Þjóðviljinn - 04.03.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 04.03.1986, Qupperneq 4
LEIÐARI Olof Palme Nú er mikill harmur kveðinn að sænsku þjóð- inni, að friðarsinnum, að jafnaðarmönnum og öðrum vinstrisinnum, að þeim sem láta sér annt um lýðræðishefð og sjálfstæði smærri ríkja - forsætisráðherra Svíþjóðar, Olof Palme, var skotinn til bana í Stokkhólmi. Eftir að þessi hörmulega frétt barst út um heiminn breiddust fljótt út um fjölmiðla vanga- veltur í þá veru, að morðið sýni að pólitískir forystumenn séu hvergi óhultir á ofbeldisöld, ekki heldur á Norðurlöndum. Og í framhaldi af því er farið að kalla á meiri öryggisráðstafanir, öflugri löggæslu um þá menn sem eru mjög í sviðsljósi. Smekklegra væri að halda ekki uppi alltof miklum hávaða um þessi mál, öryggisráð- stafanir eru vafalaust ill nauðsyn, en það er ekki síður nauðsynlegt að þær geri sem minnst til að trufla sæmilega greitt og virkt samband stjórnmálamanna og almennings, sem Norður- lönd hafa getað verið hreykin af. Það er annað sem ætti að vera mönnum efst í huga á þessari stundu: við nafn og starf Olofs Palme tengist margt það, sem best hefur verið gjört, hugsað og barist fyrir á vettvangi stjórn- mála og alþjóðlegra samskipta á undanförnum árum. Olof Palme tók við forystu hins sænska vel- ferðarríkis, sem fyrirrennarar hans í flokki sósí- aldemókrata og í sænskri verklýöshreyfingu höfðu byggt upp. Hann var ekki einn þeirra sem vill láta við þann árangur sitja, sem náðst hefur, forysta hans var í anda áframhaldandi leitar að raunbetra lýðræði, traustara félagslegu réttlæti. Á hans tíma urðu sænskir sósíaldemókratar mjög áhrifamiklir í frjórri umræðu evrópskra vinstrimanna um breytingar á innviðum samfé- lagsins við nýjar aðstæður - um leið og hið sænska fordæmi hafði veruleg áhrif á ýmsa þá áhrifamenn í nýfrjálsum ríkjum þriðja heimsins, sem hafa viljað forðast blindgötur alræðis og ánauðar nýlendurstefnunnar nýju, sem svo var kölluð. Þekktastur varð Olof Palme fyrir mikið og merkilegt starf í þágu friðar. Hann var ófeiminn við að segja risaveldunum til syndanna, eins og glöggt kom fram skömmu eftir að hann tók við stjórnarforystu þegar hann átaldi Bandaríkin fyrir hernað þeirra í Víetnam með þeim hætti sem lengi verður eftir munað. Olof Palme kom mjög við sögu og átti sjáifur frumkvæði í baráttu fyrir kjarnorkuvopnalausum svæðum, fyrir fryst- ingu kjarnorkuvígbúnaðar og fyrir afvopnun, og þreyttist aldrei á því að breiða út þá þekkingu um vígbúnaðarmál og að efla það almenn- ingsálit, sem vonandi neyðir fyrr en síðar kjarn- orkuveldin út úr þeim vítahring vígbúnaðar- kapplaups, sem þau eru enn í. Hann var og einna fremstur í flokki þeirra áhrifamanna sem lögðu þróunarríkjum Þriðja heimsins lið bæði við efnahagslega uppbyggingu og í baráttu fyrir bættum kjörum í viðskiptum þeirra við efnuð iðnríki. Og hvort sem litið er til Olofs Palmes sem forystumanns í sænsku samfélagi eða alþjóð- legs stjórnmálamanns - í báðum hlutverkum varð hann, beint og óbeint, að miklu liði öllu andófi gegn þeirri nauðhyggju, sem vill dæma pólitískar hreyfingar jafnt sem heilar þjóðir til undirgefni undir vilja öflugra risa. í viðtali sem Magnús Kjartansson átti við Olof Palme og birt- ist hér í blaðinu í mars 1970, segir Palme einmitt á þá leið, að fordæming hans á Víetnamstríðinu og innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu séu einkum sprottin af áhyggjum hans af stöðu smáþjóða, af nauðsyn þess að sjálfstæði þeirra sé tryggt, að stórveldin skipti ekki heiminum upp í áhrifasvæði og leysi vandamál sín á kostn- að hinna smærri. Það er ekki hvað síst fyrir þessa afstöðu, sem Olof Palme stóð við í verki, sem smáþjóð eins og íslendingar minnast hins látna forsætisráðherra með hlýju og þakklæti. Við sjáum á bak fjöihæfum, gáfuðum og víg- reifum hugsjónamanni. Þjóðviljinn tekur heils hugar undir þær samúðarkveðjur sem nú streyma til sænsku þjóðarinnar, til fjölskyldu Olofs Palmes og vina hans. -ÁB KUPPT OG SKORIÐ Halldór í karphúsið Sjávarútvegsráðherra er ekki alls staðar jafn vinsæll í kjördæmi sínu. í síðasta Austurlandi skrifar Sigurjón Bjarnason til hans nokkur orð, eftir að hafa rakið að sjávarútvegsráðherra hafi skömmu áður rekið raunir sjáv- arútvegs og nefnt sérstaklega „of- fjárfestingarnar og óbilgirni hinnar vinnandi stéttar", í Ieiðara annars austfirsks blaðs, Austra. „Einhvern veginn er það nú svo,“ segir Sigurjón, „að þrátt fyrir slík leiðaraskrif hálærðra manna, er það bjargföst trú mín að ófarír okkar séu ekki þessari offjárfestingu að kenna. Keng- beygð og staurblind verkalýðs- hreyfing er heldur ekki sökudólg- urinn. Hvernig er það Halldór? Eigum við ekki pínulítið of mikið af verslunar- og skrifstofuhús- næði í landinu? Þjóna tryg- gingafélög, olíufélög og bankar okkur ekki sæmilega?" Fleiri heildsölur? „Þurfum við kannski miklu fleiri innflutningsverslanir, fast- eignasölur, lögfræðingastofur og verkfræðistofur? Þú nefnir rétti- lega stórvirkjanir og orkuveitur. En ég held að við ættum að athuga aðeins betur í hvað ís- lendingar hafa sett peningana sína undanfarin ár. Meðal annarra orða: Hvað borgar hver íslendingur fyrir allt auglýsingakjaftæðið sem ofan í hann er troðið? Ég fullyrði, og er vonandi ekki einn um það: Þjóðin hafði vel efni á að eignast þann skipastól sem hún á nú, hafði reyndar ekki efni á öðru. Það eru hins vegar aðrir en útgerðarmenn eða fram- leiðslustéttir sem njóta ávaxt- anna. Við þær forynjur glímir lands- byggðin nú og sýnist mér af skrif- um þínum auðséð afstaða þín til þeirrar baráttu." Ferðlög ráðherra í öðru landsbyggðarblaði, Vík- urblaðinu á Húsavík, er rætt á gamansaman hátt í ritstjórnar- grein Jóhannesar Sigurjóns- sonar, ritstjóra, um ferðalög ráð- herra. „Ferðalög og ferðakostnaður ráðherra og embættismanna hafa verið mjög til umræðu að undan- förnu. Stundum hafa örlög ógæfumanna verið talin afleiðing þess að „þeir hafi lent í ferða- lögum“. Eigi þessi skýring við rök að styðjast, er margt sem miður fer í okkar annars fyrir- myndarþjóðfélagi, fyrir bragðið skiljanlegra. En hvað um það. Fjölmiðla- menn og fleiri hafa allnokkuð saumað að ráðherrum fyrir að leggjast óhóflega í rándýr ferða- lög oftast á kostnað skattborgar- anna á fslandi en gjarnan í boði erlendra stórmenna, hvernig svo sem það getur farið saman. Þykir mönnum skjóta skökku við að launahjassar sitji njörfaðir á hundaþúfum við sitt dund fyrir skít á priki, á meðan embættis- menn þjóta um loftin blá með fríðu föruneyti á tíföldu kaupi hjassans. Spurnig um sjálfstæði Ráðamenn eru fljótir til svars og spyrja einfaldlega: (því þegar fátt er um svör er oft þrauta- lending að spyrja á móti) „Vilt þú, Páll, (eða Pétur) vera sjálf- stæð þjóð? Og vopnin snúast í höndum spyrjenda sem glúpna Áfram ísland og neyðast til að viðurkenna að ef ekki er unnt að vera sjálfstæð þjóð nema því aðeins að ráða- menn liggi í ferðalögum, þá verði víst svo að vera. Það skringilega við þetta er svo það að á undanförnum árum og raunar fram á þennan dag hafa þessir sömu ráðamenn lýst á- hyggjum sínum vegna erlendra skulda sem ógnuðu sjálfstæði þjóðarinnar. Ef þetta er hvort tveggja rétt, þ.e. að ferðalög ráðamanna séu hornsteinn sjálf- stæðisins og erlendar skuldir það sem sjálfstæðinu stafar mest hætta af (fyrir utan náttúrlega samdrátt í utanlandsferðum ráðamanna), þá liggur það í hlut- arins eðli að til þess tryggja sjálf- stæði þarf bæði að draga úr er- lendum skuldum og stórauka utanlandsferðir embættismanna. í fljótu bragði verður ekki séð hvernig þetta hvorttveggja sam- rýmist, en það er svo margt sem óinnvígðir sjá ekki í fljótu bragði. Enda eru vegir sumra órann- sakanlegir, eins og þar stendur.“ Áfram ísland Heimsmeistarakeppnin í hand- bolta hefur tekið hug og hjörtu landsmanna með áhlaupi síðustu viku. Þjóðin öll lagðist í þung- lyndi eftir að „strákarnir okkar“ töpuðu óvænt gegn hinum sigur- sælu Suður-Kóreumönnum. En landið reis aftur með sigri yfir Tékkum og enn hærra þegar við skutum Rúmenum ref fyrir rass á frækilegan hátt. Og það er einsog alltaf þegar landanum gengur vel á erlendri grund: menn lyftast um nokkra þumlunga og ganga keikari en áður og það er einsog við verðum samrýmdari sem þjóð. Þetta er erfitt að útskýra en það er einsog að í velgengni fulltrúa okkar í keppni við hinar stóru þjóðir þá eignumst við saman nokkra hlut- deild. En að sama skapi og við erurn fljót til að gleðjast yfir sigrum samlanda okkar ytra, þá eru menn líka fljótir í fýlu þegar illa gengur. Þannig leið ekki á löngu eftir tapið gegn S-Kóreumönn- um, þegar menn voru farnir að tala dimmum rómi um alla þá peninga sem búið væri að ausa í handboltalið okkar fyrir HM. Þær raddir eru nú þagnaðar, og vafalaust mun enginn vilja kann- ast lengur við slíkt. Enda erum við öll hreykin af leikni landa vor- ra í Sviss. Bara þeir hefðu nú ekki tapað fyrir Ungverjum... -ÖS DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritatjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Rltatjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason, Ingólfur Hjörieifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Cftltt: Sœvar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnflörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.