Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Atvinnulíf Togskip á Hvammstanga? Fjölsótturfundur um atvinnumál á Hvammstanga sl. sunnudagskvöld: Sporna verðurgegn fólksflóttanum til Reykjavíkur. Undirbúa stofnun hlutafélags um útgerð togskips Frá fréttaritara Þjóðviljans á Hvammstanga: Sunnudaginn 2. mars voru v- húnvetningar boðaðir til al- menns fundar um atvinnu- og út- gerðarmál í félagsheimilinu á Hvammstanga. Var fundurinn Ijölsóttur og mættu m.a. sveitar- stjórnarmenn úr öllum hreppum sýslunnar. Frummælendur á fundinum voru Magnús Sigurðsson fram- kvæmdastjóri og Eyjólfur R. Eyjólfsson sem talaði fyrir hönd verkalýðsfélagsins Hvatar. Bentu þeir á nauðsyn þess að sporna fæti við þeirri óheillalþró- un, sem fælist í fólksflótta utan af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. í þeim málum yrðu landsbyggðarmenn fyrst og fremst'að treysta á sjálfa sig. Það kæmi enginn með atvinnutæki- færin í hendurnar á þeim. Eftir ræður frummælenda voru almennar umræður. Kom greini- lega fram í máli manna að eins og komið væri í landbúnaðarmálum bæri brýna nauðsyn til að styrkja þann þéttbýliskjarna sem næstir væru og þá í þessu tilfelli Hvammstanga, enda vegir orðnir góðir og vegalengdir stuttar að lítið mál væri að sækja þangað atvinnu. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Fundur áhugamanna um útgerðarmál, haldinn á Hvammstanga 2. mars 1986 samþykkir að kjósa fimm menn til að undirbúa stofnun hlutafélags um útgerð togskips á Hvammstanga. Skal nefndin ljúka störfum með almennum fundi fyrir miðjan maí. Nefndin starfi launalaust." - ere Dagsbrúnarforystan Þjóðviljinn fordæmdur Á stjórnarfundir í Verkamannafé- laginu Dagsbrún í dag 03.03. 1986, var eftirfarandi bókun samþykkt: „Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar fordæmir fréttaflutning og upplýsingaþjónustu Þjóðviljans vegna nýgerðra kjarasamninga verkalýðshreyfingarinnar. Frá því að samningaviðræður hóf- ust fyrir alvöru, hefur umfjöllun blaðsins um efni og niðurstöður samninganna verið bæði röng og vil- landi. Stjórn félagsins harmar að blað sem kennir sig við verkalýðshreyf- ingu og sósíalisma sýni íslenskri verkalýðshreyfingu í reynd slíkt virð- ingarleysi með hlutdrægum og röng- um fréttaflutningi." F.h Verkamannafél. Dagsbrúnar Þröstur Olafsson. Svar Þjóðviljans Þjóðviljinn vísar algerlega á bug órökstuddum ásökunum um rangan, villandi og hlutdrægan fréttaflutning af samningunum. Þvert á móti hefur blaðið kappkostað að fylgjast með framvindu samningana, og vert er að nefna að á stundum var Þjóðviljinn á undan öðrum fjölmiðlum með mikil- væg atriði úr gangi samninganna. Hitt er svo annað mál, að í ritstjórnar- greinum hefur Þjóðviljinn bent á kosti og lesti samninganna, og ekki tekið þátt í þeim fagnaðarlátum sem víða hafa orðið útaf þeim. En það er ekki tilefni til að veitast að einstökum fréttamönnum blaðsins, sem hafa reynt að leggja sig fram um að fylgjast með framvindu samninganna og átt ágætt samstarf við marga í samninga- nefndum beggja aðila. Ritstj. Mikil aðsókn hefur verið að Grænlandskynningunni á Kjarvalsstöðum. Á sunnudag komu yfir 2000 manns á sýninguna sem er hin fróðlegasta og þegar fréttamenn Þjóðviljans litu við á Kjarvalsstöðum í gær var þar mikið fjölmenni aö kynna sér sögu, menningu, framleiðsluhætti og matargerðarlist hjá nágrönnum okkar í vestri. Mynd - Sig. REYKJAVÍK 1786-1986 Þriðjudagur 4. mars kl. 21: TÓNLISTARDAGSKRÁ (í safninu við Menningarmiðstöðina, Gerðubergi, sem á þriggja ára starfs- afmælí þennan dag) ATLI HEIMIR SVEINSSON: „GUÐSBARNALJÓÐ" tónlist við samnefnt Ijóð Jóhannesar úr Kötlum um Guðmund Thorsteins- son, Mugg. Flytjendur: Bernharður Wilkinson flauta, Einar Jóhannesson klarin- ett, Hafsteinn Guðmundsson fag- ott, Monika Abendroth harpa, Szymon Kuran fiðla, Carmel Rus- sill selló. Friörik Guðni Þórleifsson Vilborg Dagbjartsdóttir Einsöngur: Kristinn Sigmundsson Undirleikari: Jónas Ingimundarson Miðvikudagur 5. mars kl. 14: LITLA BRÚÐULEIKHÚSIÐ flytur RAUÐHETTU kl. 20: TÓNLISTARDEILD safnsins kynnt í umsjá Friðriks Guðna Þórleifssonar. Fimmtudagur 6. mars kl. 10:30: RAUÐHETTA endurtekin kl. 21: UNGLINGADAGSKRÁ í umsjá Fellahellis Efni: Ástin í unglingabókum Skemmtiatriði og kvikmynd Spurningakeppni Diskóráðs Laugardagur 5. mars kl. 16: BÓKMENNTADAGSKRÁ „MANNLÍF í REYKJAVÍK I 200 ÁR“ Frá Jóni Espólín til vorra daga. Sam- felld dagskrá í Ijóðum og lausu máli í umsjá Eiríks Hreins Finnbogasonar. Flytjendur: Helga Bachmann Erlingur Gíslason ofl. Sunnudagur 9. mars kl. 14: SKOTTURNAR úr Breiðholts- skóla koma í heimsókn, kíkja í bækur safnsins og kynna sig. Höfundur: Brynja Benediktsdóttir Skottur: Fína Skotta Saga Jónsdóttir Litla Skotta Guðrún Alfreðsdóttir Stóra Skotta Guðrún Þórðardóttir kl. 16: Endurtekin TÓNLISTARDAGSKRÁ frá þriðjudeginum 4. mars. Lýkur þar með kynningardagskrá bókasafnsins. MYNDLISTARSÝNING JÓN REYKDAL sýnir verk sín í bókasafninu Á 200. afmælisári Reykjavíkur verður nýtt útibú Borgarbókasafns Reykjavíkur opnað í Gerðubergi 3-5 þriðjudaginn 4. mars. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, opnar það með viðhöfn kl. 16:30. Borgarbóksafn í Gerðubergi hefur almenna starfsemi sína kl. 19 í dag, þriðjudaginn 4. mars. í safninu er útlánsdeild fyrir börn og fullorðna, upplýs- ingaþjónusta, tímaritadeild og tónlistardeild með góðri að- stöðu til að hlýða á hljómplötur úr tónlistardeild safnsins. Safnið verður opið mánudaga-föstudaga kl. 9-21 og laugar- daga kl. 13-16. Einnig verður opið þar næstu þrjá sunnudaga í mars kl. 13-17. Um opnunartíma í sumar verður nánar ákveðið síðar. Boðið er til sérstakrar kynn- ingardagskrár fyrstu starfs- daga bókasafnsins og er hún öllum opin og aðgangseyrir enginn. Dagskráin er sem hér fer á eftir: BREIÐHYL TINGAR OG AÐRIR BORGARBÚAR! BORGARSTJÓRN REYKJA VÍKUR BÝÐUR YÐUR VELKOMNA í BORGARBÓKASAFN í GERÐUBERGI! Geymið auglýsinguna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.