Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 8
HEIMURINN George Marchais leiötogi kommúnista — flokkur hans hefur hrakið frá sér fylgi meö sí- felldum kúvendingum í afstöðunni til sósíalista. Laurent Fabius forsætisráðherra — hann var óhemju vinsæll fyrst eftir að hann tók við af Mauroy, dalaöi síðan í áliti en virðist nú vera að rétta úr kútnum á nýjan leik. Valery Giscard dÉstaing fyrrum forseti og Jacques Chirac leiðtogi gaullista og borgar- stjóri í París standa saman í kosningabarátt- unni þótt ýmsir telji grunnt á þvi góða milli þeirra. Raymond Barre er á öndverðum meiði við þá Chirac og Giscard*í afstöðunni til Mitterrand. Hann telur óhugsandi að forseti og forsætis- ráöherra geti verið hvor úr sinum herbúöum. Nýfasistinn Le Pen hefur átt vaxandi fylgi að fagna með sitt kynþátta- og útlendingahatur. Þeir eru þó fáir á hægrivængnum sem treysta sér til að vinna með honum. Kosningahorfur í Frakklandi Haft er eftir bæöi stjórn- málamönnum og fréttaskýr- endum, aö baráttan fyrir þing- kosningarnar, sem eiga að fara fram í Frakklandi 16. mars, sé í daufara lagi. Svo virðist líka sem einhver al- menn tortryggni með stjórnmál sé útbreidd í landinu. Meðal metsölubóka nú er háðrit um stjórnmála- menn, sem nefnist „Que le meilleur perde“ - en sá titill er skopstæling á setningunni „látum þann besta vinna" og þýðir „látum þann besta tapa“. Halda höfundar þessa háðrits því fram, að markmið stjórnmálamanna sé alls ekki að vinna kosningar og komast til valda, því þá uppskeri þeir aðeins vanþakkláta ábyrgð, gagnrýni, skammir og fylgis- tap, heldur að tapa kosning- um með sem mestum glæsi- brag og hreiðra um sig í ábyrgðarlausri stjórnarands- töðu, geta sagt hvað sem er og haft hátt, Máli sínu til sönnunar rekja höfundar fjölmörg dæmi um það hvernig stjórnmálamenn hafa hagað sér svo heimskulega, að það er fyrir ofan alla mannlega skynsemi, og þannig breytt sigur- vænlegri stöðu í vonlausa tap- stöðu: fáránlega klaufaleg við- brögð Giscards þáverandi forseta við þeim ásökunum, að hann hefði þegið demanta að gjöf frá Bokassa keisaranefnu Mið- Afríku, kúvendingar franska kommúnistaflokksins sem hafa fælt frá honum stóran hluta af fylginu, og síðast en ekki síst Greenpeace-málið, sem fór illa með Fabius forsætisráðherra. Þannig myndi enginn haga sér, _ segja þeir, ef hann vildi írauninni it vinna sigur: það sýnir að mark- £ • t/nið stjórnmálamanna er að tapa, l;.V“ og Fransmenn skellihlæja... Þetta ástand stafar ekki síst af því að nú er komin upp sú staða, sem engin dæmi eru um í frönsk- um stjórnmálum fyrr eða síðar. Það er að vísu nokkurn veginn öruggt, að sósíalistar munj tapa kosningunum, en hver senVúrslit- in verða getur enginn spáðmeinu um það hvað muni gerast eftir 16. mars, - enginn skortur er reyndar á ágiskunum, tilgátum eða jafnvel ráðleggingum, en allt er þetta greinilega út í loftið. Á- stæðurnar eru margvíslegar, og benda sumir á mótsagnir í stjórn- arskránni sjálfri, aðrir á óvin- sældir og fylgishrun sósíalista - sem virðast þó eins og stendur á nokkuð öruggri uppleið - enn aðrir á klofning stjórnarandstöð- unnar og ekki er laust við að ein- staka menn vísi til klókinda Mitt- errands forseta, sem er að sögn fréttamanna hressari í þessum stormi en nokkur hefði búist við. Vafalaust hefur hver þessi skýring að geyma hluta af sannleikanum, en lokaorðið enn sem komið er á þó sennilega stjórnmálafræðingurinn Maurice Duverger, sem telur að miklar breytingar séu að verða í frönsku stjórnmálalífi en þær séu ekki fullmótaðar, þannig að í raun og veru sé enginn starfhæfur meiri- hluti til í landinu að svo stöddu. Verði ástand ótryggt þangað til hann myndist. Þetta þarfnast nokkurra skýr- inga, sem snerta reyndar beint þá atburði, sem eru að gerast þessar vikur. I eina tvo áratugi snerust þingkosningar í Frakklandi jafn- an um hið sama: hvort vinstri menn eða hægri menn fengju meirihluta, og var aldrei vafi á því að annað hvort myndi gerast. De Gaulle hafði komið á því kosn- ingafyrirkomulagi, að kosið væri í einmenningskjördæmum tvær umferðir. Ef einhver frambjóð- andi fengi hreinan meirihluta í fyrri umferð, næði hann kosn- ingu, en að öðrum kosti skyldi kosið aftur milli þeirra tveggja eða þriggja sem flest atkvæði hefðu fengið, og þá næði sá kosn- ingu sem fengi hæsta atkvæða- tölu. Þetta kosningafyrirkomulag hafði þær afleiðingar að skipta frönskum stjórnmálaflokkum mjög skýrt í tvo arma, vinstri og hægri: samstaða varð að vera innan hvors armsins um sig ef hann átti ekki að bíða afhroð í kosningum. Þannig mynduðu sósíalistar og kommúnistar vinstri bandalag, sömdu „sam- eiginlega stefnuskrá" og bjuggu sig undir að vinna kosningasigur og mynda stjórn. Miðflokka- menn áttu ekki annan kost en að ganga til stuðnings við Gaullista og mynduðu miðflokkabrotin síðar bandalag, þegar Giscard varð forseti, þannig að hægra Einar Már Jónsson skrifarfrá París megin voru einnig tveir flokkar, Giscard-sinnar og Gaullistar, sem Chirac borgarstjóri í París lagði síðan undir sig. Eina óvissuatriðið var hvað gerast myndi ef vinstri flokkarnir ynnu sigur, því að frá hendi de Gaulle var stjórnarskráin þannig gerð, að forseti landsins varð að vera leiðtogi þess flokks eða þeirra flokka, sem höfðu meiri- hluta á þingi, - annars var hætta á alvarlegri stjórnlagakreppu og lömun framkvæmdavaldsins. Fyrir 1981 kom þessi staða aldrei upp, því að stuðningsflokkar forsetanna, hægri flokkarnir, sigruðu jafnan í kosningum, og munaði þó mjóu 1967 og 1978. Þegar Mitterrand var kosinn for- seti 1981, lét hann það verða sitt fyrsta verk að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Þá fékk sósíal- istaflokurinn hreinan meirihluta, þannig að ekki var lengur nein hætta á árekstri milli þings og forseta. Þetta var í fyrsta skipti í aldarfjórðung, sem vinstri flokk- arnir fengu völdin í Frakklandi. Klofningur til hægri og vinstri Þegar þessi stjórnarskipti urðu, var þó þegar farið að bera á fyrirbæri, sem síðar hefur ágerst mjög: klofningi bæði innan vinstri og hægri flokkanna. Bandalag vinstri flokkanna hafði í rauninni rofnað fyrir þingkosn- ingarnar 1978, og höfðu komm- únistar síðan gert allt sem í þeirra valdi stóð til að hindra sigur Mitt- errands, en 1981 var sigur sósíal- ista svo mikill að þeirra eigin ósigur var augljós (þeir hröpuðu úr 20% atkvæða niður í 15%), að þeir áttu ekki annarra kosta völ en að ganga aftur til bandalags við sósíalista og taka sæti í hinni nýju stjórn eins og Mitterrand bauð þeim. Á hægri vængnum var augljóst að Gaullistar höfðu aldrei sætt sig við að missa þá valdaaðstöðu sem þeir höfðu haft á forsetatímum de Gaulle og Pompidou, Chirac leiðtogi þeirra var í opinberri andstöðu við Gisc- ard, og því var jafnvel haldið fram að hann hefði beinlínis stuðlað að því að Mitterrand næði kosningu til að losa sig við þennan keppinaut sinn. Allur þessi klofningur skipti þó engu máli á stjórnartímabili sósí- alista, þar sem þeir höfðu hreinan þingmeirihluta. En Mitterrand stóð sjálfur fyrir breytingu, sem hafði í för með sér að klofningur- inn fór að skipta máli, án þess að hægt væri að sjá til hvers hann myndi leiða: forsetinn lét sem sé þingið samþykkja ný kosninga- lög, þar sem teknar voru upp hlutfallskosningar með framboð- slistum og skyldi hver „sýsla“ vera eitt kjördæmi. Stjórnar- andstæðingar héldu því fram að ástæðan fyrir þessari breytingu væri sú, að Mitterrand hefði séð það fyrir að ef kosið væri eftir gamla kerfinu myndu sósíalistar næstum því þurrkast út af þingi, svo miklar væru óvinsældir þeirra og svo hörð væri andstaða kom- múnista orðin. En í raun og veru hafði þessi breyting verið ofar- lega á stefnuskrá vinstri flokk- anna frá upphafi 5. lýðveldisins, og jafnvel meðal Giscard-sinna voru ýmsir hlynntir hlutfallskosn- ingum. Þetta kerfi sem nú hefur verið tekið upp hefur áður tíðkast í Frakklandi, en nýjungin er sú að nú fer í fyrsta skipti saman þing, sem kosið er til eftir hlutfalls- kosningu og mótast því ekki ein- göngu af skiptingunni milli hægri og vinstri flokka, og „sterkur forseti" sem kosinn er almennri kosningu og er við völd til 1988. Þessi nyja staða hefur þó mis- munandi áhrif á hægri og vinstri flokka. Kúvendingar á vinstri væng Á vinstri vængnum eru málin nú mjög farin að skýrast. Þegar sósíalistar voru búnir að sitja eitt ár við völd og höfðu fylgt róttækri umbótastefnu, neyddust þeir vegna kreppunnar að taka upp stranga stefnu í fjármálum, og hreyfðu kommúnistar, sem þá voru í stjórn, ekki mótmælum. Vegna þessarar stefnubreytingar hrundi þó fylgið af sósíalistum, og í skoðanakönnunum voru bæði sósíalistaflokkurinn og Mitterrand forseti óvinsælli en nokkrir valdhafar landsins höfðu verið á undan þeim. Kommúnist- ar notuðu tækifærið, þegar stjórn Mauroy fór frá, og neituðu að taka sæti í stjórn Laurent Fabius, og síðan réðust þeir harkalega á sósíalista og reyndu að fá menn til að gleyma því að þeir hefðu þó setið í stjórn með þeim í nokkur ár. Þá var talið fullvíst að sósíal- istar myndu bíða hið versta af- hroð í þingkosningunum. En síðan virðist staðan hafa Framhald á bls. 13 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.