Þjóðviljinn - 16.04.1986, Page 9

Þjóðviljinn - 16.04.1986, Page 9
Leikfélagið Minnsta aðsókn í 10 ár Anna Ragnarsdóttir formaður Leikfélagsins: Góð sýning fékk lélega aðsókn „Þetta er minnsta aðsókn a leikriti hjá Leikfélaginu í þau tíu ár sem ég hef starfað með fé- laginu", sagði Anna Ragnarsdótt- ir formaður Lciklelags Húsavík- ur í samtali við Þjóðviljann. Sýn- ingum á „Endaspretti" Peter Ustinovs lauk um helgina. Alls seldust 400 miðar á þær tíu sýn- ingar sem voru á verkinu. í fyrra var aðsókn öllu betri en þá seldust 1200 miðar á leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar „Ástin sigrar". Þó var aðsókn þar ekki nema í meðallagi. „Þessi staða hefur aldrei komið upp hjá okkur áður. Við eigum enn eftir að fá styrk frá ríki og bæ og ég vonast til að þeir nái að slétta skuldirnar. Þrátt fyrir þetta er enginn bilbugur í okkur og við munum örugglega verða með verkefni á fjölunum T vetur," sagði Anna Ragnarsdóttir. Sýning Leikfélagsins hlaut mjög góða dóma og þeir sem verkið sáu voru sammála um að þar færi góð sýning. Ýmsar skýr- tngar hafa verið nefndar og beinist sökin helst að vídeóææð- inu sem gripið hefur um sig. Hér á Húsavík eru hvorki fleiri né færri en 6 vídeóleigur í þessu 2500 manna bæjarfélagi. í lokin má svo geta þess að þeir aðilar sem rekið hafa Húsavíkurbíó hafa gefist upp á rekstrinum og á þess- ari stundu er óvíst um framtíð kvikmyndasýninga á Húsavík. -ab. Úr sýningu leikfélagsins á Endaspretti. Húsavík Síðustu bæjarstjórnarkosningar Á Húsavík er níu manna bæj- arstjórn skipuð 2 fulltrúum af A-lista, 3 af B-lista, 2 af D-lista og 2 af G-lista. í síðustu bæjarstjórnarkosn- ingum hlaut A-listi Alþýðu- flokksins 240 atkvæði og bæjarfulltrúana Gunnar B. Sa- lómonsson og Herdísi Guð- mundsdóttur. B-listi Framsókn- arflokksins hlaut 432 atkvæði og bæjarfulltrúana Tryggva Finns- son, Aðalstein Jónasson og Si- gurð Kr. Sigurðsson, D-listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 274 at- kvæði og bæjarfulltrúana Katrínu Eymundsdóttur og Hörð Þór- hallsson. G-listi Alþýðubanda- lagsins og óháðra hlaut 342 at- kvæði og bæjarfulltrúana Krist- ján Ásgeirsson og Jóhönnu Aðal- steinsdóttur. í kosningunum 1978 hlaut A- listinn 202 atkvæði og 1 fulltrúa, B-listinn 320 atkvæði og 3 full- trúa, D-listinn 221 atkvæði og 2 fulltrúa en G-listinn 382 atkvæði og 3 fulltrúa. - óg. Miðvikudagur 16. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Hölum við sést áður? Mikið rétt, við afgreiðum þig í Samvinnubankanum á Húsavík. Þjónusta bankans er í takt við tímann og fjölbreyttari en flesta grunar. Líttu inn, við veitum þér allar upplýsingar með ánægju. Þjónusta í þína þágu SAMVINNUBANKI ISLANDS HF.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.