Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 2
FRETTIR Landbúnaðarvörur Smjörfjallið á útsölu Yfir5% hœkkun á nautakjöti, rjóma, ostum, unnummjólk- urvörum og kartöflum. Mjólk og kindakjöt á óbreyttu verði. Framfœrsluvísitalan stendur nœr óbreytt á eftir Smjörfjallið fór á útsölu í gær. Kflóverð á smjöri í heildsölu lækkaði þá úr 410.20 kr. í 275 kr. Alls verða um 1150 tonn af smjöri til sölu á þessari útsölu sem kemur í kjölfar kjarasamninga ASI/VSI og sér til að halda framfærsluvísi- tölu óbreyttri þrátt fyrir nokkra hækkun á ýmsum öðrum land- búnaðarafurðum. Þannig hækkaði í gær heildsöluverð á ostum, rjóma, nautakjöti, kartöflum, jógúrt og öðrum unnum mjólkurvörum um og yfir 5%. Verð á nýmjólk og kindakjöti helst hins vegar óbreytt. Að sögn Gunnars Guðbjarts- sonar framkvæmdastjóra Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins hækkar afurðaverð til bænda um 5.2% en þeir munu taka á sig um 65 milljónir vegna smjörútsöl- unnar. Frjáls álagning er á smásölu- verði á unnum kjötvörum og sagði Gunnar að þrátt fyrir að heildsöluverðið hefði ekki verið hækkað á lambakjöti væri það engin trygging fyrir því að útsölu- verð hækkaði ekki. „Við höfum deilt á þetta fyrirkomulag og munum fylgjast með því að þess- ar verðbreytingar komi ekki fram í hækkun smásöluálagningar," sagði Gunnar Guðbjartsson._ ig. Hér með vísa ég málinu til rikissáttasemjara Akureyri Sigríður efst Síðastliðinn laugardag lauk forvali Alþýðubandalagsins á Ak- ureyri vegna komandi bæjar- stjórnarkosninga. Ekki var kosið um ákveðin nöfn, heldur voru til- nefndir í númeraröð einn til fjór- ir, þeir einstaklingar, sem menn kusu að sjá á listanum. Auk þeirra var heimilt að tilncfna fimm nöfn óraðað. Helstu niðurstöður urðu þess- ar: Sigríður Stefánsdóttir bæjar- fulitrúi fékk ótvíræðan stuðning í 1. sætið. Mikil dreifing varð í önnur sæti, en auk Sigríðar fengu 27 aðilar tilnefningu í röðuðu sæt- in. Eftirfarandi eru í hópi þeirra sem flestar tilnefningar fengu, í stafrósröð: Finnbogi Jónsson, Heimir Ingimarsson, Hilmar Helgason, Kristín Hjálmarsdótt- ir, Magnús J. Helgason, Óttar Einarsson, Páll Hlöðversson, Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Þröstur Asmundsson. Til viðbótar voru nefndir 28 einstaklingar óraðað. Uppstill- inganefnd mun nú vinna úr for- valinu og leggja tillögu að lista fyrir félagsfund. - GA Stokkseyri Atvinnuástand skánar Nokkurt atvinnuieysi hefur verið á Stokkseyri undanfarna mánuði en að sögn Dagbjartar Sigurðardóttur formanns Verka- lýðs- og sjómannafélagsins Bjarma á Stokkseyri stendur það nú til bóta. Tæplega 50 manns fengu greiddar atvinnuleysisbætur í síð- ustu viku, en hluti þess hóps er nú kominn til vinnu. Dagbjört sagði að bátar væru nú að fara á troll, sumir fara þó á netaveiðar. Atvinnuleysi er yfirleitt viðvar- andi á Stokkseyri frá nóvemb- ermánuði og allt framí janúar, en stóð nú langt fram eftir febrúar- mánuði. - gg Hvammstangi Góð rækjuveiði Mjög góð rækjuveiði hefur verið frá Hvammstanga að und- anförnu og einnig verið gert út á skel. Hefur afli þar einnig verið góður. Pá hefur Sigurður Pálma- son verið á úthafsrækju og frysta skipverjar aflann um borð sem fara mun á Japansmarkað. - ee. Bjarnaborg Kjarasamningar BSRB samdi eins og ASÍ Samningarnir gilda frá 1. febrúar. BSRB mun beita sérfyrir auknum skuldabréfakaupum Líf- eyrissjóðs opinberra starfsmanna til styrktar húsnœðismálalánakerf- inu Aðfaranótt sl. laugardags tók- ust samningar milli BSRB og ríkisins og eru þeir samhljóða þeim samningum sem ASÍ/VSÍ gerðu með sér fyrr í vikunni. Þó er sú breyting að samningar BSRB gilda frá 1. febrúar. Frá þeim tíma kemur 5% hækkun á laun, en ekki frá 26. febrúar eins og hjá hinum. Pá hefur BSRB ákveðið að beita sér fyrir því að Lífeyrissjóð- ur opinberra starfsmanna auki kaup sín á ríkisskuldabréfum til styrktar húsnæðislánakerfinu, enda lýsti Kristján Thorlacius formaður BSRB því yfir að hann liti á húsnæðismálaþátt samning- anna sem stærsta þátt þeirra. - S.dór Samningarnir Dagsbrúnar- fundir á miðvikudag Fundir yerkalýðsfélaganna í Porlákshöfn og Hveragerði sam- þykktu nýgerða kjarasamninga ASÍ/VSÍ um helgina og í gær voru þeir sömuleiðis samþykktir hjá Verslunarmannafélagi Reykja- víkur. Dagsbrún hefur boðað til fundar um samningana kl. 17.00 á miðvikudaginn. ~«8 Björg glaðbeitt með úrklippu úr svissnesku blaöi þar sem greint er frá sigri íslendinga yfir Rúmenum. Mynd. E.Ól. Heimsmeistarakeppnin Aldrei lent í öðm eins Björg Guðmundsdóttir stjórnarmaður í HSI: Titraði af spenningi eftir leikinn gegn Rúmenum. Get ekki annað en verið bjartsýn Þetta hefur verið æðislegur tími sem ég vildi ekki fyrir nokkra muni hafa misst af, sagði Björg Guðmundsdóttir stjórnar- formaður í HSÍ í samtaii við Þjóð- viljann í gær, en hún er nýkomin heim frá Sviss þar sem hún fylgd- ist með lcikjum íslenska lands- liðsins í handbolta í heimsmeist- arakeppninni. „Auðvitað voru allir eyðilagðir eftir tapið gegn Kóreumönnum, við höfðum fyrirfram gert okkur einna mestar vonir um sigur gegn þeim. Kóreumennirnir voru al- veg stórkostlegir í þessum leik, hreinustu listamenn, en eitthvað virðast þeir vera að dala núna. En leikurinn gegn Tékkum var ævintýri líkastur, geysileg stemmning meðal áhorfenda, og það var æðisleg stund þegar við höfðum sigrað þá! Það hafði líklega enginn gert sér vonir um sigur gegn Rúmen« um fyrirfram og það horfði vissu- lega illa þegar Rúmenar komust í 18-14. En þeir sneru dæmir.u sem betur fer við og síðustu mínúturn- ar í þeim leik voru alveg stórkost- legar. Ég held ég hafi aldrei lent í öðru eins um ævina, enda var maður gjörsamlega búinn eftir leikinn, titraði bara af spenn- ingi.“ Hvernig líst þér á framhaldið? „Ég hef ekki trú á öðru en strákarnir muni standa sig vel í þeim leikjum sem eftir eru. Ef það er hægt að miða við frammi- stöðuna gegn austantjaldsþjóð- unum get ég ekki verið annað en bjartsýn. En það getur allt gerst. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Björg að lokum, hás eftir öll Iætin síðustu vikuna. -gg Hugmyndir Dögunar notaðar Hjörtur Aðalsteinsson: Tilgangslaustaðfriðahúsiðef áaðrísa þriggja hæða bílageymsluhús Allar líkur eru á því að sögn Þorvalds S. Þorvaldsssonar hjá borgarskipulagi að hugmynd- ir aðstandenda Dögunar s.f. um breytingar á Vitatorgi, verði nýtt- ar að hluta til og mun ásjóna tor- gsins þá breytast nokkuð frá því sem áætlað er í Skúlagötuskipu- lagi. Verið er að vinna tillögur um hvernig þessu verði háttað. Borgarráð hefur sem kunnugt er gengið að tilboði Dögunar s.f. í Bjarnaborg. Dögun áformar að gera húsið upp og að sögn Hjart- ar Aðalsteinssonar framkvæmda- stjóra fyrirtækisins er ætlunin að selja það síðan undir atvinnu- rekstur í smáum stíl. En Dögun gerir í tilboði sínu ákveðin skil- yrði um nánasta umhverfi húss- ins, m.a. það að bílageymsluhús sem rísa á á Vitatorgi minnki eða hverfi alveg. „Við viljum kaupa Bjarnaborg en við viljum vita hvað verður um torgið á móti Bjarnaborg. Sam- kvæmt Skúlagötuskipulaginu er ætlunin að byggja þarna bíla- geymsluhús, og það er ekki hægt að segja að það sé mjög geðfellt. Ef það rís, tel ég tilganslaust að friða Bjarnaborg. Við erum að vona að það komist skriður á þetta mál nú í vikunni," sagði Hjörtur í gær. -gg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.