Þjóðviljinn - 04.03.1986, Page 14

Þjóðviljinn - 04.03.1986, Page 14
Starfsréttindi Kennara- starfið lögverndað Fulltrúaráð Kennarasam- bands íslands hefur fagnað frum- varpi menntamálaráðherra um lögverndun á starfsheiti og starfs- réttindum kennara og skóla- stjóra, og skorað á alþingi að samþvkkja það óbreytt. í ályktun fulltrúaráðsins segir m.a.: „Á undanförnum árum hefur það orðið æ erfiðara að fá menntaða kennara til starfa í skólum, einkum á landsbyggð- inni og nú er svo komið að í fyrsta sinn í vetur var erfitt að fá kenn- ara til starfa á höfuðborgarsvæð- inu. Samþykkt þessa frumvarps mun ótvírætt stuðla að því að snúa þessari þróun við og þar með bæta skólastarf í landinu.“ Meginbreyting með frumvarp- inu er að eftir samþykkt þess verður óheimilt að skipa, setja eða ráða til kennslustarfa annan en þann sem uppfyllir þau menntunarskilyrði sem nú er krafist til skipunar. Hins vegar er gert ráð fyrir að heimilt sé að sækja um undanþágu til að ráða réttindalausan mann til kennslu- starfa ef ókleift reynist að fá rétt- indamann í kennslustarf. Gert er ráð fyrir að þeir sem unnið hafa við kennslu undanfarin ár án rétt- inda fái tækifæri til að afla þeirra á næstu árum. Leiki vafi á hvort umsækjandi um starf uppfylli sett skilyrði kemur til kasta matsnefndar eins og verið hefur, nema hvað frumvarpið veitir kennarafélögum aðild að henni. Frumvarpið er afrakstur nefndar sem Ragnhildur Helga- dóttir þáverandi menntamála- ráðherra skipaði haustið 1984 og hefur málið því verið hálft annað ár í umþóttun hjá yfirvöldum menntamála. Lögverndun starfs- heitis hefur lengi verið eitt af megin baráttumálum kennara. -ÁI ÞJOÐMAL Brotajárnið Stálfélagið strand Ragnar Arnalds skorar á ríkisstjórnina að endurskoða afstöðu sína tilþessa þjóðþrifafyrirtœkis. Mikil breytingá afstöðu ríkisstjórnarinnar Meðferð stjórnvalda á þessu máli er heldur ófagur minn- isvarði um lítið frumkvæði og litla forystu núverandi ríkis- stjórnar í atvinnumálum, sagði Ragnar Arnalds m.a. á alþingi þegar Albert Guðmundsson hafði svarað fyrirspurn hans um mál- efni Stálfélagsins. Þeir Ragnar Arnalds og Hjör- leifur Guttormsson spurðu hvernig ríkisstjórnin hygðist koma til móts við Stálfélagið í viðleitni þess til að koma á fót stálbræðslu hér á landi en fram hefur komið að gjaldþrot blasir við félaginu ef ekkert verður að gert, þrátt fyrir að grundvöllur sé talinn fyrir rekstri stálbræðslu hér. Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra sagði ríkisstjórnina hafa komið til móts við forsvarsmenn Stálfélagsins eins og kostur hefði verið. Hins vegar hefði félagið ekki getað uppfyllt þau skilyrði sem eru í lögum um þátttöku rík- issjóðs og því væri það ekki á valdi ríkisstjórnarinnar hvað úr yrði. í lögunum frá 1981 um stálbræðslu er hlutafjárloforð ríkisins m.a. skilyrt því að hlutur ríkisins fari ekki yfir 40% af hlut- afé félagsins og að hlutafé félags- ins verði minnst 30% af stofnkostnaði stálbræðslunnar. f>á er bráðabirgðaákvæði í lögun- um þar sem segir að ekki sé heim- ilt fyrir ríkið að leggja fram hlut- afé eða ábyrgjast lán fyrr en tryggð hafi verið hlutafé frá öðr- um fyrri 60% hlutafjárins. „Þrátt fyrir að hluthafar séu um 1000 talsins þá er hlutafé og hlutafjár- framlög og innborgað hlutafé ekki nægilegt til þess að fullnægja þeim skilyrðum sem gera ríkis- stjórninni kleift að koma inn í fyr- irtækið“, sagði Albert. Ragnar minnti á að viðhorf Ótrúlegt magn brotajárns hrannast upp í landinu eins og þessi mynd frá athafnasvæði Stálfélagsins í Straumi sýnir. Ljósm.: eik. stjórnvalda til uppbyggingar fyrirtækisins voru allt aðrar og jákvæðari fyrir 2 árum þegar þá- verandi iðnaðarráðherra hvatti forráðamenn eindregið til að halda áfram af fullum krafti upp- byggingu stálbræðslu. í ljósi þess voru hafnar framkvæmdir á veg- um félagsins um áramótin 1983- 1984, gerður samningur um kaup á lóð, hafnar byggingafram- kvæmdir og starfsmenn seudir út til þjálfunar erlendis. „Síðan hef- ur þetta allt breyst mjög og færst til verri vegar og það ber að harma“, sagði Ragnar. „Ég álít að þetta fyrirtæki sé nauðsynja- fyrirtæki, það sé þjóðþrifafyrir- tæki og allar líkur bendi til þess að það væri þjóðhagslega hag- kvæmt að reisa það og reka hér á landi.“ Hjörleifur Guttormsson tók undir þessi orð og minnti á þau orð forsætisráðherra nýlega að ríkisstjórnin væri siðferðilega skuldbundin í þessu máli. Það væri einnig upplýst af hálfu tals- manna Stálfélagsins að sá mikli dráttur sem varð á eðlilegum svörum frá stjórnvöldum í þessu máli hafi orðið til þess að fjár- sterkir aðilar, sem höfðu lofað hlutafjárframlagi drógu það lof- orð til baka og ráðstöfuðu fjár- magni sínu í annað. Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra sagði að ekkert væri til að endurskoða í þessu efni. Ríkisstjórnin hefði staðið við sitt, hún yrði að hlíta skilyrðum lag- anna frá 1981 og gæti ekkert gert fyrr en Stálfélagið uppfyllti þau. -ÁI. Drætti frestað í KÍNA-happdrætti ÆFAB Við hvertjum fólk til að gera upp heimsenda gíróseðla sem fyrst. Dregið verður 1. apríl 1986 Miðar fást á Hverfisgötu 105 4. hæð, í Gramminu Laugavegi og hjá ÆF-fé- lögum vítt og breitt. Æskulýðsfylkingin HVAÐ ER AÐ GERAST IALÞYÐUBANDALAGINU? Alþýðubandalagið í Reykjavík Viðtalstímar borgarfulltrúa ABR eru á þriðjudögum í Miðgarði Hverfisgötu 105, 4. hæð. Þriðju- daginn 4. mars verður Guðrún Ágústs- dóttir borgarfulltrúi til viðtals frá kl. 17.30- 18.30. ABR Guðrún AB Selfoss og nágrennis Félagsmála- námskeið Fimmtudaginn 13. mars hefst 5 kvölda námskeið í ræðu- flutningi og fund- arsköpum sem opið er öllum félögum og stuðningsmönnum Alþýðubandalags- ins. Kristín Margrét Leiðbeinendur verða Margrét Frímannsdóttir og Kristín Á. Ólafsdóttir. Þátttaka tilkynnist til Önnu Kristínar í s. 2189 fyrir 9. mars. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Spilakvöld verður í kvöld þriðjudaginn 4. mars I Mið- garði Hverfisgötu 105. Hefst það kl. 20.00 stundvíslega. Helgi Seljan alþingismaður er gestur kvöldsins og ræðir við þátttak- endur í kaffihléi. AB Keflavíkur og Njarðvíkur Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 6. mars kl. 20.30 í húsi Verslunar- mannafélagsins Hafnargötu 28. Frummælendur verða: Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins sem ræðir um stjórnmálaástandið og kosningarnar í vor og Tryggvi Þór Aðal- steinsson framkvæmdastjóri MFA sem ræðir um fræðslu- og félagsmál verkalýðshreyfingarinnar. Stjórnin Málefnahópar Alþýðubandalagsins Hafið áhrif! Fjárhags- og viðskiptamál: Næsti fundur verður haldinn í kvöld þriðjudaginn 4. mars kl. 20.30. Á dagskrá: 1) Seðlabankinn, 2) verðlags- og neytend- amál. Valddreifing - Lýðræði: 1. fundur miðvikudaginn 5. mars kl. 20.30. Rætt m.a. um at- vinnulýðræði, launamannasjóði og dreifingu valds um landið. Sjávarútvegsmál: 2. fundur haldinn miðvikudaginn 5. mars kl. 17.30. Rætt um fiskistofna og fiskveiðistjórnun. Allir hóparnir koma saman í Miðgarði, Hverfisgötu 105. Hóparnir eru opnir öllum félögum AB og stuðningsfólki. Alþýðubandalagið AB Selfoss og nágrennis Starfshópar um bæjarmál Nú er að hefjast vinna starfshópa um málefni bæjarins. Fyrstu fundir hópanna verða sem hér segir: 2. Fræðslu- og menn- ingarmal og æskulýðs- og íþróttamái þriðjudaginn 4. mars, 3. Almennar tryggingar, félagshjálp, heilbrigðis- og húsnæð- ismál miðvikudaginn 5. mars, 4. Umhverfis- og skipulagsmál fimmtudaginn 6. mars. Allir fundirnir verða að Kirkjuvegi 7 og hefjast kl. 20.00. Félagar og stuðningsfólk er hvatt til að mæta og taka þátt í mótun stefnu- skrár félagsins fyrir bæjarstjórnarkostningarnar í vor. Listafólk AB Norðurlandi vestra Almennir fundir Kristín Á Ólafsdóttir, varaformaður Alþýðu- bandalagsins, og Ragn- ar Arnalds alþingismað- ur mæta á almennum fundum: Á Sauðárkróki (Villa Nova) laugardag 8. mars kl. 16:00 Á Siglufirði (Alþýðuhúsinu) sunnudag 9. mars kl. 16:00 Kristín AB Selfoss og nágrennis Opið hús að Kirkjuvegi 7, Selfossi laugardaginn 8. mars kl. 15-18. Um- ræður um bæjarmál, kaffi og með því. Allir velkomnir. Nefndin. AB Vestmannaeyjar Félagsmálanámskeið verður haldið í Alþýðuhúsinu dagana 7. - 9. mars nk. Námskeiðið hefst fyrri daginn kl. 20.00. Allir félagar og stuðningsfólk velkomið. Leiðbeinandi verður Baldur Óskarsson. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.