Þjóðviljinn - 01.05.1986, Page 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA
Imaí
1986
fimmtu-
dagur
97. tölublað 51. örgangur
DJÖÐVIUINN
MANNLIF
HEIMURINN
1. MAI
Skipafélögin
Olíulækkun skilar sér ekki
Farmgjöld lœkka ekki þráttfyrir verulega olíulœkkun og betri nýtingu kaupskipa við
gjaldþrot Hafskips. 200 milljón króna hagnaður hjá Eimskip vegna lœkkandi olíuverðs?
Þórður Sverrisson: Ofáœtlað. Erum að vinna upp tap undanfarinna ára.
Georg Ólafsson, verðlagsstjóri: Þarf að kanna farmgjöldin
Heimildamenn Þjóðviljans í
viðskiptaheiminum telja mjög
óeðlilegt að farmgjöld skipafélag-
anna hafi ekki lækkað það sem af
er þessu ári einkum sé tekið mið
af því að olía hefur lækkað um
meira en helming á árinu og eftir
gjaldþrot Hafskips hefur nýting
kaupskipanna orðið miklu betri.
Samkvæmt útreikningu sem
fagmaður hefur gert fyrir Þjóð-
viljann ætti olíuverðlækkunin að
skila Eimskipafélaginu rúmum
200 milljónum í hagnað á þessu
ári, miðað við verð á Rotterdam-
markaði 15. apríl 1986. Er þá
gengið út frá reikningum um olí-
unotkun skipafélagsins 1985. Þá
voru notuð um 36 þúsund tonn af
brennsluolíu og kostuðu þau um
330 milljónir króna. Samkvæmt
verðlagi 15. apríl sl. myndi þessi
olía kosta um 124 milljónir.
Þessar tölur voru bornar undir
Þórð Sverrisson hjá Eimskipafé-
laginu. Sagði hann að þetta verð
sem þarna væri miðað við væri
mun lægra en það sem Eimskip
hefur gefið fyrir olíuna, enda væri
bara hluti af henni keyptur í Rott-
erdam en töluvert magn væri
keypt annarsstaðar í heiminum.
Hann sagðist samt ekki geta
komið með nákvæmar tölur um
hversu mikil lækkunin væri.
Sagði hann að olíukostnaður væri
ekki nema um 10% af rekstrarút-
gjöldum Eimskipafélagsins, og
þó hún lækkaði verulega mikið
þá lækkuðu rekstrarútgjöldin
tæpast um meira en 2-3%.
Benti hann á að verulegt tap
hefði verið á skipafélögunum
undanfarin ár og væri Eimskip nú
nú mál að koma rekstrinum í
jafnvægi.
Georg Ólafsson, verðlags-
stjóri, telur fulla ástæðu að at-
huga farmgjöld skipafélaganna
vegna fjölda ábendinga um þau.
—Sáf
Sjá bls. 2
Ólöf Briem fyrir framan skrifstofur borgarstjórnar í Austurstræti: Við vonum að borgaryfirvöld muni taka við sér og greiða styrkinn. Mynd: Sig.
Kvennaathvarfið
Fjártiagsstaðan er slæm
Borgin neitar enn að greiða styrk sem samþykktur var við
gerð fjárhagsáœtlunar. Ólöf Briem Samtökum um
kvennaathvarf: Höfum ekkifengið svarfrá borginni.
Skjólstœðingum hefurfjölgað gífurlega
Kjarnorkuslysið
Meiri
skemmdir?
London — Sovétmenn sem nú
eru undir miklum alþjóðlegum
þrýstingi vegna kjarnorku-
siyssins í Tsjernóbíl neituðu í
gær að þúsundir hefðu látið
lífið í slysinu.
í tilkynningu frá Sovétstjórn-
inni sagði að aðeins tveir hefðu
látist og 197 manns hefðu þurft að
fara á spítala. Frá Svíþjóð bárust
hins vegar þær fréttir að myndir
sem teknar hefðu verið í banda-
rísku gervitungli virtust gefa til
kynna að tveir kjarnakljúfar
hefðu bráðnað í kjarnorkuver-
inu. Sovéska sjónvarpið sýndi
hins vegar ljósmynd í fréttatíma
sínum í gær sem sýndi að efsti
hluti byggingar utan um kjarn-
akljúf hefði eyðilagst. Fréttir um
stórfellt tjón væru því ýktar.
Sjá bls. 9. IH/Reuter
1. maíblað
Að venju fylgir sérstakt 1. maí
blað Þjóðviljanum í dag, baráttu-
degi launafólksins. Það er að
þessu sinni að mestu leyti helgað
baráttu kvenna.
Sjá einnig leiðara bls. 4
Bandaríkin
KrókódíU í
öskutunnu
Ibúum San Fransiskó borgar í
Bandaríkjunum býðst nú að
leggja krókódíla sína, banvæna
snáka og önnur „skemmtileg“
húsdýr, inn hjá borgaryfirvöld-
um ef þeir skyldu vera orðnir
leiðir á þeim.
Astæðan er sú að sorphreins-
unarmenn í borginni hafa lent í
hálfgerðum hremningum við
vinnu sína. Fólk í borginni á það
til að henda „gæludýrum" sínum í
ruslafötuna. Einn maður sagðist
hafa hent ástralskri tígurslöngu,
eiturkóbraslöngu og ýmsum
snákum í ruslatunnuna eftir að
hafa fryst þær. Hann var hins veg-
ar enn með nokkra fimm metra
langa krókódfla og sex metra
langa Bóa slöngu. Og ætlar ekki
að henda þeim strax í ruslið.
- IH/Reuter
Við gerum okkur auðvitað von-
ir um að borgaryfirvöld taki
við sér og greiði þennan styrk út
innan tíðar. Nú eru liðnar um 3
vikur síðan við fórum fram á að
styrkurinn yrði greiddur, en við
höfum ekki fengið svar við þeirri
beiðni. Það er hins vegar mjög
brýnt að við fáum þennan styrk
núna og okkur liggur á, sagði Ólöf
Briem í fjármálahóp Samtaka um
kvennaathvarf í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Borgarstjórn samþykkti við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar að
veita kvennaathvarfinu 625 þús-
und króna styrk á þessu ári, en
hann hefur enn ekki verið
greiddur, þrátt fýrir að farið hafi
verið fram á það við borgaryfir-
völd. Á fundi borgarráðs í vik-
unni lagði Sigurjón Pétursson
borgarfulltrúi Abl. til að styrkur-
inn yrði greiddur, en þá var mál-
-inu frestað.
Ólöf sagði í gær að fjárhags-
staða athvarfsins væri mjög slæm,
enda hafi skjólstæðingum þess
fjölgað verulega. „í fyrra voru að
meðaltali 8 konur og börn í at-
hvarfinu á dag, en síðan um ára-
mót hafa þetta verið 15-20. Núna
eru til að mynda 19 konur og börn
í athvarfinu,“ sagði Ólöf í gær.
-gg-