Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA FRÉTTASKÝRING HEIMURINN ÍÞRÓTTIR Þessi tillaga er enn ein ógnun við lýðræðið í borginni sagði Guðrún Ágústsdóttir um tillögu sem meirihlutinn flutti á síðasta Félagsmálaráðsfundi þess efnis að fulltrúar foreldra og starfs- fólks dagvistar barna í stjórn, yrðu sviptir málfrelsi og tillögu- rétti á fundum stjórnarinnar, en fram að stjórnkerfisbreytingun- um í Reykjavík hafa þessir full- trúar atkvæðisrétt í stjórninni. í kjölfar stjórnkerfisbreyting- arinnar sem gerð hefur verið í Reykjavík og sem koma mun til framkvæmda eftir kosningar verður stjórn dagvistar gerð að sjálfstæðu ráði en ein af afleiðing- um þeirrar breytingar er sú að umræddir fulltrúar missa atkvæð- isréttinn í stjórninni. Eins og fram kemur að ofan flutti meiri- hlutinn í Félagsmálaráði tillögu þess efnis að fulltrúarnir misstu jafnframt málfrelsi og tillögurétt, en þeirri tillögu var svarað með breytingartillögu frá Guðrúnu Ágústsdóttur sem hljóðaði uppá það að þeim réttindum myndu fulltrúarnir halda. Sú tillaga verður ekki afgreidd fyrr en á fundi ráðsins að viku liðinni, - þ.e. eftir kosningar. Katrín Diðriksen formaður foreldrasamtakanna sagði að svör ráðamanna varðandi þetta mál hefðu fram að þessu verið afar loðin og að henni fyndist mjög óheiðarlegt að bíða með þessa ákvörðun fram yfir kosn- ingar. „í>að er augljóslega mjög slæmt ef foreldrar og starfsfólk fá ekki að halda fulltrúum sínum í stjórninni. Dagvistarmál eru ein- mitt þessum hópum sérstaklega viðkomandi og við höfum þekk- ingu og reynslu að miðla sem hlýtur að koma að gagni við á- kvarðanatektir á þessu sviði. Ef tillaga meirihlutans nær í gegn að ganga munum við að sjálfsögðu ekki taka því þegjandi,“ sagði Katrín Diðriksen að lokum. Þess má geta að foreldrasam- tökin sendu Davíð spurningu um málið í lesendaþjónustu Morgun- blaðsins 28. maí og taldi Davíð hana ekki svaraverða en fullyrti þess í stað að hann drægi í efa að samtök foreldra stæðu á bak við spurninguna og að ef svo væri þá væri hér um fámennan hóp með sérskoðanir að ræða. -K.ÓI. Kína Stuðmenn slá í gegn í Kína Stuðmenn hafa nýlokið prúðmannlegri tónleikaferð um Kínaveldi og virðast, samkvœmt fréttaskeytifrá Reuter, hafa slegið ígegnfyrir austan Reuter skeyti frá Peking, 29. maí: „íslenska rokkhljómsveitin Strax lauk í kvöld þriggja vikna Kína- ferð sinni, á síðustu hljómleikum hljómsveitarinnar dönsuðu tugir aðdáenda hennar og klöppuðu þrátt fyrir tilraunir öryggisvarða til að halda fólkinu í sætum sín- um,“ segir í fréttaskeyti frá Reut- er um Kínaferð Stuðmanna. „Flestir hinna 1300 ungmenna sem fylltu Aðalhöllina í Peking, fögnuðu þegar hin sjö manna sveit, klædd í skærgræna og gullna búninga, lék þrumandi rokktónlist sem sjaldan heyrist á tónleikum í Kína. Gítarleikari hljómsveitarinn- ar, Valli Gudjonsson, sagði við fréttamenn að kínverskur ráð- gjafi þeirra hefði í hléi hvatt þau til að stilla sig á sviði. En spennan var áfram í hámarki í reyk og lit- ríkum sviðsljósum. Öryggisverð- ir þrýstu áköfum aðdáendum niður í sæti sín þegar þeir streymdu út á gangana milli sæta, til að dansa í takt við taktfasta rokktónlistina. Félagarnir í bresku hljóm- sveitinni Wham, þeir popptón- listarmenn sem síðast voru á ferð í Kína, gerðu mikinn óskunda í aprfl á síðasta ári þegar einn tón- listarmaðurinn í hópnum reyndi að fremja sjálfsmorð um borð í kínverskri farþegaflugvél. Þá var myndband sýnt á tónleikum sem ekki hafði fengist leyfi fyrir og upphitunarhljómsveit hvatti áhorfendur til að standa á fætur og dansa, þvert ofan í skipanir lögreglu. Ástralskir embættismenn kenndu framferði Wham manna um að frestað var áætlunum um heimsókn áströlsku hljóm- sveitarinnar Men at Work. Þeir ætluðu í tónleikaferð um Kína í nóvember á síðasta ári.“ En Stuðmenn slóu í gegn! Hljóm- sveitarmeðlimir gerðu heimildar- mynd um ferðalag sitt um Kína- veldi, m.a. með stuðningi Kvik- myndasjóðs. Þá hefur þeim verið v boðið að halda tónleika í Hong Kong áður en þeir halda heim á leið. IH/Reuter Helgi Hjörvar dauðuppgefinn í miðbænum í gær: enginn vill Ölfusvatn! Kosningabaráttan Enginn kaupir Ölfusvatn Ungtfólk reyndi að selja táknrœnt Ölfusvatn áfámennum útifundi Sjálfstœðisflokksins. Enginn vildi kaupa. Eitt Ölfusvatn meira en nóg! Eg er nú farinn að efast um að niðurstöður skoðanakönnu- narinnar, sem Þjóðviljinn birti hafi verið alveg réttar, - ég hef ekki hitt einn einasta mann sem vill kaupa Ölfusvatn, sagði Helgi Hjörvar sem í vaskri sveit manna reyndi að pranga táknrænu Ölf- usvatni inná menn í gær. Ölfusvatnssölumennirnir fóru víða í gær til að selja táknrænt Ölfusvatn, m.a. á útifundi Sjálf- stæðisflokksins á Lækjartorgi, þarsem 200-300 manns söfnuðust saman til að hlusta á Davíð og sjá Sjálfstæðismenn tefla á útitafl- inu. -Það var kominn nýr tónn í þá, - þeir sögðust hafa nóg með eitt Ölfusvatn, sögðu Æskulýðsfylk- ingarkrakkar sem fóru í söluferð til Sjálfstæðisflokksins með Ölf- usvatn á brúsum í gær. Fjármálastjórn 240 miljónir fram yfir Lántökur borgarsjóðs í fjár- hagsáætlun borgarinnar fylgja því miður ekki fjárhagsáætlun. Þetta væri vart umtalsvert ef um væri að ræða hálfa aðra miljón eða svo, en þannig er nú ekki í pottinn búið. Á fjárhagsáætlun ársins 1985 voru lántökur borgar- sjóðs áætlaðar kr. 20,5 miljónir en í ljós er komið að lántökur borgarsjóðs árið 1985 fara upp í litlar 259 miljónir. Sjálfstœðisflokkurinn Ognun við lýðræðið Fulltrúar foreldra ogfóstra missa atkvœðisrétt ístjórn dagvistar við stjórnkerfisbreytingarnar íReykjavík. Meirihlutinn flytur tillögu um að fulltrúarnir missi jafnframt málfrelsi og tillögurétt. Guðrún Ágústsdóttir: Enn ein ógnunin við lýðrœðið í borginni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.