Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 6
VHÐHORF
Tilefni miskunnseminnar
Sigurður Þór Guðjónsson skrifar
Séra Þórir Stephensen dóm-
kirkjuprestur skrifar stutta grein í
Morgunblaðið þ. 23. maí síðast-
liðinn sem ber yfirskriftina Að
gefnu tilefni. Þar harmar hann,
að sjónvarpið skyldi birta myndir
af hinum grunuðu í svonefndu
Hafskipsmáli, er þeir voru leiddir
inn í sakadóm. Hann spyr: „Var
þar ekki of langt gengið? Var
ekki nánast verið að velta sér upp
úr óhamingju annarra og óbeint
verið að fella dóma án þess að
dómstólar kæmu við sögu?“
Presturinn lítur svo á, að við
séum ekki laus undan kærleiks-
skyldum við þessa menn, jafnvel
þó eitthvað mjög alvarlegt væri á
ferðinni. Og hann hefur áhyggjur
af því, að með þessu sé þjáning
aðstandenda gerð enn þyngri. I
því sambandi vitnar hann í orð
Krists: „Allt sem þér viljið að
aðrir menn gjöri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra“. Aftur
á móti telur sr. Þórir að við rann-
sókn málsins sé farið að lögum og
rétt sé af fjölmiðlum að birta nöfn
viðkomandi til að aðrir liggi ekki
undir grun. En þessar myndir
særa kærleiksþel hans. Hann
virðist hins vegar ekki gera sér
Ijóst að hinir grunuðu eru þjóð-
kunnir menn sem þar af leiðandi
allir þekkja. Myndbirtingar bæta
þar engu við hvað sem réttmæti
þeirra líður.
Það er á almanna vitorði að
Dómkirkjan er í andlegum efn-
um æðsta musteri virðulegustu
góðborgara höfuðstaðarins. Þar
iðkar hinn „reykvíski aðall“ trú-
arlíf sitt. En það er næsta fátítt að
klerkar safnaðarins kvarti út af
framkomu fjölmiðla í sakamál-
um. Fréttastofnanir hafa vissu-
lega stundum verið sakaðar um
Það er á almannavitorði að Dómkirkjan
er í andlegum efnum œðsta musteri
virðulegustu góðborgara höfuðstaðar-
ins. Þar iðkar hinn „reykvíski aðall“ trú-
arlífsitt. En það er næstafátítt að klerk-
ar safnaðarins kvarti útafframkomu
fjölmiðla ísakamálum.
miskunnarleysi og ónærgætni í
umfjöllun slíkra atburða. Og er
ég ekki frá því að margt sé rétt-
mætt í þeirri gagnrýni. Það er
sannarlega andstyggilegt að velta
sér upp úr óhamingju annarra.
Og það væri auðvitað óhæfa ef
fjölmiðlar notfærðu sér viðkvæm
mál til að þyrla upp moldviðri og
æsifréttum. En ætti þá ekki eitt
yfir alla ganga? Öllum er í fersku
minni Geirfinnsmálið fræga. Þá
voru nú aldeilis myndirnar og
þótti engum mikið. Og ég sá í
blaði fyrir nQkkrum árum mynd
af ákærða í mjög alvarlegu af-
brotamáli í réttarsal. Það væri
hægt að benda á ýmis svipuð
atvik. Eigi að síður hafa musteris-
prestar fína fólksins ekki séð á-
stæðu til að hafa um þau mörg
orð. Enginn kærleiksríkur sálu-
sorgari hefur ávítað einn eða
neinn fyrir tillitsleysi og skort á
miskunn. Hvers vegna hafa þeir
hingað til þagað þunnu hljóði?
Það skyldi þó aldrei vera vegna
þess að ósköp venjulegt fólk hef-
ur þarna átt í hlut? Oftast nær er
það slíkt fólk sem er ákært og
síðan dæmt í sakamálum en
stundum eru það hreinir smæl-
ingjar. Og alls engir, hvorki háir
né lágir, vígðir né óvígðir, láta sig
það nokkru skipta. En aðstand-
endur gráta í leynum. Hinir grun-
uðu í Hafskipsmálinu eru engir
smælingjar. Þeir eru efnaðir og
voldugir menn sem eiga víða
sterk ítök í þjóðfélaginu. Auðvit-
að eiga þeir ekki að gjalda þess
fyrir réttvísinni en heldur ekki að
njóta þess. Mér dettur heldur
ekki í hug að sú verði raunin. En
ég undrast mjög að vorkunn
guðsmanna, sem sefur svefni
réttlátra þegar aumingjar vaða í
villu, skuli skyndilega glaðvakna
þegar höfðingjar ramba á refil-
stigu. Þá kemur þekktur kenni-
maður fram á sjónarsviðið og
brýnir fyrir fólki almennar kær-
leiksskyldur sem eru þess eðlis að
allir hljóta að viðurkenna rétt-
mæti þeirra þó engir geti lifað
eftir þeim. Það er greinilega ekki
sama að heita Jón eða séra Jón.
Ætli það sé annars tilviljun að
þeir menn sem klerkurinn hefur
þvílíka samúð með, teljast ekki
aðeins „betri borgarar“ heldur
einnig til sama stjórnmálaflokks
og hann sjálfur styður með oddi
og egg? Já, hvernig læt ég; Áreið-
anlega er það hrein tilviljun, því
það er óhugsandi að vígður mað-
ur sé svo frumstæður, að muna
yfirleitt eftir stjórnmálaskoðun-
um og þjóðfélagsstiga náungans
þegar miskunnsemin ber að dyr-
um kærleikshjartans.
í lok greinar sinnar vitnar sr.
Þórir í hin fleygu orð: „Dæmið
ekki, svo að þér verðið ekki sjálf-
ir dæmdir. Því að með þeim
dómi, sem þér dæmið, munuð
þér dæmdir“. Þessi heilræði væri
dómkirkjupresturinn ekki að
leggja mönnum nema hann vildi
að þeir breyttu eftir þeim. Og ef
þau eru rétt fyrir einstaklinginn
hljóta þau líka að vera góð og gild
fyrir ríkisvaldið. Og ber þá ekki
að taka þetta eftir orðanna hljóð-
an? Á ekki að dæma þá sem ger-
ast brotlegir við lög? Ætti að láta
þá fara frjálsa? Til hvers myndi
það leiða? Kannski til guðsríkis á
jörð? Svona háfleyga siðfræði
getur enginn hugsað nema guð-
spakur maður sem sér mannlífið
af æðra sjónarhóli. Það veitti nú
ekki af að slíkur andans jöfur
beitti djúphygli sinni til að skýra
fyrir fáfróðum mótsetningarnar
milli hinna ströngu siðaboða
Krists og borgaralegra leik-
reglna, en þær koma óvenju skýrt
fram í þessu dæmi. En hitt veit ég
ekki, hvort hann gerir sér grein
fyrir því að hann hefur sjálfur
kveðið upp óbeinan dóm í þessu
máli: Dæmið ekki! Verið mis-
kunnsamir! Dómar eru ekki ávalt
sakfelling. Þeir geta líka verið
sýknun.
Ekki dreg ég í efa að dóm-
kirkjupresturinn minnist hinna
grunuðu í bænum sínum en ég hef
frétt að hann sé gríðarlega bæn-
heitur. En í guðmóðinum ætti
hann jafnframt að fara með ofur-
lítið líknarákall fyrir þeim mörgu
gleymdu sakborningum sem eiga
sér enga málsvara. Ógæfa þeirra
ætti að geta orðið tilefni huggu-
legrar helgiþulu.
Eins og títt er um guðfræðinga
hefur sr. ÞórirStephensen miklar
mætur á biblíutilvitnunum og
birtir nokkur sýnishorn í pistli
sínum lesendum til ígrundunar.
Og eru þær óneitanlega mergjað-
ar. Hér kemur svo ein í púkkið að
lokum sem ég veit ekki hvort
hann hefur heyrt áður: „Vei
yður, fræðimenn og Farísear, þér
hræsnarar; þér líkist kölkuðum
gröfum, sem að utan líta fagur-
lega út, en eru að innan fullar af
dauðra manna beinum og hvers
konar óhreinindum. Þannig sýn-
ist þér og hið ytra réttlátir fyrir
mönnum, en hið innra eruð þér
fullir af hræsni og lögmálsbrot-
um.“
Sigurður Þór Guðjónsson
er rithöfundur í Reykjavík.
Mikið er maður búinn að vona
að íslenskt verkafólk taki hönd-
um saman og berjist fyrir betra og
manneskjulegra þjóðfélagi. Það
virðist ætla að verða bið á því.
Um það ber t.d. Þjóðviljinn vitni
undanfarið. Ég legg hann nú
venjulega frá mér með armæðu.
Læt mér það allajafna nægja.
En svo bregður við um daginn,
að ég rekst á greín eftir félaga
minn, Stefán Ögmundsson (22.
maí). Og ég fer að hugsa: Hefur
hann nú bæst í hóp þeirra sem
ekki sjá skóginn fyrir trjám?
Þessu vil ég ekki trúa að óreyndu.
Fyrst og fremst vegna þess skerfs
sem Stefán, ásamt félögum sín-
um, hefur fært því þjóðfélagi sem
við búum við í dag. Þar tókst með
sameiginlegu átaki að vinna
margan sigur. Og af því ég hef nú
alltaf tekið dálítið mark á Stefáni
vil ég koma hér með nokkrar
hugleiðingar varðandi grein
hans.
í upphafi vitnar Stefán í ræðu
sem Svavar Gestsson flutti á
Siglufirði 1. maí sl. Þar viður-
kennir Svavar fyrir sitt leyti
ósigur 1983. Um þennan ósigur
ætlar Stefán að kenna verkalýð-
sforystunni, einni.
Já fyrr má nú aldeilis einfalda
hlutina.
Það má náttúrlega endalaust
leita upphafs og orsaka, en ég er
þeirrar skoðunar, að stærsti
ósigur verkafólks 1983 hafi verið
niðurstaða kosninganna það ár.
Þar liggja þó fyrir ákveðnar
Odýr lausn á vanda
Sölvi Ólafsson skrifar
Hér á kannski að kenna um máttleysi
forystunnar? Vœriþað ekki dálítið ódýr
lausn á vandanum? Halda menn að við
komumstlangtmeðþvíað „gleyma“
bara staðreyndum og kennaforystunni
einni um?
staðreyndir. I fyrsta lagi að meiri-
hluti kjósenda kaus yfir sig Sjálf-
stæðisflokkinn og Framsókn. Og
í öðru lagi að skoðun mín og Stef-
áns varð í minnihluta. Rökrétt
framhald af niðurstöðum kosn-
inganna voru svo bráðabirðgalög
ríkisstjórnarinnar um niðurfell-
ingu á verðbótum á laun og bann
við verkföllum.
Ástæðan fyrir því, að fólk lét
þetta ganga yfir sig segir Stefán
vera slappa verkalýðsforystu.
Það er vægast sagt ömurlegt þeg-
ar baráttujaxl á borð við Stefán
heldur slíku fram.
Mér er ánægja að hressa uppá
minni ýmissa sem eind er fyrir
komið. Eftir að bráðabirgðalögin
voru sett gekkst verkalýðsforyst-
an fyrir undirskriftasöfnun gegn
þessum lögum. Hún fór um allt
land, á flesta vinnustaði, útá göt-
ur, í verslanir og víðar. Söfnunin
stóð í margar vikur, og gerði
verkalýðsforystan og starfsmenn
hreyfingarinnar varla annað á
meðan. Þetta var einföld aðgerð
og kostaði engar fórnir. Niður-
staðan varð hins vegar sú, að ein-
ungis rúm 30 þúsund manns skrif-
uðu undir. (Til glöggvunar má
geta þess að innan A.S.Í. og
B.S.R.B. eru um 80 þúsund
manns).
Hér á kannski að kenna um
máttleysi forystunnar? Væri það
ekki dálítið ódýr lausn á vandan-
um? Halda menn að við kom-
umst langt með því að „gleyma“
bara staðreyndum og kenna for-
ystunni einni um?
Mér sýnist staðreyndin vera sú
að stór hluti verkafólks hafði
aðra skoðun en ég og Stefán, með
því er ég ekki að segja að okkar
hafi verið röng. Við skulum ekki
blekkja okkur með því að segja
að þetta sé ekki sök fólksins, svo
notað sé orðalag Stefáns, ef hægt
er að tala um sök þó að fólk hafi
aðra skoðun en maður sjálfur.
Við skulum minnast orða Mao
formanns: „Það verður engin
bylting nema meirihluti fólks vilji
það“.
Stefán telur það einnig vitni
um slælega verkalýðsforystu,
vantrú hennar (þ.e.a.s. foryst-
unnar) á baráttuhæfni og sam-
stöðu íslensks verkafólks.
Ég tel þetta vera spurningu um
trú. í þessu máli eru líka stað-
reyndir. Það er til dæmis stað-
reynd að fimm svokallaðir
vinstriflokkar bjóða fram í
Reykjavík við borgarstjórnar-
kosningarnar í vor. Þessir fimm
flokkar níða svo skóinn hver nið-
ur af öðrum, tala um svik og slæ-
leg vinnubrögð hvers annars. Er
hægt að kalla þetta baráttuhæfni
og samstöðu?
Nei, nú er svo komið að frjáls-
hyggjan leikur vinstrimenn mun
verr heldur en hægrimenn. Allir
vilja hafa sína sérstöðu og halda
henni til streitu. Menn vilja ekki
horfa á hagsmuni heildarinnar.
Einnig vil ég undirstrika að þetta
samstöðuleysi okkar og „trú“
okkar á einföldun er miklu alvar-
legri en öll Granda-, Ölfus- og
Hafskipsævintýri (eru þau þó
vissulega alvarleg).
En það verður ekki fyrr en við
stillum okkar strengi saman að
stórum áföngum verður náð. Við
skulum þessvegna minnast í lokin
orða stórmennis, orða sem eiga
við nú: „Þú sérð flísina í auga
bróður þíns, en ekki bjálkann í
þínu eigin.“
Sölvi Ólafsson er
bókagerðarmaður
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. mai 1986
V ”-*m'tiii,titvoöitri * aset mtr. .oe wpitowí*"