Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 13
Umsjón: Álfheiður Ingadóttir - Lítið hefur farið fyrir íslenskum iðnkynningum sem voru árviss viðburður hér áður fyrr. Kannski er það þess vegna sem hlutdeild innlendrar framleiðslu í markaðnum hefur minnkað? Iðnaðurinn Innlend framleiðsla vflcur fyrir útlendri Markaðshlutdeild íslensks iðnvarnings hefur minnkað Markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu á kaffi, hreinlæt- isvörum, málningarvörum og sælgæti hefur snarminnkað frá árinu 1980 og kannski einkum frá árinu 1983. Þetta kemur fram í svari iðnað- arráðherra við fyrirspurn Hjör- um 11-21% leifs Guttormssonar, sem lagt var fram á alþingi í gær. Hlutfallslega hefur hlutur innlendrar málning- arframleiðslu minnkað mest á þessu árabili eða rúm 20%. Árið 1980 var hlutdeild íslenskrar málningarframleiðslu 66,2% en á 3. ársfjórðungi 1985 var hún komið niður í 52,8%. á sl. 5 árum Innlend hreinlætisframleiðsla hefur einnig tapað tæplega 20% af markaðshlutdeild sinni á þessu árabili. Árið 1980 var hún 66,2% af markaðnum en var komin nið- ur í 54% á 3ja ársfjórðungi 1985. íslenska kaffið náði 86,6% markaðarins árið 1980 en hlut- deild þess hafði hrapað niður í 71,2% á 3ja ársfjórðungi 1985. Á árinu 1980 hafði íslenska sælgætið 43,3% markaðarins og fór hlutdeild þess vaxandi fram til ársins 1983 þegar það náði tæp- lega 50% markaðarins. Síðan hefur það fallið niður í 38,6% eða tæp 11% á umræddu árabili. Lagafrumvarp Rannsóknastofnun útflutnings- og markaösmála Þrírþingmenn AB vilja sérstaka stofnunfyrir markaðsmálin eins og fyrir hefðbundna atvinnuvegi Þrír þingmenn Alþýðubanda- lagsins, Svavar Gestsson, Hjör- leifur Guttormsson og Geir Gunnarsson hafa flutt á alþingi frumvarp um Rannsóknastofnun útflutnings- og markaðsmála. í greinargerð er bent á að hér á landi er engum einum aðila falið að hafa heildarsýn yfir markaðs- mál íslenskra framleiðsluafurða eða þjónustu erlendis. „Þetta er bagalegt“, segir þar og óeðlilegt hjá þjóð sem byggir stóran hluta lífsafkomu sinnar út útflutningi. Hér á landi eru starfandi ríkis- studdar rannsóknastofnanir landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar eins og eðlilegt er, en markaðssetning og vöruþróun á markaði erlendis hefur orðið út undan að þessu leyti. Þó ber auðvitað að minna á og nefna myndarlegt framtak á vegum sölusamtaka og einstakra stofn- ana eins og Utflutningsmiðstöðv- ar iðnaðarins, en samræmingu skortir. Vafalaust er skipting rannsóknastofnana á hefðbundn- ar atvinnugreinar samstarfi fjötur um fót og við svo búið má ekki lengur standa". Verkefni Rannsóknastofnunar útflutnings- og markaðsmála skulu vera þessi, samkvæmt frumvarpinu: 1. Að fylgjast með þróun út- flutningsmála og stunda mark- aðsrannsóknir erlendis ýmist ein sér eða í samvinnu við einstök fyrirtæki og sölusamtök. 2. Að fylgjast með markaðs- stöðu innlends iðnaðar og gera tillögur um aukna hlutdeild hans á innanlandsmarkaði. 3. Að fylgjast með verðlagi og gæðum innflutnings og setja regl- ur um gæði vöru á almennum inn- lendum markaði í samráði við rannsóknastofnanir. 4. Að stuðla að samstarfi ann- arra rannsóknastofnana um markaðsmál, tilraunaframleiðslu og vöruþróun. 5. Að taka þátt í og undirbúa ásamt fyrirtækjum og sölusam- tökum reglulegt markaðsátak fyrir íslenskar vörur og þjónustu á alþjóðamörkuðum. 6. Að vera fyrirtækjum til ráðuneytis um markaðssetningu og vöruþróun. Heimilt er stofn- uninni að greiða kostnað við markaðsmál og vöruþróun nýrra fyrirtækja, allt að tveimur árum eftir að fyrirtæki er- sett á stofn skv. nánari ákvörðunum stjórnar stofnunarinnar og skv. fjárhagsá- ætlunum hverju sinni. Þá er stofnuninni heimilt að styðja eldri fyrirtæki á sama hátt skv. nánari ákvörðun stjórnarinnar. 7. Að vera viðskiptaráðherra og ríkisstjórninni til ráðuneytis um hvaðeina sem lýtur að mark- aðsmálum. 8. Að gera áætlanir um mark- aðsþróun til nokkurra ára í senn. Að auki er gert ráð fyrir að stofn- unin efni árlega til hugmynda- samkeppni um verkefni er ætla má að geti aukið útflutnings- verðmæti íslenskrar vöru og þjónustu og að henni sé heimilt að stuðla að tilraunaframleiðslu á tilteknum vörum. Gert er ráð fyrir að Rannsóknastofnun útflutnings- og markaðsmála verði sjálfstæð stofnun er heyri undir viðskipta- ráðuneytið og sitji 3 menn í stjórn hennar. Ráðgjafanefnd 15 manna starfi við stofnunina og skal hún skipuð af hagsmunasam- tökum og stofnunum þannig að samtök launafólks eigi fulltrúa í henni til jafns við atvinnurekend- ur. -ÁI Þriðjudagur 4. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Spurtum... ...nýframkvæmdir í landbúnaði Geir Gunnarsson hefur lagt fram ítarlega fyrirspurn til land- búnaðarráðherra um nýfram- kvæmdir í landbúnaði sl. sex ár. Geir spyr hve miklar fram- kvæmdir í landbúnaði hafi verið hvert einstakt ár 1980-1985 í hverju kjördæmi og óskar sund- urliðunar eftir fjósbyggingum, fjárhúsbyggingum, nýrækt túna, vinnslu lands vegna grænfóður- ræktar, skurðgreftri og nýbýlum. Þá spyr Geir hve stóran hluta þessara framkvæmda stjórn Bún- aðarfélagsins og Stofnlánadeild hafi samþykkt áður en þær væru hafnar og hve miklum fjárhæðum styrkveitingar úr ríkissjóði og lán úr stofnlánadeild hafi numið til einstakra framkvæmdaþátta. Loks spyr Geir hve margir nýir ábúendur hafi byrjað búskap á ríkisjörðum á hverju ári þessi sex >ár og hversu margar mjólkandi kýr hafi verið á landinu að með- altali á hverju ári. Geir óskar skriflegra svara. ...fullvirðisréttinn Hjörleifur Guttormsson hefur lagt fram fyrirspurn til landbún- aðarráðherra um fullvirðisrétt í landbúnaðarframleiðslu næstu verðlagsár. Hjörleifur spyr hve- nær þess sé að vænta að fyrir liggi tillögur og ákvarðanir um fullvirðisrétt bænda fyrir næsta verðlagsár vegna nautgripaaf- urða og sauðfjárafurða. Hann spyr hvert það framleiðslumagn sé sem landbúnaðarráðherra geri ráð fyrir að fullt verð komi fyrir árlega í hefðbundnum búgrein- um næstu 5 árin og loks hvenær bændur geti vænst þess að vita um fullvirðisrétt sinn á umræddu tímabili, þ.e. fyrir verðlagsárin 1987-1991. ...mál Þorgeirs Þor- geirssonar. Stefán Benediktsson spyr dómsmálaráðherra hver séu rök hans fyrir þeim úrskurði frá 18. okt. 1985 að ekki séu efnis- eða lagarök fyrir þeirri ósk að ráðu- neytið skipi löghæfan mann til að endurupptaka og gegna starfi saksóknara í máli ákæruvaldsins gegn Þorgeiri Þorgeirssyni, sem nú er fyrir Sakadómi Reylur. ...dagvistarrými og skóladagheimili Helgi Seljan spyr menntamála- ráðherra hversu mörg börn 3ja mánaða til 5 ára eiga kost á dag- vistarrými á dagheimilum og á leíkskólum og hversu hátt hlutfall þetta er af áætlaðri þörf. Helgi spyr einnig hversu mörg börn á landinu fá rúm á skóladagheimil- um á grunnskólaaldri og á aldrin- um 6-9 ára sérstaklega. Helgi bið- ur um að upplýsingarnar verði sundurliðaðar eftir kjördæmum. ...úrbætur í húsnæð- ismálum. Gunnar G. Schram spyr félags- málaráðherra hver afstaða hans sé til eftirfarandi tillagna Sam- taka áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum. Hann spyr hvort veittur verði sérstakur skattaafsláttur vegna misgengis lána og iauna á undanförnum árum, hvort lánum húsnæðis- kaupenda í bönkum og öðrum lánastofnunum verði skuldbreytt til a.m.k. 15 ára til að tryggja að greiðslubyrðin verði ekki óvið- ráðanleg, - hvaða áform séu uppi um hækkun íbúðalána, - hvort vextir af húsnæðislánum verði lækkaðir í a.m.k. 2% og loks hvort meira en 200 miljónum króna verði veitt til aðstoðar vegna greiðsluerfiðleika hús- byggjenda á næstunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.