Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 8
BÓKMENNTIR ég held stööugt framhjá dauðanum geflífinuundirfótinn... við náttúruauðlindir Birgir Svan Símonarson og Olafur Lárusson Líflínur Höfundar gáfu út Reykjavík 1985 Skáld og myndlistarmaður hafa tekið sig saman og búið til bók. Hverju ljóði fylgir mynd og tengslin á milli misjafnlega sterk að dómi fljótfærins lesanda, en oftar en ekki kemst hann að þeirri niðurstöðu, að ljóðum sé stuðningur í mynd. Hvort um öfugan feril getur verið að ræða skulu aðrir dæma um. Flest ljóðanna í bókinni er stutt, eins víst að þau séu af japanskri Iengd, og spretta gjarna ef einni mynd. Líflínur heita þau - já og því ekki það? Maðurinn og hans athæfi kallast á við fyrirbæri af öðru sviði og í þeim myndhverfingum verður margt til gott og skemmtilegt. Hjarta mannsins er fljúgandi diskur, sem ekki er hægt að sanna að sé til - um leið er sá diskur raunverulegri en diskurinn sem brotnaði í hádeginu. Það getur líka verið, að hjarta manneskjunnar sé frystihólf - eins þótt það sé fullt af tárum. Einu sinni er ljóðmælandi orðinn „óbrjótandi glas“- sem þýðir líka, að þegar hann brotnar eftir mikið hnjask þá brotnar hann í „þús- und mola“. Birgir Svan kann til verka og hann miss- ir ekki svo glatt marks. Stundum eru hug- takaheimarnir tveir, sem í líflínum skerast, ögrandi ólíkir: samfarir eru „helgistund“ og messa. Stundum eru þeir upp dregnir í óvæntum skyldleika - eins og þegar sambúð við líf og dauða hverfist í hjúskaparraunir: ég held stöðugt framhjá dauðanum gef lífmu undir fótinn það er saklaust stundargaman.... Það er einatt mikill leikur í þessum ljóð- um, eins og til dæmis í Auðlvndi, þar sem konunnar ljúfu leyndarmál eru dúnmjúkar svigbrautir, eru háhitasvæði sem „aðkallandi" er að gera eitthvað við því það er eitthvað svo yndislega bogið við sannar náttúruauðlindir. Önnur ljóð eru svo lengri og af annarri gerð. Eins og til dæmis „Svipur“ sem segir gamla sögu af ástarinnar banvænu raun- um, Maður og köttur, sem bætir nokkrum línum við skáldlega fjandvináttu þessara aðila tveggja, eða kvæði þar sem komið er að hinu óumflýjanlega viðfangsefni: Vandamál skáldskapar á vorum dögum: skáldið gengur um gólf ígrundar stöðu ljóðsins í lególandi þarsem hæstu filabeinsturnarnir eru komnir undir hamarinn.... Skondið reyndar að tengja saman þau hughrif, sem legókubbar og fílabein draga á eftir sér yfir þjóðfélagið og líf skáldskap- arins. Sum hinna lengri ljóða eru ein- hvernveginn agaminni og losaralegri en þau hin krappari. í „Maður í gulu“ er ekki látið við það sitja að líkja mannlífi við náttúruna - inn í dæmið koma askvaðandi bæði flísin úr auga bróðurins úr Móse- lögum og vindmyllurnar hans Don Kík- óta. Það má segja sem svo, að í lokakvæð- inu sem heitir Samtíðarmenn, séu tvær fullgildar myndir: annarsvegar eru and- litin í kringum okkar „glitrandi sápukúl- ur“ sem springa við snertingu - hinsvegar eru samferðamenn okkar lúin ferðataska á brautarpalli full af hálfkveðnum vísum. Og gætu hvor um sig staðið fyrir sínu. En ekki jafnvíst að þessar myndir tvær eigi erindi saman í stutt ljóð. Að lokum skal hér tilfært eitt dæmi um hið „japanska“ listfengi Birgis Svans: Ljóðið heitir „Góðan veðurdag“: fjöður úr hami guðs svífur til jarðar leggur járnbent hús í eyði. -ÁB Og krían í hólmanum er kommi Ingólfur Sveinsson Dægurmál Letur 1985 Eftir nær hálfrar aldar starf í lögregl- unni í Reykjavík birtir Ingólfur Sveinsson safn ljóða og kallar Dægurmál og er það bókarnafn vel viðeigandi. Því þessi „ljóðalögga" ef við leyfum okkur að taka svo til orða, reynist þegar að er gáð ein- hver gagnpólitískasti ljóðasmiður sem nú er uppi, og- textar hans eru mjög oft beinlínis innlegg í umræðu dagsins. Ing- ólfur skrifar um tölvuskrímslið, sem geymir óæskileg viðhorf og athafnir þegn- anna, um fjármálapóker ráðamanna, um félagsmálaskessu sem fer í prófkjör út á áhuga á kristindómsfræðslu í skólum og hundahaldi, um viðurstyggilegt auglýs- ingaflóð fyrir jólin og margt fleira. f bálki í bókinni sem ber nafnið „Á ferðalagi“, kemur Ingólfur við í New York og París, Stalíngrad og London - og það sem gests augað sér breytist umsvifalaust í pólitískar túlkanir á samtímanum. Lesandinn getur vel haft ánægju af þessum textum. Ekki bara af því að hann (í þessu dæmi hér) getur verið sammála höfundinum um margt sem hann segir um auðvald og firringu og fleira merkilegt. Heldur og líka vegna einlægni höfundar (sem kemur t.d. mjög skýrt fram í minn- ingarkvæði um Marianellu Garcia-Villas, sem barðist fyrir mannréttindum í E1 Sal- vador) og svo blátt áfram vegna þess, hve sjaldgæft það er, að lesa opinskáar pólit- ískar ádrepur í ljóðformi nú um stundir. Ingólfur Sveinsson er ekki staddur í tísku- sveiflu. Ekki svo að skilja: marga galla má finna á þessum ljóðabálkum. Þeir eru þá oftar en ekki tengdir því, að textarnir eru of mikið og rækilega skyldir pólitískri dæg- urgrein. Tökum dæmi af „Aron Road“ sem er um aronskuna, um þá hugmynd að Kanar leggi vegi hér um allt. Ljóðmæl- andinn mælir með tiltækinu og er ætlunin að hann afhjúpi í málflutningi sínum eymd aronskunnar. Ekkert kjaftæði um menningu segir hann, vilja menn hafna þægindum, sólarferðum og aukavinnu: Við cyjabúar höfum lifað of einhxfu lífi og erum ekki í takt við tímann. Hvað þykist þið vita sem eruð alin upp við fuglagarg í Eyjum, réttarjarm í Skagafirði og kommúnisma í Eyjafirði? Allt er það í lagi - nema hvað þetta fer of nálægt pólitískri dægurmálamælsku, sem fyrr segir. Það vantar í textana út- sjónarsemi, ísmeygilegri ærsli og út- úrsnúninga, galdur hins óvænta. Best tekst Ingólfi ádrepan þegar hann tengir boðskap sinn við forn minni eins og í Passíusálmi nr. 53. „Þér var nær“ er þar sagt við hinn krossfesta: / þögulli nóttinni sefur þú í þvermóðsku þinni Hver bað þig að standa upp á fundinum í gær og formæla þeim útvöldu? Hitt má svo vera, að framganga Ingólfs sem skálds sé öruggust þar sem hann er á hefðbundnum slóð.um eins og í lokakafl- anum sem nefnist „Úti í náttúrunni“ og er utan við „dægurmálin". Þar hittum við fyrir „hagyrðing á mölinni" ef svo mætti segja, þann sem stundar frjálst form en hefðbundið myndmál og tekur mið bæði af hefðbundinni náttúrulýsingu og svo því sem Steinn Steinar gerði og þeir karlar. Af þeirri kunnáttu spretta geðþekkir ný- rómantískir textar eins og þessi hér: / skugga fjallsins hjá vatninu sefur þögnin Hulduskip fellir segl undir glóð vesturhimins í djúpinu hvílir gullharpa. ÁB 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.