Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 15
Utvarp
Guðsorð áberandi
Dagskrá gamla gufuradíósins
um páskahelgina var að vanda
hlaðin guðsorði sem kannski
var óvenju áberandi í háværri
þögn hinna rásanna. Ekki lagði
sá sem þetta ritar það á sig að
hlusta á messur en sitthvað af
öðru guðsorði lak inn um
hlustimar.
Kannski var það vegna þess
hverjir stóðu fyrir guðsorðinu á
föstudaginn langa að ég lagði
við hlustimar. Það hefði þótt
saga til næsta bæjar fyrir svona
tíu ámm að burðarstoðir
kristindómsins á öldum
ljósvakans á föstudaginn langa
væm Vésteinn Lúðvíksson,
Vernharður Linnet og þeir Páll
Valsson og Guðmundur Andri
Thorsson sem báðir hafa verið
afleysingamenn hér á
Þjóðviljanum. Þettasýnirbetur
en margt annað hve mjög
viðhorf vinstrimanna til
trúarbragðanna hafa mýkst á
undanförnum ámm.
Vésteinn gerði að umtalsefni
þjáninguna í lífinu og lagði út
af orðum Krists og það sama
gerði biskup Islands reyndar í
sjónvarpi á páskadag. Mikill
var munurinn á þessum tveim
andans mönnum og dreg ég
enga dul á að ég hafði öllu meira
út úr þeim fyrrnefnda. Enda
hafði hann ekki þunga hefð
kirkjunnar og þúsund ára sögu
ábakinu.
Annar rithöfundur lagði sitt
til málanna á páskadag þegar
flutt var leikritið Til Damaskus
eftir August Strindberg. Hvað
sem um þann umdeilda
leikritahöfund má segja þá
verður ekki af honum skafið að
hann kunni þá kúnst að snerta
við fólki og flutningurinn,
leikurinn og tónlistin jók enn á
áhrifin. Þetta var langt leikrit,
tók hálfan þriðja tíma í
flutningi, en athyglin reikaði
aldrei. Útvarp eins og það gerist
best.
ÞRÖSTUR
HARALDSSON
En þótt Útvarp Reykjavík
gengi sinn vanagang alla
páskahelgina var greinilegt að
uppsagnir tæknimanna settu sitt
mark á dagskrána. Mikið var
um endurflutt efni og kom það í
stað nýsköpunar og beinna
útsendinga sem eiga stærstan
þátt í að gera útvarpið að lifandi
miðli sem tekur þátt í lífi
fólksins en er ekki eins og
gestur sem ekki er ljóst hvort
var yfirleitt boðið til veislunnar. _
Þröstur Haraldsson
Sjónvarp
Var Jesús negri?
Það er nú svo, að þegar maður
er búinn að skuldbinda sig til
þessaðsegjaálitsitt, þáviti
menn, er manni innst inni
hundsama um dagskrá
sjónvarpsins.
Miðvikudagskvöldið2. apríl
varð ekki undankomu auðið
lengur. Kvöldið áður missti ég
af skemmtiþætti „í tilefni
dagsins." Þessvegna þurfti
aðhald og skapfestu til þess að
nenna að setjast fyrir framan
sjónvarpstækið daginn eftir.
Maður átti í vændum afar
jafnleiðinlega dagskrá.
En viti menn, fréttatíminn veitti
mér svar semégheflengi þráð
að fá. Á löngum húsmóðurferli
hef ég öðruhvoru hringt í
kj ötborð verslana að spy rj a
hvort nautakjétið á pönnunni
væri ekki áreiðanlega af kú.
Samkvæmt fréttunum er búið
að ljúga oní mann „fóstru
mannkynsins" árum saman.
Það eru ekki eingöngu
Indverjar sem hafa þá reglu að
drepa ekki þessa blessaða
skepnuogéta. Úrþvímaðurer
kominn útí trúardeilur verð ég
að segja nokkur orð um mynd-
ina „Jesús frá Nasaret". Horfði
að vísu ekki á hana núna, en sá
hana tvenna páska í Englandi í
gamla daga. Óllum ber saman
um að Jesús hafi verið
afskaplega líkur sér í myndinni.
Ég veit ekki alveg um kristna
negra, en í sögu sem heitir
„Purpuraliturinn" reynir
kristna negrakonan að leiða
lfkum að því að kristur hafi
verið svartur albínói.
Vel að sér maður í
kvikmyndasögu sagði mér að
sólmyrkvinn hefði gleymst,
leikararnir litu upp og biðu.
Þetta þótti nokkuð leiðinlegt
mál á sínum tíma meðal
kvikmyndagerðarfólks.
Ég ætla að halda mig við
dagskrá annars apríl, það er
nauðsynlegt að fólk læri að sjá
bjartar hliðar og ljósa punkta.
Það voru tveir myndarlegir og
áheyrilegir drengir sem
stjórnuðu þætti um David
Bowie. Þarnavarkominönnur
mjög björt hlið. David Bowie er
glæsilegur listamaður. Um
hann verður aldrei sagt að hann
sé sveitalegur. Einsogþessar
tvær með svalbarðseyrarlúkkið
sem flugu hingað frá Noregi um
daginn að kveikja í okkur
Bergentilhlökkunina.
Þá var komið að erfiðustu þraut
kvöldsins. Svaðilför breskra og
franskra heljarmenna uppá
V atnaj ökul og þaðan ofan
Jökulsá á fjöllum og þaðan í
Rammagerðina að kaupa
hraunöskubakka. Jesús minn
hvað mér leiddust þessir menn.
Ég fann til með Dettifossi þegar
þeir nálguðust hann.
Náttúrlega misstu þeir
próvíantinn, sem tók átján
mánuði að pakka, niður
fossinn. En þeim var andsk...
nær að vera að flækjast þetta.
Ég vil alls ekki halla einu orði á
sjónvarpið svona í fyrsta skipti,
en mér finnst nóg að sjá
íslenskar svaðilfarir,
öðruhvoru. Evrópskur
hetjuskapur af þessu tagi er svo
hjáróma, þegar íslendingar
þurfa enn að berjast við jökuls-
árnar og byljina í fúlustu
alvöru. Síðasta dagskrárlið
kvöldsins, „Hótel“ hef ég aldrei
horft á og ætla ekki þó mér
1
1*» .
SIGRÍÐUR
HALLDÓRSD-./
verði borgað fyrir það! Ég hef -
ekkert á móti þættinum,
sjálfsagt ekkert verri en gerist
og gengur. Eina ástæðan fyrir
því að ég fylgist ekki með er sú
að ég er orðin langþreytt á að
hlusta á amerískt hversdagstal-
málísjónvarpinu. EfHótel
hefði verið sýnt með finnsku tali
eða japönsku þá hefði maður
getað dundað sér við að leggja
saman tvo og tvo án þess að
skilja aukatekið orð og fengið
meira útúr þáttunum. Einsog
ólæs böm á íslandi fá margt
skemmtilegt útúr ýmsu
bamaefni, t.d tékknesku.
Sigríður Halldórsdóttir
„Ég er á sama
báti og £ T.
Fyrirfimmárumvarsovéskur
kvikmyndagerðarmaður á rölti
um Hollywood í leit að vinnu.
Hann sýndi kvikmyndajöfrum
handrit sín og fyrri kvikmyndir
sem hann hafði gert í Sovétríkj-
unum. Þar hafði verið litið á hann
sem arftaka Sergei Eisensteins, í
Hollywood var hann hins vegar
aðeins spurður hvernig hann
hefði komist úr landi. Konchalov-
sky sótti veislur í Beverly Hills og
Malibu í von um samning við
kvikmyndafyrirtæki, en ekkert
gekk. Konchalovskyfannstsem
hann hefði komið frá annarri
plánetu. „f augum Bandaríkja-
manna er Rússland af öðrum
heimi. Ég er á sama báti og E.T.
Við erum báðir spurðir sömu
spurningarinnar, „Hvernig
komstu hingað?““
En með kynnum sínum af for-
ráðamönnum Cannon kvik-
myndafyrirtækisins fékk hann
loksins tækifærið. Þeir Menahem
Golan og Yoram Globus sem
hingað til hafa aðallega framleitt
myndir á borð við Auga fyrir
auga 3 (Death Wish III) og
Hefnd Ninja meistarans (Re-
venge of the Ninja) hafa undan-
farið verið að reyna að vinna sig í
álit í kvikmyndaheiminum.
Þannig varð það frægt þegar Gol-
an gerði samning við Jean Luc-
Godard á borðdúk veitingahúss í
Cannes um kvikmyndun Lés
konungs eftir Shakespeare. Þeir
kumpánar buðust til að fjár-
magna mynd sem Konchalovsky
gerði eftir rússneskri smásögu,
Elskhugar Maríu Mariaá Lovers.
Eina skilyrðið var að Nastasia
Kinski yrði í aðalhlutverki. Þessi
mynd hefur gengið ágætlega, í
Evrópu, í Bandaríkjunum hefur
Konchalovsky sannað verðleika
sína. Þá var nýlega frumsýnd
önnur mynd hans, Flóttalestin
(Runaway Train), með Jon Vo-
ight og Eric Roberts. Sú mynd
var tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Afinn vildi ekki
mála Stalín
Konchalovsky flúði ekki So-
vétríkin, hann fór af forvitni, að
eigin sögn. Hann var giftur
frönskum túlki í Moskvu þannig
að hann gat ferðast svo til að vild
um heiminn. Hann var alinn upp í
menningarlegu umhverfi. Áfi
hans var frægur impressionista-
málari í Rússlandi sem var gerður
útlægur í 25 ár vegna þess að hann
neitaði að mála andlitsmynd af
Stalín. Faðir hans var ljóðskáld
sem samdi texta við sovéska
þjóðsönginn. Konchalovsky
stundaði klassískan píanóleik í 15
ár en hætti námi þegar hann sá
fram á að bekkjarfélagi hans,
Vladimir Ashkenazy, yrði hon-
um ætíð fremri. Hann fór í kvik-
myndaskólann í Moskvu og gerði
fjölda mynda í Sovétríkjunum,
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Sovéskur
leikstjóri sem í
heimaiandi
sínuvarólitinn
arftaki
Eisensteins,
gerirþaðgoltí
Hollywood
m.a. Aðalshreiður sem byggð var
á samnefndri skáldsögu eftir
Turgenjef og fjögurra tíma ep-
íska kvikmynd, Siberiade, sem
segir sögu tveggja rússneskra
fjölskyldna á 60 ára tímabili.
Síðarnefnda myndin vann sér-
stök verðlaun á kvikmyndahatíð-
inni í Cannes, 1979. Leikarinn
Jon Voight sá myndina og varð
svo hrifinn að hann hjálpaði hon-
um að fá vegabréfsáritun til
Bandaríkjanna. Konchalovsky
tók með sér eintak af Siberiade
og sýndi fólki hana. Menahem
Golan var boðið að sjá hana en
þegar hann frétti að hún væri
fjögurra tíma löng sendi hann að-
stoðarmann sinn. Cannon lét
Konchalovsky hafa 9 milljónir
dollara til að gera Elskhuga Mar-
íu sem þykir lítið á bandarískan
mælikvarða. Hann átti að ljúka
við myndina á sjö vikum sem
einnig er lítið á bandarískan
mælikvarða. Hann hélt áætlun
með glans og Golan og Globus
eru ánægðir.
„Minnir mig á
Ríkharð 111“
Konchalovsky hefur nú, eins
og áður sagði lokið gerð annarrar
myndar á vegum Cannon, Flótta-
lestin heitir hún (Runaway Tra-
,in). Sú mynd er byggð á handriti
eftir Akira Kurosawa og segir
sögu tveggja strokufanga sem eru
á ferð í lest. Konchalovsky segir
hana vera hráa og blóðuga. „Hún
minnir mig á Ríkharð 111“, segir
hann.
Nú minnist hann þess brosandi
þegar hann gekk á milli stórlax-
anna í Hollywood og bauðst til að
búa til kvikmyndir. Konchalov-
sky spurði einn þeirra hvort hann
hefði séð einhverjar rússneskar
myndir? „Jú, jú“, var svarið, „ég
hef séð Doktor Zhivago og Niku-
lás og Aiexöndru." Konchalov-
sky segir að bandarískir kvik-
myndajöfrar vilji bara sjá endur-
tekningu á metsölumynd fyrra
árs.
En Cannon hafði trú á honum
og þeim hefur orðið að ósk sinni.
Og meðal þess sem Konchalov-
sky hefur nú áhuga á að gera er
mynd byggð á ævi tónskáldsins og
píanóleikarans Sergei Rachmani-
noff. Hann ætlar að reyna að fá
bandaríska og sovéska aðila til að
fjármagna myndina í samein-
•ngu- IH/Byggt á Newsweek
og American Film
Hitt og
Sá gamli garpur, Sean Connery,
er nú á leið til Kína þar sem hann
ætlar að fara að leika í vestra! Þar
ætlarítalski leikstjórinn Bernar-
do Bertolucci (Síðasti tangó í Par-
ís, 1900 og fleiri góðar myndir) að
hefja tökur á mynd sem nefnist
Síðasti keisarinn (The Last Em-
peror) Ekki er ljóst hvernig á að
gera vestra þar í landi en ekki ber
áöðru, samkvæmt áreiðanlegum
fregnum.
Annar aðalleikari er John
Lone en hann lék eftirminnilegan
kínverskan skúrk í mynd Michael
Cimino,Árdrekans, (TheYear
ofThe Dragon) sem sýnd var hér
fyrir stuttu í Bíóhöllinni.
★ ★ ★
Tony Curtis sem nýlega sló í gegn
í mynd Nicholas Roeg, Lítilvœgi
(Insignificance, hefurekki verið
sýnd í kvikmyndahúsum hér-
lendis en fæst á myndbanda-
leighm). Eftir frammistöðu hans
þar er hann nú orðinn eftirsóttur í
kvikmyndir á ný. Hann ætlar nú
að taka höndum saman við gömlu
brýnin Burt Lancaster og Kirk
Douglas í mynd sem við skulum
nefna Harðir naglar (Tough
Guys).
þetta
Dansfítlið John T ravolta hefur
fengið fiðring í fæturna á ný.
Hann ætlar nú að hefja vinnu við
aðra endurgerð Laugar-
dagsfársins (Saturday NightFe-
ver). Það ætti líklega ekki að
koma á óvart að myndin nefnist,
Langtfráþvílokið, (Farfrom
Over).
★ ★ ★
Líklegt má telja að Orson Welles
hafi síðast verið á hvíta tjaldinu í
myndinni, Ertþettaþú (Isit
You). Atriði úr þeirri mynd voru
sýnd á nýlegri minningarathöfn
um meistara Welles sem Félag
kvikmyndaleikstjóra í Banda-
ríkjunum stóð fyrir. Þar voru
einnig sýnd atriði úr tveimur síð-
ustu myndum Welles sem ekki
hafa enn verið teknar til sýninga.
Þær nefnast Allt erþað satt (Its all
true) og Draumaóramenn (Dre-
amers). Áhorfendur tóku andköf
þegar tilkynnt var fyrir sýninguna
að ef til vill yrði eitthvað gert með
þetta efni. Menn velta nú því nú
fyrir sér hvort margar þær myndir
sem Welles lauk aldrei við að
fullu, verði teknar til sýninga í
einhverjuformi.