Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 5
Ölfusvötnin alls staðar Rœða Svavars Gestssonar, formannsAB, á baráttuhátíð G- listans í Háskólabíói ífyrrakvöld Það er skammt þangað til kjör- staðir verða opnaðir í Reykjavík. Þá þarf sigur G-listans að vera í höfn þannig að tölurnar á sjón- varpsskjánum um nóttina birti okkur ný fyrirheit. Fyrirheit um hvað? Hvað hefur gerst í kosn- ingabaráttunni? Kosninga- baráttan 1. Okkar fólk og okkar blað hafa afhjúpað spillingu íhaldsins. Þeir fara með almannafé eins og þeir eigi það sjálfir. Ölfusvötnin eru alls staðar, Grandarnir hvar- vetna. Sömu dagana berast fréttir um vinnubrögð klíkubræðra Da- víðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar í hafskipunum og hverju hneykslismálinu á fætur öðru. Geislabaugur borgarstjór- ans er mölbrotinn. 2. Það hefur einnig komið í ljós í kosningabaráttunni að Alþýðu- bandalagið er eini valkosturinn gegn íhaldinu. Enginn hinna flokkanna hefur neitað því að þeir muni vinna með íhaldinu eftir kosningar. Til þess að tryggja vinstrasamstarf og sterkt mótvægi við íhaldið verður Al- þýðubandalagið því að verða miklu, miklu sterkara en áður. Engum öðrum er þar treystandi. 3. Og í þriðja lagi hefur það komið glöggt í ljós hvernig íhald- ið hefur ofmetnast af valdinu og valdhrokinn einkennir viðbrögð þeirra. Það birtist í DV fundinum hér um kvöldið og víðar og víðar - til dæmis þegar þeir neita að birta reikninga þeirra fyrirtækja sem borgin á aðild að. 4. Og valdahrokanum fylgir siðblinda sem einnig hefur komið ákaflega vel í ljós í kosningabar- áttunni: Siðblindan náði hámarki í orðum borgarstjórans um stór- kostleg lífskjör allra þeirra sem búa í Reykjavík. Það er siðblinda að finna ekki til þegar fréttir berast um að 16. hver Reykvíkingur leyti á náðir félagsmálastofnunar. Siðblinda er það líka að gefa fötluðum fyrirheit í kosningabar- áttu 1982 en snúa baki við þeim eftir kosningasigurinn. Siðblinda er það líka að þola laun sem eru 19700 kr. á mánuði fyrir fulla vinnu eftir 15 ára starf. Þannig hefur kosningabaráttan afhjúpað valdahroka og siðleysi gróðahyggjunnar, en um leið hef- ur hún sýnt að vinstriflokkarnir eiga fjölmargt sameiginlegt sem kemur meðal annars fram í því að hinir minnihlutaflokkarnir hafa tekið eindregið undir flest bar- áttumál Alþýðubandalagsins í kosningabaráttunni. Það bendir margt til þess að það sé meiri hreyfing á kjósend- um en nokkru sinni fyrr og viðjar vanans haldi síður en áður og þúsundir kjósenda hafi enn ekki gert upp hug sinn. Ef vel er unnið á því að vera unnt að tryggja sigur G-listans. Sigur okkar - hvað þá? Og hvað þá ef sigur vinnst, hver eru þau fyrirheit sem sigur Alþýðubandalagsins gæti fært ís- lensku þjóðinni? - Þar með hefst nýtt sóknarskeið félagshyggju og mannúðarsjónarmiða í íslensk- um stjórnmálum. Þar með skapast möguleikar til þess að koma ríkisstjórn aftur- haldsflokkanna frá í næstu lotu. Þar með skapast forsendur til þess að henda báðum kerfis- flokkunum út úr stjórnarráðinu og skapa þannig á fslandi aðstæð- ur fyrir valdi fólksins sjálfs, þar sem lýðræðisleg sjónarmið eru virt, þar sem krafan um jafnrétti er efst á blaði, þar sem við hefjum nýja sókn í atvinnulífinu, og vinn- um okkur skref fyrir skref fram til þess nýja íslands sem við eigum að tryggja börnum okkar þar sem Svavar Gestsson: Notum tímann vel. lífskjör eru betri og jafnari en hér er nú. Það er ísland sem er sjálf- stætt og friðlýst land, lýðræðis, menningar og jafnréttis, sósíal- isma. Þeir skjálfa og skjálfa Nú veltur á okkur öllum, stuðningsmönnum G-listans. Við höfum nú stórkostlegt tækifæri sem við verðum að nota í þágu málstaðar okkar. Frambjóðend- ur okkar munu leggja sig fram, en starf þeirra má sín lítils nema við náum öll að standa þétt saman og vinna vel. Alþýðubandalagið er flokkur félagslegra sjónarmiða og hugsjóna. Flokkur þar sem við berum virðingu hvert fyrir öðru og vitum að öll störf á vegum flokksins eru jafnþýðingarmikil, þar er enginn öðrum meiri á hinn borgaralega mælikvarða. Við sjáum nú alls staðar merki þess þrátt fyrir hroka valdsins að þeir eru hræddir, lafhræddir þeg- ar þeir eru farnir að skrifa „frétt- ir“ um myndröðun í fundatil- kynningum Alþýðubandalagsins. Þeir eru logandi hræddir. Þeir eru farnir að skjálfa. Við skulum vinna og vinna og látum þá skjálfa og skjálfa þangað til must- eri valdhrokans og siðblindunnar hrynur til grunna. Um leið og við heitum því að starfa og starfa vel, þökkum við öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn síðustu dagana, þökkum þeim líka sem hafa staðið í fylk- ingarbrjósti á undanförnum árum, ég nefni Öddu Báru og starf hennar sérstaklega, og við heitum því að vinna heiðarlega og drengilega og standa saman sem einn maður. Ekki fleiri Ölfusvötn - ekki fleiri Granda - ekki fleiri Haf- skip! Félagar fram til starfa! VIÐ VIUUM: >4ðstoö við ný smáfyrirtæki. jTi. Áhættulánasj óð og markaðsráðgj öf. Borgin stuðli að sjávareldi á Sundunum og úti í Flóa. Aukum fjölbreytni í atvinnulífinu - styrkjum hugbúnaðar- og hátækniiðnað. rryggja hag aldraðra Reykvíkinga. Styttum biðlistana. Byggjum þjönustuíbúðir fyrir 600 einstaklinga á næsta kjörtímabili. Kaupum húsnæði strax og stofnum sambýli fyrir þá sem eru á götunni. Stóraukin heimilisaðstoð. Durt með lágu taxtana. 30 þúsund krónur U á mánuði fyrir dagvinnu í Reykj avík. T 7'verfastiórnir. Valddreifingu í borginni. ii Opnumborgarkerfiðogafnemum einræði eins flokks. Embættismenn verði ráðnir til fjögurra ára í senn og þjóni borgarbúum - ekki Flokknum! • • Oflugt aðhald. Ekki fleiri Ölfusvötn- ekki fleiri Granda-ekki fleiri Hafskip. Zýðræðislega stjórn á fyrirtækjum J borgarinnar. Borgin á 77,5% í Granda hf., en borgarbúar og j afnvel borgarfulltrúar hafa engan aðgang að aðalfundi, rekstri eða reikningumfyrirtækisins. Opnum Granda! Veitum öllum flokkum og starfsmönnum aðildað stjórninni. *P ALÞÝDU Ul BANDAIAGIfl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.