Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 12
MINNING Björn Grímsson Fœddur 15. maí 1891 - Dáinn 26. mars 1986 Björn Grímsson var fæddur að Möðruvöllum í Héðinsfirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Ástu Gísladóttur frá Hrauni í Tungusveit og Grími Björnssyni bónda frá Stórholti í Fljótum ásamt eldri systkinum sínum, Sigurlaugu Soffíu og Grími. Björn missti móður sína þegar hann var þrettán ára gamall og föður sinn þegar hann var fimmtán ára. Eftir lát foreldra sinna fór Björn til föðursystur að Böggvisstöðum í Svarfaðardal, en vera hans þar varð ekki löng því stuttu síðar lést frænka hans. Þegar Björn Grímsson var að alast upp í Héðinsfirði þá var þar blómleg byggð á þeirrar tíðar mælikvarða, en nú er þessi byggð löngu komin í eyði. Fyrir nokkrum árum samdi Björn nákvæma landlýsingu Héðinsfjarðar, þar sem skrásett eru öll örnefni sveitarinnar og umhverfisins. Einnig skráði hann greinargóða lýsingu á öllum bæj- um, sem voru í byggð í uppvexti hans. í Héðinsfirði var gott land undir sauðfjárbú og góð silungs- veiði í Héðinsfjarðarvatni, sem hefur ós til sjávar. En þetta var einangruð byggð með erfið, veg- laus fjöll á tvo vegu, sem aðeins voru fær gangandi mönnum. Önnur leiðin lá til Siglufjarðar, en hin til Ólafsfjarðar. Héðins- fjörður er stuttur og opinn svo að í norðanátt brýtur úthafsaldan á ströndinni við botn fjarðarins. Sjóleiðin úr Héðinsfirði varð því ekki farin langtímum saman þeg- ar svo stóð á. Parna ólst Björn Grímsson upp sem drengur, þar sem erfiðleikar frá náttúrunnar hendi urðu til þess að móta þrautseigt fólk, sem aldrei gafst upp, en bauð erfið- leikunum birginn. Björn Gríms- son var einn úr þeim hópi. Hann þráði strax á unga aldri að fá að ganga í skóla til þess að afla sér menntunar. En efnin voru engin og leiðin því erfið. En drengur- inn, sem klifrað hafði einstigi í hinum bröttu fjöllum Héðins- fjarðar, hann var ekkert á því að gefast upp. Hann gekk íþá vinnu, sem hægt var að fá á sjó og landi og sparaði saman aura svo draumurinn mætti rætast. Svo þegar Björn er tvítugur, þá held- ur hann til Reykjavíkur og sest í Verslunarskólann, þetta var haustið 1911. Hann útskrifaðist svo úr Verslunarskólanum vorið 1913. Birni þótti alla ævi vænt um þennan skóla. Hann hafði opnað honum víðari sýn út í lífið og þar kynntist hann mönnum sem urðu vinir hans og hann dáði. Meðal þeirra voru tveir kennarar við skólann, þeir Þorsteinn Erlings- son og Jón Ólafsson. Eftir skólanámið stundaði Björn vinnu, sem til féil, en þetta voru erfið ár og atvinnumögu- leikar minni en nú eru á landi hér. Þann 29. sept. 1917 kvæntist Björn Vilborgu Soffíu Lillien- dahl, en þau unnu þá bæði á Ak- ureyri á vegum hins mikla at- hafnamanns Otto Tuliniusar, en þetta var á uppgangsárum hans. Ungu hjónin settust svo að á Ak- ureyri og eignuðust hús við Aðal- stræti 17, þar sem þau bjuggu lengst af síðan og ólu þar upp stóran barnahóp. Þau eignuðust átta börn, en misstu eitt. Hin sjö eru öll á lífi og hafa haslað sér völl á ýmsum sviðum okkar þjóðfé- lags við góðan orðstír. Þegar ég settist að á Akureyri árið 1926 þá bar fundum okkar Björns Grímssonarfljótlega sam- an og ég kynntist þeim hjónum og kom oft á heimili þerira. Þau voru bæði mjög gestrisin og þang- að var skemmtilegt að koma. Þetta voru frekar erfið ár atvinnulega séð, en áttu þó eftir að versna, þegar heimskreppan mikla gekk í garð árið 1930. Björn Grímsson var mjög fjöl- hæfur maður og sinnti hann á þessum árum margvíslegum störfum, eða öllu, sem til féll. Hann stundaði einnig kennslu heima hjá sér og tók að sér bók- hald fyrir menn. Eftir verslunarskólanámið stundaði Björn sjálfsnám um margra ára skeið og öðlaðist mikla menntun á mörgum svið- um gegnum það nám, m.a. var hann afburða reikningsmaður. Á þessum árum var Björn mjög virkur í verkalýðshreyfingunni á Akureyri og vann ýmis störf í hennar þágu. Hann var sósíalisti af sannfæringu og lagði mikið á sig fyrir þá hugsjón. A skólaárunum í Reykjavík komst hann fyrst í kynni við jafnaðarstefnuna. Einn af skólabræðrunum var Guð- mundur Jónsson ættaður ofan úr Borgarfirði, síðar lengi bókhalds- maður hjá Völundi. Hann hafði ungur heillast af hugsjóninni um bræðralag manna og kynnti fyrst- ur manna Birni Grímssyni þessa lífsskoðun. Á milli þessara manna myndaðist ævarandi vin- átta, sem aldrei bar skugga á. Þegar Björn var á ferðalagi í Reykjavík þá gisti hann jafnan hjá Guðmundi. Þegar þrengja tók að fólki á kreppuárunum þá vann Björn Grímsson ötullega að því að stofnað var á Akureyri Pöntunar- félag Verkalýðsins til að halda niðri vöruverði. Þetta félag gerði mikið gagn á þeim tíma, þegar mest þurfti á því að halda. Björn stjórnaði þessu félagi um mörg ár. Síðar var hann fenginn til að standa fyrir Pöntunarfélagi á Húsavík og vann við það í 5 ár, en þá var félaginu hætt. Þá fluttu þau hjónin aftur til Akureyrar og stofnaði Björn þá litla verslun sem hann rak í viðbyggingu, sem hann reisti við hús þeirra hjóna að Aðalstræti 17. Árið 1963 fluttu hjónin svo frá Akureyri hingað til Reykjavíkur og bjuggu fyrstu árin hjá Hörpu dóttur sinni og manni hennar, Ásbirni Magnússyni. Björn hafði þó ekki alveg lagt árar í bát þó vinnudagurinn væri orðinn langur, því fyrst eftir að hann flutti suður þá leysti hann af í sumarfríum við verslunarstörf. En árið 1970 fengu Björn og kona hans pláss á dvalarheimili aldr- aðra að Hrafnistu í Reykjavík og fluttu þangað. Þar lést Soffía þ. 13. sept. 1974. Missir Björns var mikill því hjónaband þeirra hafði alla tíð verið elskulegt og farsælt. Þegar ég skrifa þessi kveðjuorð þá sé ég í huganum fyrir mér Björn Grímsson eins og ég sá hann fyrst þegar við hittumst norður á Akureyri fyrir 60 árum. Hann var þá glaður og reifur, meðalmaður á hæð og samsvar- aði sér vel, frekar grannholda, frjálslegur í framgöngu, með lipr- ar og fjaðurmagnaðar hreyfing- ar, enda mikill íþróttamaður framan af ævi, stundaði og kenndi glímu, og til skamms tíma iðkaði hann sund og reglulegar líkamsæfingar. Björn var bjart- sýnismaður, sem trúði á mögu- leika lífsins og landsins, sem hafði fóstrað hann. Það var víðs fjarri hans hugsun að gefast upp þegar erfiðleikar birtust á sjónar- sviðinu. Erfiðleikar væru til að yfirstíga þá, það var kjörorð þeirrar kynslóðar sem Björn til- heyrði og lagði upp í lífsgönguna á morgni þessarar aldar. Hún var borin til að ryðja nýja vegi og byggja bjartari framtíð fyrir kom- andi kynslóðir í þessu landi. Nú hefur Björn Grímsson, einn úr hópi brautryðjendanna kvatt okkur samferðarmennina, sem stöndum eftir á ströndinni og óskum honum góðrar ferðar og fararheillar. Það er alltaf gott að ganga til hvíldar eftir langan vinnudag og rísa svo upp til nýrra starfa næsta dag. - Þannig hugsa ég mér þessa síðustu ferð vinar míns Björns Grímssonar. Hann var merkur maður og drengur góður, sem gott og lærdómsríkt var að kynnast. Hafi hann mikla þökk fyrir störf sín í þágu góðra málefna. Ég þakka honum sam- fylgdina. Jóhann J. E. Kúld langstærsta bifreiðastöð borgarinnar með flesta 7 farþega bíla Fljót og góð afgreiðsla. Stæði um allan bæ. KSRARIK Hk. ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Deildarstjóri tölvudeildar Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsókn- ar starf deildarstjóra tölvudeildar. í starfinu felst: - Stjórnun tölvudeildar. - Skipulagning og áætlanagerð varðandi dag- legan rekstur. - Stefnumörkun í tölvuvæðingu og notkun tölva. - Ráðgjöf fyrir notendur. Leitað er að manni með staðgóða þekkingu á tölvumálum og/eða menntun átölvusviði. Starfs- reynsla áskilin. Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður fjármálasviðs. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannadeild eigi síðar en 21. apríl nk. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 REYKJAVÍK pQri Húsnædísstofnun ríkrisins Tæknideild Laugavegi 77 R Simi 28500 Uiboó Framkvæmdanefnd um byggingu íbúða- og dval- arheimilis aldraðra Eskifirði, óskar eftir tilboðum í uppsteypu og gera fokhelt hús aldraðra Eskifirði. Húsið verður 315 m2, 3177 m3. Verkið skal unnið samkvæmt teikningum og út- boðsgögnum nr. Æ.06.01 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins og skal skila 15. nóv. 1986. Afhending útboðsgagna er hjá bæjarskrifstofu Eskifjarðar og hjá tæknideild Húsnæðisstofnun- ar ríkisins frá þriðjudeginum 8. apríl n.k. gegn kr. 5.000.00 skilatryggingu. Tilboðum skal skila á framangreinda staði eigi síðar en þriðjudaginn 29. apríl 1986 kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. f.h. framkvæmdanefndar Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.