Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 11
hafi honum verið ýtt Daginn eftir hin hörmulegu flóð. Brak af húsum í fjöruborðinu. Til hægri á myndinni sést rásin þarsem þungi flóðsins var mestur, enda fór flóðið ekki mikið uþþúr henni. Jafnframt þessu bréfi sendi ég sama dag, 24. febrúar 1984, Al- exander félagsmálaráðherra bréf, þarsem ég bendi einnig á að þessar breytingar haustið 1981 hafi getað valdið flóðinu. Manna á milli fyrir vestan hafði verið rætt um þetta, en ekki komið fram opinberlega. Þessar breytingar voru gerðar til að beina flóðunum í ákveðinn far- veg, en var að mínu mati mesta óráð og leiddi til þess að í stað þess að dreifast um stærra svæði, kom flóðið með ofurþunga á minna svæði. Ég hef þráspurt hver sé ábyrg- ur fyrir þessum framkvæmdum, - oddviti og varaoddviti hafa sagt mér, að þeir hafi ekki vitað um þessar framkvæmdir og sé hreppsnefndin ekki ábyrg fyrir þeim. Ráðgefandi verkfræðingur bæjarfélagsins hefur sagt mér að hann hafi alls ekki fyrirskipað þessar framkvæmdir og ekki vit- að um þær. Þeir hjá snjóflóða- vörnum kannast heldur ekki við þetta. Svona mál eru auðvitað viðkvæm og í litlu bæjarfélagi einsog á Patró eru menn venslað- ir og vinir, þannig að mikið þarf til að komi til málssókna vegna slíkra mála. En ég vildi gjarnan fá sannleikann í þessu máli fram. Lögfrœðingar - Ég leitaði til lögfræðings, sem vildi gjarnan taka að sér mál- ið, en hann þurfti bara að fá greiðslu. Þá átti ég enga peninga aflögu. Annar lögfræðingur tók málið að sér og ætlaði að leita gjafsóknar hjá dómsmálaráðu- neytinu. Lögfræðingurinn vann að þessu máli ágæta vel en þá komu veikindi til sögunnar, þannig að hann varð að vísa þessu erfiða máli frá sér. Og þá lenti ég á hinum þriðja lögfræðingi, sem gerði svo lítið í málinu, að ég missti þolinmæðina og er búinn að taka málið úr hans höndum. Ég er nú að leita einhvers sem vill taka þetta að sér. Flutt til Reykjavíkur - Samtímis því sem ég var í þessu málaþrasi, vorum við að Flóðið fór bókstaflega í gegnum bygginguna og neðri hæðin fylltist af vatni og krapi. Allt innbú ónýttist. Gaflinn á bílskúrnum sem var áfastur við húsið. Bílskúrinn var gjörónýtur og Bílar lágu einsog hráviði eftir flóðið. kjallari hans sömuleiðis. Hann var ekki endurbyggður. koma okkur fyrir, hér í Reykja- vík. Fyrst leigðum við íbúð í nokkra mánuði og svo festum við kaup á fjögurra herbergja íbúð í Reykjavík, í marsmánuði 1984. Bréfaskipti vegna lögsóknar af minni hálfu héldu áfram allan tímann. Ég fór fram á viðræður við hreppsnefndina um bætur, en fékk svar frá henni í fyrrahaust: „Hafnar sveitarstjórn viðræðum um hugsanlegar bætur, þar sem hún telur Patrekshrepp ekki bótaskyldan“. Lent í misgenginu - Einsog ég sagði áðan vildi ég bara komast á sama plan í efna- hag og áður en við fluttum vestur. Við keyptum fjögurra herbergja íbúð og gátum greitt máske 60% af útborgun hússins með andvirði einbýlishússins okkar á Patreks- firði. Hitt urðum við að taka að láni. Og hvílík lán! Þau hafa vax- ið og vaxið einsog ég veit ekki hvað. Ég get nefnt sem dæmi, að lán að upphæð 330 þúsund krón- ur sem ég tók verðtryggt til 6 ára er núna komið uppí 400 þúsund krónur, þó svo við höfum borgað af því 150 þúsund krónur. Miðað við marga aðra er ég á mjög góðum launum. Konan vinnur líka úti, - og maður þakk- ar fyrir að fá frí úr vinnunni á sunnudögum. En þessi vinnu- þrælkun hefur ekki dugað til. Við neyðumst til að selja íbúðina áður en hún lendir á nauðungar- uppboði. Og þannig stöndum við eftir þessa erfiðu reynslu; slypp og snauð, fátækari en þegar við fluttum vestur og byggðum ein- býlishús. Blessaður vertu, ég er ekkert á því að gefast upp. Þó maður hafi oft efast á þessum tíma að réttlæti væri tilí þessu landi, þá er ég engu að síður ákveðinn að sækja minn rétt. Ákveðnari nú en oft áður, enda hef ég engu að tapa lengur. En réttlætið kostar líka peninga - og fyrirhöfn, sagði Guðbrandur Haraldsson að lokum. -óg Sunnudagur 6. apríl 1986 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.