Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.03.1986, Blaðsíða 5
Til hvers em skólar? Einhverjum kann að þykja heldur ófróðlega spurt með þess- ari fyrirsögn. Liggur ekki í augum uppi að skólar eru til þess að veita nemendum fræðslu og menntun? Að vissu leyti, jú. Hins vegar verða menn að vera óþreytandi að velta fyrir sér eðli og inntaki menntunarinnar og fræðslunnar, spyrja sig í sífellu hvað sé menntun, til hvers eigi að nota hana, hvaða forsendur við höfum hér og nú til að sjá hvað sé gagn- legt og jafnvel nauðsynlegt að vita í framtíðinni, hvað af menntun skólanna sé raunveru- lega úrelt og ósennilegt til nyt- semda í fjölmiðlaheimi 21. aldar- innar. Auk þessa er hreint ekki öldungis víst að allt svarið við spurningunni felist í þessum tveim hugtökum, fræðslu og menntun. Það er næsta augljóst öllum sem kynni hafa af skóla- starfi að þar kemur margt fleira til. Hér verður ekki reynt að gefa tæmandi svar en hins vegar tæpt á nokkrum atriðum. Uppeldishlutverk í fyrsta lagi er nauðsynlegt að velta fyrir sér uppeldishlutverki skóla. Flestum virðist ljóst að grunnskólum sé a.m.k. ætlaður hluti af uppeldi þeirra barna sem eiga útivinnandi foreldra. Kenn- eftir Heimi Pálsson andi). Heimili nútímans eru ekki smámynd af samfélaginu eins og áður var og heimavera barns ger- ir raunar fremur að einangra það lagið þarf á því að halda. Hlut- verk skólanna hefur breyst í grundvallaratriðum á þessum vettvangi og eru þær breytingar Uppeldishlutverki skólanna lýkur engan veginn í grunnskólunum. í framhaldsskólum landsins verður uppeldi þjóðarinnar að halda áfram, einfaldlega vegna þess aðfjárhagslegar aðstœður nemenda krefjast þess, samfélagið þarfá því að halda Greinaflokkur um menntamál - 2. grein arar þeirra umgangast þau oft- lega mun lengur en foreldrarnir og verða hinn eiginlegi tengiliður barnanna við heim fullorðinna. Þannig hafa kennarar tekið við hluta foreldrahlutverksins. Svip- að hlýtur einnig að gilda um þau börn sem þó njóta lengri samvista við annað foreldri (heimavinn- frá ytra samfélagi en kynna því eðlisþætti þjóðfélagsins. En uppeldishlutverki skólanna lýkur engan veginn með grunn- skólanum. í framhaldsskólum landsins verður uppeldi þjóðar- innar að halda áfram, einfaldlega vegna þess að félagslegar aðstæð- ur nemenda krefjast þess, samfé- bein afleiðing af formgerðar- breytingum samfélagsins þegar horfið var frá heimilisiðnaði bændasamfélagsins til iðnvæð- ingar og neyslusamfélags og stendur eins og er ekki í valdi neinna stjórnvalda að breyta því. Bæði menntamálaráðherra og forseti lýðveldisins viku réttilega að þessari breytingu og uppeldis- hlutverki skólanna í ræðum hinn 1. desember og 1. janúar sl. Ráð- herra vakti sérstaka athygli manna á máluppeldi í skólum og komst að þeirri mjög svo skynsamlegu niðurstöðu að brýnt væri að gera kennarastarfið eftir- sóknarvert og efla framhalds- og endurmenntun kennara. Forseti tók í sama streng og þó öllu fastar og benti á þá augljósu hættu sem þjóðerni okkar stafaði af því ef unglingar einangrast í málupp- eldinu og mistekst að flytja þekk- ingu fyrri kynslóða yfir til þeirra. I ljósi þessa er býsna skugga- legt að horfa til þess að fjár- veitingar til endurmenntunar- námskeiða kennara gera ekki meira en að hanga í verðbólgu- hækkun frá síðasta fjárhagsári til næsta árs. Geymsla í öðru lagi þarf ekki lengi að svipast um í samfélagi okkar til að sjá að skólum er ætlað geymslu- hlutverk. Grunnskólarnir eru gæslustofnanir fyrir börn meðan foreldrar afla fanga til heimilis- Ótryggður samningur um óbreytt ástand eftir Birnu Þórðardóttur Fréttaflutningur af nýgerðum kjarasamningum hefur verið með eindæmum. Ætla mætti að aldrei hefði annar eins lífskjaralúxus hlotnast verkafólki. Til að dá- sama samningana notaði Mogg- inn stríðsletur sem varla hefur sést síðan leyniræða Krúsjoffs birtist. Ríkisfjölmiðlarnir hafa ekki heldur legið á liði sínu. Samningarnir vísa þá leið, að atvinnurekendur eigi ekki að greiða vinnulaun, heldur skuli opinber framfærsla og „hliðar- ráðstafanir“ hjálpa fólki til að skrimta. Það er í samræmi við á- róðurinn sem dunið hefur síðustu misserin, að greidd laun séu í rauninni aukaatriði, þegar fjallað er um lífskjör launafólks. Er eitthvað gott í samningunum? Fernt horfir til bóta með samn- ingunum. I fyrsta lagi renna þeir út án sérstakrar uppsagnar. I öðru lagi fá foreldrar rétt tilað vera heima hjá sjúkum börnum undir 13 ára, í allt að 7 daga á 17 mánuðum, án þess að missa nokkurs í launum. Hjá ASÍ gildir þetta þó aðeins út samningstím- ann, þannig að hægt verður að versla með þessi réttindi í næstu samningum. í þriðja lagi verður fæðingaror- lof hjá BSRB-félögum aldrei lægra en hjá Tryggingastofnun ríkisins, en það hefur gerst vegna þess hve taxtakaup margra kvenna í BSRB er lágt. í fjórða lagi fær hluti fisk- vinnslufólks nú möguleika til fastráðningar og þarmeð 4ra vikna uppsagnarfrest til samræm- is við annað launafólk í landinu. Ýmsir ragnúar eru þó á fastráðn- ingunni. Farandverkafólk fær td. ekki fastráðningu og ekki þeir sem vinna þarsem „vinnslutíma- bil er að jafnaði skemur en 3 mánuðir..." Kostnaðinn við fastráðningu fá atvinnurekendur að taka úr at- vinnuleysistryggingasjóði, enda ofætlað að leggja slíkt á þeirra þjökuðu herðar. Sérstök kauphækkun fiskvinnslufólks? Fréttamenn hafa tuggast á því að fiskvinnslufólk fái alltað 8% kauphækkun umfram aðra. Það er auðvelt að fá háar prósentut- launahækkun þegar í stað, BSRB vann að auki 1 mánuð með því að skrifa undir áðuren sól rann hátt á loft 1. mars. Síðustu 2 mánuði hefur kaupmáttur minnkað um 5%. Launahækkunin rétt mætir því og eru þá enn óbættar verðhækkanir sem urðu í nóvember og desemb- er. Eftir stendur að ekki er hróflað við 30% kjararáninu sem dundi á launafólki 1983 og ríkisstjórnin Fátækraölmusan er viður- kenning á því að laun í landinu eru langt undir framfærslumörk- um. Engin verðtrygging - niöurgreidd vísitala Engin verðtrygging felst í samningunum. Nefnd atvinnu- rekenda og ASÍ á að fylgjast með og meta verðlagsþróun, hjá BSRB fær hagstofustjóri oddaað- stöðu. Frá 1. jan. - 1. nóv. má íárslok verða lœgstu taxtar enn undir20 þúsund krónum og stór hluti kvenna og verkakarla verður ennfjœrþvíen nú að vinnafyrir sér og sínum á dagvinnutöxtum ölur þegar grunnurinn er lár. Tímakaup fiskvinnslufólks er í dag 97.60 kr. Kauphækkanir sem samningurinn greir ráð fyrir að fiskvinnslufólk geti fengið, felast í 3ja launaflokka hækkun, eftir að hafa unnið hjá sama atvinnu- rekanda í 15 mánuði og sótt nám- skeið í 2 vikur. Þannig að það verður á miðju ári 1987 sem þessi kauphækkun kemur mögulega til framkvæmda. Kona sem unnið hefur í 20 ár í fiski, og er naumast matvinnung- ur nema þræla ómælt í bónus, hún fær enga viðurkenningu á sinni starfsþekkingu. Hún skal á 2ja vikna námskeið, einsog byrj- endur, til að læra að hantéra fiskinn. Ölmusa í stað launa Samningarnir fela í sér 5% réttlætti ma. með því að þjóðar- tekjur hefðu minnkað um 4%. Nú eiga þjóðartekjur að aukast um 4% á árinu, en ekki hækka launin. Hagfræðingar hafa tíundað að sérstakar launabætur til hinna lægst launuðu þýði 3.4% hækk- un. Fréttamaður sjónvarps álykt- aði svo djarflega að helst mátti skilja að þessar fátækrabætur næmu 3 þúsund krónum á mán- uði. Þessi ölmusa getur hæst orðið 6 þúsund kr. yfir samningstímann eða 600 kr. á mánuði hjá ASÍ- félögum og aðeins minna hjá BSRB þarsem samningstíminn er 11 mánuðir. Ölmusan miðast við heildartekjur, þannig að hæpið er að þeir fái notið hennar sem blessunarlega lifa á yfirvinnu- þrælkun og vinnustriti. framfærsluvísitalan hækka um 6,1% án þess nokkrar bætur komi til greina. Tollalækkanir og fleiri lækkan- ir sem samþykktar hafa verið eru til þess að greiða niður fram- færsluvísitöluna, enda fara þær eftir því hve þungt einstakir liðir vega í vísitölunni. Rekstur einka- bíls mælir td. 15% af framfærslu- vísitölu, þótt augljóslega eyði þeir, sem lifa á lægstu launatöxt- um, ekki 15% af launum sínum í bifreið. Þeir liðir í opinberri þjónustu sem nú verða lækkaðir hafa allir hækkað gífurlega að undanförnu. Dagvistargjöld lækka td. um 5% en hækkuðu 1. jan. um 20%. Við erum búin að borga þessar hækk- anir í 2 mánuði; rafmagn, hita, síma, útvarp ofl. Þessar hækkanir koma aldrei tilmeð að mælast inní framfærsluvísitölu. Þann 1. maí, þegar hún verður næst reiknuð, mælir hún verðlag í lok apríl. Lækkun tekjuskatts felst í því að allar tölur Iækka frá því sem áætlað var. Tekjuskattur og út- svar verða sama hlutfall tekna og áætlað hafði verið. Lækkun fyrir- framgreiðslu skatta, sem nýbúið var að hækka, er samskonar leikur. Seðlabankastjóri segir vaxta- lækkun þýða hækkun raunvaxta og þegar hafa vextir af langtíma- lánum verið hækkaðir. Gefið var í skyn við undirritun samninga að búvöruverð myndi ekki hækka nú um mánaðamótin. Þann 1. mars var hinsvegar til- kynnt að flestar búvörur hækk- uðu um 5%, en greinilega þarf að losna við eitthvað af smjöri, það lækkar og þarmeð eyðast áhrif annarra búvöruhækkana í fram- færsluvísitölunni. Við borgum framfærsluvísitöl- una niður einsog við verðum látin greiða aðra reikninga ríkisstjórn- arinnar. Búvöruverðshækkunin 1. mars er aðeins forsmekkurinn. Við getum gengið að því vísu að verðhækkaanir munu ekki haldast innan 7% marka út árið, hvernig sem framfærsluvísitalan verður fiffuð. Þá stöndum við uppi berskjölduð án nokkurra uppsagnarmöguleika, án nokk- urrar tryggingar, háð duttlungum nefndar sem meta skal áhrif verð- lagsbreytinga „á efnahagslegum forsendum“ - það verða ekki for- sendur alþýðuheimilanna. í árslok verða lægstu taxtar enn undir 20 þús. kr. og stór hluti kvenna og verkakarla verður en fjær því en nú að vinna fyrir sér og sínum á dagvinnutöxtum. Þessvegna eigum við, félagar í ASÍ og BSRB, að hafna þessum samningum. 2. mars 1986 Birna Þórðardóttir, félagi í Samtökum kvenna á vinnu- markaði. Þriðjudagur 4. mars 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.