Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 7
Umsjón
Sigurður
Á. Friðþjófsson
Myndir úr Eyjum
i Vestmannaeyjum þrífst fjölskrúðugt mannlíf og athafnasemi mikil. Á
ferð okkar um Eyjar fyrir skömmu hittum við fyrir þessa kátu krakka í
leikskólanum við Kirkjugerði. Og dæmigerð mynd, Klifið yfir skipalyft-
unni fær að fljóta með. Ljósm. ráa
Hjalti Pálsson forstööumaður Safnahússins. Meö ritvinnslukerfinu hefur okkur
tekist að lækka útgáfukostnað bóka verulega. Mynd -Ing.
Sauöárkrókur
BÓKASAFNIÐ
í blómlegri útgáfu
Mikil starfsemi í safnahúsi Skagfirðinga
Safnahus Skagfirðinga var
tekið í notkun 1970 og hefur að
geyma margháttaða starfsemi.
Þrjú söfn eru þar til húsa. í
fyrsta lagi er þar Héraðsbóka-
safnið, sem að stofni til er frá
1904, en þá samþykkti sýslu-
nefnd Skagafjarðar að stofna
Sýslubókasafn á Sauðárkróki.
Safnið telur nú um 20.000
bindi, og í útláni á síðasta ári voru
um 35.000 bindi. Tala útlánsbóka
hefur dregist nokkuð saman frá
því er hún komst hæst 1982. Að
öllum líkindum hefur videóvæð-
ingin tekið sinn toll þar sem ann-
arsstaðar. Héraðsskjalasafn
Skagfirðinga er í húsinu, en yfir-
maður þess er Kristmundur
Bjarnason. Þar er um að ræða
elsta héraðsskjalasafn á lands-
byggðinni, stofnað 1947. Skjala-
safnið er mikið og gott að vöxtum
og er miðstöð fræðastarfsemi í
héraðinu. Loks er Listasafn
Skagfirðinga í Safnahúsinu. Það
er stofnað 1968 og á nú um 80
myndverk, og bætast því árlega
nokkur verk, keypt eða gefin.
Þrátt fyrir lítil fjárráð hefur Lista-
safnið staðið fyrir einni myndlist-
arsýningu í Sæluviku ár hvert.
Sögufélag Skagfirðinga á og
heimili í Safnahúsinu.
Hjalti Pálsson er forstöðumað-
ur Safnahússins á Sauðárkróki og
bókavörður við Héraðsbókasafn-
ið ásamt því að vera formaður
Sögufélags Skagfirðinga. Hjalti
tók til starfa við Safnahúsið
haustið 1976 að afloknu íslensku-
og sögunámi við Háskóla íslands.
Er hann var spurður um kvað
helst væri á döfinni, hvað Hjalti
undirbúning að útgáfu bóka fé-
lagsins í ár vera í fullum gangi. „Á
síðasta ári gaf félagið út 3 bækur
og verður svo einnig í ár. Á næstu
vikum kemur út 15. hefti ársrits
félagsins, Skagfirðingabókar, en
hún hefur að geyma margskonar
sögulegt efni og þjóðlegan fróð-
leik úr héraðinu.
Síðan kemur út í haust 3. bind-
ið í ritsafni Stefáns Jónssonar
fræðimanns frá Höskuldsstöð-
um. Það hefur að geyma sagna-
þætti með ættfræðiíegu ívafi.
Loks er væntanlegt á árinu 4.
bindið af Skagfirskum æviskrám
fyrir tímabilið 1850-1890.
Félagið hefur ungan ætt-
fræðing, Guðmund Jóhannsson í
starfi yfir veturinn við æviskrár-
ritun. Sögufélagið hefur fengið
styrki frá ýmsum fyrirtækjum og
opinberum aðilum heima í héraði
til að kosta æviskrárritunina. Á
síðastliðnum vetri festi félagið
kaup á ritvinnslutölvu. Hún gerir
félaginu kleift að annast sjálft
setningu á bókum sínurn og
lækka þannig útgáfukostnað í
framtíðinni. Auk þessa eykur
þessi tækni hagkvæmni við ævi-
skrárritun," sagði Hjalti að lok-
um. -Ing
Föstudagur 30. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7