Þjóðviljinn - 27.05.1986, Page 7

Þjóðviljinn - 27.05.1986, Page 7
Umsjón: Garðar Guðjónsson Á flótta undan réttvísinni? Varla, en kapp káerringsins er mikið. Afríkuhlaupið Fegurðardrottningar létu sig ekki vanta í hlaupið og tóku greinilega þátt af mikilli innlifun. Þátttakendur höfðu sína hentisemi um hvort þeir hlupu, gengu eða hjóluðu, en þessi er greinilega í miklu stuði og leggur sig allan fram. Miljónir tóku sprettinn Söfnunarféð frá íslandi rennurtil reksturs barnaheimilis fyrir munaðarlaus börn Umfangsmesti íþróttavið- burður fram til þessa, segja sumir um Afríkuhlaup manna um allan heim. Talið er að um 20 miljónir manns hafi hlaupið til að sýna bræðrum sínum og systrum í Afríku samstöðu og upphæðirnar sem söfnuðust eru geysilegar. íslendingar létu ekki sitt eftir liggja og skokkuðu grimmt um allt land. Að sögn Guðmundar Einarssonar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar var hlaupið á yfir 40 stöðum um landið og talið að 15- 20 þúsund manns hafi dregið fram hlaupaskóna. Þær fimm miljónir króna sem talið er að hafi safnast hér á landi, munu renna til reksturs barnaheimilis fyrir munaðarlaus börn í Haik í því hrjáða landi Eþíópíu. Hjálp- arstofnun kirkjunnar hefur feng- ið leyfi til að byggja þar heimili fyrir þessi börn, en sem stendur er starfsemin rekin við harla frumstæðar aðstæður. f Reykjavík brá ljósmyndari Þjóðviljans vélinni á loft á sunnu- daginn og hér á síðunni getur að líta nokkrar myndir eftir E.Ól. -gg- Þrlðjudagur 27. maí 1986 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.