Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.04.1986, Blaðsíða 4
Flugrán 14 ár í útlegð á Kúbu Bandaríski blökkumaðurinn Michael Finley hefur búið íHavana frá því hann kom þangað sem flugrœningi ídesember 1971 Hérí Havana hefur Michael Finley búið í rúmlega 14 ár, lengst af á hóteli, en nú hefur hann fengið eigin íbúð og er farinn að sætta sig við lífið á Kúbu. í byrjun síöasta áratugar var tugum eða hundruðum flug- véla rænt í áætlunarflugi yfir Bandaríkjunum og snúiðtil Havana á Kúbu. Um miðjan áttunda áratuginn höfðu kúb- önsk yfirvöld fengið nóg af að taka við flugræningjum og gerðu samning við bandarísk yfirvöld um að senda þá heim sem freistuðu þess að lenda í Havana. Nú eru flestir flugræningjarnir farnir heim til Bandaríkjanna þar sem þeir hafa tekið út sinn dóm. Ekki þó allir. Enn eru fimm slíkir eftir í Havana. Einn þeirra er blökkumaðurinn Michael Finley. Róttœkur blökkumaður Finley er sonur lögreglumanns í San Francisco og hóf nám í Berkeley háskólanum rétt fyrir 1970. Hann gaf námið fljótlega upp á bátinn en uppgötvaði þá að atvinna var ekki á hverju strái, síst af öllu fyrir blökkumenn. Hann varð róttækur, gerðist liðs- maður Svörtu hlébarðanna og síðar félagi í enn róttækari sam- tökum blökkumanna, The Repu- blic of New Africa. Nokkrir fé- lagar hans lentu í skotbardaga við lögreglu í Jackson í Mississippi sumarið 1971, einn lögreglumað- ur lést og 11 blökkuinenn voru handteknir. Finley hugðist vera við réttar- höldin og ók af stað ásamt veimur félögum sínum, Charles Hill og Ralph Goodwin. Austan við bæ- inn Albuquerque voru þeir stöðvaðir af lögregluþjóni sem ætlaði að taka þá fasta. Peir skutu lögregluþjóninn til bana og forð- uðu sér inn í borgina. Þar földu þeir sig en smám saman þrengdist hringur lögreglunnar um þá og þeir urðu að grípa til örþrifaráða. Þeir töldu fullvíst að þeir yrðu ekki dregnir fyrir rétt heldur drepnir á staðnum ef þeir fynd- ust. Þeir brugðu á það ráð að flýj a dulbúnir út í eyðimörkina þar sem þeir létu fyrirberast fram í myrkur. Þegar rökkvaði fundu þeir símasjálfsala og hringdu í bifreiðaverkstæði og báðu um að sendur yrði bíll eftir þeim því farkostur þeirra hefði brætt úr sér. Til Havana Þegar kranabíllinn kom mið- uðu þeir byssu á bílstjórann og skipuðu honum að aka á næsta flugvöll. Við flugvallargirðing- una skipuðu þeir bílstjóranum að setja neyðarljósin á og aka upp að Boeing 707 þotu sem virtist vera að fara í loftið. Herbragðið gekk upp og þeir komust um borð. Skipuðu þeir flugstjóran- um að fljúga til Flórída þar sem farþegarnir fengu að fara frá borði. Síðan var flogið til Ha- vana. Finley segist enn muna hvernig honum var innanbrjósts við kom- una til Havana. Þá eygði hann í fyrsta sinn í margar vikur vonar- glætu um að hann slyppi lifandi úr þessu ævintýri. „En ég hafði ekki hugmynd um hvað byði mín á Kúbu, einfaldlega vegna þess að ég hafði aldrei leitt hugann að því.“ Hús flugrœningjanna Flugræningjarnir þrír bjuggust við að þurfa að dúsa í fangelsi í tvær vikur. Þess í stað voru þeir settir í notalegt stofufangelsi í sex vikur og yfirheyrðir í tvo tíma á hverjum degi. Að því loknu voru þeir fluttir inn í stóra villu sem fyrir byltingu hafði verið í eigu vellauðugs verktaka. Húsinu hafði verið breytt í heimili fyrir flugræningja og í því bjuggu 35 bandarískir flugræningjar. Margir flugræningjar fóru heim næstu árin til að taka út sinn dóm en aðrir komu í þeirra stað. Finley segir að flestir hafi þeir orðið 60 í húsinu og svo til allir blökkumenn. Eftir því sem árin liðu fór Finley að lítast æ verr á kollega sína sem bættust í hóp- inn. Æ færri höfðu framið flugrán af pólitískum ástæðum. „Nokkrir voru geðsjúklingar, aðrir venju- legir glæpamenn og nokkrir voru réttir og sléttir óþverrar,“ segir Finley. Kúbönsk yfirvöld komust greinilega að sömu niðurstöðu því þau tóku upp samningavið- ræður við bandarísk yfirvöld, hættu að taka við flugræningjum og föru að tæma hús flugræningj- anna. Og eins og áður sagði eru nú aðeins fimm eftir, þám. Finley og félagi hans Charles Hiil. Þriðji félaginn lést af slysförum árið 1973. 10 ór á hóteli Finley segist hafa notað mest af tíma sínum til að reyna að komast íburtufrá Kúbu. Hann hefurgælt við hugmyndir um að komast til Tanzaníu og Gíneu-Bissau og árið 1983 gerðu þeir Hill alvöru úr því að fara til Jamaíku. Kúb- önsk yfirvöld létu þá fá 300 doll- ara og settu þá um borð í flugvél til Kingston. Þar reyndu þeir að leika ferðamenn frá Mexíkó sem hefðu týnt skilríkjum sínum en yfirvöld sáu við þeim og höfðu samband við bandaríska sendi- ráðið. Þá fór um Finley. En bandarísk yfirvöld sögðust engan áhuga hafa á þeim félögum og kváðu best að senda þá aftur til Kúbu. Það vargert og síðan hefur Finley ekki gert fleiri tilraunir til að yfirgefa Kúbu. Fjölskylduböndin rofin Undanfarin 10 ár hefur Finley búið á hótelum en í janúar sl. fékk hann íbúð í gamla borgar- hlutanum í Havana. Þeir félagar hafa tekið próf sem túlkar og vonast til að festa sig í sessi sem slíkir. Finley segist loksins núna vera farinn að sætta sig við að búa á Kúbu. Hann er jákvæður í garð Kúbu en segir þó að hann verði var við kynþáttamun. Hann seg- ist sakna fjölskyldu sinnar, tón- Iistarinnar og lífsins meðal blökkumanna í Bandaríkjunum. Hann hefur átt mjög erfitt með að halda uppi samskiptum við fjölskyldu sína og aðeins einu sinni hefur móðir hans fengið vegabréfaáritun til stuttrar heim- sóknar. Hann var giftur í Banda- ríkjunum og átti eina dóttur. Árið 1975 urðu hjónin ásátt um að skilja og 6 árum síðar giftist hann kúbanskri konu. Það hjóna- band stóð aðeins í tvö ár. Bandaríska blaðamanninum sem ræddi við Finley fannst hann ekki óhamingjusamur. Hins veg- ar sagði Finley að ef hann ætti yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm eða minna ef hann snéri aftur heim. En hann getur reiknað með mun þyngri dóm svo þann möguleika hefur hann afskrifað. Ekki skipt um skoðun Þegar hann rifjar upp æskuár sín í Bandaríkjunum segist hann oft hafa hugsað um dauðann en það hafi aldrei hvarflað að sér að hann ætti eftir að búa annars staðar en í Bandaríkjunum, hvað þá að hann ætti ekki afturkvæmt þangað. Hann segist ekki hafa skipt um stjórnmálaskoðun. „Þá var ég ekki nógu vel að mér til að taka þátt í pólitík með jafn afger- andi hætti og ég gerði. Hefði ég haft meiri yfirsýn hefði ég fundið betri aðferðir til að tjá skoðanir mínar. Þá hefði ég komist hjá því að valda fjölskyldu minni svo mikilli armæðu og ekki skilið barnið mitt eftir föðurlaust. Til að berjast fyrir pólitískum mál- stað verður maður að vera skap- andi. Ég var allt of skammsýnn hér áður fyrr,“ segir hann. Samt heldur hann því fram að hann og aðrir félagar hans sem nú eru ýmist dauðir eða í fangelsum hafi komið ýmsu til leiðar. „Það flaut mikið blóð, en ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þannig varð það að vera,“ segir Michael Finley sem verður etv. einn dag- inn kúbanskur ríkisborgari en aldrei kúbani að eigin sögn. —ÞH endursagði úr Press 4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.