Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Dagvistunarmál Reykjavík að baki Kópavogi (tengslum við kjarasamninga ASf í október 1980 var gert sam- komulag við þáverandi ríkisstjórn um að þörf fyrir dagvistarþjón- ustu barna yrði fullnægt á næstu 10árum. Menntamálaráðherra skipaði nefnd árið 1981 til að gera 10 ára áætlun um uppbygg- ingu dagvistarheimila í landinu og skilaði hún af sér áætluninni árið 1982. Áætlunin er byggð á tveimur mismunandi forsendum fyrir þörf á dagvistarrými. Forsenda I gerir ráð fyrir 30 miljónum á ári úr rík- issjóði og forsenda II 50 miljón- um ári. Miðað við byggingarvísi- tölu 909 (jan. 1982) líta þessar tölur framreiknaðar þannig út að £ janúar 1986 næmi fyrri forsend- an 122,1 miljónum og sú síðari 203.5 miljónum. Hafa fjárveitingar á fjárlögum til byggingar dagvistarheimila tekið mið af þessari áætlun? Svar- ið er ótvírætt nei, því fjárlögin fyrir 1986 gera aðeins ráð fyrir 58.5 miljónum en sú upphæð nær ekki helmingi af þeirri upphæð sem forsenda I gerir ráð fyrir og rétt rúmum fjórðungi af því sem forsenda II gerir ráð fyrir. Ef áætlunin er skoðum m.t.t. hlutfalls barna sem þurfa vistun á aldrinum 3ja mánaða til 5 ára þá gerir forsenda I ráð fyrir því að 50% allra barna á þessum aldri þurfi vistun en forsenda II 64%. Stöðnun í dagvistunarmálum Það er Ijóst að það ber mikið í milli þegar áætlunin er skoðuð annars vegar og raunveruleikinn hins vegar. í>að má gera ráð fyrir að munurinn sé enn meiri séu forsendurnar endurskoðaðar, en þátttaka kvenna á vinnumarkað- inum hefur aukist nokkuð frá því að áætlunin var gerð og þörf á dagvistunarrýmum því líka. Það var gert ráð fyrir því að áætlunin yrði endurskoðuð á miðju áætl- unartímabilinu, en það hefur enn ekki verið gert. Miklu færri börn en þurfa komast að á dagvistunarstofnunum. Þessi mynd er e.t.v. táknræn fyrir ástandið. Sé Reykjavík skoðuð sérstak- lega hvað varðar dagvistunarmál kemur í ljós að fjöldi dagvistun- arplássa í Reykjavík hefur nánast staðið í stað á síðustu árum sé fjöldi plássa skoðaður sem hlut- fall af heildarfjölda barna í ár- göngunum 0-6 ára. Árið 1982 voru 33% barna í þessum ár- göngum í skipulagðri dagvistun, en árið 1985 voru það 34% barna. Þessi fjölgun átti sér eingöngu stað árið 1985 en fram að þeim tíma hafði fjöldi dagvistunar- plássa sem hlutfall af heildar- fjölda barna í árgöngunum staðið í stað, og meira að segja, fallið niður í 32.7%. Fjölgun dagvist- unarplássa á tímabilinu felst fyrst og fremst í fjölgun leikskóla- plássa en það er í samræmi við stefnu núverandi meirihluta í brogarstjórn jafnvel þótt þörfin á dagheimilisplássum virðist mun meiri en þörfin á leikskólapláss- Ef umrætt tímabil er borið saman við tímabilið 1978-82 kem- ur í ljós, að í stjórnartíð núver- andi meirihluta hefur átakið í dagvistunarmálum verið mun minna en í stjómartíð vinstri meirihlutans þó það átak hafi ekki verið fullnægjandi. Árið 1978 voru 28.2% barna á aldrin- um 0-6 ára í dagvistun en árið 1982 var þetta hlutfall orðið 33%. Framkvæmdir í byggingum dag- vistunarheimila, sem hlutfall af tekjum borgarsjóðs hafa aldrei verið meiri en árið 1980 en þá nam hlutfallið 2.01% en árið 1985 er þetta hlutfall 1.52%. Fjölgun plóssa í Reykjavík minni en í Kópavogi Það er athyglisvert að á meðan dagvistunarplássum í Reykjavík hefur alls fjölgað um 296 pláss, að meðtöldum skóladagheimilis- plássum, frá árinu 1982 fram til dagsins í dag þá hefur fjölgunin í Kópavogskaupstað verið mun meiri, eða 342 pláss, og þó er Kópavogur mun minna sveitarfé- lag. Inn í tölu Kópavogskaup- staðar er meðtalið dagheimili sem verður opnað í maí en fram að þeim tíma verður engum plássum bætt við í Reykjavík. Að sögn Heiðrúnar Sverrisdóttur hefur áætlunin sem gerð var 1982 staðist í Kópavogi fram að þessu, en nú hefur hún eilítið raskast að því leyti að leikskólaplássum hef- ur fjölgað meira en áætlað var og dagheimilisplássum minna. „Við þurfum að rétta þetta hlutfall aft- ur,“ sagði Heiðrún,“ því þörfin á dagheimilum er mjög brýn. Fjöldi barna sem búa eingöngu hjá öðru foreldra hefur aukist á síðustu árum og því hefur geta okkar til þess að vista börn ann- arra hópa minnkað.“ Þrátt fyrir röskun á áætlun í Kópavogi, þá er það ljóst að það sveitarfélag stendur mun betur að vigi en Reykjavík hvað varðar þjónustu við börn og foreldra þeirra. Þegar yfir 80% kvenna eru komnar út á vinnumarkaðinn í Reykjavík, en aðeins 34% barna eru í skipulagðri dagvistun og aðeins um þriðjungur þeirra á dagheimili þá er það ljóst að enn er mjög langt í land að þörf á dagvistunarrými sé fullnægt. Fjölgun leikskóla takmörkuð lausn Það er jafnfram ljóst að stefna meirihlutans í Reykjavík í dag- vistunarmálum sem virðist mið- ast við lágmarksaukningu í fjölg- un dagvistunarplássa og fjölgun þá á leikskólaplássum er lítil lausn á ríkjandi ástandi. Upp- bygging leikskólaplássa er að vísu ódýrari kostur og skýrir það e.t.v. þessa stefnu. Að lokum skal lögð áhersla á það að dagvistunarvandinn leysist ekki eftir að börn hafa náð 6 ára aldri, því fjöldi skóladag- heimilisplássa í Reykjavík er að- eins 228. Á meðan börnum er ekki boðið upp á samfelldan skóladag þurfa þau aðhlynningu hluta dagsins, en á meðan að- hlynningin kemur ekki frá skól- anum og skóladagheimilum eða útivinnandi foreldrum, hvaðan kemur hún þá? -K.Ól. LEIÐARI forgangshópur Börn eru Börn eru ekki forgangshópur hjá meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. I sjálfu sér væri hægt að benda á mörg dæmi því til stuðnings. En gleggst kemur þessi afstaða íhaldsins að líkindum í Ijós, þegar frammistaða flokksins í byggingu dagvistar- heimila í Reykjavík er metin. Fyrst er rétt að minna á, að framan af kjörtímabil- inu var sleifarlag meirihlutans gagnvart þessum málaflokki með fádæmum. Það var ekki fyrr en eftir mikinn og áberandi eftirrekstur stjórnarandstöð- unnar í borginni, sem meirihlutinn drattaðist loks til að taka til hendi. Tímasetningin og vinnslulagið var hins vegar með því móti að engum blandaðist hugur um, að það var ekki umhyggjan fyrir börnunum, sem þó þörfnuðust þessara heimila sárlega, sem var leiðarljós Sjálf- stæðisflokksins. Það var miklu fremur vitneskjan um kosningar, og vissan um nauðsyn þess að sletta yfir syndaregistrið á þessu sviði, áður en aftur væri far- inn bónarvegur að kjósendum. Vinstri meirihlutinn var á sínum tíma gagnrýndur fyrir að afreka ekki nóg á sviði dagvistarmála. Mörg- um gramdist að ekki var tekið betur til hendinni ein- mitt þá. En það er hins vegar fróðlegt að bera saman þróun þessara mála undir vinstri meirihlutanum, og núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Þegar vinstri meirihlutinn tók við voru 28,2 prósent barna á aldrinum 0 til 6 ára í dagvistun. En fjórum árum síðar var búið að þoka þessu hlutfalli upp í 33 prósent. Þannig var ástandið þegar hægri meirihlut- inn kom til starfa. Og það er til marks um umhyggju Sjálfstæðisflokksins fyrir þessum málaflokki, að árið 1985, eftir joriggja ára setu meirihlutans, þá var þetta hlutfall orðið 34 prósent. Framförin undirstjórn Sjálf- stæðisflokksins hefur því aðeins numið 1 - einu - prósenti. Jafnvel með góðum vilja væri erfitt að gefa þessu nokkuð annað en falleinkunn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því haft forgöngu um kyrrstöðu á þessu sviði í Reykjavík. Það er einfald- lega staðreynd, að sem hlutfall af heildarfjölda barna á aldrinum 0-6 ára hefur fjöldi dagvistunarplássa í Reykjavík nánast staðið í stað. „Það er svo bágt að standa í stað...“ Það má líka framkvæma annan samanburð. Kóp- avogur, sem er miklu minni en Reykjavík, mun hafa aukið fjölda dagheimilisplássa frá 1982 um 342 pláss þégar kemurtil kosninganna í vor. En hin stóra Reykjavík undir forystu hinna dugmiklu Sjálfstæðis- fulltrúa, - hve mikið bætist við af dagheimilispláss- um þar? - Ekki nema 296! Undir forystu Sjálfstæðis- flokksins hafa með öðrum orðum bæst við miklu færri dagheimilispláss en í nágrannabænum Kópa- vogi. Einnig í þessum samanburði tekur Sjáifstæðis- flokkurinn sæti fallkandídatsins. Það er líka vert að benda á, að sú uppbygging á innra starfi dagheimilanna sem vinstri meirihiutinn í Reykjavík hóf, hefur drabbast illa niður undir dyggri forystu Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað er láglaunast- efna Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn meginsökudól- gurinn. ör mannaskipti og skort á menntuðu starfs- fólki, sem auðvitað kemur illa niður á börnunum, má rekja til hennar. En Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík á líka sök. Hann hefur staðið fyrir því að veita ónógt fé til reksturs heimilanna. Þessvegna eru þau jafn illa búin og raun ber vitni í dag. Auðvitað hlýtur það að bitna á börnunum. Auðvitað hlýtur það að sýna enn frekar, að börn eru ekki forgangshópur að mati Sjálf- stæðisflokksins. Staðreyndin er einfaldlega sú, að í Reykjavík tekur Sjálfstæðisflokkurinn hagsmuni flokksvina og flokkspotara framyfir hagsmuni barnanna. Hann vill frekar bjarga vinum sínum í ísbirninum sáluga frá gjaldþroti en byggja dagheimili. Hann vill heldur gefa gróinni Sjálfstæðisfjölskyldu 60 miljónir fyrir Ölfus- vatnslandið sem þó á ekki að nota fyrr en á næstu öld, fremur en bæta tækjakost og aðstöðu dagvistar- heimilanna. Börnin virðast ekki skipta hann máli fyrr en þau fá atkvæðisrétt, því miður. Við teljum hins vegar að börn eigi að vera for- gangshóþur. Dagheimili eiga að hafa forgang. En þannig verður það ekki á meðan Sjálfstæðisflokkur- inn fer með völdin í Reykjavík. -ÖS 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNí Sunnudagur 6. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.