Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvðldsfmi: 681348. Helgarsími: 81663. Þriðjudagur 4. mars 1986 52. tölublað 51. örgangur. Ef þetta á allt að gerast með lántöku innanlands, þá þýðir þetta aukna samkeppni um spa- riféð - og það hlýtur að ýta undir hækkun raunvaxta, sagði Jón Sigurðsson forstöðumaður Þjóð- hagsstofnunar í samtali við Þjóð- viljann í gær, er leitað var ítar- legra álits hans á umsögn í endur- skoðaðri þjóðhagsspá um þetta atriði. í þjóðhagsspá eftir samning- ana segir: „Ríkisstjórnin stefnir að því að afla aukins fjár með lántöku innanlands, sem mun draga úr útgjöldum annarra aðila í hagkerfinu, en jafnframt ýta undir hækkun raunvaxta". Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra kvaðst á dögunum líta svo á, að raunvextir hækkuðu ekki eftir samningana og frum- varpsbandorminn á alþingi, en Jóhannes Nordal kvaðst telja lík- ur á því, að raunvextir yrðu hærri á árinu en þeir hefðu verið. Jón Sigurðsson kvað minni lík- ur á því að raunvextir hefðu hækkað ef fjárins hefði verið aflað með sköttum, eða þeim haldið sem búið var að koma á eða með frekari niðurskurði út- gjalda. f lögum ríkisstjórnarinnar væri beinlínis gert ráð fyrir að fjárins sé aflað á almennum láns- fjármarkaði innan lands. -óg, Vaxtabyrðin Græðum 200 miljónir íslendingar þurfa að greiða 200 miljón krónum minna í erlenda vexti á þessu ári en áður hafði verið spáð. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- viljans frá Þjóðhagsstofnun er um helmingur erlendra skulda ís- lendinga á svokölluðum Libor- vöxtum sem hafa verið um 8.5% hafi lækkað um 0.5% og verði um 8% á þessu ári. Samkvæmt Hagtölum mánað- arins í febrúarhefti voru Libor- vextir í lok janúar 8.06%. Heildarskuldir íslendinga voru í lok desember áætlaðar 65 milj- arðar króna og er um helmingur þeirra á breytilegum vöxtum, þ.e. fylgja Libor á alþjóðlegum peningamarkaði. _ó„_ DJOÐVIUINN Útlitið Hækkun raunvaxta Þjóðhagsstofnun og Seðlabankinn á einu máli um að raunvextir hœkki á árinu. Jón Sigurðsson: Lántaka ríkisstjórnar á innanlandsmarkaði eykursamkeppni um spariféð - hœrri raunvextir Norðurlandaráð Norðurlönd Máttvana reiði í Svíþjóð Minningarathöfn um Olof Palme við setningu Norðurlandaráðs í gær. Máttvana reiði yfir ódæðinu, segir Björn Guðbrandur Jóns- son, fréttaritari Þjóðviljans í Sví- þjóð. I pistli um viðbrögð við morðinu á Olof Palme forsætis- ráðherra segir hann að sænska lögreglan vinni eftir þeirri tilgátu að ódæðið sé þrautskipulagt og unnið af kaldri rökvísi. Hann segir: „Til að þetta geti verið fálmkenndur verknaður eru tilviljanirnar of margar. Palme er veginn á aðalgötu Stokkhólms, á eina staðnum þar sem morðinginn getur komist undan inn í hliðargötu án þess að hægt sé að elta hann á bíl. í raun eru aðstæður allar þarna mjög hagstæðar fyrir ráðgerðan flótta ódæðismannsins. Þetta, og margt annað, bendir til að staður og stund hafi verið vandlega valiyi.“ Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði í ræðu sinni við minningarathöfn um Olof Palme á þingi Norðurland- aráðs m.a.: „Heimurinn hefur misst mikinn stjórnmálamann og mannvin, Norðurlöndin hafa misst einn af sínum bestu sonum en mestur er missir sænsku þjóð- arinnar. Þótt sagt sé að maður komi í manns stað hygg ég að seint verði það skarð fyllt sem Olof Palme skilur eftir sig. íslenska þjóðin sendir sænskri vinaþjóð hugheilar samúðar- kveðjur." Mikill mannfjöldi kom í sænska sendiráðið í Reykjavík á laugardaginn til að votta minn- ingu Palme virðingu sína. f dag verður sendiráðið að Fjólugötu 9 opið frá kl. 10 til 12 og á morgun frá kl. 14 til 16 þar sem fólk getur komið og ritað nöfn sín í sérstaka samúðarbók. Sjá bls. 7 Vilborg Ingólfsdóttir og Knut Ödegard rita nöfn sín í minningabók þá sem lá frammi í sænska sendiráðinu við Fjólugötu laugardaginn. Mynd E.ÓI. Líftæknistofnun til afgreiðslu Fjölmargar fyrirspurnir og tillögurfrá íslensku þingfulltrúunum á 34. Norðurlandaráðsþinginu sem hófst í Kaupmannahöfn í gær Ávísanahefti Hækkuðu í gær Ávísanahefti hjá Búnaðar- bankanum, einunt ríkisbank- anna, hækkaði í gær úr 100 kr. í 140 kr. Síðast breyttist verð á ávísanaheftum 1. maí 1985 úr 65 kr. í 100 kr. og hefur verð heft- anna því hækkað um 115% á þeim tíma. Kristján Gunnarsson í hag- deild Búnaðarbankans sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að tilkostnaður við gerð heftanna hefði hækkað mjög að undan- förnu og því hefði bankinn orðið að hækka verð þeirra. Verð heft- anna hefði verið ákveðið 100 kr. 1. maí 1985 en þá hefði það ekki hækkað síðan 1. september 1983 er það var ákveðið 65 kr. Samkvæmt ákvæðum verðlags- laga mega bankarnir ekki ákveða samtímis eða í samráði verð á vöru sinni og þjónustu en búast má við að aðrir bankar fylgi í kjölfar Búnaðarbankans og hækki verð á sínum ávísanaheft- um. þing Norðurlandaráðs ■ var sett i Kaupmanna- höfn í gær og stendur þingið fram á föstudag. Alls sitja 7 íslenskir þingmenn þingið að þessu sinni auk þess sem flestir ráðherranna munu sitja þingið mcira eða minna. Að þessu sinni verða tekin til lokaafgreiðslu á Norðurlanda- ráðsþingi tvær sameiginlegar til- lögur íslensku þingmannanefnd- arinnar. Fjallár önnur þeirra um stofnun norrænna líftæknistofn- unar á íslandi en hin um gagn- kvæm réttindi og samræmdar reglur varðandi búferlaflutninga á milli Norðurlandanna. Þá bera einstakir þingmenn fram fyrirspurnir á þinginu. Guð- rún Helgadóttir spyr m.a. ráð- herranefnd Norðurlandaráðs til hvaða ráða hún hyggist grípa, til að koma í veg fyrir mengun sjáv- ar af kjarnorkuúrgangi frá fullvinnslustöðvum. Einnig spyr Guðrún hvort ráðið sé tilbúið að grípa til víðtækra samræmdra að- gerða til að vinna gegn eyðingu skóga. Eiður Guðnason spyr um norræna menningarmiðstöð í París og Páll Pétursson fráfarandi forseti Norðurlandaráðs mun á þinginu mæla fyrir sameiginlegri tillögu íslensku þingfulltrúanna um samræmdar aðgerðir gegn krabbameini á Norðurlöndum. -Ig- hvorki meira né minna en um 100 krakka í skólann, en alls eru nem- endur í Réttarholtsskóla 380 tals- ins, svo raðir þeirra hafa heldur en ekki riðlast. „Þetta er vonandi eitthvað í rénum, þótt enn hafi 50 nemend- ur setið heima í morgun," sagði Haraldur í gær.“ -gg. Réttarholtsskóli Heiftarlegur veikindafaraldur Pað kvað svo rammt að þessum veikindum að við urðum að fella niður kennslu í einum bekknum meira og minna í tvo daga, sagði Haraldur Finnsson skólastjóri í Réttarholtsskóla í Reykjavík í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Ósköpin byrjuðu í upphafi síð- ustu viku og urðu þá um 50 nem- endur að sitja heima vegna veikinda. Haraldur sagðist ekki hafa haft spurnir af hvað þetta væri sem svo heiftarlega hefur gripið um sig í skólanum, en margir hafa verið með rnikinn hita og talsvert illa haldnir. Mið- vikudag og fimmtudag vantaði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.