Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 1
VIÐHORF HEIMURINN ÍÞRÓTHR ÞJÓÐMÁL Sjóslys Tveir bjargast eins saknað Ás RE 112fórst á Breiðafirði. Árni Reynisson háseti: Reynsla okkar úr björgunarsveitinni varð okkur til lífs. Vaknaði viðþað að ég kastaðistframúr kojunni Um kl. 10 í gærmorgun fórst 10 tonna trilla Ás RE 112 út af Búlandshöfða. Þrír menn voru í bátnum og björguðust tveir þeirra, en skipstjórans Skúla Kristjánssonar er saknað. Var hans leitað í allan gærdag án ár- angurs. „Ég veit ekki hvað gerðist í raun og veru, hvers vegna bátur- inn fór á hliðina. Ég var sofandi, eins og félagi minn Valgeir Magnússon og vaknaði við það að ég kastaðist framúr kojunni. Um leið tók sjór að flæða niður í lúkarinn og þegar við komum upp var báturinn á hliðinni. Skipstjórinn var meðvitundar- laus en ég veit ekki hvað olli því. Okkur tókst að koma gúmmbát á flot, en honum hvolfdi og meðan við vorum að rétta hann við misstum við af skipstjóranum. Ég tel það kraftaverk að við skyldum bjargast og mest eigum við að þakka þeim æfingum og þeirri kunnáttu í björgunarmálum, sem við höfum fengið í björgunar- sveitinni hér, en þar höfum við verið félagar,“ sagði Árni Reynisson 23ja ára gamall háseti úr Grundarfirði í samtali við Þjóðviljann í gær. Það var svo Kristján S. frá Grundarfirði sem bjargaði þeim Árna og Valgeiri, eftir að þeim tókst að skjóta upp neyðarblysi frá gúmmbátnum og brak tók að reka úr Ás RE og trossan sem Kristján S. var að draga stóð allt í einu föst. Er talið að Ás RE hafi festst í henni. „Við blotnuðum og okkur var alveg ógurlega kalt, en erum ó- meiddir, aðeins skrámaðir,“ sagði Árni, sem er að byrja sjó- mennskuferil sinn og sagðist ekki vilja segja til um það strax hvort hann héldi áfram. Ás RE var gerður út frá Grundarfirði í vet- ur. - S.dór Á stærri myndinni sjást þeir Árni og Valgeir koma frá borði á Helga S. í Grundarfirði í gær. Það voru margar hendur á lofti þeim til aðstoðar. Á innfelldu myndinni sést hvar verið er að taka gúmmbátinn sem þeir félagar komust í, á land. Þjóðhagsstofnun Svipaður kaupmáttur Þjóðhagsstofnun: Kaupmáttur kauptaxta án launabóta rýrnar um 0.5% Með láglaunabótunum hærri kaupmáttur fyrir hluta launafólks ABR Ustinn kominn Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins vegna borgarstjórnar- kosninganna í Reykjavík var samþykktur á félagsfundi sl. fimmtudagskvöld. Varðandi 7 efstu sæti var farið að niðurstöðu forvals utan að þeir sem hrepptu þar 7. og 8. sæti skiptust á sætum. Framboðslistinn í heild er birtur inni í blaðinu. Efstu sæti listans eru skipuð í samræmi við niðurstöðu forvals- ins: Sigurjón Pétursson, Kristín Á. Ólafsdóttir, Guðrún Ágústs- dóttir, Össur Skarphéðinsson, Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Skúli Thoroddsen. Sjá bls. 19 Kaupmáttur kauptaxta rýrnar um 0.5% milli áranna 1985 og 1986, samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá fyrir 1986, sem Þjóðhagsstofnun hefur tekið sam- an eftir samningana. Er þá ekki tekið tillit til sérstakra launabóta sem hluti launafólks á rétt á. Sé tekið tillit til bótanna telur Þjóð- hagsstofnun að kaupmátturinn verði svipaður og í fyrra. Ari Skúlason hjá Kjararann- sóknarnefnd staðfesti að kaupmáttur taxtakaups yrði sam- kvæmt samningnum því sem næst óbreyttur frá því í fyrra að með- altali, eða rúmlega 73 miðað við 100 árið 1980. „Það er rétt að við gerum ráð fyrir 0.5% kaupmáttarrýrnun en meira skiptir að með launabótun- um verði kaupmátturinn svipað- ur eða jafnvel ívið hærri,“ sagði Jón Sigurðsson. Hann kvað um svo lítinn mun að ræða að hann væri ekki marktækur, enda kynni að koma til kasta launanefndar i þessu sambandi. Samkvæmt út- reikningum ASÍ/VSÍ sem fram eru komnir er gert ráð fyrir 0.4% kaupmáttaraukningu. en þeir sem Þjóðviljinn ræddi við í gær, sögðu þennan mun m.a. stafa af því að í forsendur spár ASÍ/VSÍ vanti um 1% gengissig í febrú- armánuði. -óg Skák Helgi hættir við Moskvuför Helgi Ólafsson stórmeistari hef- ur hætt við að taka þátt í stór- meistaramótinu í skák, sem hefst í Moskvu i dag. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í síðustu viku fékk Skáksamband íslands boð um að senda einn íslenskan stórmeistara á þetta mót og var ákveðið að Helgi færi. Þegar svo til átti að taka vildu Sovétmenn ekki greiða ferða- og uppihaldskostnað eins og venja er á svona boðsmóti og ákvað Helgi þá að hætta við þátttöku. En á síðustu stundu snerist Sovét- mönnum hugur, en bara of seint, Helgi var hættur við og sat við sinn keip. Þorsteinn Þorsteinsson forseti Skáksambands fslands sagði í gær að það hefði algerlega verið mál Helga hvað hann gerði í málinu, Skáksambandið hefði ekki haft afskipti af þessari ákvörðun. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.