Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 2
_________________FRÉTTIR______________ Laugardalsskipulagið Enn ein draumsýnin? Fyrir borgarstjórnarkosningar 1974 var lagtfram skipulag að Klambratúni. Enn aðeins ápappír. Ekki ósvipað kosninga- bombu Sjálfstœðisflokksins í Laugardalnum r Ameðan Sjálfstæðisflokkurinn blæs nýtt skipulag að Laugar- dalnum út og lofar þar vin í borg- inni, er til ekki ósvipað skipulag að Klambratúni síðan árið 1974. Þar sem það er enn einungis á teikningu vaknar vitaskuld sú spurning hvort ekki fari eins fyrir Laugardalsskipulaginu, sagði Sigurður Harðarson arkitekt í samtali við Þjóðviljann í gær. Samkvæmt skipulagi að Klambratúni (Miklatúni) sem gert var fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar 1974 er þar gert ráð fyrir minigolfi, tjörn, gæsluvelli, sam- komusvæði, leiksviði, garði sér- hönnuðum fyrir blinda og svo framvegis, en þrátt fyrir að síðan hafi liðið ein tólf ár bólar enn ekki á neinu af þessu á túninu. „Þarna er ramminn tilbúinn, en enn vantar „húsgögnin". Ég er ansi hræddur um að með þessu skipulagi að Laugardalnum sé Sjálfstæðisflokkurinn að búa til enn eina draumsýn, sem allt of margir láta blekkjast af. Vitaskuld ber að fagna því að Laugardalurinn verði útivistar- og íþróttasvæði borgarbúa en hefur það ekki alltaf legið í augum uppi? Og hvað er það sem er svo stórkostlegt við þetta nýja skipulag annað en að þar verði komið upp dýragarði, tjörn og stóru gróðurhúsi? Það er svolítið kyndugt að fylgjast með því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn blæs það út að gerð verði limgerði við tjaldstæðið og það flutt til svo það sé ekki á floti, eða að gengið verði snyrtilega frá bílastæðum við íþróttamannvirkin. Annað er ekki nýtt í þessu skipulagi,“ sagði Sigurður Harðarson í gær. —gg Maður var hálf einmana á torg- inu í gær... Kosningaútvarp Útvarpað alla Sjónvarpið Laxness snuprar Hrafh Forráðamönnum sjónvarpsins hefur borist bréf frá lögfræð- ingi Halldórs Laxness þar sem þess er kraflst að styttri útgáfu Silfurtúngisins verði eytt. Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaði leikrit Halldórs, Silfur- túnglið, fyrir nokkrum árum, og var það endursýnt nú í mánuðin- um, en þá í styttri útgáfu og breýttri, án þess að samráð væri haft við skáldið á Gljúfrasteini. Von er á skýrslu frá Hrafni til framkvæmdastjóra siónvarpsins um málið, og líklegt er að út- varpsráð ræði snuprurnar á fundi sínum í dag. I ýmsu að snúast; Hrafn Gunnlaugsson formaður framkvæmdanefndar Listahátíðar tekur á móti erlendu stórmenni í límúsínum, en Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstióri sætir snuprum Nóbelsskáldsins fyrir meðferð sína á Silfurtúngl- inu. (Mynd: Sig.) nóttina Beinar útsend- ingar víða að af landinu Ríkisfjölmiðlarnir hafa mikinn viðbúnað vegna kosninganna að venju og verður mikið um dýrðir kosninganóttina. Kosning- aútvarp á rás eitt og rás tvö hefst klukkan 22 á laugardagskvöldið og er áætlað að útvarpa á gömlu rásinni þar til talningu er alls staðar lokið. Sjónvarpið lætur ekki sitt eftir liggja og í Reykjavík verður sam- eiginleg útsending sjónvarps og útvarps. í útvarpi verða tölur lesnar jafnóðum og þær berast og með hjálp tölvu geta fréttamenn og sérlegir reiknimeistarar spáð í tölur og sagt hvað þær þýða. Auk þess verður leikin tónlist og spjallað við frambjóðendur. Fréttamenn verða á ferðinni víða um land um nóttina og verður út- varpað beint frá mörgum stöð- um. —gg Hafnarfjörður Bræðravíg hjá íhaldinu Einar Th. Mathiesen rœðstharðlega að flokksbrœðrum sínum og bróður sínum Matthíasi utanríkisráðherra. Hefur ekkertgertfyrir Hafnfirðinga íráðherradómi Ferðalög Geðdeild 11 í tvær vikur til Hollands Einsdœmi að heil deild taki sig svona upp r Imorgun snemma fór óvenju- legur hópur í sumarfrí til Hol- Iands en þar fór Geðdeild 11 af Kleppsspítala til hálfs mánaðar dvalar í sumarhúsum. Mun það einsdæmi að heil deild taki sig öll upp og fari í slíka ferð, þó farið hafi verið áður í ferðir á vegum spítalans. Hafa þær ferðir ætíð verið styrktar af stjórn spítalans. Enginn styrkur fékkst til þessarar ferðar annar en hluti fæðiskostn- aðar vistmanna og er ferðin því kostuð af deildinni, vistmönnum og ættingjum þeirra og starfs- mönnum. Ákveðið var síðastliðið haust að reyna að fara þessa ferð og hafin söfnun. Hafa starfsmenn og vistmenn deildarinnar unnið að ýmis konar verkefnum í því skyni, seldir voru áramótahattar, bakaðar pizzur og kökur og seld- ar, flóamarkaðir haldnir og fleira þess háttar. Fjöldi þeirra sem fara í sumar- húsin eru 16 vistmenn og 8 starfs- menn. Ing. Inýjasta tölublaði Frjáls Fram- boðs málgagni sérframboðs Einars Þ. Mathiesen núverandi bæjarfulltrúa og bæjarráðs- manns Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er harðlega sótt að forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins í bænum og jafnframt er veist að Matthíasi A. Mathiesen Félag einstæðra foreldra verð- ur með merkjasölu á kjördag - verður sölufólk við kjörstaði og að líkindum víðar. 14. júní verður kosið í sveitarfélögum þarsem íbúar eru 500 eða færri. I Laxárdalshreppi ætlar Alþýðubandalagið að bjóða fram sérstakan lista í fyrsta sinn og eru öll efstu sætin skipuð utanríkisráðherra og bróður Ein- ars. Bendir blaðið á ýmis óeðlileg fjármuna og hagsmunatengsl for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins í gegnum bæjarkerfið og lýst undr- un á því að utanríkisráðherra sé dreginn inn í kosningabaráttuna Merkjasalan er til að koma fé- laginu yfir afborganir og kostnað við breytingar á húsinu við Öldu- götu lí, sem keypt var í fyrra, konum. Fimm efstu: Sigurjóna Valdimarsdóttir, Svala Valdi- marsdóttir, Sólveig Ingvadóttir, Björg Ríkharðsdóttir, Valdís Óskarsdóttir. -S.dór þar sem “ráðherrann hefur hing- að til ekki fengist til að skipta sér af málefnum bæjarins. Nú er samt svo komið hjá núverandi bæjarmálaforystu Sjálfstæðis- flokksins að fokið er í flest skjól og pilsfaldur ráðherrans á að duga en menn verða nú samt að athuga það að það gustar nú líka sagði Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður Félags einstæðra for- eldra í stuttu spjalli við blaðið. Þar hefur verið tekið í notkun neyðar- og bráðabirgðahúsnæði fyrir einstæða foreldra og börn þeirra, sem eiga í tímabundnum vandræðum. Nú eru tíu fjölskyldur á Öldu- götunni og margir á biðlista. I húsi félagsins að Skeljabrekku 6 eru ellefu fjölskyldur og láta mun nærri að um 50 manns eigi nú at- hvarf í húsum félagsins. Guðný Kristjánsdóttir teiknaði merki það sem selt er á kjördag. um ráðherra eins og aðra þessa stundina," segir m.a. í blaðinu en ábyrgðarmaður þess er Einar Þ. Mathiesen. Hafskipsmálið Gæslu - varðhald staðfest Hœstiréttur stytti varðhaldið Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð undir- réttar yfir forráðamönnum Haf- skips. Undirréttur í Reykjavík dæmdi fimmmenningana í Haf- skipsmálinu í gæsluvarðhald til 25. júní, og áfrýjuðu þeir til Hæstaréttar. í gær staðfesti Hæstiréttur úrskurðinn um gæsl- uvarðhald en stytti hann til 11. júní. Merkjasala Félag einstæðra foreldra Laxárdalshreppur G-listí í fyrsta sinn 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. mai 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.