Þjóðviljinn - 31.01.1986, Page 13

Þjóðviljinn - 31.01.1986, Page 13
VETRARBLAÐ - SKIÐI Sportmarkaðurinn Grensásvegi50. Sími31290 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1986 Föstudagur 31. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 „Margur er knár þó hann sé smár“, segir máltækiö og þaö á svo sannarlega við um hann Leó Júlíusson, 9 ára, einn yngsta meölim Skautafélags Akureyrar. Mynd. Sig. þessari ástæöu. Ég get nefnt sem dæmi að við ætluðum að fá hing- að þýskt listhlaupapar á Vetrar- hátíð fyrir nokkrum árum en af því gat ekki orðið vegna þess að aðstæður voru ekki boðlegar hér í bænum.“ - En hraðhlaupið, hefur það ekki verið æft að undanförnu? „Nei, það var síðast fyrir tveimur árum sem það var. Málið með það er að það þarf svo stórt svæði og það þarf svo góðan ís. Hraðhlaupið hefur verið reynt á tjörninni en það hefur verið erfitt að koma tækjurn á hana til að gera svellið gott. Mig minnir að það hafi verið í fyrra eða hitti- fyrra sem við misstum tæki niður um ísinn og það er dýrt spaug. Og það er sorglegt að missa þetta niður því hér í bænum hafa alltaf verið mjög efnilegir ungir hlauparar sem síðan hefur ekkert orðið úr vegna aðstöðuleysis." Skautakennsla í skólum - Er mikill áhugi hjá ungu kyn- slóðinni fyrir skautaíþróttinni? „Já, já, áhuginn er fyrir hendi. Skautasvæðið hérna uppi á brekkunum og eins inni í bænum eru mikið notað af krökkum. En mér finnst að íþróttakennarar mættu fara með krakkana á skauta í frjálsu tímunum í skólum, eins og farið er með þá á skíði. Annars finnst mér að það hafi orðið geysileg afturför varð- andi aðstöðuna við skautasvellin frá því fyrr á árum. Það var t.d. hér fyrir allmörgum árum, þegar Skautafélagið var með þetta svell hér inni í bænum, þá var það stærra, við vorum með skúr þar sem fólk hafði aðstöðu, við vor- um með tónlist sem ómaði um svæðið og þá voru hér stundum nokkur hundruð manns á kvöld- in. Þetta var mikill þáttur í bæjar- lífinu, virkilega skemmtilegt. Þessi stemmning var í hápunkti í kringum ’50. Hlíðarfjallið tók fjöldann Svo dalaði þetta nokkuð þegar Hlíðarfjall komst í gagnið og með árunum hefur síðan svo margt komið til sem tekur tíma fólks. Nú sér bærinn um skautasvellin og mér finnst að hann mætti gera mun meira af því að láta fólk vita af þessum svæðum, að þau eru fyrir hendi. Og aðstaðan er eng- in, ekki einu sinni bekkir til að fólk geti sett á sig skautana. Menn myndu t.d. ekki bjóða skíðafólki upp á það að hafa ekki hús til að klæða sig í. Krakka- greyin koma á skautunum heiman frá sér og þeir eru algjör- lega bitlausir. Mér finnst að æskulýðsráð og íþróttaráð ættu að hafa forgöngu um að drífa þessa íþrótt upp. Skautafélagið hefur alveg nóg með sig. En við erum auðvitað tilbúnir að hjálpa til við það starf þegar við verðum komnir með okkar aðstöðu." Og Guðmundur er bjartsýnn með framtíðina þrátt fyrir að meðal almennings sé ekki sá áhugi sem áður var. „Það þarf í raun og veru svo lítið til að vekja aftur áhuga. En það þarf samhent átak og ég er viss um að það verður á næstu árum,“ sagði Guðmundur að lok- um. IH í pásu. Hún var stutt. Mynd. Sig. Skautar ísknattleikur á 4. áratugnum Litiö viö á æfingu hjá Skautafélagi Akureyrar og rætt við formann félagsins, Guðmund Pétursson. Á Akureyri er starfrækt skautafélag sem auðvitað heitir Skautafélag Akureyrar. Þetta félag verður hálfrar aldar gamalt á næsta nýársdag. „Mér finnst þaö nokkuð athyglisvert að þetta félag var stofnað til þess að vinna að framgangi ísknattleiks á Akur- eyri,“ sagði Guðmundur Péturs- son, formaður félagsins, okkur þegar við spurðum hann um þetta fornfræga félag. „Maður hefði kannski haldið að í fyrstu hefði málið snúist um listhlaup,“ sagði Guðmundur. „Þannig að hér í bæ hafa menn verið farnir að stunda ísknattleik strax á 4. áratugnum. Auðvitað voru það mjög frumstæð áhöld sem notuð voru á þeim tíma. Og það er nú ansi hart að enn í dag skulum við vera í algjörum vand- ræðum með að fá áhöld til þess að iðka þessa íþrótt sem á sér þó svo merkilegan sess í sögu bæjarins." Það er greinilegt að Guðmund- ur er með allan hugann við ástand þessara mála í dag. Kannski ekki að furða. Seldist upp „Við höfum gert mikið af því að láta panta þetta inn fyrir okk- ur. Kaupfélagið ætlaði að vera með sölu á þessum áhöldum en það sem þeir lögðu fram í versl- unum seldist upp á augabragði. Nú höfum við verið að brasa í því að láta mann sem á leið til New York, kaupa inn fyrir okkur og við eigum von á þeirri sendingu í næstu viku. Þetta eru auðvitað nokkuð óeðlileg starfsskilyrði.“ - Þú segir að starfið hafi gengið nokkuð í bylgjum. „Já, það hafa náttúrlega komið hérna vetur sem hafa verið al- gjörlega ónýtir, þá vegna veður- fars. Jafnvel tveir í röð og þá dett- ur starfið nokkuð niður og verður erfitt að ná aftur krafti í það. Svo erum við því miður búnir að missa niður hraðhlaupið sem var aðaluppistaðan í félaginu um tíma. Upp úr ’50 t .d., þá gekk starfið fyrst og fremst út á hrað- hlaupið. Þá vorum við með brautir á flæðunum frammi í Eyjafjarðarhólmunum. Svo gjör- breyttist þetta allt þegar flugvöll- urinn'kom hérna. Þá var áin flutt austur fyrir flugvöllinn og það gjörbreytti ísnum í innbænum. Þar með versnuðu svellin með fram landinu svo mikið. Endurreisn Svo er það svo mikið fyrirtæki að koma upp svona hlaupahring og halda honum við, að menn gefa sér ekki tíma til þess í dag. Svona hringur þarf auðvitað að vera á föstu landi, ekki á Pollin- um. Og við í Skautafélaginu erum með nýja hugmynd um endurreisn þessarar íþróttar. Og það er reyndar meira en hug- mynd því við erum komnir með hana á teikningu. Það er tillaga um malbikaðan hring sem er lagður ís. Og Garðræktin í bæn- um sem hefur með svellagerðina að gera hefur fengið nýtt tæki sem auðveldar mjög viðhald á skautasvellum, þannig að þetta horfir allt til bóta.“ Ekki notað nógu mikið - Nú eru ein fjögur skauta- svæði í bænum. Hvernig eru þau notuð? „Alls ekki nógu vel. Það er ekkert gert af því að auglýsa þessi svæði, eins og gert var í Reykja- yík meðan þeirra naut við. Þetta er sjálfsagt ein ástæðan fyrir því hvað þau eru lítið notuð. Ég er viss um að fólk myndi taka við sér ef það væri minnt á að þessi að- staða er fyrir hendi. Skautafé- lagið er með mann í starfi við að þjálfa unglinga í ísknattleik. Við ætlum að fara í það á næstu dögum að bjóða skólunum krafta þessa manns til að kenna krökkum á skauta." - Nú eruð þið komnir með teikningu að nýju skautasvæði, hvernig standa þau mál? „Já, í núverandi bæjarskipu- lagi er skautasvæðinu ætlaður staður norðan við bensínstöðina á Krókeyri. Á svæðinu verður 30 x 60 m völlur og það er gert ráð fyrir yfirbyggingu á hann og áhorfendastæði. Auk þessa er gert ráð fyrir hlaupabraut, 400 m hring. Nýtt skautasvæði Það er sem sagt komið allnokkurt skrið á þessi mál, loks- ins, má segja. Það hefur verið óttalegur seinagangur á þessu í gegnum árin. Við höfum t.d. þrisvar fengið úthlutað svæði en alltaf hefur það gengið aftur. En nú er áætlunin sú að á næsta hausti getum við verið farnir að æfa á þessu svæði. Svæðið verður auðvitað ekki fullgert, það er gert ráð fyrir vélfrystingu sem er hálf- gert skilyrði þess að hægt sé að stunda þessa íþrótt af einhverju viti. Við höfum t.d. aldrei getað boðið hingað erlendum gestum af Guðmundur Pétursson, formaður Skautafélags Akureyrar. Mynd Sig. HVAÐ ER POLAR-RAY? Polar-Ray ersólgler sem stangveiöi-, siglinga- og skíðafólk og allir sem gaman hafa af útiveru, hafa beöið eftir. Polarized glerfáanlegt i mörgum litum, t.d. gráu, gulu, grænu, brúnu og bláu. Einnig sams konar gler, meö eöa án styrkleika, sem dökkna í sól. Gleraugnamióstöóin Laugavegi 5 Símar 20800 22702 Gleraugnadeildin Austurstræti 20 Simi 14566. Bón- og þvottastöðin hf. Sigtúni 3 AUGLYSIR: ^ Bifreiðaeigendur, vitið þið að það tekur aðeins 15 mínútur að fá bílinn þveginn og bónaðan, ótrúlegt en satt. Ath. eftirfarandi: Móttakan er í austurenda hússins, þar er bíllinn settur á færiband og leggur síðan af stað í ferð sína gegnum húsið. Eigendur fylgjast með honum. Fyrst fer bíllinn í hinn ómissandi há- þrýstiþvott, þar sem öll lausleg óhrein- indi, sandur og því um líkt, eru skoluð af honum, um leið fer hann í undir- vagnsþvott. Viðskiptavinir eru mjög ánægðir með þá þjónustu, því óhrein- indi safnast mikið fyrir undir brettum og síisum. Síðan er hann þveginn með mjúkum burst- um (vélþvottur), þar á eftir kemur hand- þvotturinn (svampar og sápa). Hægt er að sleppa burstum og fá bílinn eingöngu handþveginn. Næst fer billinn í bónvélina og er þar sprautað yfir hann bóni og síðan herði. Að þessu loknu er þurrkun og snyrt- ing. 8 bílar eða fleiri geta verið í húsinu I einu, t.d. einn í móttöku, annar í háþrýstiþvotti, þriðji í handþvotti o.s.frv. Bíll, sem þveginn er oft og reglulega, endist lengur, endursöluverð er hærra og ökumaður ekur ánægðari og öruggari á hreinum bíl. Tíma þarf ekki að panta. Þeir sem koma með bílinn sinn í fyrsta skipti til okkar undrast hvað margt skeður á stuttum tíma (15 mínútum). Bón- og þvottastöðin hf. Sigtúni 3, Sími 14820.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.