Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 20
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsfmi: 681663. Föstudagur 29. maí 1986 119. tölublað 51. örgangur Dagvistarmál Fóstrum hjá borginni fækkar Á milliáranna 1984-85fœkkaðifóstrum um2, ófaglœrðustarfsfólkifjölgaði um29. Frá 1982 hefur stöðugildumfóstra sem ekki hefur tekist að manna fjölgað úr 40 í 60. Kristín Á. Ólafsdóttir: Þróunin sýnir afleiðingar láglaunastefnunnar Fóstrum á dagvistarheimilum borgarinnar fækkaði um 2 á milli áranna 1984-1985 þrátt fyrir það að 3 ný dagvistarheimili hafí verið tckin í notkun. Á sama tíma fjölgaði ófaglærðu starfsfólki sem vinnur með börnunum um 29. Samkvæmt upplýsingum frá Dagvistun barna var fjöldi fóstra í starfi hjá dagvistarheimilum borgarinnar árið 1984 160 en árið 1985 voru þær orðnar 158. Á milli þessara sömu ára fjölgaði ófag- lærðu starfsfólki sem starfar með börnum á dagvistarheimilunum úr 246 í 275. Fjölgun rýma á dag- vistarheimilum borgarinnar var á þessum tíma 248. Frá árinu 1982 hefur stöðugildum fóstra sem ekki hefur tekist að manna fjölg- að um 20, eða úr 40 í 60. „Þessi þróun sýnir ljóslifandi afleiðingar láglaunastefnunnar," sagði Kristín A Ólafsdóttir vara- formaður Alþýðubandalagsins. „Uppeldistörfin eru herfilega vanmetin en flóttinn úr fóstru- stéttinni og kennarastéttinni er staðfesting á því. M.a. þess vegna hefur Alþýðubandalagið sett upp kröfuna um 30 þúsund króna lág- markslaun. Aðgerðir til úrbóta í dagvist- armálum almennt eru mjög að- kallandi en það er mál manna sem til þekkja og brennur á að ástandið hafi ekki verið jafn slæmt í áraraðir,“ sagði Kristín ennfremur. „Stefna Sjálfstæðis- flokksins sem felst í því að leggja alla áherslu á uppbyggingu leik- skóla en ekki dagheimili er liður í því, en það hefur sýnt sig að þörf- in fyrir dagheimili er lang mest,“ sagði Kristín Á. Ólafsdóttir að lokum. -K.ÓI. Mannréttindabrot Fá ekki að kjósa AhöfnJóns Kjartanssonar S U lllfrá Eskifirði haldið útá sjó og húnfœr ekki að kjósa þarsem íhaldið á þarfá atkvæði. Framsóknarmenn og íhaldið á Eskifirði er nú að fremja fullkomið mannréttindabrot á áhöfn Jóns Kjartanssonar SU III, sem er í eigu Alla ríka, með því að halda skipinu á veiðum þar til daginn eftir kosningar, en skipið fór á veiðar 4 klukkustundum áður en utankjörstaðakosning hófst. Jón Kjartansson er á rækju og vinnur aflann um borð. Einu sinni síðan skipið fór á veiðar hef- ur það komið til hafnar, en það var til Bolungarvíkur kl. 4 um nótt en fór út rétt áður en mögu- legt var fyrir áhöfnina að kjósa utan kjörstaða. Pjóðviljinn ræddi í gær við Hrafnkel A. Jónsson formann Verkalýðsfélagsins á Eskifirði. Hann benti á að útgerðarstjóri skipsins, Emil Thorarensen væri kosningastjóri Framsóknar- flokksins og skipstjórinn Þor- steinn Kristján væri í 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, en væri nú- verandi bæjarfulltrúi þess flokks. Er hann þá búinn að kjósa? „Nei, en þar sem hann er eina íhaldsatkvæðið um borð er það eins og að fórna peði fyrir drottn- ingu að halda skipinu úti fram yfir kosningar." Útgerðaraðilar skipsins bera því við að enginn af áhöfninni hafi farið fram á það að fara í land og kjósa. Þeir sem gerst þekkja til fullyrða að hver sá sem krefðist þess yrði rekinn á stundinni og menn vilja ógjarnan missa pláss á þessu fræga loðnuveiðiskipi. -S.dór Verkamannabústaðir Sterkur G-Iisti Skoðanakönnun sem gerð var meðal 53 starfsmanna Verka- mannabústaðanna í Ártúnsholti í gær sýndi, að G-listinn naut næst- mests fylgis, eða 18 manna, en Sjálfstæðisflokkurinn 20. A- listinn fékk 7 atkvæði, B-listinn 3 og Kvennalistinn og Flokkur mannsins eitt hvor. Þrír skiluðu auðu. Fjármálastjórn Hagræðing borgarstjóra dýr Kostnaður mun meiri við skrifstofuhald borgarstjórnar eftir hagrœðingartilfœrslur borgarstjóra en áður var. Aukinn kostnaður við skiptingu frœðsluskrifstofa ítvœr Avegum borgarstjóra hafa far- ið tvö „sérstök hagræðingar: verkefni“ fram í Reykjavík. í öðru tilfellinu var mönnum skákað til á skrifstofum borgar- stjórnar að sagt var I sparnaðar- skyni. Nú er komið á daginn að kostnaður við þcssar tilfærslur eykst um 15,4 miljónir króna. Framreiknaður kostnaður frá 1982 færður til núvirðis væri 94,5 miljónir miðað við fyrir tilfærsl- urnar, en áætlaður kostnaður fyrir árið 1986, það er eftir hag- ræðinguna er 109,9 miljónir. Annað dæmi sama eðlis er að fræðsluskrifstofu Reykjavíkur var skipt upp í tvær skrifstofur, fræðsluskrifstofu og skólaskrif- stofu en það var gert þegar ráð- herra skipaði annan fræðslu- stjóra í Reykjavík en íhaldið vildi. Kostnaður við skólaskrif- stofuna árið 1986 er áætlaður 11,7 miljónir en kostnaður við fræðsluskrifstofuna eina fyrir uppskiptinguna hefði verið, framreiknaður frá 1982, 7,6 milj- ónir. Munurinn nemur hér 4,1 miljón. Ættleiðingar frá Sri Lanka Nýrra leiða leitað Ifréttatilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu segir að á grundvelli upplýsinga um milligöngumann um ættleiðingar á Sri Lanka sjái ráðuneytið sér ekki fært að heimila frekari ætt- leiðingar fyrir milligöngu þessa aðila. Jafnframt segir í fréttatil- kynningunni að einungis sé um að ræða stöðvun mála frá þessum ákveðna milligöngumanni og að önnur ættleiðingarmál hljóti venjulega afgreiðslu. Ráðuneytið vinnur nú að því áamt félagi íslenskrar ættleiðing- ar að finna nýjar leiðir til lausnar á vanda þeirra sem óska eftir ætt- leiðingu. Listahátíð Stranglers kemur ekki Rokkhljómsvcitin Stranglers er hætt við að koma á tónleika Listahátíðar 16. og 17. júní. Framkvæmdastjórn Listahá- tíðar hafði gengið frá öllum samningum við hljómsveitina en þá er sumum í hug þegar horfið er auga og hefur sveitin rift samn- ingunum án frekari formála. Framkvæmdastjórn hátíðar- innar reynir nú að fá aðra hljóm- sveit til að hlaupa í skarðið. -m Sápan frá Lýsi h.f. litar sjóinn við Grandaveg, en þetta er hættulaust að sögn Ágústs. Grandavegur Lífræn sápa í sjóinn Agúst Einarsson hjá Lýsi h.f.: Lífræn sápa sem verður til við lifrarbræðslu. Algjörlega skaðlaus Þetta er lífræn sápa sem mynd- ast við lifrarbræðsluna, al- gjörlega skaðlaus, sagði Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri Lýsis h.f. þegar Þjóðviljinn spurði hann hvaða efni það væru sem fá að renna til sjávar frá fyrirtækinu við Grandaveg, en það hefur vakið athygli margra hvernig sjórinn er þar útlítandi. „Þetta er gersamlega skað- laust, en það er annað sem er ör- ugglega ekki til bóta og það eru skolpúthlaupin hér fyrir framan. Það eru hér ein 4 úthlaup sem standa uppúr á fjöru,“ sagði Ág- úst. Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort þarna væri um grút að ræða, en Ágúst sagði það af og frá. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.