Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 17
Seyðisfjörður í kvöld- rökkrinu er kyrrð íbœnum Hér segir frá seyðfirsku mannlífi fyrir lOOárum Þannig leit Seyðisfjörður út í augum Carls Hansens um það leyti sem greinin var rituð. Þann 20. febrúar 1885 féll snjóflóð ó Seyðisfjarðar- kaupstað með þeim hörmu- legu afleiðingum að mörg hús eyðilögðust og milli 20 og 30 manns fórust. í lllustrer- et Tidende frö 3. mafl 885 er greint frö þessum atburði iafnframt því sem sagt er frö mannlífinu ö Seyðisfirði ai- mennt. Ýmsum kann að þykja fróðlegtað lesa þessa liðlega 100 óra gömlu fró- sögn og í þeirri trú að svo sé, þirtum við hana hér. „Síðustu fréttir frá Seyðisfirði segja frá stórslysi þar, að morgni hins 20. febrúar 1885, þegar hluti bæjarins eyðilagðist í snjóflóði. Fjöldi bygginga, sem voru undir fjallshlíðinni, gjöreyðilagðist og nokkur timburhús utar á strönd- inni bárust út á fjörðinn og vöknuðu íbúarnir upp við það, að sjórinn féll inn um gluggana. Alls munu 14 hús vera eyðilögð og 24 manns hafa farist. Seyðisfjörður skerst alllangt inn á austurströnd íslands. Hann er girtur háum fjöllum þar sem snjó tekur aldrei upp. Fjöllin eru í stöllum, eins og annarsstaðar á íslandi en eru óvenjulega há og minna mjög á fjöllin í norsku fjörðunum. Norskur fjörður Á síðustu árum er Seyðisfjörð- ur að mestu orðinn norskur fjörð- ur. Öll austurströndin er undir- lögð af hinum stóru síldarverkun- arstöðvum Norðmanna, sem eru að verða umfangsmeiri en upp- runalega kauptúnið á Tanganum. Byggðirnar tvær eru aðskildar af breiðri á, sem ófær er nema á hesti. Kauptúnið á Tanganum, sem heitir Fjarðaralda, er vinalegt, baðað í sól, með grænklædd fjöll að baki. Mest ber á gráum og rauðum timburhúsum og dreifðum bæjum, hróflað upp úr timbri og torfi. Gatan fylgir ströndinni, breið og malborin og er að mestu þakin saltfiski, sem breiddur er til sólþurrkunar. Það gefur sérstæðan ilm yfir bæinn og hæfir umhverfinu. Mest er um sólskinsveður á sumrin og því verður uppi fótur og fit að morgni þegar lágskýjað er og snjóað hef- ur í fjöll. í>á keppast allir við að taka saman fiskinn og stakka undir þak, til þess að regnið bleyti hann ekki aftur. Þess utan er rólegt við fjörð- inn. Menn eru ekki að jafnaði í kapphlaupi við tímann hér. Það er helst ef gufuskip er væntanlegt eða ef einhver skonnorta bæjar- ins, sem siglir til Englands, kem- ur eða fer og ávallt er kvödd og heilsað með 3 skotum úr litlu kanónunni póstmeistarans. Seyðisfjörður er þó mun nær umheiminum en flestir aðrir stað- ir á landinu, þar sem póstur berst aðeins 7-8 daga gamall með gufu- skipinu frá Stavanger. Hér eru stórar byggðir inni í landinu. í kaupstaðnum eru merkilegri hlutir. Þar eru götur veglegar, sem er nokkuð annað en hinir venjulegu hestatroðning- ar. Gatan liggur að vísu þvert um óbrúaðar árnar en það skiptir ekki máli, menn hugsa hvort eð er ekki um annan fararskjóta en hestinn. Bændur koma ríðandi, einn og einn, eða í hópum. Einn kemur með hestalest til þess að kaupa timbur. Nokkur borð fara í klif á hvern hest og eru flutt þann- ig 5 mílna veg til héraðs. Ánnar bóndi kemur með kú til hótelsins. Hann hefur spennt hest sinn fyrir kúna og komið henni þannig úr sporunum. í kaupstaðnum eru aðeins fáir hestar. Þeir eru í sveitinni við heyhirðinguna, annars væru þeir skokkandi á milli húsanna, ásamt hinum litlu, grimmu hundum. Síldin kom og fór Það er friðsamt og fagurt mannlíf áTanganum. Berist talið að skriðuföllum og slysförum á fögrum, kyrrum sumardegi er erfitt að trúa slíku. Hinn stóri heimur er víðs fjarri og áhuginn nær venjulega ekki útfyrir hina fjóra fjallaveggi. Því meira beinist áhuginn að djúpinu, í það minnsta aðal'áhuginn, af því að hann snýst um síldina. Hann tendrast hvert kvöld þegar síld- veiðibátarnir fara út, bæði hjá ís- lendingum og Norðmönnum og menn verða fyrir vonbrigðum hvern morgun þegar bátarnir snúa tómir til hafnar. En áhuginn lifir allan daginn meðal kaupmanna og norsku kapteinanna, þegar þeir koma til miðdegisverðar á hótelið. í nokk- ur sumur, fyrir nokkrum árum síðan, var svo mikil sfld í Seyðis- firði að henni mátti ausa upp með skjólu. Þá komu stóru, norsku út- höldin hvert af öðru, reistu pakk- hús og gufuskip fóru að ganga. Nú liggja þau þarna sumar eftir sumar og bíða en sfldin hefur ekki komið aftur og hin mikla veiði fyrri ára orðin að þjóðsögu, og varla trúað lengur, þegar aðeins veiðist til heimilisnotkunar. Þess vegna er oftast dauft við hádegis- verðinn þótt skonnortan, sem síðast kom, hafi flutt með sér nýja tegund af spiladós frá Eng- landi og nýjustu skemmtirit til ánægjuauka. Skáld og lœknir Við þennan óskáldlega bak- grunn stígur gamli Gísli frarn. Gamli Gísli er skáld Seyðisfjarð- ar. Hann hefur mest ort sálma og andleg vers. Gísli gamli er grannur, hvítskeggjaður og býr í litlum torfkofa úti á Tanganum. Hann lifir enn í gamla sögutíman- um og sagt er að í sláturvertíðinni á haustin fari hann í heimsókn á stórbýlin uppi í dalnum. Hann gengur í bæinn og rekur ættir manna svo langt sem hann veit og kveður drápur. Úr þannig ferð kemur hann heim með pokann fullan af kæfu. Gísli er einnig leikinn í læknis- listinni og er ómissandi þar sem sex mflur eru til næsta læknis. Uppáhalds lyf hans er hvannarót í brennivíni og er með ólíkindum hve marga hann læknar með þessu merkilega lyfi. Eitt sinn dugði lækniskunnátta Gísla þó ekki. Það var að vetri til þegar þrír fiskimenn strönduðu bát sínum við ysta tanga og lágu í vetrarkuldanum undir brotnum bátnum í 36 klukkustundir. Þeir voru fluttir heim, kalnir á fótum. Þegar læknir kom um síðir voru þeir allir aflimaðir neðan við hné. Síðastliðið sumar voru þeir enn með bát sinn og sáust hvert kvöld ganga til strandar á hnjánum og höfðu púða í skálmunum til hlífð- ar. Þeir bjuggu undir fjallinu, sem snjóflóðið féll úr, svo óvíst er hvernig þeim reiddi af. Þeir tóku af dugnaði þátt í þeirri keppni, sem hvert kvöld var háð á milli hinna norsku, færeysku og ís- lensku fiskibáta, þrátt fyrir sína hálfu fótlimi. í kvöldrökkrinu er kyrrð í bæn- um, fjörðurinn spegilsléttur undir dimmgrænum hömrum í forgrunninunt, ljósari utar þar sem fjöllin speglast með rauð- leitum litblæ, og þar liggja allir dökku bátarnir og bíða. Komi engin síld er það veðrinu að kenna. Annaðhvort er of bjart eða of dimmt, eða hvalurinn er ekki nógu duglegur að reka síld- ina að. En fyrst og síðast á ísland sökina, landið, þar sem hvorki síld eða menn vilja vera.“ Þannig skrifaði Carl Hansen í Illustreret Tidende þann 3. maí 1885. ev/mhg Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, laugardaginn 12. apríl 1986 og hefst kl. 13.30 Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og tillögur um breytingu á samþykktum vegna nýrra laga um viðskiptabanka og stofnun veðdeildar. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir í aðalbankanum, Bankastræti 7, dagana 9.-11. apríl, svo og á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands hf Sunnudagur 6. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.