Þjóðviljinn - 27.05.1986, Side 4

Þjóðviljinn - 27.05.1986, Side 4
LEJÐARI Félagshyggja eða frjálshyggja í sjónvarpskynningu framboöslistanna í Kóp- avogi var einkar fróðlegt aö fylgjast með því regindjúpi sem er á milli félagshyggjusjónar- miöa annars vegar og frjálshyggju Sjálfstæöis- flokksins hins vegar. í Kópavogi hefur verið meirihluti Alþýöubandalags, Framsóknarflokks og Alþýðuflokksins. Skeleggur málflutningur Heimis Pálssonar í þættinum varpaöi skýru Ijósi á þær andstæður sem eru í bæjarfélaginu. í Kópavogi hefur Sjálfstæðisflokkurinn grímu- laust mundað brand frjálshyggjunnar við af- greiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins. Flokkurinn hefur þar lagt til stórfelldan niðurskurð á útgjöld- um til félagsmála, til unglingastarfs, málefna aldraðra, - hann hefur meiraðsegja lagt til að dagvistarheimilum yrði fækkað. Þess utan hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi lagt til að fetað yrði í fótspor Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og þjónustugjöld hækkuð. í staðinn fyrir þennan niðurskurð og auknar álögur á Kóp- avogsbúa býður Sjálfstæðisflokkurinn bæjar- búum uppá meira malbik. Félagshyggjuflokkarnir benda hins vegar á nauðsyn þess að áfram sé haldið á braut fé- lagslegrar samábyrgðar, sem þegar er til fyrir- myndar í Kópavogi, - og þeir lýsa því allir yfir að þeir muni vilja starfa áfram saman, fái þeir traust kjósenda þar til. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Kópavogi fara þannig ekki í launkofa með stefnu sína en til saman- burðar má geta þess að enginn flokkur í Reykja- vík nema Alþýðubandalagið hefur lýst því yfir að hann muni ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn. Æ fleiri gera sér nú grein fyrir því að Alþýðubandalagið er ótvírætt meginand- stæðingur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. En í höfuðborginni einsog í Kópavogi takast á tvenns konar meginöfl; félagshyggja og frjáls- hyggja. Þjóðviljinn skorar á kjósendur að efla viðspyrnu gegn markaðskreddum frjálshyggj- unnar. í Kópavogi, Reykjavík og um land allt. Ölfusvatnið - í óþökk fólksins í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins kvartar Sjálfstæðisflokkurinn undan skrifum Þjóðviljans um kaup Davíðs borgarstjóra á Ölfusvatns- landi. Morgunblaðið segir að telja megi fullvíst að fáir kjósendur hefðu haft hugmynd um kaup þessa svæðis ef Þjóðviljinn og Alþýðubanda- lagið hefðu ekki tekið málið upp. I skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar nú um helgina, sem framkvæmd var fyrir Þjóðvilj- ann, voru kjósendur í Reykjavík spurðir um af- stöðuna til Ólfusvatnsmálsins. Vert er að vekja athygli á því að könnunin fer fram eftir að meint málsvörn Davíðs borgarstjóra er komin fram í Morgunblaðinu. Niðurstöðurnar eru mikið áfall fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. í Ijós kemur að 65,3% þeirra sem taka af- stöðu eru mótfallnir kaupum Reykjavíkurborgar á jörðinni Ölfusvatn fyrir 60 miljónir króna. Ein- ungis 34,7% borgarbúa sem taka afstöðu eru hlynntir kaupum borgarinnar á Ölfusvatnslandi. ilnnan við þriðjungur kjósenda í Reykjavík er blendinn eða óviss í afstöðu til þessa máls, sem Sjálfstæðisflokkurinn reyndi svo mjög að þagga niður. í könnuninni var leitað til 800 manna í Reykja- vík á aldrinum 18 til 80 ára og voru heimtur góðar eða um 77%. Yfirgnæfandi meirihluti allra aldurshópa og beggja kynja er andvígur kaupum Sjálfstæðisflokksins á jörðinni Ölfus- vatnsland. Þessi niðurstaða nákvæmrar skoðanakönn- unar er alvarleg áminning til Davíðs Oddssonar og mikill álitshnekkir fyrir meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Hún sýnir að meirihluti kjósenda í Reykjavík lætur sér ekki nægja þögn Morgunblaðsins, meirihlutinn sættirsig ekki við stjórnarháttu Sjálfstæðisflokksins. í þessu tilfelli hafa fjármálaumsvif meirihlutans í borgarstjórn- inni verið í þágu lítils minnihluta - í óþökk meiri- hlutakjósenda. -óg KUPPT OG SKORHE) Helstu andstæðingarnir Morgunblaðiö fjallar í Reykja- víkurbréfi um kosningabaráttuna í höfuðboginni. Tvennt er einkar athyglisvert í þessu bréfi; annars vegar hræðsla og óöryggi Sjálf- stæðisflokksins og hins vegar hvernig Sjálfstæðisflokkurinn lítur á Þjóðviljann og Alþýðu- bandalagið sem helstu andstæð- inga sína. í þessu klippi birtum við nokkur sýnishorn: „Alþýðubandalagið eða rétt- ara sagt málgagn þess, Þjóðvilj- inn, hefur sótt fram af mestu kappi gegn Sjálfstæðisflokknum í kosningabaráttunni í Reykjavík. Hafa Alþýðubandalagsmenn greinilega ákveðið fyrir mörgum vikum að haldið skyldi þannig á málum, að spillingar-, ofstjórnar- og óstjórnarorði skyldi komið á Sjálfstæðisflokk- inn, meirihluta hans í borgarst- jórninni og Ðavíð Oddsson borg- arstjóra. Hver uppákoman rak aðra í flennistórum forsíðufrétt- um Þjóðviljans...“ Pögn Morgunblaðsins í Reykjavíkurbréfinu má sjá á, að þögninni hefur verið aflétt af Ölfusvatnsmálinu: „Má telja fullvíst, að fáir kjósendur hefðu haft hugmynd um kaup þessa orkusvæðis, ef Þjóðviljinn og Al- þýðubandalagið hefðu ekki tekið málið upp á sína arma. Fyrir áhugamenn um kosning- aáróður væri athugandi að gera úttekt á því hve lengi og oft Þjóð- viljinn hefur skrifað um Ölfus- vatn og Nesjavelli á undanförnum vikum. Frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins hafa verið með mál- ið á vörunum í tíma og ótíma. Síðan hafa frambjóðendur Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks farið að kyrja svipaðan söng. Kjósendur komust ekki hjá því að álykta sem svo, að hér væri um mikilsverða og umdeilanlega ákvörðun að ræða. Látið var að því liggja að borg- arstjóri treysti sér ekki til að ræða málið og til þess að setja punktinn yfir i-ið og taka af öll tvímæli um að þctta væri allt hið versta hneyksli bentu Alþýðubandalags- menn á, að Morgunblaðið hefði reynt að þegja málið í hel“. Síðan vilja þeir að sjálfsögðu meina að Mogginn og Davíð hafði bitið af sér gagnrýnina með afskaplega málefnalegum rök- semdaflutningi. Gorgeirinn í Þjóðviljanum Morgunblaðinu finnst náttúr- lega að enginn framboðslisti til borgarstjórnar, nema Sjálfstæð- isflokkurinn sem vann síðustu kosningar á uppdiktuðum sprungum við Rauðavatn,- hafi heildstæða stefnu í borgarmál- um. Þá segir: „Raunar eiga Alþýðubanda- lag, Kvennalisti og Flokkur Mannsins það sameiginlegt, að allir flokkarnir þrír vilja að kosn- ingarnar snúist um launamálin. Alþýðubandalagsmenn eru þó í vanda vegna þessa málaflokks, þar sem þeir eru að ráðast á for- vígismenn eigin flokks í verka- lýðshreyfingunni, þegar þeir gagnrýna síðustu kjarasamninga. Er grunnt á því góða innan flokksins vegna þessa máls og rimma milli frambjóðenda. Bíða verkalýðsforingjar þögulir eftir úrslitum kosninganna, fari Al- þýðubandalagið ver út úr þeim en gorgeirinn í Þjóðviljanum bendir til munu þeir gera nýja atlögu að stjórnendum blaðsins.“ Að öðru leyti er ekki fremur en venjulega fjölyrt í Morgunblað- inu um þau átök sem stríðust standa í borgarstjórnarkosning- unum, um einræði eða lýðræði, frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins eða félagshyggju vinstri manna. Hvert er Alþýöu- flokkurinn að fara Mikla athygli hefur vakið á síð- asta skeiði kosningaslagsins hve Alþýðuflokkurinn er fljótandi. Ekki nóg með að oddvitar fram- boðslistans geti ekki kveðið upp- úr með hverjum þeir vilji mynda meirihluta í Reykjavík, - heldur segja skoðanakannanir að helm- ingur þeirra sem ætli að kjósa A- listann í borgarstjórnarkosning- um ætli að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn í þingkosningum. Helmingur kjósenda Alþýðuflokksins styður ríkisstjórnina - og svona mætti fleira telja sem gefur vísbendingu um það að flokkurinn sé mjög „óáþreifanlegt" fyrirbæri í póli- tíkinni. í áróðrinum feta kratar meira og minna ótroðnar slóðir, sem hljóta að kosta gífurlegt fé. Auglýsingar flóa yfir alla bakka, - og með tilheyrandi blóma- skrúði og blikkeríi er höfðað til kjósenda með all sérstæðum hætti og ekki alltof pólitískum. Allt þetta leiðir til þess að menn spyrja hvort Alþýðuflokkurinn sé á leið í kosningar - eða skemmtibátahöfn? -óg DJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: öarðarGuðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), lng-t ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, SigurðurÁ. Frið- ' þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgrelðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Siðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 27. mai 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.