Þjóðviljinn - 27.05.1986, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 27.05.1986, Qupperneq 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA AKRANES BORGARNES VOPNAFJÖRÐUR ESKIFJÖRÐUR FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR Auður stóll Sjálfstæðisflokksins vakti mikla athygli og Össur Skarphéðinsson, sem hélt þrumandi barátturæðu á fundinum, notfærði sér fjarveru flokksins óspart í gagnrýninni. Mynd -E.ÓIason Ölfusvatnslandið 65,3% á móti kaupunum Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunarfyrir Þjóðviljann ieiðir í Ijós: 65,3% þeirrasemtaka afstöðu eru mótfallnir kaupum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á jörðinni Ölfusvatnslandi. Einungis34,7% hlynntur kaupunum. Innan við þriðjungur blendinn eða óviss í afstöðu sinni Iskoðanakönnun Féjagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands, sem framkvæmd var fyrir Þjóðviljann nú um helgina reyndist yfirgnæf- andi meirihluta kjósenda í Reykjavík vera andvígir kaupum borgarinnar á jörðinni Ölfus- vatn, - eða 65,3%, en einungis 34,7% voru hlynnt eða fremur hlynnt þessum kaupum. Könnunin var framkvæmd þann 23. til 25. maí og var leitað til 800 manna á aldrinum 18 til 80 ára. Upplýsinga var aflað um ým- iss atriði sem varða borgarstjórn- arkosningarnar og var spurt fyrir Þjóðviljann, Morgunblaðið og fleiri aðilja. Nettó-svörun var 615 manns eða 83% Spurt var: „í fyrra keypti Reykjavíkurborg jörðina Ölfus- vatnsland vegna Hitaveitu Reykjavíkur fyrir 60 miljónir króna. Ertu hlynnt(ur) eða mótfallin(n) þessum kaupum?“. Niðurstaðan varð eftirfarandi: Sjálfstœðisflokkurinn Féll á prófi Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík hefur fallið á prófi lýðræð- isins, sögðu flestir frummælenda listanna, sem bjóða fram til borg- arstjórnar á fundi DV í gær, þar- sem auður stóll Sjálfstæðisflokks- ins stakk í augu. -Karlar stjórna ekki í þágu kvenna, - reynsla og menning kvenna verður að ráða för í stefnumótun þjóðfélagsins, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, sem talaði fyrir hönd V-list- ans. Össur Skarphéðinsson, frá G-listanum líkti upphafi fundar- ins við jarðarför, þarsem líkið vantaði, -en bað Bryndísi afsök- unar á að hafa fengið að láni jarð- arfararsögu. Sigrún Magnúsdótt- ir B-listanum kvað flokk sinn stefna á miðbæ í Mjóddinni og að hann hefði ávallt hafnað öfgum til hægri og vinstri. Bryndís Schram af A-lista kvað flokk sinn vilja komast í oddaaðstöðu í borgarstjórn, en Áshildur Jóns- dóttir af M-lista kvað Reykvík- inga ekkert hafa að gera með stjórnendur sem sæktu fyrir- myndir sínar austan járntjalds. Frambjóðendurnir gerðu ítarlega grein fýrir stefnu lista sinna. Sæmileg mæting var á fundi DV, sem fékk klapp fyrir að hafa haldið fast við lýðræðislegan fund í Háskólabíói og fjölmargar fyrir- spurnir bárust. -óg Fjöldi Hlutföll Þeir sem taka afstöðu Mjög hlynnt(ir) 57 9,3 13,3 Fremur hlynnt(ir) 92 15,0 21,4 Fremur mótfallin(n) 105 17,1 24,4 Mjög mótfallin(n) 176 28,6 40,9 Neita að svara 7 1,1 Blendnir, óvissír 178 28,9 Samtals 615 100% 100% I Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins er fjallað um skrif Þjóð- viljans um Ölfusvatnsmálið og sagt: „Má telja fullvíst að fáir kjósendur hefðu hagt hugmynd um kaup þessa orkusvæðis, ef Þjóðviljinn og Alþýðubandalagið hefðu ekki tekið málið upp á sína arma.“ Þjóðviljinn hafi skrifað svo oft og mikið um Ölfusvatn og Nesjavelli, „frambjóðendur Al- þýðubandalagsins hafa verið með málið í tíma og ótíma. Síðan hafa frambjóðendur Alþýðuflokks og Framsóknarflokks farið að kyrja svipaðan söng...“ Morgunblaðið segir að með grein borgarstjóra sl. föstudag hafi málflutningur andstæðinganna hrunið og allir „skynsamir menn“ hafi komist að þeirri niðurstöðu að kaupin hafi verið nauðsynleg. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar- innar, sem framkvæmd var á föstudag, laugardag og sunnu- dag, er meirihluti kjósenda í Reykjavík ekki skynsamur, - að mati Morgunblaðsins. Mun stærri hópur kvenna en karla er mótfallinn þessum kaupum og einungis 15,3% kvenna eru kaupunum hlynnt en 33,7% karla. Einungis 14,6% í yngsta kjósendahópnum eru hlynntir kaupunum. -óg Sjá bls. 4 Afríkuhlaupið Framar öllum vonum Guðmundur Einarsson: Útlitfyrir að 5 miljónir hafi safnast hér á landi. 15-20 þúsund manns hlupu á landinu Við höfum ekki nákvæmar tölur um fjölda þátttakenda, en gerum ráð fyrir að 15-20 þús- und manns hafi hlaupið á sunnu- daginn, sagði Guðmundur Ein- arsson framkvæmdastjóri Hjálp- arstofnunar kirkjunnar þegar Þjóðviljinn leitaði hjá honum upplýsinga um Afríkuhlaupið á sunnudaginn. „Markmið okkar var að safna um 3 miljónum króna, en það er útlit fyrir að alls komi inn 5 milj- ónir og það er auðvitað framar öllum vonum. Annars var ekki þarna um að ræða söfnun fyrst og fremst, þetta snerist um að sýna samstöðu. Við vildum sýna stjórnmálamönnum hér og ann- ars staðar vilja almennings í þess- um efnum," sagði Guðmundur. Söfnunarféð rennur til reksturs barnaheimilis sem hjálparstofn- unin mun byggja og reka í Eþíóp- íu. Talið er að um 20 miljónir manna hafi tekið þátt í Afríku- hlaupinu unr allan heim og að einn og hálfur miljarður manna hafi fylgst með í sjónvarpi. Menn gera sér vonir um að 150 miljónir dollara hafi safnast. -gg Sjá bls. 7 Talið er að 20 þúsund fslendingar hafi hlaupið í Afríkuhlaupinu. Mynd E.ÓI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.