Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 2
FLOSI \iku skammtur af kýrkjöti og kvennarannsóknum Þaö er víst óhætt aö segja að ég sé alvarlega fjölmiðlasjúkur. Ég er satt að segja ekki í rónni fyrr en ég er búinn að fá öll dagblöðin og hlaupa yfir þau á einhvers konar gönuhlaupi, án þess í raun og veru að festa hugann við nokkuð af því sem í þeim stendur. En þó keyrir um þverbak þegar kemur að útvarpinu og sjónvarpinu. Þau apparöt geta drepið mig í slíkan dróma að það hálfa væri nóg. Þessu sálarástandi fylgir oft talsverður kvíði, því stundum finn ég mig knúinn til að hlusta bæði á útvarpið og horfa á sjónvarp- ið í einu og þá einmitt oft í sama mund og konan mín þarf að tjá sig við mig um vandamál líðandi stundar. Þetta ástand getur orðið gersamlega óbæri- legt. Stundum gerist það, síðasta kortérið fyrir kvöldfréttir (þetta er einmitt kortérið sem konan mín segir að sé eini tíminn sem hægt sé að ná sambandi við mig), já semsagt akkúrat þá teflir ríkisútvarpið fram einhverjum af hugsuðum þjóðarinnar, með svona einsog stutta hugvekju framað sjónvarpsfréttum. Sjaldnast tekst þó að tímasetja þessi spjöll þannig að fyrirlesarinn Ijúki máii sínu fyrir sjónvarpsfréttirnar, og þess vegna kemst aldrei nokkur lifandi manneskja nokkurn tíma að því hvað verið var að fara í úfvarpinu, einfaldlega vegna þess að allir eru farnir að horfa á sjónvarpsfréttirnar þegar út- varpsmaðurinn, eða konan, lýkur máli sínu klukkan eitthvað dálítið gengin í níu. Niðurstaða útvarpserindisins er bara töluð útí Ijósvakann og inní lokuð útvarpstæki. Það var einmitt svona ástand sem skapaðist á mínu heimili núna í vikunni, þegar einn af virtustu sérfræðingum þjóðarinnar í konum var að halda útvarpsfyrirlestur á þessum tvísýna tíma rétt fyrir áttafréttir sjónvarpsins og um kvennarannsóknir aldrei þessu vant. Ég fer alltaf í visst sálarástand þegar farið er að fjalla um kvennarannsóknir. Mér finnast nefnilega konur miklu fallegri og skemmtilegri en karlar og konur sem fást við það að rannsaka konur eru eiginlega, einsog sagt var í dentíð, „mínar ær og kýr“. Jæja, ég sit þarna semsagt fyrir framan við- tækið mitt og er að hlusta á Helgu Kress - þessa elsku - segja frá því hvernig breytingar hafi orðið frá einu ástandi til annars ástands frá elstu tímum til dagsins í dag og hvernig menn- ing kvenna hafi gersamlega verið kveðin niður með tilkomu ritlistarinnar á árunum 1000-1300 og aðeins hin munnlega hefð kvenna ein eftir. Og ég hugsa sem svo: - Það eru einmitt svona hlutir sem maður hugsar allt of sjaldan um. Og nú heldur kvennarannsóknarkonan áfram og segir að með því að setja upp tvo hringi sem skarast hafi vísindamanninum Eden Ardener tekist að sanna að konur séu „þögull hópur“. Og varla hefur hún sleppt orðinu þegar konan mín kemur inn og tekur svo til orða: -Ætlarðu ekki að fara að láta laga sírennslið í eldhúskrananum? Þessu svara ég ekki, fremur en öðru því sem ekki er svaravert en kann að bera á góma í fyrirmyndarsambúð okkar heiðurshjónanna. Nú fer hinsvegar að læðast að mér óþægi- legur uggur. Ég sé hvernig klukkan nálgast það að verða átta, hægt og hægt, svo ég kveiki á sjónvarpsskjánum. Ég finn það á mér ósköp vel, já alltof vel, að ég muni ekki ná því að heyra lokaorð kvenvísindakonunnar, þar sem sjón- varpsfréttirnar verði byrjaðar áður en hún kom- ist að niðurstöðu. Og ég hugsa rökrétt sem svo: - Nú eru góð ráð dýr. Svo ákveð ég, í snarheitum, að horfa bæði á sjónvarpsfréttirnar og hlusta á Helgu. Fréttirnar byrja á því að segja frá hinu gífur- lega magni af kýrkjöti sem komi úr sveitum landsins í verslanirnar hérna í höfuðstaðnum og sé þá orðið nautakjöt. Forstöðumaður Kjöt- bankans í Kópavogi, sjálfur kjötbankastjórinn, er spurður, hvort merkjanlegur munur sé á kjöti af tarfi, ungri kú og gamalli belju, og ekki gefst bankastjóranum færi á að leyfa mér að hlusta á svarið, því í sama mund segir Helga í útvarpinu að sjálfsvitund kvenna sé tvfskipt, þaér sjái sig að utan með augum ríkjandi karlahefðar, þar sem þær eru þolendur, og að innan þar sem þær leitast við að vera gerendur í lífi sínu og losna undan hefðbundnum hlutverkum og við- horfum karlasamfélagsins. í sjónvarpinu er hinsvegar verið að tíunda það hvernig kýrkjöt sé selt tvöhundruð krónum of dýrt pr. kíló undir því yfirskyni að þar sé naut á boðstólum. Nú kemur konan mín aftur inn og spyr mig um sírennslið og ég heyri að kvennarannsóknar- konan segir í útvarpinu að konur sem ekki sé hlustað á fái það sem kallað er á vísindamáli „doble woyced discourse", eða verði „tví- radda“, en í sjónvarpinu slær fréttakonan botn- inn í fréttina af kýrkjötinu með þessum orðum: - Það verður því ekki betur séð en að kýrin breytist á einhverju vinnslustigi í naut. Búkolla breytist í bola og kemur á veisluborð neytand- ans sem fyrsta flokks nautakjöt. Og í sama mund heyri ég að kvenna- rannsóknarkonan segir í útvarpinu að aðalper- sónurnar klofni stundum í tvennt. Þá stend ég upp og fer framí eldhús að gera við sírennslið í krananum fyrir konuna mína. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Iðnskóladagurinn er í dag, laugardag Iðnskólinn í Reykjavík, á Skólavörðuholti, verður opinn almenningi í dag, laugardag, frá kl. 10-16. Þar gefst tækifæri til að kynna sér nám í löggiltum iðngreinum, tölvutækni og tækniteiknun. Nem- endur verða að störfum í öllum verklegum grein- um og gestum gefst kostur á að ræða við ne- mendur og kennara. Atvinnufyrirtæki sækjast eftir tæknimenntuðu fólki, sem hefur haldgóða undirstöðumenntun. í Iðnskólanum í Reykjavík miðast námsmarkmið- in við að uppfylla þessar kröfur. Komið á Iðnskóladaginn í dag og kynnið ykkur skóla- starfið. Við munum leitast við að veita sem gleggstar upplýsingar. Kaffihlaðborð í matsal. Iðnskólinn í Reykjavík Æfingar á óperunni II Trovafore eftir Verdi eru nú á lokasprettinum hjá Islensku óperunni. Frumsýningin verður á föstudaginn kemur og á þessari mynd sem tekin var á æfingu nýlega má sjá söngvarana Kristin Sigmundsson í hlutverki Luna greifa og Viðar Gunnarsson í hlutverki Ferrando en þetta er fyrsta stóra .hlutverkið sem Viðar fær. Reyndi að segja sína skoðun Eyjólfur Konráð Jónsson heitir einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Það sem meira er: hann telur sjálf- an sig vera hugsjónamann, sem hefur uppi í erminni svör við nokkrum helstu vanda- málum íslensks þjóðfélags. I grein sem Eykon birti í Morg- unblaðinu í gær segir hann á þá leið, að hann hafi „æði oft reynt á þingi að segja skoðun sína á undirrót fátæktar, órétt- lætis og erfiðleika íslensks þjóðfélags". En þetta hefurað dómi þingmannsins tekist illa og er svo að sjá, að meira aö segja fyrir hann sé Þjóðviljinn betri vettvangur um fátækt en Morgunblaðið sjálft. Eykon segir: „Fæst af því (sem hann vildi segja um undirrót fátæktar á Islandi) hefur komist óbrengl- að til skila í svonefndum fjöl- miðlum þótt örlað hafi á við- leitni í Þjóðviljanum, útvarpinu og jafnvel Tímanum“.. ■ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.