Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 12
FLÓAMARKAÐURINN Til sölu eru forrit fyrir APPLE II á góðu verði. Appleworks 6 diskettur og þrjár bækur, þar á meðal kennsluforrit fyrir Appleworks. Gengur á Apple lle og C. MICRO ON THE APPLE I. Tvær diskettur og bók sem lýsir forritunum auk þess sem þau eru birt í heilu lagi. Forritin eru af ýmsu tagi: teikniforrit, stærð- fræðiforrit, leikir o.fl. MICRO ON THE APPLEII. Framhald af Micro on the Apple I. T vær disk- ettur og bók. MICRO ON THE APPLE III. Tvær diskettur og bók. Micro o.t. Apple selst sam- an. APPLE PLOT. Tvær di- skettur og bók. DATATREE. Datebase forrit. Bók og 1 disk- etta. APPLIED APPLE GRAP- HICS. Bók og 2 diskettur. STEPWISE REGRESSION. Bók og 2 diskettur. Ennfremur ýmis önnur forrit. Ennfremur eru til sölu eftirtaldar bækur: Applesoft Language eftir Blac- kwood. How to program your Apple lle eftir Tim Hartnell. Discovering APPLE LOGO eftir Thomburg. The users guide to Commodore 64 and Vic 20 computers. Commodort 64 Notendahandbók. Nánari upp- lýsingar í síma 30672, eftir kl. 18 alla daga nema miðviku- daga og fimmtúdaga. Til sölu eru eftirtalin húsgögn og munir, sem seljast munu ódýrt. Hjón- arúm með áföstum náttborð- um, hornhilla, bókahillur (pira system) geta borið hljómtæki og ef til vill fleiri húsgögn. Husq- uarna helluborð fæst ókeypis og við höfum skfði sem fáanleg væru fyrir 300 krónur. Allar nán- ari upplýsingar er að fá í síma 30672 eftir klukkan 6 á daginn. Davld Boadella Kunnur breskur sállæknir (psycho therapist) heldur nám- skeið í Vaxtarræktinni Duggu- vogi 7 helgina 22. og 23. mars frá kl. 9-17 báða dagana. Boa- della hefur skrifað fjölda bóka um sálfræði líkamans (somatic psycholgy) og við munum á námskeiðinu kynnast ýmsum hugmyndum og æfingum tengdum tilfinningavinnu með líkamann. Upplýsingar og skráning hjá Daníel í síma 29906 á daginn og 18795 á kvöldin. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Barnapía óskast til að gæta tveggja þarna, tveggja og þriggja ára á kvöldin. Upplýsingar hjá Daníel og Svövu í síma 18795 eftir kl. 18. Foreldrar barna á dagvistar- stofnunum í Reykjavík. í kvöld, þriðjudagskvöldið 4. mars, verður haldinn fundur á Laufásborg við Bergstaða- stræti kl. 20.30. Formaður stjórnarnefndar Dagvistar, Anna K. Jónsdóttir situr fyrir svörum um ástandið á dag- heimilum borgarinnar. Mætum öll. Foreldrasamtökin. íbúð óskast Reglusamur piltur óskar eftir 2- 3 herbergja íbúð í miðbæ eða nágrenni hans. Húshjálp kemur vel til greina ef óskað er eftir henni. Hef góð meðmæli og býð uppá skilvísar greiðslur. Vinsamlegast hafið samband í heimasíma 622118, Jakob. íbúð óskast Ung stúlka með eitt barn óskar eftir íbúð. Reglusemi og skilvís- um greiðslum heitið. Upplýs- ingar í síma 31216. Atvinna óskast - vélritun Tek að mér vélritun í heima- vinnu. Vinsamlegast hringið í síma 36452 milli kl. 5 og 6. Sinclair Spectrum tölva til sölu ásamt 11 forritum og prentara. Á sama stað er til sölu ónotuð Philips rafmagns- rakvél. Upplýsingar í síma 37882. Heklari óskast til að hekla rúmteppi fyrir þókn- un. Upplýsingar í síma 681333 og biðja um Siggu P. á tímabil- inu 9-5. Til sölu plötuspilari, magnari og hátal- arar. A sama stað er til sölu fat- apressa. Upplýsingar í síma 14164. Til sölu Emmy raðsett frá Pétri Snæ- land (drapp-röndótt), 3 stólar og 3 horn. Kostar nýtt 63.000, selst á 25.000. Upplýsingar í síma 35975. Til sölu notaður Versco rafmagnssuð- upottur 25 Iftra. Einnig skápur með stórum spegli, selst ódýrt. Upplýsingar i síma 688034 eftir kl. 16. Ung skólastúlka óskar eftir 2ja herbergja íbúð á leigu fyrir 15. mars. Upplýsing- ar í síma 74380. Einkatímar Tek nemendur í einkatíma í ensku, íslensku og latínu. Upp- lýsingar og tímapantanir í síma 27101, Jón Valur Jensson. Kringlótt, sérsmíðað vandað sófaborð og 5 borð- stofustólar til sölu ódýrt. Upp- lýsingar í síma 13152. íbúð óskast Óska eftir að taka á leigu sem fyrst 2ja herbergja íbúð í miðbæ eða Vesturbæ. Upþlýsingar í síma 27913. Húsaviðgerðir Tek að mér allar viðgerðir og viðhald fyrir fyrirtæki og ein- staklinga. Upplýsingar í síma 50439. Til sölu VW Variant 71 til niðurrifs. Er enn gangfær. Upplýsingar í síma 622186. Sófasett til sölu. Upplýsíngar í sima 72750 eftir kl. 18.30. Óska eftir klæðaskáp, helst gömlum. Vil líka kaupa gamlar ofanhlífar til að hafa fyrir framan miðstöðv- arofna. Upplýsingar í síma 671064. Dagsbrúnarmenn Félagsfundur veröur haldinn í Austurbæjar- bíói miðvikudaginn 5. mars kl. 17. Fundar- efni: Afgreiðsla nýgerðra kjarasamninga. Komið beint af vinnustað. Stjórn Dagsbrúnar. SKUMUR Það er nú ekki hver sem er sem getur gert við svona bilun. Ég veit hvað ég er að gera! Þér væri trúandi til að tengja skólpið við kranann! lhKFff£. ÁSTARBIRNIR GARPURINN í BLÍÐU OG STRÍDU L KROSSGÁTA NR 118 Lárétt: 1 venda 4 bjartur 6 hvassvirði 7 hersli 9 fjanda 12 skemmi 14 stúlka 15 dreifi 16 veiðiferð 19 strax 20 fljótinu 21 eyddur Lóðrétt: 1 nuddi 3 hljóöa 4 hristi 5 líf 7 steinlim 8 auga 10 rýr 11 hafnir 13 seint 17 hræðist 18 haf Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 sver 4 svöl 6 ólm 7 kræf 9 Inga 12 fauta 14 sái 15 gæs 16 nepja 19 ungi 20 óður 21 unaði Lóðrétt: 2 vor 3 rófa 4 smit 5 örg 7 köstur 8 æfingu 10 nagaði 11 austri 13 upp 17 ein 18 jóð '16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.