Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.05.1986, Blaðsíða 10
AKRANES Jóhann Ársælsson Snertir mig meira persónulega Aðgerðir meirihlutans í atvinnumálum tilviljanakenndar. Verður að grynnka á skuldum hitaveitunnar. Ríkið greiðir orkuverðið niður. Leggjum allt í sölurnar til að fá tvo inn „Eg er nú í fyrsta sinn í bar- áttusæti í bæjarstjórnarkosn- ingum og mér finnst það mjög spennandi. Hugsanleg úrslit snerta mig meira persónulega og það ýtir á mig að gera jafnvel enn betur en áður,“ sagði Jóhann Ársælsson skipasmiður og annar maður á G-listanum á Akranesi í sam- tali við Þjóðviljann. Jóhann hefur setið í bæjar- stjórn Akraness tvö kjörtímabil, fyrir I-listann 1974-1978 og fyrir G-listann 1978-1982. Þá dró hánn sig nokkuð í hlé, en nú er hann sem fyrr segir kominn í fremstu víglínu á ný. Hann hefur starfað mikið að atvinnumálum á þessum árurn og var spurður um stefnu Alþýðu- bandalagsins í þeim efnum fyrir næsta kjörtímabil. Ný atvinnustefna „Aðgerðir núverandi meiri- hluta í atvinnumálum hafa verið mjög tilviljanakenndar og í raun og veru hefur ekki verið unnið eftir neinni stefnu sem hægt er að nefna svo. Eitt dæmi urn þessa tilviijanastefnu meirihlutans er fyrirgreiðsla gagnvart Henson annars vegar og Iðngörðum hins vegar. Henson voru gefin gatna- gerðargjöld, en þegar Iðngarðar sóttu um sömu fyrirgreiðslu fengu þeir neitun. Það er ljóst að það þarf að efla atvinnulíf á Akranesi til muna ef vel á að vera. Við bendum á leiðir til þess í stefnuskrá okkar, og þar vil ég nefna að það verður að ráða atvinnumálafulltrúa, sem yrði starfsmaður atvinnumálanefnd- ar. Verkefni hans yrði margþætt og ekki vafi á því að með tilkomu hans myndi starf atvinnumála- nefndar margeflast. Atvinnu- málanefnd verður einnig að hafa aðgang að fjármagni og við telj- um nauðsynlegt að Fram- kvæmdasjóði verði lagt til mun meira fé en verið hefur. Öflugur Framkvæmdasjóður er forsenda þess að bærinn geti haft frum- kvæði í atvinnumálum. Þannig er hægt að styrkja og veita lánsfé til aðila sem hafa áhuga á að stofna til nýrrar atvinnustarfsemi. Það gerist nefnilega ekkert nema menn hafi fé milli handa, það ger- ist ekkert af sjálfu sér.“ Niðurgreiðslur fyrir alla Hitaveita Akraness og Borgar- fjarðar hefur átt í miklum rek- strarcrfiðleikum og gjaldskrá hennar hcfur verið með því hæsta sem þekkist. Hvað er þar til ráða? „Það verður að grynnka á skuldunt hitaveitunnar og það veröur ekki gert nema með því að ríkið yfirtaki hluta þeirra. Ríkið verður að koma til liðs við HAB Feðginin Gerður Jóhanna og Jóhann, sem er annar maður á G-listanum og í baráttusæti. Mynd: gg. og það er ekki nema eðlilegt að það geri það. Það er engin von til þess að fyrirtækið geti unnið sig út úr þessum vanda öðruvísi. Orkunotendur á þessu svæði eru meðal þeirra 20 þúsund sem ekki njóta niðurgreiðslna á orku- verði, en önnur 60 þúsund njóta verulegra niðurgreiðslna. Þaðerí okkar augum mikið réttlætismál að þessar niðurgreiðslur renni til allra. Þeir sem kaupa orku frá RARIK fá árlega rúmlega 20 þúsund krónur greiddar frá rík- inu, en til þess að viðskiptamenn HAB njóti sömu kjara þarf ekki að greiða með þeim nema um 11 þúsund krónur. Þessar tölur eru miðaðar við sömu forsendur og gefa nokkuð rétta mynd af þeirri mismunun sem þarna er um að ræða. Bæjaryfirvöld verða þegar á næsta kjörtímabili að beita ríkisvaldið þrýstingi til að fá þess- ar niðurgreiðslur. Þetta er vissulega hægt og ég get nefnt það hér sem dæmi, að þegar orkujöfnunargjaldið var lagt niður í vetur, hélt ríkið áfram að greiða þeim sem þess nutu í gildi orkujöfnunargjalds beint úr ríkissjóði." Svikin kosningaloforð „Meirihlutinn hefur staðið sig alveg sérstaklega illa í holræsa- málum. Þau eru enn í mesta ó- lestri þrátt fyrir að hafa verið mikið áhugamál allra flokka fyrir síðustu kosningar. Það er reyndar að finna í málefnasamn- ingi þessa meirihluta grein þar sem segir að gert skuli átak í þess- um efnum, en það hefur sama og ekkert verið gert. Þetta er eitt af mörgum sviknum kosningalof- orðum meirihlutans og fólk sem leggur leið sína um fjörur bæjar- ins getur ekki annað en rekið augun í þetta. Við munum beita okkur fyrir því á næsta kjörtímabili að unnið verði að því samkvæmt sex ára áætlun að koma öllum skolpút- hlaupum bæjarins út fyrir stór- straumsfjöruborð. “ Sæti í tvísýnu Þú situr í öðru sæti listans og samkvæmt skoðanakönnunum ertu ýmist úti eða inni. Hvernig heldurðu að þetta endi? „Samkvæmt skoðanakönnun- um er ég nú yfirleitt öfugum megin við takmarkið, en við munum leggja allt í sölurnar til að fá tvo menn inn í bæjarstjórn. Þá verður líka öllu ti! skila haldið. Annars tekur maður svona könnunum alltaf með ákveðnum fyrirvara. Við höfum farið á fjöl- marga vinnustaði í þessari kosn- ingabaráttu og móttökurnar hafa verið mjög góðar. Við gerum okkar besta,“ sagði Jóhann. - gg- Ragnheiður Þorgrímsdóttir Meirihlutann skortir frumkvæði Umtalsverð launahækkun mun skapa gottfordæmi. Leggjum sérstaka áherslu á fjölgun dagheimila. Meirihlutinn erfiður þröskuldur í húsnæðismálum skólanna Það hefur ýmislegu verið abotavant hér í bænum á þessu kjörtímabili og má þar t.d. nefna að bærinn hefur ekki gegnt þeirri skyldu sinni að hafa frumkvæði að því að kanna þörf fyrir ný atvinnufyr- irtæki og möguleika á upp- byggingu atvinnulífsins næstu árin, sagði Ragn- heiöur Þorgrímsdóttir bæjarfulltrúi og 3. maður á G- listanum í samtali við Þjóðvilj- ann. Ragnheiður gaf ekki kost á sér ofar en í þriðja sæti í for- vali sem háð var í vetur, en hún hefur setið eitt ár í bæjarstjórn. Alþýðubandalagið leggur mikla áherslu á atvinnumál í þessari kosningabaráttu og hefur m.a. lýst sig reiðubúið til að beita sér fyrir því strax að loknum kosningum að lágmarkslaun bæjarstarfsmanna verði 30 þús- und krónur. Akranes er láglaunasvæði „Ef bærinn hefur frumkvæði að því að hækka laun starfs- manna sinna er ég sannfærð um að það mun skapa gott fordæmi hér í bænum. Þetta kostar bæjar- sjóð ekki mikið, en þýðir hins vegar grundvallaruppstokkun á samningum við bæjarstarfs- menn,“ segir Ragnheiður þegar spurt er um þetta atriði. „Það er engin spurning að Akranes er láglaunasvæði, sér- staklega hvað konur snertir. Af þeim 83 bæjarstarfsmönnum sem hafa dagvinnulaun undir 30 þús- und krónum eru 60 konur. Auk þess er það þekkt staðreynd að þegar samdráttur verður í atvinnulífi hér, bitnar það fyrst og fremst á konum.“ Áhersla á dagheimili „Eitt mesta jafnréttismálið hér í bæ er að auka dagvistarrými fyrir börn og þar verður að leggja sérstaka áherslu á fjölgun dag- heimila. Eina afrek núverandi meirihluta bæjarstjórnar í þeim efnum var að ljúka við byggingu dagheimilisins við Skarðsbraut, sem var langt komin í upphafi kjörtímabilsins. Þegar því var lokið heyrðust þær raddir frá meirihlutanum að nú væri þörf- inni fyrir dagheimili fullnægt í bili og var þar vitnað í könnun sem hafði verið gerð á vegum félags- málastjóra. Önnur könnun sem iðjudeild verkalýðsfélagsins gerði sýnir hins vegar allt annan raunveru- leika og leiðir í Ijós að biðlistar hjá bænum segja ekki nema brot af sögunni. Þörfin er mun meiri en menn hafa haldið og í raun og veru er þörf á stórátaki í byggingu dagheimila hér.“ Skólamál í ólestri „Staðan í húsnæðismálum grunnskólanna á Akranesi er ein sú versta á landinu. Akranes á alla möguleika á að vera þekktur skólabær, en til þess að svo megi verða þarf að sinna undirstöðu- námi mun betur en gert hefur verið. Skólanefnd grunnskólanna hefur á þessu kjörtímabili og því síðasta haft það hlutverk fyrst og fremst að berjast fyrir því að húsnæðiskostur skólanna verði bættur. Um það hefur verið sam- staða í nefndinni, hvar í flokki sem menn standa, að þrýsta á bæ og ríki að gera með sér samning um uppbyggingu skólanna, og nú blasir þessi samningur loks við. Þar ber að þakka samstöðu í skólanefnd, en erfiðasti þrösk- uldurinn hefur ekki verið ríkið heldur meirihluti bæjarstjórnar. Þeir sem þar fara með völdin hafa staðið þessum málum fyrir þrifum og það var ekki fyrr en nú í vetur að þeir fóru að átta sig á mikilvægi málsins. En seinagang- urinn hefur orðið til þess að Grunnskóli getur ekki hýst alla sína nemendur næsta vetur, þannig að skaðinn er að nokkru skeður." Ragnheiður sagðist að lokurn vona að Alþýðubandalaginu tæk- ist að koma tveimur mönnum inn í bæjarstjórn. „Ef bæjarbúar á annað borð meta störf bæjarfull- trúa einhvers vil ég skora á þá að koma Jóhanni Arsælssyni inn ásamt Guðbjarti. Jóhann hefur sýnt og sannað að hann á vel heima í bæjarstjórn,“ sagði hún að lokum. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.