Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Ölfusvatn Hvert spillingarmáliö rekur nú annað í tengslum viö Sjálfstæðisflokkinn, sem fyrrum var vammi firrt- ur. Bönd Sjálfstæðisflokksins og þeirra sem helst tengjast óhappsögu Hafskips er óþarft að rekja. En það má minna á, að þeir sem mest hafa komið við sögu Hafskipsmálsins síðustu vikur gegndu áður áhrifastöðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það ættu kjósendur að hafa hugfast þegar þeir ganga að kjör- borði á laugardaginn. Þeir ættu heldur ekki að gleyma, að kaup Sjálf- stæðisflokksins á Ölfusvatnslandinu, sem Davíð Oddsson lét sér einkar annt um, eru líka dæmi um spillingu af versta tagi. Hvernig getur það þjónað hagsmunum borgarbúa að greiða 60 miljónir fyrir jörð sem metin er á 400 þúsund krónur, og ekki verður hægt að nýta fyrr en allir borgarbúar verða löngu komnir undir græna torfu? Og hafi það verið framsýni af Davíð Oddssyni að berjast persónulega fyrir Olfusvatnskaupunum, einsog Morgunblaðið segir, hversvegna kaus þá Morgunblaðið að þegja yfir málinu þegar kaupin voru gerð? Hvenær hefur Morgunblaðið lagt það í vana sinn að þegja yfir framsýni Sjálfstæðisflokksins? Og enn má spyrja: Sé jafn brýn nauðsyn á Ölufsvatnslandinu og Sjálf- stæðisflokkurinn heldur fram í málsvörn sinni, hvers- vegna í ósköpunum má þá Reykjavíkurborg ekki byggja svo mikið sem kofahróf á landinu í aldarfjórð- ung? Staðreyndin er einfaldlega sú, að Sjálfstæðis- flokkurinn var með hinum ótrúlegu kaupum á Ölfus- vatninu að gera flokksgæðingum greiða á kostnað borgarbúa. Hann var að gefa áhrifamikilli íhaldsætt 60 miljónir króna úr sjóðum Reykvíkinga. Þetta skilja Reykvíkingar. Það sannaðist í könnun Félagsvísind- astofnunar Háskólans, þar sem kom fram að mikill meirihluti, eða 65,3 prósent, Reykvíkinga er andvíg- - Grandi - Hafskip ur kaupunum. Meira að segja stór hluti fylgis Sjálf- stæðisflokksins, eða 28 prósent, leggjast gegn kaupum Davíðs á Ölfusvatninu. Kjósendur í Reykjavík ættu heldur ekki að gleyma því sem er að gerast þessa dagana í málefnum Granda hf. Borgarstjóri neitar að leggja fram reikninga Granda, þrátt fyrir að aðalfundur hafi verið haldinn. Hvernig stendur á því? Hvað er verið að fela? Annað Ölfusvatn? Þetta er auðvitað í rökréttu framhaldi af því sem áður hefur gerst í tengslum við Granda. Fyrirtækið var stofnað til að bjarga flokksgæðingum úr innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins, eigendum ísbjarnarins, úrfjárhagskröggum. Það kostaði Reykvíkinga hvorki meira né minna en kringum 200 miljóna skulda- bagga. Ákvörðun um þessa sóun var tekin af Davíð Oddssyni persónulega, og birt borgarbúum með konunglegri tilskipun í Morgunblaðinu, án þess að málið fengist einu sinni rætt í borgarstjórn. Miklu fleiri dæmi um spillinguna í skjóli Sjálfstæð- isflokksins mætti nefna. Besta dæmið er þó senni- lega brennivínsbarinn sem borgarstjóri lét innrétta fyrir sig í kjallara Höfða. Kostnaðurinn við hann er falinn undir mörgum liðum. Hann fæst ekki uppgef- inneftireðlilegum leiðum. Blaðaljósmyndararfáekki að taka mynd af barnum. En það er nú upplýst, að brennivínsbarinn á Höfða kostaði næstum tíu miljón- ir. Þetta er táknrænt um Sjálfstæðisflokkinn í dag. Hann er flokkur spillingarinnar, vegna þess ofur- valds sem flokksræðið í stjórnkerfi borgarinnar hefur fært honum. Það þarf að veita honum aðhald. Þess vegna þurfa Reykvíkingar að sameinast um G- listann á morgun. Sá listi er höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins, að dómi 66,4 prósenta Reykvíkinga, sem tóku þátt í skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar. Ekki fleiri Hafskip - ekki fleiri Granda - ekki fleiri Ölfusvötn. G-listinn er beittasta vopnið gegn bruðli og spillingu. Tvískinnungur í lok kosningabaráttunnar er taugaskjálftinn í her- búðum Sjálfstæðisflokksins orðinn slíkur, að hann beitti flokksræðinu til að koma í veg fyrir að G-listinn fengi að hafa uppi auglýsingaspjöld á Ijósastaurum. Spjöldunum var komið fyrir með sérstökum hætti, þannig að þau skemmdu ekki staurana né drógu athygli frá akandi vegfarendum á viðkvæmurn stöð- um í umferðinni. Þetta er fróðlegt að skoða í Ijósi þess hvernig Sjálfstæðisflgkkurinn misnotar eigur borgarinnar í eigin áróðri. Á fyrstu opnunni í Bláu bókinni, kosning- abæklingnum sem Sjálfstæðisflokkurinn dreifir til borgarbúa er mynd af strætisvagni. Vagninn er núm- er 12, Hlemmur - Vesturberg, sem ekur upp í Breiðholt. En myndin er hins vegar tekin á Öldugöt- unni, fjarri leið vagns númer 12 og víðs fjarri Breiðholti. Ökumaðurinn er sömuleiðis flokksbund- inn Sjálfstæðismaður í starfi hjá SVR, en sem ekki ekur vögnum daglega að öðru jöfnu. Þetta er dæmi um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn misnotar eigur borgarinnar í eigin þágu og sinna manna. Er ekki komið nóg af þessu? Þarf ekki að hreinsa til? -ÖS KUPPT OG SKORHÐ Morgunblaðið á fullu Morgunblaöið er hætt að leika „málgagn sjálfstæðisstefnunnar“ og er nú komið útí grímulausan áróður fyrir þrengstu flokkssjón- armið..f leiðaranum í gær er t.d. komist svo að orði: „Morgunblaðið telur að reynslan frá Reykjavík, Seltjarn- arnesi, Garðabœ, Njarðvík, Vestmannaeyjum, Mosfellssveit, Stykkishólmi og Hveragerði á því kjörtímabili sem nú er að líða sýni, svo ekki verður um villst, að hvarvetna, þar sem sjálfstœðis- menn hafa hlotið meirihluta verð- skuldi þeir endurkjör nú. “ Þetta finnst þeim víðar, sem hafa meirihluta. En hvaða afrek eru þetta sem kjósendurnir eiga að umbuna Sjálfstæðisflokknum fyrir? Á að verðlauna íhaldið á Seltjarnarnesi fyrir drullupollana eða byggingaráformin á Valhúsa- hæð? A að verðlauna íhaldið í Reykjavík fyrir Granda og Ölfus- vatn? Á að verðlauna íhaldið í Garðabæ fyrir að hafa misst bæjarkontórinn á nauðungar- uppboð? Á að verðlauna íhaldið í Vestmannaeyjum fyrir að hafa orðið að aðhlátursefni útum allt land? Hættan til hægri Morgunblaðið hefur seilst langt í málefnafátækt sinni síð- ustu daga. Við lestur þess góða blaðs er ekki laust við að gamlir fjandvinir blaðsins finni til vor- kunnar. Klippari viðurkennir að vísu, að sú meðaumkvun ristir ekki mjög djúpt, enda er fullvíst „Eilífðina munar minnst um okkur.“ Nokkrir íhaldsmenn áfundi áTorginu í gær. Rigning, Kuldi. Vonbrigðí. að það tekur ekki marga mánuði eftir kosningar fyrir Moggann að ná áttum aftur. Gamlir eðalíhaldsmenn einsog Styrmir og Matthías voru búnir að ákveða að halda flokkseigend- aklíkunni frá blaðinu í þessari baráttu en síðustu daga hafa þeir orðið að láta undan. Svo djúpt sökk hin innanlandspólitíska deild á Morgunblaðinu, að hún hefur afhent utanríkisdeildinni, sem í daglegu tali er kennd við Líbýu, - umfjöllun um borgar- stjórnarkosningarnar. Þannig eru þeir pólitísku fóstbræður Guðmundur Magnússon og Björn Bjarnason á fullu í slagnum fyrir Davíð og Björn skrifar langloku í Mogga gær- dagsins og átökin í kosningabar- áttunni - þarsem Sjálfstæðis- flokkurinn in absentia (fjarri góðu gamni) er að missa sjálfsör- yggiö. Mogginn hefur gripið til þess g.’nialkunna ráðs að gera and- stæðingaflokkum sínum upp mikla ólgu og ágreining, klofning og hvaðeina. Þá hefur Mogginn gleymt því sem hann hefði þó átt að festa betur í minni en flestir aðrir, að spenna og átök í stjórnmálaflokkum, eru alltað- eins líkleg til að auka þeim fylgi - samanber Sjálfstæðisflokkurinn fyrr og síð. Nú er það svo að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur enga stefnu í borgarstjórnarkosningunum og Björn er að reyna að bæta úr því með því að dusta rykið af gömlum slagorðum íhaldsins. Þannig fer hann að tala um „kjör- orð“ Sjálfstæðisflokksins: varist vinstri slysin, - í sömu andrá og hann sakar andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins um það sem hrjá- ir Sjálfstæðisflokkinn öðrum fremur - ábyrgðarleysi - sérstak- lega í fjármálum. Hættan til hægri, - einsog hafskip í rótinu. Rýrnandi þrek Það er svo ekki nema eðlilegt að Mogginn hafi átt í erfiðleikum með að blása baráttu í brjóst stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins. Fyrir hverju eiga þeir að berjast? Glansmyndinni af borgarstjóranum? Sú var tíð að Flokknum tókst auðveldlega að hóa saman þúsundum manna þegar mikilsverðar skrautsýning- ar voru á dagskrá. Eftir að hafa ákveðið að vera í felum fyrir kjósendum, - og séð að það voru mistök, ákvað Sjálf- stæðisflokkurinn að efna til stór- fundar á Lækjartorgi í gær, - til að sýna styrk sinn og tiltrú meðal kjósenda. Auglýsingar, dreifirit og hvaðeina til að auglýsa upp fundinn. Nú átti að sýna vinstri mönnunum hvernig ætti að halda fund: En þær Austurstrætisdætur sem ekki sjást á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins létu ekki heldur sjá sig á Lækjartorgi. Litli maðurinn á götunni lét ekki held- ur sjá sig. Ekki einu sinni pró- sentin sem í skoðanakönnunum segjast vera hlynnt Ölfusvatns- landskaupunum hans Davíðs létu sjá sig. Og verkafólkið í Granda lét sig líka vanta. Einungis sauðtryggustu hetjurnar, æðstu embættismennirnir og fulltrúar ættarveldisins og nokkrir fylgis- menn þeirra komu og hlustuðu á Davíð. Og Albert. Svo kom leikari og las upp Austurstræti eftir borgarskáldið ljúfa - Tómas Guðmundsson. Við biðjum öll Klippari þarf ekki að lýsa þeirri klökkvu tilfinningu sem bærist í miðaldra rótttæklingshjarta, sem svo oft hefur barist á fámennum fundum í kuldanum - þegar Austurstrætisfundur íhaldsins varð honum sýnilegur á ljós- myndum. Og þessar par hundruð sálir báðu með skáldinu: Biðjum þess öll að bankar þínir dafni börnin þín leggi niður svik og klæki... Og nú var blásið kjarki í íhaldsbrjóstin: Kaupmenn þínir sönnum auði safni og setji hann í örugg fyrirtæki. Og þá mundu menn alltíeinu að þau geta verið fallvölt þessi „öruggu fyrirtæki", - ísbjörninn og Hafskip - og reistust við: ef ekki þessa heims þá hinum megin. Alltílagi En sá skáldið þennan útifund íhaldsins fyrir?: Og jafnvel þó að þynnist okkar flokkur við þurfum ekki heimsins vegna að kvíða því eilífðina munar minnst um okkur og munar ekki vitund um að bíða. Það veit ég að Tómas Guð- mundsson fyrirgæfi mér stráks- skapinn. -óg DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfutélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður A. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrífstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 30. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.