Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 6
VIÐHORF Er nægt vatn til? I Þjóðviljanum 18. febr. sl. er birt viðtal við Stefán Guðmunds- son, bæjarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins á Sauðárkróki undir yfir- skriftinni: Ákveðnir að fá flug- völl. Vegna þess að Stefán nefnir nafn mitt í lok viðtalsins, tel ég nauðsynlegt að lesendur Þjóðvilj- ans fái af því gleggri mynd sem hér um ræðir, en hin lágkúrulega setning sem mér er helguð, kann að gefa tilefni til. Hinn 22. jan. sl. birtist í Feyki, sem er almennt fréttablað á Norðurlandi vestra, grein eftir undirritaðan sem bar heitið: Natoflugvöllur við Sauðárkrók? Hún hefst með örstuttum inn- gangi um þær umræður sem uppi hafa verið um varaflugvöll á öðru veðurfarssvæði en Keflavík. Síð- an er velt upp spurningunni um hver kunni að vera ávinningur Sauðárkróks af slíkum flugvelli. Málið er nefnilega það, að þeir sem mest hafa talað um þennan stóra flugvöll, hafa gjarna gert það í slagorðastíl og jafnvel talað um gífurlega hagsmuni bæjarins, en minna talað um í hverju þessir hagsmunir séu fólgnir. Síðan segir í greininni: „Upphituð flugbraut" Eitt af því sem rætt hefir verið í sambandi við þetta flugvallarmál er upphitun flugbrautarinnar með vatni frá Hitaveitu Sauðár- króks. Hugmyndin er hin athygl- isverðasta og lítið sakar kannske að gera áætlanir og útreikninga. En við einni grundvallarspurn- ingu er þó óhjákvæmlegt að fá eftirJón Karlsson upphitunar fullkominnar flug- brautar. En til samanburðar eru nú seldir ca. 95-100 sek/Itr. til notenda í bænum. Er því ljóst að hér yrði gífurleg aukning. Og þá arjafnvægið, er ljóst að þegar kominn væri hér flugvöllur sem Nato hagnýtti á einhvern hátt, myndu Sovétmenn samstundis beina sínum langdrægu eldflaug- Málið er nefnilega það að þeirsem mest hafa talað um þennan stóraflugvöll, hafa gjarnan gertþað íslagorðastíl og jafnvel talað um gífurlega hagsmuni bœjarins en minna umþað íhverjuþeir erufólgnir svar: Hvað þolir heitavatnssvæð- ið að láta frá sér án þess að gengið sé á þann forða sem þarna er af heitu vatni? Hvað er aðrennslið mikið til svæðisins og hve miklu má eyða af vatni, án þess að jafnvægi raskist? Ef Hitaveitu Sauðárkróks yrði gert að leggja af mörkum meira vatn en til svæðisins rennur, er það tilræði við þetta ágæta fyrirtæki, en skynsamlegur rekstur Hita- veitunnar er einn af hornsteinum mannlífs í þessum bæ. Þessvegna verður að fara að öllu með gát og athuga fyrst þetta aðalatriði sem hér er nefnt. Talið er að ef vel á að vera þurfi allt að 100 sek/ltr. til vaknar spurningin: er nægilegt vatn til? Áform NATO Nú hafa borist af því fréttir að sérfræðingar Atlantshafsbanda- lagsins hafi kannað þetta flugvall- armál á Sauðárkróki. Ekki þarf getum að því að leiða að þar séu möguleikar skoðaðir útfrá hags- munum bandalagsins, þe. hvaða not það geti haft af flugvelli hér við eftirlit á hafinu norður og austur af landinu - og þá jafn- framt ef til hernaðarátaka kynni að koma. Ef sú kenning er rétt sem að okkur er haldið um ógn- um á hann. Flugvöllurinn við Sauðárkrók væri orðinn skot- mark í stórveldaátökum. Ekki er ólíklegt að nú þegar sé komin sú niðurstaða í þetta mál, að einkafjármagn sem fáanlegt er til gerðar alþjóðlegs flugvallar við Sauðárkrók, sé úr Fram- kvæmdasjóði Nato. Er þá vafa- laust að það verður ekki falt nema hann verði gerður með þarfir hins volduga bandalags í huga.“ Ég trúi að það vefjist fyrir les- endum Þjóðviljans, eins og mér að finna þeirri staðhæfingu bæjarfulltrúans stað að Feykis- greinin sé „út í hött“. í henni er engin fuliyrðing um að vatn sé ekki til, heldur einungis vanga- veltur um spurninguna: er nægi- legt vatn til? Svo er að sjá að Stef- án bæjarfulltrúi sé ekki sammála slíkum vangaveltum - og þar erum við ekki sammála og ekkert við því að segja. Helsti samstarfsmaður Stefáns í bæjarstjórninni, Magnús Sigur- jónsson, framsóknarmaður og formaður bæjarstjórnar, hefur lýst því í blaðaviðtali að hann telji sjálfsagt að erlendir aðilar kosti uppbyggingu þessa flugvallar og að Nato hafi áhuga á málinu. Með því staðfesti hann raunar það sem ég hélt fram í Feykis- greininni. Ég vona að lesendur Þjóðvilj- ans átti sig nú betur á því um hvað er að ræða í þessu flugvallarmáli, bæði hvað varðar upphitun flug- brautarinnar - og einnig hitt sem snertir Nato. Hinsvegar vefst það kannske fyrir einhverjum að skilja að alþýðubandalagsmaður sé að berjast fyrir auknum um- svifum Nato hér á landi. Og kannske skilja heldur ekki alveg allir að Þjóðviljinn skuli vera orð- inn skjól fyrir þá sem eru að gera lítið úr þeim sem eru að reyna að vekja athygli á því sem raunveru- lega er að gerast, varðandi líkleg aukin umsvif þessa bandalags hér á landi. Jón Karlsson er formaður verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki Framhald af bls. 5 halds. Skóladagheimili eru meira að segja orðin nauðsyn til að fækka kornungum „lyklabörn- um“ágötunni. Ef framhaldsskól- anna nyti ekki við væri atvinnu- leysi ógnvænlegt á íslandi. Á sérkennilegan hátt hefur þetta stundum birst í sveitarfélögum þar sem þykir sjálfsagt að leggja niður skólahald þegar „er fisk- ur“. Hins vegar bólar ekki á að forráðamenn séu á þeim buxun- um að telja fiskvinnu til menntunar. Þarna fetum við nákvæmlega sömu braut og grannþjóðir okkar evrópskar og að mér skilst marg- ar fjarlægári þjóðir. Skyldunám lengist jafnt og þétt, gerðar eru óraunhæfar kröfur um menntun til starfa (tveggja ára framhalds- nám - óskilgreint - verður inntökuskilyrði í suma sérskóla og forsendu atvinnu) æ fleiri framhaldsskólar færast (næstum sjálfkrafa) „á háskólastig", eins og það er kallað. Þeir verða ekki að „universiteti" heldur gera þeir stúdentspróf að inntökuskilyrði. Það er svo býsna merkilegt að stundum gerist þetta fyrir þrýst- ing stéttarfélaga sem virðast telja að laun manna hækki sjálfkrafa ef meiri menntun liggur að baki, Byggingafulltrúi Laus er til umsóknar staöa byggingafulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ. Um menntun og starfssviö byggingafulltrúa fer eftir ákvæöum byggingarlaga og bygg- ingarreglugerðar. Laun fyrir starfiö ákvarðast skv. samningi viö Starfsmannafélag Hafnar- fjaröar. Nánari upplýsingar veitir undirritaöur. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofu minni, Strandgötu 6, Hafnarfirði, fyrir 17. mars nk. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði FOLKAFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast ermikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. mIumferðar IPráð > hvað sem öll reynsla segir um það mál. í þriðja lagi skulum við athuga fræðslu- og menntunarhlutverk skólanna. Ef vel ætti að vera þyrfti fyrst að setja á nokkuð Íangt mál um sjálf hugtökin „menntun" og „fræðsla“. Það verður ekki gert að sinni, aðeins látið nægja að minna á að í hug- takinu „menntun" og lo. „menntaður“ felst miklu fleira en það að menn hafi aflað sér ein- hverrar tiltekinnar þekkingar. Þeir sem nú eru á miðjum aldri og í foreldrahlutverkum eru flest- ir aldir upp undir lok þess tíma þegar litið var á þekkinguna sem einhverskonar fasta stærð. Sögu- kennsla gat t.d. gengið út á það að „kenna nemendum hvað gerst hefði“, eðlisfræði og líffræði velktust í litlum vafa um hvað væri satt og rétt. En heimsmynd- in er alltaf að breytast og nú um stundir líta flestir skólamenn svo á að miðlun þekkingarinnar sjál- frar sé heldur tilgangslítil í skólum. Það sem raunverulega þurfi að gerast sé að nemendum verði kennt að leita þekkingar, fengin þau tæki eða verkfæri sem hagnýt séu í því skyni og kennt að beita þeim. Meðal slíkra tækja eru tungumál skýrust dæmi. Is- lendingum er beinlínis lífsnauð- syn að kunna erlend mál auk móðurtungu sinnar. Án málanna fylgjumst við ekki með í þróun- inni, getum ekki tileinkað okkur ný tæki og nýja tækni. Bifvélavir- kja er vissulega nauðsynlegt að kunna hvernig hann á að um- gangast blöndunga í algengustu tegundum bifreiða. En honum er líka nauðsynlegt að geta lesið sér til í erlendum ritum þegar koma nýjar gerðir blöndunga, ég tala nú ekki um ef skyldu koma vélar sem alls ekki styddust við blönd- unga! Kunnátta í erlendum mál- um verður bifvélavirkjanum þannig nauðsyn til þess að ver- kkunnátta hans nýtist líka í fram- tíðinni. Auk þess sem áður var nefnt um breytt viðhorf okkar til þekk- ingarinnar er rétt að minnast þess að þekktum staðreyndum hefur fjölgað svo gífurlega síðustu ára- tugi að þess er borin von að nokk- ur einstaklingur geti tileinkað sér nema brot þeirra. Þess er líka borin von að við getum á þessu stigi gert okkur ljóst hvaða þekk- ing það er sem hugsanlega kemur að notum eftir tvo eða þrjá ára- tugi. Enginn maður getur með fullri vissu tilgreint hvað nauðsynlegt verður að vita árið 2000, hvað þá síðar. Þess vegna verður kunnátta til að leita þekk- ingar hið eina sem eiginlega er vit í að kenna. Nýr tilgangur skóla Það sem mönnum þykir stund- um gera fullyrðingu sem þessa hæpna er sú staðreynd að vitan- lega tileinka menn sér ekki hjálpartæki eins og erlend tung- umál, lestur, skrift og reikning nema með utanbókarlærdómi og þekkingarnámi. En þetta er eng- in mótsögn ef menn skilgreina fyrst fyrir sér eðli greinanna: Þær eru hjálpartæki, ekki þekking- arpakícar. Enn kann svo að hiila undir al- veg nýjan tilgang skólanna. Hingað til höfum við Iitið á menntun sem einhverskonar undirbúning fyrir störf í samfé- laginu. Þar búum við raunar sum- part að embættismannakerfi og hugmyndum nítjándu aldar. Spakir menn segjast hins vegar sjá fram á grundvallarbreytingar innan fárra áratuga: Starfsævin heldur áfram að styttast. Til þess að halda fullri atvinnu verður að stytta vinnuvikuna, lækka eftir- launaaldur. Þannig hljóða spár erlendis. Sjálfsagt verður þróun- in hægari hér - og raunar er af miklu meira að taka þar sem er vinnuþrælkun og eftirvinnudýrk- un íslendinga. En hægt og hægt mun þetta gerast. Tæknin mun létta störfin, eftirspurnin stytta þau. Þetta hefur það í för með sér að líf mannsins snýst meir og meir um „frístundir" (ég hef vissa andúð á orðinu „tómstund“ vegna hugrenningatengsla við lo. tómur). Skólar hljóta að verða að bregðast við þessu. í stað þess að einblína á starfsmenntun verður hugað í ríkara mæli að menntun til að geta notið lífsins utan vinn- unnar (og skal þó tekið fram að ég lít ekki á vinnu sem böl!) Erfitt er að spá um breytingar sem af þessu leiðir í skólastarfi. Einn möguleikinn er sá að vægi hugvís- inda aukist í almennri menntun, jafnframt því sem aukin áhersla verði lögð á að þjálfa nemendur í að nota sér nútímatækni (t.d. tölvur) við ólíkar aðstæður. Verður að þessu vikið þótt síðar verði. Ég vék í fyrstu grein minni að varasamri hugmynd um „hag- nýta“ menntun. Það sem hér hef- ur verið sagt ætti að skýra nokkr- ar ástæður þeirrar staðhæfingar og gera ljóst hvers vegna ég tel vafasamt að nokkur geti hér og nú fullyrt nokkuð um það hvað verður hagnýtt eftir fáa áratugi. Þótt ekki séu sundurgreind fleiri hlutverk skólanna en þegar er gert verður ljóst að kennara- stafið er býsna sundurleitt og við hljótum að gera víðtækar og viðurhlutamiklar kröfur tii þeirra sem það stunda. Samfélagið ætl- ast til að kennarinn hafi (1) fulla yfirsýn yfir hvað teljast megi nauðsynleg þekking, (2) kunn- áttu til að miðla þessari þekkingu þannig að ölluni komi að notum, (3) hæfni og þekkingu til að ann- ast uppeldi arftaka okkar, (4) spásagnargáfu til að sjá hvers er þörf í framtíðinni - svo aðeins séu nefndar nokkrar kröfur sem til hans eru gerðar. Næsta grein fjallar nokkru nánar um kennarastarfið og eðli þess sem og þær aðstæður sem kennaranum eru búnar til að gegna hlutverki sínu. Næst: Kennarastarfið og kjörin. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.