Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 10
í janúar 1983 urðu gífurlegar
náttúruhamfarir á Patreks-
firði, þarsem fjórir létu lífið. 20
hús skemmdust og ýmsar
fasteignir aðrar fóru forgörð-
um í snjóflóðunum. Meðal
þeirra sem eiga um sárt að
binda eftir þessar hamfarir er
Guðbrandur Haraldsson
húsasmiður, sem segir Þjóð-
viljalesendum Ijóta sögu af
eftirmála þessara voðaat-
burða. Nógur er sá skaðinn
sem aldrei verður bættur, - en
ég hef ekki getað sætt mig við
að hafa ekki fengið eignatjón
og heimilismissi bættan, segir
Guðbrandur.
- Það vantaði ekki fögur fyrir-
hett fyrst eftir hamfarirnar hjá
ráðamönnum bæði í héraði og
hér syðra um að reynt yrði að
bæta okkureignaskaðann. En því
miður er staðreynd máls sú, að
eignatjónið hefur aldrei verið
bætt að fullu og ég hef ekki orðið
var við viðleitni hreppsfélagsins
eða stjórnvalda til að bæta þetta
tjón að fullu. Sannast sagna hefur
maður þurft að standa í ótrúlegu
stappi, - bara við að fá svör við
fyrirspurnum til þessara aðilja -
jafnvel láta synjanir þeirra á sér
standa.
Hreppsnefndin stjórnaði að-
gerðunum eftir hamfarirnar og
þegar frá fyrstu byrjun var Ijóst,
að hún hafði ekki samráð við
fólkið sem hafði orðið fyrir tjón-
inu og jafnvel orðið heimilislaust.
Allt var mjög á reiki af hálfu
sveitarfélagsins, - og engin leið
að sjá fyrir hvað það myndi taka
sér fyrir hendur í þessum málum.
Húsið okkar, sem var nýbyggt,
hafði skemmst mjög mikið og við
bjuggum hjá vinum fyrir vestan
fyrstu vikurnar. f*á var miklum
vafa undirorpið hvort húsin á því
svæði sem verst varð úti yrðu
byggð upp aftur. í viðtali við
Morgunblaðið í maímánuði er
haft eftir sveitarstjóranum að
ekki verði byggt þar sem snjó-
flóðin eyðilögðu hús.
Fljótlega kom í ljós, að við yrð-
um að fara inní húsið okkar aftur.
Ég byrjaði á því að hreinsa útúr
því og hefjast handa við viðgerð-
ir. í júnímánuði fluttum við inní
það aftur. Ég notaði tryggingaféð
til að fjármagna þessar viðgerðir,
svo langt sem það náði.
Vanmat og óvissa
- Skemmdir á húsunum voru
metnar af Viðlagatryggingu ís-
lands
innbúið var metið
Reykjavík, 24. febrúar
1984.
Félagsmal
laráðuncyúð,
Arnarhóli,
Reykjavik
-SSSSiÍiS
nær tra^B . einum stao vu mkomua
^^^varýttupP^^^r^HjöUum,
10 P7 ‘ ctærstu getð og
mmmmm
að
málum- hreopsnefnd Patrekshrepps.
verðUrSE Meðvinsemdogvirðingu
Aírit bréfs þessa
Guðbrandur Haraldsson
Þessi mynd er tekin um vorið 1983, - og sýnir hún ruðninginn sem Guðbrandur telur að hafi breytt stefnu og aukið hraða flóðsins, enda
niður síðan. Enginn kannast við að hafa borið ábyrgð á þessum framkvæmdum.
hreppnum og fulltrúum ríkis-
valdsins. Þarna strax er komin
upp mikil óánægja með bæturnar
og hvernig að þessu var staðið.
Enginn sem varð fyrir þeim
ósköpum vildi til að byrja með
flytja inní sín hús. Ég átti bara
engan annan kost en reyna þetta
- og braut ísinn með því að hefja
viðgerðir, - fleiri fylgdu í kjölfar-
ið og byggðu sín hús upp að nýju.
Fólk var búið að koma sér fyrir í
leiguhúsnæði hér og hvar um
þorpið og okkur óaði við fram-
haldinu. Það þýddi ekkert að
bíða eftir frumkvæði frá hrepp-
num í því máli.
Við vorum mjög óánægð með
tjónamatið á fasteignum og á inn-
búinu. Á þessum tíma var verð-
bólgan komin yfir 100% og féð
hafði þarafleiðandi rýrnað mjög
þegar það kom til útborgunar
hálfum öðrum mánuði síðar.
Viðlagatjónamatið á fast-
eigninni var langt undir raun-
virði. Ég vildi fá nákvæmar upp-
lýsingar um matið, en fékk ekki
annað en lista yfir það sem metið
var. Á listanum sá ég að vantaði
fjölmörg atriði og fæ það metið
og bætt um síðir. Það er ótrúlegt
að þurfa að standa í þvíumlíku
stappi við þessar aðstæður, að
þurfa að fylgjast með svona at-
riðum.
Þær bætur sem við fengum
tóku ekki tillit til aðstæðna. Við-
gerðirnar voru mun dýrari en til-
aðmynda í Reykjavík. Maður
labbar ekkert með innbú og hús-
gögn úr búðinni, - heldur þarf að
borga mikinn flutningskostnað.
Köld vatnsgusa
- Svo er það meðan á óvissu-
ástandinu stendur að í Morgun-
blaðinu birtist viðtal við
sveitarstjórann í maímánuði. Þar
segir að sveitarfélagið hafi notað
aukafjárveitingu úr jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga tl að „afmá
verksummerki“, - og þegar því
hafi verið lokið hafi menn tekið
að huga að því hvernig hægt væri
að komast til móts við þá sem
misstu heimili sín. Merkileg for-
gangsröð það.
I þessu viðtali segir enn fremur
að sveitarfélagið hafi ráðist í
byggingu 8 íbúða í verka-
mannabústöðum. Og það varð
svo til að ég fór af stað, að
sveitarstjórinn taldi að flestir
hefðu fengið „viðunandi úr-
lausn“. Þetta var allt einsog köld
vatnsgusa.
Þegar þetta var fram komið
hafði ég samband við annað fólk
og spurði hvort það teldi sig hafa
fengið „viðunandi úrlausn“, en
það er skemmst frá því að segja
að enginn taldi sig hafa fengið úr-
lausn sinna mála. Við ákváðum
að hittast og sendum félagsmála-
ráðherra Alexander Stefánssyni
bréf, talsmenn um 20 fjöl-
skyldna, - og óskuðum eftir því,
að ráðherrann sendi vestur full-
trúa sinn til viðræðna „vegna óá-
nægju með mat á húsum, lóðum,
innbúum og lausamunum“, eins-
og það var orðað í okkar bréfi.
Ég fór svo við annan mann á
fund Alexanders hér syðra og
hann lýsti skilningi sínum. Á hinn
bóginn fengum við aldrei svar við
okkar beiðni og enginn fulltrúi
ráðherra lét sjá sig.
Félagsmálaráðherra hefur
væntanlega látið sveitarstjórnina
vita, því skömmu síðar boðar
hreppsnefndin þá einstaklinga
sem urðu fyrir eignatjóni í náttúr-
uhamförunum til fundar við sig.
Það var fyrsti fundurinn sem þau
yfirvöld boðuðu til með okkur
um þetta mál, þann 29. septemb-
er.
Á þessum fundi bar það til tíð-
inda, að sveitarstjórnin lýsti eng-
um vilja til að bæta tjónið, - en
hreppsnefndarmenn buðust tii að
hjálpa til við útvegun lána. Við,
íbúarnir, lögðum fram undirrit-
aða beiðni um að eignir okkar
yrðu endurmetnar. Viðbrögðin
voru ekki önnur en loforð um að
málið yrði skoðað. Við höfðum
mikinn hug á að fá nákvæmar
tjónaskýrslur, en hreppsnefndin
lét okkur vita að tjónaskýrslurnar
væru í öllum tilfellum einkamál
milli matsmanna og viðkomandi
trygginga, - og þú skalt undir-
strika þetta.
áfalli einsog við er auðvitað mjög
viðkvæmt. Fjölskyldunni var
nánast óbærilegt að búa í húsinu.
Ég var auðvitað orðinn þreyttur á
þessu stappi öllu og í lok sept-
ember rita ég hreppsnefndinni
bréf, þarsem ég geri þá kröfu að
hreppurinn eða opinberir aðilar
kaupi húsið, þarsem það sé fjöl-
skyldunni óbærilegt að búa við
stöðugan ótta yfir vetrarmánuð-
ina og jafnvel þurfa að yfirgefa
það í hverri leysingu.
Ég gagnrýndi einnig þá ráð-
stöfun hreppsnefndar að byggja
íbúðir í verkamannabústöðunum
fyrir fólkið sem missti heimili sín.
Þetta var óráðsákvörðun að mínu
mati - fólk á rétt á því að geta
valið sér aðseturstað sjálft og svo
hitt, að með því að fjölga íbúðum
í bæjarfélaginu var verið að gera
húsin, sem höfðu skemmst enn
illseljanlegri en ella. Ég vildi bara
sleppa, flytja suður og vera efna-
lega staddur einsog þegar ég flutti
vestur. Við höfðum átt fjögurra
herbergja íbúð með bílskúr í
Reykjavík áður.
Þann 11. október boðar
hreppsnefndin til fundar með
okkur, þá með fjölskyldum, þ.e.
að ein fjölskylda var í viðræðum í
hvert sinn. Á þessum fundi ítreka
ég kröfu mína um að húsið verði
keypt. Það berst ekkert svar frá
sveitarfélaginu.
í árslok sel ég húsið fyrir um
það bil 70% af því sem ég hafði
lagt í það. Þegar salan er um garð
gengin í janúarmánuði 1984 fæ ég
sent bréf frá hreppsnefndinni
þarsem beiðni minni um kaup á
húsinu er hafnað en boðist til að
útvega kaupanda mínum hagstæð
lán.
fékk
Bréf sem félagsmálaráðuneytiö
sent, - eitt af fjölmörgum sem Guð-
brandur hefur sent opinberum aðiljum án þess að fá svar.
Að losna
við húsið
- Fólk sem hefur lent í slíku
Óskynsamlegar
breytingar?
- Þá sendi ég svarbréf til
hreppsnefndar, þarsem ég áskil
mér allan rétt á bótum vegna til-
kostnaðar og mismun á söluverði
og kostnaðarverði eignarinnar.
Enn fremur áskil ég mér rétt til
miskabóta og bóta vegna röskun-
ar á mínum högum vegna flóð-
anna. Vísa ég þar til breytinga
sem gerðar voru á gilinu að mestu
leyti haustið 1981, sem ég tel vera
eina aðal ástæðuna fyrir stærsta
flóðinu.
Viðtal við
Guðbrand
Haraldsson um
eftirmála
snjóflóðanna
á Patreksfirði
íjanúar 1983
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJiNN Sunnudagur 6. apríl 1986