Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 8
 MANNLIF Stokkseyri Stærðir geta verið afstæðar Spjallaö viö Guðmund Sigvaldason sveitarstjóra á Stokkseyri um atvinnumál og mannlíf Guðmundur Sigvaldason: Hér er gott að búa. Guðmundur Sigvaldason hef- ur verið sveitarstjóri Stokks- eyrarhrepps í rúm þrjú ár. Hann sagði í stuttu spjalli við Þjóðviljann að sér væri engin launung á því að greinilega hef ði orðið vart við erf iðleika fiskvinnslunnar inn í sveitar- sjóð, og það væri vandamál sem ekki væri bundið við þennan eina stað. Hraðfrysti- hús Stokkseyrar væri stærsti atvinnurekandi og um leið stærsti greiðandi opinberra gjalda þar, og þegar erfiðlega gengi hefði það óneitanlega áhrif á f ramkvæmdagetu hreppsins, sem hefði verið illa undir það búinn að mæta þeim samdrætti í tekjum sem erfið- leikaraf þessu tagi hefðu íför með sér. - Eftir tveggja ára hlé í fram- kvæmdum var farið út í að leggja hér 300 metra af bundnu slitlagi á götu í fyrra, það kostaði rúmar tvær milljónir fyrir utan þátt raf- veitunnar, og mundi víst ýmsum ekki þykja það há upphæð. En það finnst okkur, og ég nefni þetta sem dæmi um hvað svona stærðir geta verið afstæðar eftir fjárhagsgetu sveitarfélaga. í ár erum við að byrja á nýrri gatna- gerð til að geta gert nokkrar lóðir byggingarhæfar. Það er nú svo, að þótt ekki sé mikið byggt, þá hefur það verið ríkt í mönnum að liggja ekki með tilbúnar lóðir, þannig að við erum eiginlega í kapphlaupi við þá fáu húsbyggj- endur sem ætla sér þó að byggja. Almennt má segja að skil gjaldenda við sveitarsjóð séu góð, og ekkert undan því að kvarta, fyrir utan þá erfiðleika sem ég minntist á áður. - Nú var byrjað að byggja hér sundlaug en framkvæmdir stöðv- uðust fyrir þremur árum. Er á- framhald nokkuð í sjónmáli? - Það var farið út í þær fram- kvæmdir á tímum mikillar bjartsýni, en síðan hafa komið upp ýmsar spurningar bæði í sam- bandi við bygginguna sjálfa og rekstur laugarinnar. Þar spilar m.a. inníþað háa verðsemhérer greitt fyrir hitaveituvatn, þannig að málið er enn í biðstöðu. - Það er auðvitað ekki hægt að gera allt í einu, hvað er það sem hefur forgang hjá ykkur? - Gatnagerð hefur verið for- gangsverkefni hjá okkur, en það eru stór verkefni sem bíða, eins og t.d. bygging nýs leikskóla. Það er svolítið gaman að því hvað við- horf til hans hafa breyst, því þeg- ar meirihlutinn ákvað að setja hann á stofn voru ýmsir mjög á móti, en nú má almennt segja að menn séu honum hlynntir og vilji helst hlúa að honum. Annað stórt verkefni er tengt þeim lausnum sem hreppsnefnd hefur ákveðið að athuga í sambandi við vatns- veitumál, að sækja neysluvatn vestur í Olfus. Ég tel þó að ekki séu öll kurl komin til grafar í sam- bandi við þá brunna sem við not- um, þannig að þau mál verði að skoða samhliða. Það er hins veg- ar Ijóst að það skiptir mjög miklu máli að hægt sé að tryggja hér nógu mikið og nægilega gott neysluvatn. - Að lokum Guðmundur, hvernig hefurðu kunnað við þig hér? - Ég hef kunnað mjög vel við mig. Sveitarstjórnarmál voru mér sæmilega vel kunnug áður en ég kom hingað, vegna minna fyrri starfa fyrir sveitarfélög á Norður- landi, en ég vissi samt ekki hvern- ig þetta starf fer fram í smáat- riðum, frá stund til stundar. Þetta hefur verið mér ákaflega góð og mikil reynsla sem ég er ánægður með að hafa hlotið. Mér finnst mannlíf hér vera gott og gott að eiga hér heima. Ég er upprunninn í sveit, - kem norðan úr Kelduhverfi, - og það má segja að svona lítið samfélag henti manni ágætlega. Mér finnst samt ekkert verra að hafa annað stærra á næstu grösum, þar sem er Selfoss, og svo er Reykjavík líka innan mátulegrar seilingar. Sauöárkrókur Himinhrópandi ranglæti Jón Hjartarson skólameistari: Skólakostnaöarlöggjöfin felur í sér ójöfnuð Fjármagnsskipting milli framhaldsskólanna er himin- hrópandi ranglæti, segir Jón F. Hjartarson skólameistari Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki. Fjölbrautaskólinn á Sauðár- króki hefur byggst hratt upp, en þó er miklu enn ólokið. Skólinn þjónar um það bil 11.000 manna byggð Norðurlands vestra. Ellefu sveitarfélög á svæðinu standa að rekstri skólans á móti ríkinu, en þar eru með taldir þéttbýlisstað- irnir frá Hvammstanga til Siglu- fjarðar. Fréttaritari Þjóðviljans tók Jón Hjartarson tali. Jón sagði Verknámshús skólans nú upp- byggt og í fullri notkun, heima- vist skólans er langt komin og verður annar áfangi þeirrar bygg- ingar að öllum vonum tilbúinn undir tréverk sumarið 1987. Þá ber þess að geta að íþróttahús skólans er komið í notkun og fyrir Iiggja teikningar af bóknámshúsi. - Hver er staða Fjölbraut- skólans og hver er væntanleg þró- un mála? „Á síðasta áratug komu fjöl- brautaskólar fram á sjónarsviðið og nú er að nást sögulegur áfangi í þróun þeirra, þ.e.a.s. samræmt skipulag með nýrri námsskrá fyrir alla framhaldsskóla. Hingað til hefur mátt líta á Fjölbrauta- skóla sem tilraunaskóla. í ljósi fenginnar reynslu er nú verið að sníða af vankantana sem sumir voru fyrirsjáanlegir, en aðrir ekki eins og gengur. Hin jákvæða reynsla sem fengist hefur af starfi fjölbrautaskólanna, gefur vís- bendingu um að þessi skólagerð hafi fest sig í sessi. Fram að þessu hefur mikill hluti af vinnu skóla- stjórnenda farið í vinnu við náms- skrárgerð og framkvæmdir við uppbyggingu. Skólagerð þessi er nú á tímamótum og nú liggur fyrir að vinna að innra skipulagi skól- anna svo að þeir skili betur hlut- verki sínu sem uppeldisstofnanir, sem þeir eru raunar öðrum þræði.“ - Hver er sérstaða Fjölbrauta- skólans á Sauðárkróki? „Skólinn var í upphafi lagður á herðar lítils sveitarfélags sem Sauðárkrókur er, en skólanum ætlað að þjóna mun fleiri aðilum. Löggjöf um fjölbrautaskóla í dreifbýli er alls ekki til. Sú lög- gjöf sem fyrirfinnst miðast ein- göngu við Reykjavík. Einnig er það himinhrópandi ranglæti og sá ójöfnuður, sem núverandi skóla- kostnaðarlöggjöf felur í sér, ó- þolandi, og krefst skjótra endur- bóta. Núverandi menntamála- ráðherra hefur gefið út yfirlýsing- ar þess efnis að mál þessi verði tekin upp á þingi komanda. Ragnar Arnalds hefur lagt fram frumvarp til Iaga um skólakostn- að framhaldsskóla, sem er til um- fjöllunar í menntamálanefnd al- þingis. Það er fagnaðarefni að umræða um þetta mál skuli nú vera vakin á þingi.“ - Hvað er næst á döfinni varð- andi námsval skólans? „Nýverið hefur heilbrigðis- ráðuneytið veitt skólanum leyfi til að útskrifa sjúkraliða að upp- fylltum vissum skilyrðum. Sam- starf hefur komist á milli Sjúkra- húss Skagfirðinga, Sjúkrahúss Keflavíkur og fjölbrautaskól- anna á þessum stöðum um að standa að skipulagningu á verk- legum þáttum sjúkraliðanáms. Væntum við þess að geta boðið upp á þetta nám við báða skólana frá næsta hausti að telja. Nú er hundraðasti stúdentinn að út- skrifast frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Frá Hólaskóla út- skrifuðust síðustu stúdentarnir árið 1802, og hefur því orðið um 180 ára langur sólmyrkvi í menntunarsögu héraðsins. Langur vegur er framundan ef byggja á upp sambærilega menntastofnun og Hólaskóli var á sínum tíma. Það er því ekki seinna vænna að bóknámshús skólans rísi hið snarasta. Um það vitnar brennandi þörf.“ -Ing. Jón F. Hjartarson skólameistari Fjölbrautaskólans. Fagnaðarefni að nú skuli vera vakin umræða á alþingi um þetta mál. Mynd -Ing. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN; Föstudagur 30. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.