Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 6
Helgi Skúlason í hlutverki Ríkharðs þriðja í uppfærslu Þjóðleikhússins sem nú er á fjölunum. Mynd: Jóhanna Ólafsdóttir. „Orðstír deyr aldrei“ Skjaldarmerki Ríkharðs var grimmur villigöltur. Þjóðleikhúsið sýnir nú í fyrsta sinn leikrit Shakespears um Ríkharð þriðja, Englandskon- ung. í frétt Þjóðviljans (8. mars) af leiknum erfarið nokkrumorðum um mannvonsku Ríkharðs en jafnframttekiðfram að hérsé „ekki upprifjun úrsögubókum um rauðar rósir og hvítar á Englafoldu, heldur (...) drama um synd pg yfirbót, um stjórnmálaspillinu og hrein- leika hjartans. (...) leikur um samtímamál og um tíma- lausan mannvanda." Það er auðvitað gott og blessað að reyna að setja klassísk verk þannig á svið að þau „höfði til nútímamanna" og gera sem minnst úr sögunni sem að baki býr. Kannski skiptir hún líka litlu máli þegar búið er að umorða hana í bókmennt. Lesendur Þjóðviljans gætu þó haft gaman af að heyra ögn um Ríkharð þriðja og þau dapurlegu örlög sem orðstír hans hlaut. Á nútímavísu má helst líkja því við að orð Pinochets hershöfðingja í Chile yrðu helsta heimild eftir- komanda okkar um félaga Al- lende og er hætt við að íslending- um sem þykir góður orðstír nokk- urs virði þætti slík sagnfræði held- ur vond. Vondar heimildir skáldsins Höfuðglæpur Ríkharðs þriðja á að hafa verið að láta drepa bróðursyni sína tvo til að tryggja sjálfan sig í sessi. Ein helsta hug- myndin um að Ríkharður hafi verið á bakvið það ódæði er ævi- saga hans sem er sögð vera skráð löngu eftir dauða hans af Tómasi More en er líklegast runnin undan rifjum Mortons kardinála sem var einn höfuðfjandmanna Ríkharðs og komst fyrst til valda - eftir nokkurt hlé - í tíð Hinriks Um Ríkharð þriðja, vamm- lausan hal sjöunda eftirmanns Ríkharðs. Þessi bók er sambland af áróðri og skáldskap og hefur ekkert með raunveruleikann að gera en varð illu heilli aðalheimild leikrit- askáldsins og þar með okkar sem síðar komum. Samkvæmt öðrum og áreiðanlegri heimildum er vandinn ekki sá hvort Ríkharður hafi látið drepa strákana heldur hvenær Hinrik sjöundi lét verða af því. Sú saga sem mótaði baksvið þessara atburða byrjar á önd- verðum valdaferli Játvarðs fjórða, stóra bróður Ríkharðs. Arið 1464 kvæntist hann Elísa- betu Woodville, ekkju og tveggja barna móður, í óþökk fjölskyldu sinnar og landsmanna sem litu svo á að drottningar skyldu vera óspjallaðar fyrir giftingu. Móðir þeirra bræðra, hertog- afrúin af Jórvík, lýsti því yfir að sonur sinn mætti ekki gera sig sekan um „tvíkvæni" (eða „bi- gamy“ sem þýðir bæði að eiga tvo maka og að giftast ekkjum/ ekklum). Tvíræðnin í þessari á- sökun kemur betur fram síðar. Elísabet Woodville notaði áhrif sín á drottningarstóli til að koma systkinum sínum og ætt- mennum í góðar stöður um leið og hún plottaði stöðugt gegn kon- ungsfjölskyldunni, einkum þriðja bróðurnum, Georg, her- toga af Clarence. Georg naut vin- sælda alþýðu manna og var rétt- borinn erfingi krúnunnar eftir bróður sinn Játvarð fjórða, a.m.k. þar til Játvarður eignaðist son og jafnvel eftir það því hjóna- Gísli Sigurðsson skrifar frá Dublin band þeirra Elfsabetar naut aldrei fullrar viðurkenningar. Leynileg trúlofun En hér kom meira til. Nokkr- um árum áður en þau giftust hafði Játvarður trúlofast annarri dömu (sem leik í pólitísku tafli í Rósastríðunum) en trúlofanir á þessurn tíma höfðu sama laga- gildi og giftingar. Þessi trúlofun komst aldrei í hámæli en Robert nokkur Stillington var opinbert vitni að henni og kóngamóðirin, hertogafrúin af Jórvík, vissi um hana. Vel má vera að Georg hafi heyrt um þetta hjá móður sinni en Stillington þagði þar til eftir lát Játvarðar. Ýfingar uxu með Elísabetu og Georg og urðu að lokum til þess að Játvarður lét taka hann af lífi þrátt fyrir tilraunir litla bróður, Ríkharðs, til að stilla til friðar. Það er hugsanlegt að Játvarður hafi verið hræddur um að bróðir hans opinberaði leyndarmálið um trúlofunina því strax eftir af- töku Georgs var Stillington hand- tekinn en sleppt fljótlega eftir heitstrengingar um þagmælsku. Þegar hér var komið hafði Rík- harður gefið út yfirlýsingar um að hann myndi hefna bróður síns á fjölskyldu mágkonu sinnar, Elís- abetar Woödville. Ríkharður mun ekkert hafa vitað um fyrri trúlofun Játvarðar. Ríkharður krýndur... Játvarður fjórði, Englands- konungur, lést 9. apríl 1483. í erfðaskrá sinni tilnefndi hann Ríkharð bróður sinn sem eftirlits- mann barna sinna og „Verndara“ nkisins þar til Játvarður fimmti sem þá var tólf ára yrði nógu gamall til að taka við taumunum. Woodville fjölskyldan átti hvergi að koma hér nærri og þótti eðli- lega miður. Ríkharður var í Jór- vík þegar hann frétti þetta, kall- aði strax saman fund aðalsmanna og lét þá sverja Játvarði fimmta hollustueiða áður en hann lagði af stað til Lundúna. Á með'an plottuðu Woodvillar, reyndu að koma stráknum undan og skipulögðu morð á Ríkharði. En Ríkharður komst að öllu sam- an, brást hart við, náði Játvarði unga, lét handtaka samsæris- mennina og drepa fyrir rest en Elísabet flúði undir verndarvæng kirkjunnar í Westminster. Hinn 4. maí reið Ríkharður inn í Lundúnir með Játvarð fimmta, bróðurson sinn, í broddi fylking- ar. Krýning Játvarðar átti að fara fram 22. maí og skipulagning hennar hófst þegar. En í Lundúnum kemst Rík- harður fyrst að leyndarmálinu um fyrri trúlofun bróður síns og hinn 8. júní lýsir Stillington henni opinberlega yfir. Þar með voru synir Játvarðar fjórða og Elísa- betar óskilgetnir og ótækir sem konungar. Ríkharður var sá eini sem kom til greina og var krýndur 25. júní sama sumar, við mikinn fögnuð allra nema Woodville- fjölskyldunnar. Játvarður fimmti og litli bróðir hans voru geymdir í Turninum til að forðast átök og tryggja öryggi sjálfra þeirra. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.