Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Ingólfur Hjörleifsson Olof Palme. Fallinn fyrir morðingjahendi Svíþjóð Friðarboðinn fallinn Fólk í Svíþjóð er nú að skynja nýjan veruleika að Palme myrtum Frá fréttaritara Þjóðviljans í Sví- þjóð,Birni Guðbrandi Jónssyni, mánudag: Þung sorg hefur hvílt yfir landinu frá því að morðið á Olof Palme varð heyrumkunnugt. Máttvana reiði yfir ódæðinu og firring, voru fyrstu viðbrögðin. Fólk spyr sig, hvernig gat slíkt gerst í Svíþjóð? Og ekki síður, af hverju hann, sem helgaði líf sitt baráttunni gegn ofbeldi og fyrir friði. Út um allt land hafa verið haldnar minningarathafnir sem hafa tjáð söknuð og virðingu gagnvart hinum látna. í hinum stærri borgum landsins streymdi fólk út á götur á laugardaginn, í einskærri leit að samvistum við annað fólk. Víst er að andrúm- sloftið í landinu hefur aldrei verið þessu líkt, og sá sem þetta skrifar hefur ekki upplifað slíka sam- kennd áður. Samkomur til heiðurs minn- ingu Olofs Palme hafa einnig snú- ist upp í andóf gegn hvers kyns ofbeldi og upp í baráttu fyrir friði. Hér í Gautaborg var í gær- kvöldi, sunnudag, farin blysför að Götaplatsen, aðaltorgi bæjar- ins. Alls munu hafa safnast sam- an 60.000 manns á torginu sem er meiri fjöldi en nokkru sinni hefur sést þar saman kominn. Þar var, á kyndillýstu torginu, haldin stutt minningarathöfn á vegum Jafn- aðarmannaflokksins hér í bæn- um. Var stundin þrungin alvöru og viðhöfð einnar mínútu þögn. Enginn hefði getað átt von á að 60.000 manns gætu framkallað jafn fullkomna þögn. í Stokkhólmi hefur verið stöðugur straumur fólks að morðstaðnum og ekki leið á löngu uns blóðflekkurinn á mótum Sveavegen og Tunnelgat- an var orðinn þakinn rauðum rós- um. Nú þegar eru farnar að heyrast raddir um að reisa þar minnisvarða urn Olof Palme. Eftir því sem lengra líður frá atburðinum og hinn nýi veruleiki staðfestist í vitund fólks, verður krafan um að fá botn í þetta mál, aðgangsharðari. Að fá að vita af hverju, að reyna að skilja hið óskiljanlega, er orðið að brenn- andi þörf. Þegar þetta er skrifað er ekki mikið vitað um hvað liggur að baki morðinu. Lö- greglan vinnur þó eftir þeirri til- gátu að ódæðið sé þrautskipulagt og unnið af kaldri rökvísi. Til að þetta geti verið fálmkenndur ver- knaður eru tilviljanirnar of marg- ar. Palme er veginn á aðalgötu Stokkhólms, á eina staðnum þar sem morðinginn getur komist undan inn í hliðargötu án þess að hægt sé að elta hann á bíl. f raun eru aðstæður allar þarna mjög Björn Guðbrandur Jónsson skrifar frá Svíþjóð hagstæðar fyrir ráðgerðan flótta ódæðismannsinns. Þetta, og margt annað, bendir til að staður og stund hafi verið vandlega val- in. Öruggt er talið að tilræðismað- urinn hafi einnig ætlað að myrða eiginkonu Palmes, Lisbet, en hún slapp, nánast fyrir kraftaverk. Það eina sem lögreglan hefur í höndunum, í það minnsta opin- berlega, eru tvær byssukúlur og mjög óljós lýsing á tilræðismann- inum sem mun vera karlmaður, líklega á fertugsaldri. Morðvopn- ið mun vera skammbyssa af öfl- ugustu gerð, og kúlurnar sér- smíðaðar til þess að deyða á sem öruggastan hátt. Nú þegar heyrast háværar raddir um endalok hins opna sænska þjóðfélags og kröfur um stóraukna öryggisgæslu meðal stjórnmálamanna. Talað er um að sú nálægð milli kjörinna fullt- rúa og almennings sem verið hef- ur í Svíþjóð, sé nú á enda runnin. Ef til vill er ekki þörf á að taka allar þessar raddir alvarlega þar sem menn tala enn í „sjokkást- andi“. Það er þó ekki ólíklegt að Svíar hafi ekki bara séð á eftir mesta og stoltasta stjórnmála- manni sínum, heldur einnig hluta af því lýðræði og þeim hugsjón- um sem Olof Palme og Svíþjóð hafa staðið fyrir gagnvart unt- heiminum. Þriðjudagur 4. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Æviágrip... Fram að láti sínu síðastliðið föstudagskvöld hafði Olof Palme verið forsætisráð- herra í samtals 10 ár frá 1969. Á þeim tíma átti hann einna stærstan þátt í myndun hins sænska velferðarríkis og hafða gert þjóð sína að áberandi afli í alþjóðamálum. Sem þekktasti stjórnmálamaður Svíþjóðar tók hann ætíð upp málstað smá- þjóða gegn stórveldunum, barðist fyrir heimsfriði, gegn kjarnorkuvopnum, kynþáttamisrétti og hungri. Palme fæddist 30. janúar árið 1927 inn í velmegandi borgarafjölskyldu í Stokkhólmi en varð fljótlega einn helsti baráttumaðurinn í stéttabaráttunni í Svíþjóð. Á sjöunda áratugnum barðist hann ötullega gegn hernaðarstefnu Bandaríkjamanna. Þá var hann samgöngumálaráðherra og menntamálaráð- herra. í síðara starfinu komst hann í heimsfréttirnar árið 1968. Þá tók hann þátt í mótmælagöngu í Stokkhólmi til að mótmæla hlut Bandaríkjamanna í Víetn- amstríðinu. Árið 1969 tók hann síðan við embætti forsætisráðherra eftir að hafa verið valinn formaður Jafnaðarmanna. Undir forystu hans gagnrýndu Svíar kúgunarstjórnir víða um heim, hvort sem þær voru til hægri eða vinstri. Þannig var með innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu, leiðtogana í Prag nefndi hann þá „handbendi einræðisvalds". Árið 1976 lentu Jafnaðarmenn í stjórnarandstöðu og frá þeim tíma fram til 1982 einbeitti Palme sér að alþjóðamálum. Hann átti m.a. stóran þátt í gerð Brandt-skýrslunnar, um vandamál þriðja heimsins. Árið 1980 var hann út- nefndur sérstakur sáttasemjari Sameinuðu Þjóðanna í stríði írans og íraks. Þá var það einnig á þessum tíma sem hann stofnaði Palme- nefndina svo kölluðu, um afvopnunar- og öryggismál. Þar komu fram tillögur um kjarnorkuvopna- laust svæði í Evrópu. Þá má ekki gleyma þjóðarleiðtogarfumkvæðinu um afvopnun stórveldanna en þar hugði Palme einmitt á stóra hluti á þessu ári. Palme lætur eftir sig eiginkonu, barnasálfræðinginn Lisbet Beck-Friis, og þrjá syni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.