, heldur gaf hún fyrir „heklu flekkótta og vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara við riftingum“. Heimildir Þjóð- viljans herma að önnur öndveg- issúlan sé amk. 10 metrum innan bæjarmarka Kópavogs. í bréfi þeirra Ásmundar Ás- mundarsonar og Vilhjálms Ein- arssonar segir m.a.: „Undirritaðir íbúar í Kópavogi hafa ástæðu til að halda að önd- vegissúlur þær reykvískar, sem ætlað hafði verið að standa við mörk lögsagnarumdæma JLeykjavíkur og Kópavogs við Kringlumýrarbraut í Reykjavík, séu (a.m.k. önnur) við Hafnar- fjarðarveg í Kópavogi. Eigi þetta við rök að styðjast skal á það minnt að leita verður heimildar a.m.k. byggingarnefndar, svo ekki sé minnst á æðri máttarvöld í Kópavogi, til að reisa mannvirki af þessu tagi. Áður hafa skapast fordæmi fyrir því að Reykjavík hafi seilst innfyrir bæjarmörk Kópavogs og náð landvinningum sér til handa. Hefur fólki hér í bæ stundum virst sem um markvissa útþenslu- stefnu hinnar göfugu höfuðborg- ar væri að ræða. Á það skal og bent að ráðamenn í Reykjavík hafa lengi verið grunaðir um græsku í þessum efnum og skal hér minnt á atvik frá í árdaga nor- rænnar byggðar hér á landi. Svo segir í hinni merku bók Land- námu: „Steinunn hin gamla, frændkona íngólfs, fór til Islands og var með Ingólfi hinn fyrsta vetur; hann bauð að gefa henni Romshvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara við riftingum." Lausleg athugun á aðstæðum á grundvelli landamerkjalýsinga bendir til þess að það sem nú er haft í flimtingum í Kópavogi um mál þetta geti átt við rök að styðj- ast.“ - óg. Lánasjóðurinn GönuhlaupSverris Vinnubrögð og stefna menntamálaráðherra harðlega fordæmd á þingi ígœr. Steingrímur J. Sigfússon: Forkastanlegframkomaráðherrans. Ráðherrarverða að búa yfir meiru en vera liðugir íkjaftinum. Sverrir: Vængjabusl í Alþýðubandalaginu. Tönnur Davíðs glamra vegna sveitastjórnakosninga. Gífurleg spenna var í þing- sölum þarsem Alþýðubandalagið hafði farið fram á utan dagskrár- umræðu um málefni lánasjóðs- ins. Námsmenn fjölmenntu á pallana. Steingrímur kvað óhjá- kvæmilegt að meiri kröfur væru gerðar til ráðherra en að þeir væru sæmilega liðugir í kjaftin- um. Sverrir Hermannsson kvað þingmanninn fara með rugl og kallaði málafylgju Alþýðubanda- Steingrímur J. Sigfússon var í miklum ham þegar hann skammaði Sverri fyrir aðför hans að námsmönnum. Mynd E.ÓI. lagsins vængjabusl. Honum væru gerðar upp sakir, - nýja frum- varpið væri einungis frumhug- mynd sem hann hefði ekki rætt við neinn. Um gagnrýni Davíðs Oddssonar borgarstjóra sagði Sverrir, að hann hefði ekki leitað ráða hjá borgarstjóranum og gæti ekki gert að því að tönnurnar tækju að glamra í borgarstjóran- um vegna yfirstandandi kosn- inga. Kennarar Ingvar Gíslason talaði um buslu- bæn Sverris Hermannssonar og kvað Framsóknarflokkinn ekki mundu fallast á hugmyndir menntamálaráðherra um breytingar á lögum um lánasjóð- inn, hvað þá vinnubrögð ráðherr- ans. -gg/óg ■ ■ 011 vinnubrögð Sverris Her- 'mannssonar og þær hug- myndir sem hann hefur komið fram með um breytingar á nú- gildandi lánakerfi eru svo lítt grundaðar að það er með end- emum, - framkoma hans við framkvæmdastjóra Lánasjóðsins var forkastanleg og reyndar dæmigert gönuhlaup ráðhcrrans, sagði Steingrímur J. Sigfússon m.a. í afar harðorðri ræðu sinni yfir Sverri Hermannssyni menntamálaráðherra í utandag- skrárumræðu á alþingi í gær. Bréfið loðið Mismunandi túlkanir áillskiljanlegu bréfifjármálaráðherra til Bandalags kennarafélaga. IndriðiH. Porláksson: Á við að samið sé fyriralla kennara. Þorsteinn Pálsson: Loka engum dyrum. Valgeir Gestsson: Skilningur Geirs Haarde annaren Indriða. Kristján Thorlacius: Okkurstill upp við vegg Menn greinir mjög á um hvernig túlka beri bréf það sem kennurum barst frá fjár- málaráðherra á fundinn í Súlna- salnum sl. miðvikudag. Túlkuðu viðmælendur Þjóðviljans þetta hver með sínum hætti; að Banda- lag kcnnarafélaga geti samið sér fyrir Kennarasambandið, - eða að BK fái bara samningsréttinn svo fremi þeir fari með umboð allra kennara, bæði innan HIK og KÍ, sem þýddi í raun að launa- málaráð BHM væri sprungið. „f bréfinu segir aö fjármála- ráðuneytið sé tilbúið að veita BK viðurkenningu sem heildar- samtökum kennara á grundvelli 3. gr. laga frá 1973 og að BK semji fyrir sína meðlimi. Og þar er átt við að BK semji fyrir alla kennara“, sagði Indriði H. Þor- láksson, jkrifstofustjóri launa- deildar, en hann undirritaði bréfið ásamt Þorsteini Pálssyni, fjármálaráðherra. „í þessum lögum er jafnframt ákvæði um að enginn ríkisstarfsmaður geti ver- ið innan fleiri en einna heildar- samtaka, sem hafa fengið viður- kenningu til samninga". Indriði sagði jafnframt að gengið væri út frá því að full al- vara byggi að baki sameiningar- tali félaganna, auk þess sem ekki verði komið á launajöfnun nema einn aðili semji fyrir allan hóp- inn. Þorsteinn Pálsson sagði að þetta væri eini möguleikinn án lagabreytinga, til að viðurkenna sérstakan samningsrétt fyrir kennara. Sagðist hann ekki vilja loka dyrunum á þann möguleika að BK semdi sérstaklega fyrir KÍ, þó þarna væri gengið út frá því að BK semdi fyrir alla kennara. Sagðist hann gera sér grein fyrir sérstöðu HÍK sem nú á í við- ræðum í launamálaráði um samn- inga. Valgeir Gestsson, formaður KÍ, sagði eftir stjórnarfund KÍ í gær að það væri sinn skilningur og skilningur Geirs Haarde, sem af- henti kennurunum bréfið á fund- inum, að BK gæti samið sér fyrir KÍ. Sagði hann að það þyrfti að fá skýr svör við þessu. HÍK hélt einnig stjórnarfund í gær vegna þessa bréfs og sagði Kristján Thorlacius, formaður, eftir fundinn, að bréfið væri mjög loðið og erfitt að átta sig á því. Er ekki laust við að stjórn HÍK finn- ist fjármálaráðherra vera að stilla sér upp við vegg með þessu. BK mun halda fund í dag vegna þessa bréfs og verður líklega farið á fund fjármálaráðherra í fram- haldi af því. -Sáf Sjá bls. 3 Kvennaframboðið Segi mig úr nefndinni Hanna María Lárusdóttir: Einræði í nefndinni Hanna María Lárusdóttir full- trúi Kvennaframboðsins í af- mælisnefnd Reykjavíkurborgar, sagði sig úr nefndinni í gær. Ástæðan fyrir því er að sögn Hönnu Maríu sú, að tillögur Kvennaframboðsins í nefndinni hafa verið hafðar að engu og að Davíð Oddsson formaður nefnd- arinnar vill vera einráður um til- högun hátíðarinnar. Telur hún að þeim miklu fjármunum sem eytt er í hátíðina hefði verið betur varið með því að láta þá í eitthvað sem skildi eftir sig varanleg verð- mæti. ^Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.