Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 14
) '■.iLvuxstti -át mmp- 9 :* Æ 1 ' f WBk ■** M €S§, ,JÉf| Sigur viljans er þekktasta myndin sem gerö var á dögum Powers Boothe og Lea Thompson í Rauðri dögun - seinni Þriðja ríkisins. Menn finna mörg líkindi með henni og heimsstyrjöldinni snúið á hvolf. Rauðri dögun. Er Rocky fasisti? Undanfarin misseri hefursnjóað inn frá Bandaríkjunum kvikmynd- um í ósviknum kaldastríðsstíl. Eftir langt hlé er vondi rússinn afturorðinn helsti skúrkurinn í bandarískum kvikmyndum en um nokkurt skeið hafa kínverjar og austur-þjóðverjar haft þann sess. Núerenginn rússi góður nema hann sé annað hvort dauðureðaflúinn. Myndir á borð við Rambo, Rocky IV, Rauð dögun og Innrás í Bandaríkin (Invasion USA, hef- ur ekki verið sýnd hér ennj hata orðið bandarískum kvikmynda- gagnrýnendum að umhugsunar- efni. Einn þeirra, David Denby, notaði orðið „fasískar“ um þessar myndir í lesendadálki tímaritsins New York og uppskar mikil mót- mæli. Vöruðu menn hann við að rugla saman fasisma og and- kommúnisma og sökuðu hann um fáfræði. Denby svaraði með því að benda á ýmis líkindi með Rambo og Rauðri dögun annars vegar og hins vegar tilraunum Hitlers til að útskýra ósigur Þýskalands í fyrri heimsstyrjöldinni með kenning- um um svik sem einungis mætti sporna gegn með því áð „hreinsa" fólk í trúarlegum anda. Bendir hann á blóðdrykkju í Rauðri dögun og pyndingar sem Rambo má þola og eiga að leiða til endurfæðingar. „Það má alveg ímynda sér að hér séu á ferðinni fyrstu angamir af nýrri tegund fasisma — bandarískri útgáfu þar sem blandast saman ofsóknar- brjálæði, hernaðardýrkun og allt að því sjúkleg einstaklingshyg- gja. Geti lesendur bent mér á betra nafn á þessu fyrirbæri mun ég glaður nota það,“ sagði Denby í fyrra. Hann hefur enn ekki feng- ið neina ábendingu um annað nafn en fasismi. Bandarískir gagnrýnendur velta því fyrir sér hvort bandarískur fasismiséí uppsiglinguí Hollywood Veruleikaflótti í tímaritinu American Film fer gagnrýnandinn J. Hoberman nánar í saumana á þessum mynd- um, og reyndar fleirum, og ber þær saman við kannanir sem gerðar hafa verið á menningarpó- litík og menningarafurðum Þriðja ríkisins. Stærsti munurinn á Rambó og félögum og Þriðja ríkinu sem hann kemur auga á er kannski sá að nasistar gerðu ekki svo mikið af beinskeyttum áróðursmyndum. Sigur viljans eftir Leni Riefenstahl er þar undantekning. Þær myndir sem mest var fram- leitt af í Þriðja ríkinu, og reyndar einnig á Ítalíu á tíma Mussolinis og hjá Franco á Spáni, voru gam- anmyndir og rómantísk ævintýri sem höfðu þann tilgang að fá fólk til að gleyma veruleikanum sem það lifði í. Og þar finnur Hoberman sam- svörun í nútímanum. Hann nefn- ir til Stjörnustríðsmyndirnar sem auk þess að skemmta endurreistu glansmyndina af hernum, myndir Stephen Spielberg, td. Indiana Jones og musterið fordæmda, þar sem mikið beri á kynþáttahatri og kynferðislegu misrétti, og mynd- ina Foringi og fyrirmaður (An Officer and a Gentleman). Vitn- ar hann í Robin nokkurn Wood sem sagði um myndir af þessari gerð að þær væru „einmitt þannig skemmtun sem fasískt menning- arsamfélag myndi að öllum lík- indum framleiða og hafa gaman af“. Kynlífið útlœgt En Hoberman er samt þeirrar skoðunar að myndir á borð við Rambo og myndirnar með Chuck Norris, Týndur í orrustu I og II, hefðu fallið vel í kramið hjá Göbbels og félögum. í þeim er reynt að hefna fyrir þá niðurlæg- ingu sem bandaríkjamenn máttu þola í Víetnam og þar má líka finna annað atriði sem vestur- þýski rithöfundurinn Susan Son- tag benti á að einkenndi fasískar menningarafurðir: endurfæðingu líkamans og samfélagsins í gegn- um dýrkun á ómótstæðilegum leiðtoga. í þessum myndum og fleirum af sama toga er kynlífið ýmist gert útlægt eða sveigt undir aðrar og „æðri“ hvatir, svo sem hefnd eða föðurlandsást. í Rauðri dögun finnur Hoberman margt sam- eiginlegt með Sigri viljans. f báð- um er ástin sveigð undir föður- landsástina, trúmál hafa engu hlutverki að gegna og hatur á stjórnmálamönnum er tak- markalítið. Stríðið hreinsar En það sem Hoberman finnst einna athyglisverðast við þessar myndir, einkum Rauða dögun, er að þær minna að mörgu leyti á myndir úr seinni heimsstyrjöld- inni sem snúið hefur verið á hvolf. Nú eru bandaríkjamenn í hlutverki andspyrnumanna og Úr Rocky IV - Stallone glímir við Marx og Engels. rússarnir leika innrásarliðið. Ho- berman vitnar í leikstjóra Rauðrar dögunar, John Milius, og segir að samkvæmt hans kokk- abókum séu Bandaríkin, voldug- asta þjóð jarðar, farin að líkjast þróunarríki. Inn í þau sé ráðist og þau hernumin og eina andsvar þjóðarinnar að leggjast í skæru- hemað. Hoberman bendir á að þeir Sylvester Stallone og John Milius eigi það sameiginlegt að hvorug- ur þeirra barðist í Víetnam. Það geti verið ein skýringin á þeirri hemaðardýrkun sem birtist svo glöggt í myndum þeirra. Og sennilega sé það skýrasta dæmið um þann dulda fasisma sem í þeim býr að báðir virðast trúa á stríðið sem einhvern náttúmkraft sem fólk geti hreinsast í og öðlast nýtt líf. í myndum beggja sé deilt á siðferðilega upplausn og úr- kynjun sem ráði ríkjum í Banda- ríkjunum. Þar af fæðist þörfin fyrir skírslu og endurfæðingu þjóðarinnar. Engin fjöldahreyfing Lokaorð Hobermann eru þau að í þessum myndum sé höfðað til hefnigirni, hlýðni við yfirboðara og níhilisma áhorfenda. Enn skorti höfunda þeirra þó að geta fylkt að baki sér mikilli fjölda- hreyfingu og þess vegna sé vara- samt að kalla þá fasista. „En hvernig myndum við bregðast við ef japanir og þjóðverjar færu skyndilega að framleiða kvik- myndir sem sýna sigur þeirra í seinni heimsstyrjöldinni? Eða þá að sovétmenn gerðu tilfinninga- samar myndir um staðlað ofur- menni á borð við Rocky sem stekkur á flótta bandarísku her- liði sem hyggst leggja undir sig ástkært föðurlandið?“ Það sakar ekki að nefna það að Ronald Reagan forseti Banda- ríkjanna pantaði sérstaka sýn- ingu á Rambo í Hvíta húsinu og lauk miklu lofsorði á handbragð Stallone. —ÞH endursagði 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNi Sunnudagur 6. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.