Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 9
FRETTASKYRINGAR Óskar Guðmundsson skrifar Þeir skjálfa á beinunum Pólitískfréttaskýring um kosningabaráttuna. Hvernig sem kosningarnarfara er Ijóstað Sjálfstœðisflokkurinn á meira aðhald í vœndum en hingað til. Glansmyndin að dofna í aðdraganda kosningabarátt- unnar var ljóst að félagshyggju- flokkarnir áttu við ramman reip að draga í baráttunni gegn Sjálf- stæðisflokknum. Skoðanakann- anir gáfu til kynna sovésk kosn- ingaúrslit þarsem Sjálfstæðis- flokkurinn fengi allt að 80% at- kvæða. í prófkjörsslag og að- dragandanum öllum í lok síðasta árs og í byrjun þessa gaf Sjálf- stæðisflokkurinn sjálfur upp bolt- ann um meginmál kosninganna með því að hamra í sífellu á að kosningarnar snerust um Davíð Oddsson. Frammámenn í flokkn- um klifuðu á þessu atriði meirað- segja í blaðagreinum, þarsem þeir sögðu að kosningarnar myndu snúast um borgarstjórann sem aðrir fylktu sér um. Svo virtist sem Sjálfstæðis- flokkurinn gerði sér ekki grein fyrir hættunni (fyrir þá) sem í þessum áróðri fólst. Þessi áróður Sjálfstæðisflokksins auðveldaði andstæðingum þeirra að afhjúpa einræðishneigð og persónudýrk- un í flokknum. Persónudýrkunin ýtti beinlínis undir gagnrýni. Glansmyndin Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig geta, - væntanlega í ljósi 80% fy lgisins, - látið sér nægj a að birta glansmyndir af borgarstjóranum fram að kosningum og keyrt á að borgarstj órnarkosningarnar væru „ópólitískt“ mál. í fram- haldi af því neitar Sjálfstæðis- flokkurinn að koma á DV- fundinn, ræða málin við pólitíska andstæðinga sína fyrir framan borgarana í Reykjavík. Dæmi- gert fyrir þetta er kosningabæk- lingur Sjálfstæðisflokksins, þar- sem jafnaðarmerki er sett á milli Davíðs/flokksins og Reykjavíkur - Áfram Reykjavík heitir glansritið. Þessi herstjórnarlist Sjálfstæð- isflokksins fól það í sér, að ríkis- miðlarnir héldu áfram að klappa glansmyndina, - og tækju ekki neikvæð mál, - mál sem gæfu ti- lefni til gagnrýni á Davíð borgar- stjóra og Floíckinn til umfjöllun- ar. Það gætu ríkisfjölmiðlamir varið á þeirri forsendu að mál sem ekki hefðu komið fyrir í Morgunblaðinu ættu ekki erindi til almennings. En hlutverk Morgunblaðsins er oft þvíumlíkt varðhundahlutverk um þögnina. Þannig hafa erfiðu málin fyrir Sjálfstæðisflokkinn ekki borist mjög til almennings í landinu eftir hefðbundnum leiðum veðurfregna. En þessi herstjórnarlist Sjálf- stæðisflokksins brást. Pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins sáu í gegnum herfræðina og brugðust snemma við. Brjóta þagnarmúrinn Það er dálítið merkilegt að lesa um það í ýmsum blöðum, að þessi kosningabarátta sé óvenju deyfðarleg og öllum sé um að kenna. Þetta er auðvitað alrangt. Kosningabaráttan hefur ein- kennst af áðurnefndri herfræði Sjálfstæðisflokksins - og þagn- armúrnum sem Flokkurinn hefur byggt í baráttunni utan um vand- ræðamálin sín m.a. í ríkisfjöl- miðlunum. Þess vegna tel ég m. a. árangur minnihlutans síðustu vikurnar í kosningabaráttunni vera afrek. Andstöðunni hefur tekist að rjúfa þagnarmúrinn. Meðal annars með þeim árangri Fámennur rigningarfundur Sjálfstæðisflokksins í gær varð ekki til að auka með þeim kjark. Mynd: Sig. að Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið eru að fara á taug- um einsog sjá má síðustu daga. „Kosningabaráttan hefur leitt í ljós að það er mestur kraftur í Álþýðubandalaginu af vinstri flokkunum," segir Björn Bjarna- son í taugaveiklunarkenndri kosningaskjálftagrein í Morgun- blaðinu í gær þarsem hann er að reyna að rétta hlut Sjálfstæðis- flokksins með því að vitna til klofnings félagshyggjuaflanna. Og það er dálítið til í þvf að Alþýðubandalagið áttaði sig í upphafi á því, að til að ná ein- hverjum árangri þurfti að rjúfa þagnarmúrinn. Og það yrði ekki gert með hjálp Morgunblaðsins eða ríkisfjölmiðlanna, sem héldu óþægilegu málunum í mátulegri fjarlægð í þeirri von að ekkert breyttist - Sjálfstæðisflokkurinn yrði með 70% til 80% fylgi. Frambjóðendur Alþýðubanda- lagsins sóttu hundruð vinnustaða heim töluvert á undan öðrum frambjóðendum og náðu þannig til þúsunda manna. Þjóðviljinn lagði sjálfum sér ákveðnar baráttulínur fyrir nokkrum mánuðum. Hann byrj- aði snemma að benda á og fjalla um mál - sem eru táknræn fyrir stjórnun Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: einræðistilburði flokksins, valdníðslu, fjármál- aspillingu og frjálshyggjudæmi. Af nógu var að taka eftir fjögurra ára óstjórn Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir glansmyndina sem íhaldinu fram að kosningabaráttu hafði gengið býsna vel að sýna. Á seinni stigum herti svo Þjóðvilj- inn á upplýsingastreyminu, - einsog það að Sjálfstæðisflokkur- inn hefúr greinilega reiknað með að vinna stóran kosningasigur án þess að þurfa að taka þátt í kosn- ingabaráttu, án þess að þurfa að svara fyrir stjórnun sína. Sjálfs- trúin og hrokinn er svo mikill, að þeir þóttust þess fullvissir að með þögninni væri hægt að fela og jafnvel hælast um af glansmyndinni, - og að málefni - og áróður, t.d. Þjóðviljans næði ekki til almennings. En þeim varð hált á því. Skoðanakannanir Félagsvísindastofnunar fyrir Þjóðviljann um afstöðu fólks til Ölfusvatnsmálsins og um helsta andstæðing Sjálfstæðisflokksins, á síðustu dögum urðu til að sanna og sýna fram á að málflutningur Alþýðubandalagsins og Þjóðvilj- ans hafði komist til skila. Auðvitað hefur þessi kosning- abarátta öðrum þræði verið bar- átta milli fjölmiðla, milli Þjóð- viljans og Morgunblaðsins. Morgunblaðið hefur endurspegl- að vaxandi taugaveiklun á innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins. Þeg- ar leið á baráttuna urðu pólitísk tfðindi, sem gerðu það að verkum að innsti kjarninn hefur talið enn óárennilegra að koma fram í ÓSKAR GUÐMUNDSSON sviðsljósið. Hafskipshandtök- urnar á áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins voru ekki beinlínis til þess fallnar að bæta geð guma í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Svo þeir héldu sig í felum. Morgunblaðið reyndi að bjarga því sem bjarga varð í kosn- ingaslagnum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn með því að birta áfram glansmyndirnar af borgarstjóran- um, - og síðustu daga hefur blað- ið, þvert á prinsipp sem það hafði einsett sér, keyrt grímulaust í ár- óðrinum fyrir Flokkinn, einsog í gamla daga þegar forystumenn fíokksins ritstýrðu blaðinu. Ámundi á uppleið í fjölmiðlastríðinu og auglýs- ingunum, hefur hugmyndafræð- ingi A-listans Ámunda Ámund- asyni orðið býsna vel ágengt. Hann hefur stflað á markhóp, sem er tvístígandi; óánægður með Sjálfstæðisflokkinn, stund- um , - þykir vænt um Davíð, af- því hann er kjaftfor, en er óá- nægður með hneykslismálin og þykir Bryndís heillandi. Niður- staðan verður sú, að þeir sem kjósa Alþýðuflokkinn eru að meirihluta samkvæmt skoðana- könnunum fylgjandi Davíð borg- arstjóra og jafnframt fylgjandi og andvígir ríkisstjórninni. Áð vissu leyti er útkoma Alþýðuflokksins úr kosningabaráttunni því fróð- legt kúnstverk. En oddvitar framboðsins vilja ekki gefa upp hvort þeir vilji samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eða Alþýðu- bandalagið. Sambandsfylgið þjappast saman Framsóknarflokkurinn byrjaði baráttuna seint á núlli - dálítið þreytulegt yfirbragð til að byrja með en hefur samkvæmt könnun- um tekist að þjappa saman fylgi sem slagar hátt í bæjarfulltrúa. Nú verð ég að viðurkenna, að það er dálítið erfitt að átta sig á því hverjir geta hugsað sér að kjósa Framsóknarflokkinn, - en margir segja að flokknum í borg- inni hafi tekist að þjappa saman Sambandsfylginu, - annað sé það ekki. En það er alls óvíst hvort flokknum tekst að halda í fylgi sem nægir til að fá mann kosinn. Sú tilhöfðun sem Gerður Steinþórsdóttir og Kristján Ben- ediktsson höfðu til vinstri er ekki lengur fyrir hendi, þannig að þarmeð hverfur örugglega stór kjósendahópur. Enda er flogið fremur lágt í kosningabaráttunni að þessu sinni, þó léttara virðist á endasprettinum. Dauft yfir Kvennó Mesta spennan og lífið fyrir fjórum árum var yfir Kvenna- framboðinu í Reykjavík. Bæði í höfuðborginni og á Akureyri unnu Kvennaframboðin glæsta sigra. í aðdraganda kosningabar- áttunnar tóku bæði þessi fram- boð, Kvennaframboðið á Akur- eyri og Kvennaframboðið í Reykjavík þá ákvörðun að bjóða ekki fram að þessu sinni. Ástæð- an var sú að í upphafi var litið á framboðin af konunum sem stóðu í eldlínunni sem tíma- bundna aðgerð. Þegar til tals kom að Kvenna- framboðið í Reykjavík byði fram til þingkosninga, urðu þær sem vildu slíkt þingframboð í minni- hluta. Þær sem sættu sig ekki við það meirihlutasjónarmið 1983 ákváðu að mynda eigin þingfram- boð með því að stofna Samtök um kvennalista. En þegar tekin var ákvörðun um að Kvennaframboðið byði ekki fram í borgarstjórnarkosn- ingunum, sætti minnihlutinn sig ekki aftur við þá ákvörðun, - og gekk til samstarfs við Samtök um kvennalista og bjóða nú fram í hans nafni. Þessi ágreiningur skilur eftir sig sár, einsog sjá má af greinum frá báðum hópum sem birst hafa í Þjóðviljanum. Þær Guðrún Jónsdóttir borgar- fulltrúi Kvennaframboðsins og Hjördís Hjartardóttir framámað- ur í baráttu framboðsins segja m.a. í grein í Þjóðviljanum: „Kvennaframboð og Kvennalisti eru tvö ólík öfl. Meðan það hefur ekki vafist fyrir Kvennaframboð- inu að vera heilt í sinni afstöðu til málefna hefur Kvennalistinn oft- lega orðið ber að því að stíga eins konar framsóknarvals“. Það virðist margt benda til þess að Kvennalistinn fari ekki vel útúr þessum kosningum. Árangursrík barátta Enginn andstöðuflokkur Sjálf- stæðisflokksins nema Alþýðu- bandalagið hefur gefið skýr og af- dráttarlaus svör um það hvað þeir vilji gera eftir kosningar. Al- þýðubandalagið eitt hefur lýst yfir afdráttarlausri afstöðu gegn Sjálfstæðisflokknum og að hann vilji mynda meirihluta gegn íhaldinu. Þetta er auðvitað til styrktar G-listanum. í málflutningi sínum og stefnu- skrám slá félagshyggjuflokkarnir allir á svipaðar nótur. G-listanum virðist hafa tekist að koma helstu málum sínum á framfæri: átak fyrir aldraða, áhættulánasjóður, fiskeldi, mannsæmandi laun, 30 þúsund króna lágmarkslaun, dagvistarstofnanir, lýðræði í hverfunum, félagsleg samábyrgð í stað frjálshyggju o.s.frv., - en engu að síður eru það hneykslismál Sjálfstæðisflokks- ins sem hafa orðið fyrirferðarm- est í kosningabaráttunni. Ástæða þess að stefnumálin hafa ekki verið fyrirferðarmeiri eru margar: Sjálfstæðisflokkur- inn mætir hvergi með sína stefnu til samanburðar, - og svo hitt að hneykslismálin segja táknræna sögu sem mörgum var ekki kunn- ug fyrr en í baráttunni. Síðustu daga eru ýmsar vís- bendingar á lofti um að tekið sé að fjara undan fylgi Sjálfstæðis- flokksins. Það sýnir árangur kosningabaráttu félagshyggju- flokkanna og Þjóðviljans. En hvert fylgið fer er erfitt að segja til um - óöryggið hefur sjaldan verið meira. Flokkurinn sem ætl- aði að heyja kosningabaráttu sína fjarri fólkinu - er farinn að skjálfa. Fólkið hefur horft á „af- rekin", eftir því sem gatið hefur stækkað á potemkin-tjöldunum. Flokkurinn sem var með 80% fylgi og hagar sér einsog valdak- líka bakvið Kremlarmúra - hefur tapað tiltrú og fylgi. Bíður skelf- dur bakvið múrana. Hér eftir mun Sjálfstæðis- flokknum ganga erfiðar að hampa glansmyndinni, - og fela spillinguna og sukkið. Ef íhaldið fellur ekki, - mun aðhaldið alt- énd aukast. Það er afþví fólkið vill ekki fleiri Ölfusvötn, ekki fleiri Granda, - ekki fleiri Haf- skip. Óskar Guðmundsson Föstudagur 30. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 iOr»; .0^ 'ilJf’i’iJUíSÍ^ | - \(l'c o

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.