Þjóðviljinn - 30.05.1986, Side 18

Þjóðviljinn - 30.05.1986, Side 18
________ MINNING__________ María Guömundsdótlir María Guðmundsdóttir, frá Mýrarkoti í Grímsnesi, var til moldar borin á Selfossi 19. apríl sl. María fæddist að Dufþekju í Hvolhreppi 5. júlí 1893. Foreldr- ar hennar voru vinnuhjú í Duf- þekju. María ólst upp með móð- ur sinni. 1902 eru þær mæðgur komnar út á Eyrarbakka, en ung- lingsárin var María lengstum í Þorlákshöfn. Þetta voru góð ár, enda minntist Marfa þeirra með hlýhug. Þorlákshöfn var á þessum árum mikil verstöð. Fólk kom víða að í verið. Hnyttin tilsvör Maríu, næman skilning og tilfinn- ingu fyrir íslenskri tungu, má áreiðanlega rekja til áranna í Þorlákshöfn. Óteljandi eru vís- urnar, sem hún hafði yfir og orð- atiltæki, sem nú falla í gleymsku. Gömul ljóðabréf úr Þorlákshöfn og af Eyrarbakka varðveitast, þó að María hafi kvatt þennan heim. Það var okkur eftirlegukindum velmegunarinnar ómetanlegt að fletta upp í íslandssögunni á spjalli við Mössu. Hún var t.d. 3ja ára, þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir 1896. María minntist „jarð- skjálftabarnanna," sem voru flutt suður undan hörmungunum. Þeirra beið óvissa. Sjálf hefur María sjálfsagt um margt verið heppin í þjóðfélagi þess tíma. Ein með móður sinni og ávallt hjá góðu fólki. María giftist Kristjáni Hann- essyni 1920. Kristján var þá í Klausturhólum í Grímsnesi. Með þeim Maríu og Kristjáni tókust /. 5. júlí 1893 d. 19. apríl 1986 miklir kærleikar, sem ekkert fékk grandað - nema hinsta kallið. Kristján lést árið 1973. María og Kristján bjuggu í Mýrarkoti í Grímsnesi 1920- 1961, en þá fluttust þau á Selfoss. Maríu Guðmundsdóttur kynntist ég fyrst fyrir nokkrum árum. Milli okkar var hálf öld í árum. Það leyndist engum, að María var skarpgáfuð, hugumstór kona. Alla tíð bjó hún við lítillæti hins vegmóða vegfaranda. Mýrarkot í Grímsnesi mun aldrei hafa verið kostajörð. Þar var í búskapartíð Maríu og Kristjáns allt með um- merkjum snyrtimennsku, og laust við búmannsraunir. María prjónaði og heklaði fyrir margan sveitungann. María var trygglynd, en hún var ekki allra. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og vildi ekki vera upp á aðra komin. Hún vildi t.d. sjá um sig sjálfa löngu eftir að krafta hafði þrotið að mestu. María var stolt. Hlutskipti Maríu hefði vissu- lega orðið annað, ef hún hefði haft tækifæri til að ganga menntaveginn og notið þeirrar framfærslu, sem býðst í dag. Hún ólst upp á „röngum tíma“ var barn réttindalítilla vinnuhjúa - fór á milli í vist og bjó síðan lengst af við takmörkuð kjör á kostalít- illi jörð. Almúga þessa lands buð- ust ekki betri kjör. Kynslóð Maríu eignaðist hins vegar auðæfi, sem engri annarri kynslóð mun hlotnast. Hjartslátt- ur aldamótakynslóðarinnar var örari en nokkurrar annarrar. Það er ekki ofsögum sagt að telja 20. öldina mesta umbrotaskeið ís- landssögunnar. Við getum farið hraðfari um atvinnusögu þjóðar- innar í einni og sömu kynslóð- inni. Með leifturhraða úr tækni- frumstæðu bændasamfélaginu í tölvuvædda borgarsambúð. Af íbúum landsins, sem fædd- ust um eða fyrir aldamótin síð- ustu, eru um 3 þúsund enn á lífi. Saga þjóðarinnar er ekki bara eitthvað sem var. Þetta fólk hefur sjálft verið í aðalhlutverkunum. Við búum að verkum þessarar kynslóðar. Það er okkar að varð- veita og hlúa að. Samfylgdin með þessu fólki er okkur dýrmæt. Við í Ártúni þökkum sam- fylgdina með Mössu. Þorlákur H. Helgason. Athugasemd við grein Guðnínar og Hjördísar er hvað í kvennabaráttu og hvað er hvurs? Eins og margoft hcfur vcrið skýrt frá í fjölmiðlum, býður Kvcnnaframbodið ckki fram lista til borgarstjórnar í Reykjavfk í þcssum kosningum. Þessi ákvörðun var tekin af þeim hópi kvcnna sem starfaði að borgar- málum fyrir Kvcnnaframboðið á liðnu kjörtfmabili. í framhaldi af þcssari ákvörð- un gengu nokkrar Kvennafram- boðskonur til liðs við Kvcnnahst- ann og taka þátt í sveitaTstjórnar- kosningum á hans vcgum. Hins vcgar var meirihluti Kvenna- framboðskvenna á móti fram- boði núna, þar eðendurtekningá þeirri aðgerð vseri ekki rétta leiðin í kvcnnabaráttu að sinni. Framsóknarvals Kvennaframboð og Kvenna- Usti cru tvö ólfk öfl. Meðan það hefur ekki vafist fyrir Kvenna- framboðiríu að vera heilt f sinni afstöðu til málcfna, hefur Kvennalistinn oftlega orðið ber að því að stíga einskonar framsóknarvals. Framsóknarvals er annars dansaður þannig að herrann leggur hatgri hönd um mitti dö- munnar og daman vinstri hönd á öxl herrans. Þau snúa hvort að öðru og haldast f hcndur með lausu höndunum. Þá hefst hinn eiginlegi vals. Sporin eru einföld, eitt skref til hatgri og eitt skref til vinstri og cru þau endurtckin meðan lagið cndist. Eins og áður er að vikið, hcfur hópur kvenna starfað með báð- n hreyfingunum. Þcss eru fjöl- ^dæmi að san Guðrún Jónsdóttir og Hjördís Hjartardóttir skrifa Kvennaframboð og Kvennalisti eru tvö ólík öfl. Medan þaö hefur ekki vafist fyrir Kvennaframboðinu að vera heilt ísinni afstöðu til málefna, hefur Kvennalistinn oftlega orðið berað því að stíga einskonar framsóknarvals starfi f flcirri cn einni hreyfingum án þess að þeim sé þar með rugl- að saman. Við undirritaðar höf- um t.d. starfað í Starfsmannafé- lagi Reykjavfkurborgar og Sam- tökum kvenna á vinnumarkaðn- um og aldrei orðið þess varar að neinn rugláði þessum félögum saman þrátt fyrir það. Kvenna- hvaft? Saklausum borgurum og illa upplýstu fjölmiðlafólki hefur orðið þaö á að rugla saman Kvennaframboði og Kvenna- lista. Það cr f sjálfu sér ekki óeðli- legt að fólk rugli saman öllu þessu kvenna... kvenna..., sem upp hefur sprottið á undanförnum árum. Við trúum því hinsvcgar ekki að konur sem starfa í þcssum hreyfingum, hvorri um sig eða báðum. séu ekki þaulkunnugar ólíku áherslum og þenn skilum, sem cru milli Kvcnna- framboðs og Kvennalista. Það hcfur þvf komið flatt upp á okkur að f kosningabaráttunni undanfarið, hafa talsmenn Kvennaiista látið Ifta svo út sem um hina einu og sömu samhcntu hreyflngu væri að ræða. Þó kastar tólfunum þcgar Kvcnnalistakon- ur stæra sig nú af baráttumálum þess á Ifðandi kjörtfmabili og láta líta svo út scm Kvcnnalistinn hafi barist fyrir þeim í borgarstjóm. Nýjasta dæmið um þetta birtist í kjallaragrcin Dorghildar Maack í DV sl. mánúdag. Þar segir m.a. að Kvennalist- inn hafi tyrir fjórum árum vakið athygli á ofbcldi gegn konum og staðið að stofnun Kvcnnaat- hvarfsins. Fyrir það fyrsta var Kvcnna- listinn ckki til á þessum tíma. Langt er nú seilst f málcfnafá- jru.þcgarpólitiskurflql' fer að eigna sér málefni eins og stofnun Kvennaathvarfsins. Að stofnun þess unnu konur úr öllum áttum og ólfkum sljórnmála- hrcyfingum cins og kunnugt er. Og landvinningarnir halda áfram. í þessari sömu grein og raunar víðar í málflutningi Kvennalistans, kcmur fram að Kvennalistakonur cigna sér nú tillögu Kvennaframboðsins um kjarnorkuvopnalausa Rcykja- vfk. Skv. fyrrgrcindri grein í DV mætti ætla að greinarhöfundur hafi flutt þcssa tillögu f borgar- stjóm. Okkur vitanlega hcfur Borghildur ckki einu sinni verið félagi f Kvennaframboðinu, hvað þá hcldur að hún hafí tekið þátt i borgarmálastarfi þcss. Já, stundum vildu allir Lilju kvcðið hafa. Hið rétta ( þessu máli er, að við undirritaðar og fluttum þessa tillögu og játum hér með að við það verk il nutum við aðstoðar karlmanns og M ekki annarra. Það vildi nefnilega 1 til að núvcrandi frambjóðendur \ Kvennalistans voru ekkcrt áfram um að Kvcnnaframboðið lcgði fram þessa tillögu. Sögufalsanir Við konur höfum iöngum búið við sögu, sem er fölsuð af körlum. Einn liður kvennabar- áttu er að Ijóstra upp um þessar falsanir og hafa það scm sannara reynist. — Það skýtur því skökku við þeg- ar sjálfskipaðir talsmcnn kven- frelsis ganga fram fyrir skjöldu f fölsunum og það á sögu síðustu missera. Við sjáum ckki að tilgangurinn sé annar cn að villa visvitandi um fyrir saklausum kjóscndum með því að skreyta sig mcð stolnum - fjöðrum. Miklu hefði nú verið affara- sælla fyrir Kvcnnalistann að koma til dyranna cins og hann er klæddur og skrifa. þannig sfna eigin sögu í stað þcss að fara í lcppana okkar Kvennafram- boðskvenna. Niðurstaða okkar er því þessi. Fyrst Kvcnnalistinn treystir sér til að umsnúa staðrcyndum og hag- ræða hlutunum cftir þvf sem bcst hentar hverju sinni eins og hér hafa verið nefnd dæmi um, vakna óhjákvæmilcga hjá manni spurn- ingar um eitt og annað. Guðrún Jnnsdóttir Hjartardóltir c Kvennaframboði. > t>g Hjördis J i félagar í i í Þjóðviljanum 28. maí, birtist grein eftir Guðrúnu Jónsdóttur og Hjördísi Hjartardóttur undir fyrirsögninni „Hver er hvað í kvennabaráttu og hvað er hvurs?" Til að varpa örlitlu ljósi á þessa grein viljum við undirritaðar koma eftirfarandi á framfæri: Báðar þessar konur hafa á um- liðnum árum lagt fram mikilvæg- an skerf til kvennabaráttunnar, eins og svo fjölmargar aðrar kon- ur. Má í því sambandi benda á, að Guðrún Jónsdóttir hefur unnið mikið starf í Kvennaframboðinu, bæði innan sem utan borgar- stjórnar. Auk þess er hún einn af stofnendum Kvennalistans, var í heiðurssæti á lista hans fyrir síð- ustu Alþingiskosningar og átti mikinn þátt í að móta stefnu hans. Báðar tóku Guðrún og Hjördís hins vegar þá afstöðu að nú bæri að leita annarra leiða í kvennabaráttunni og leggja af sérframboð að sinni. Aðrar kon- ur töldu ekki tímabært að hætta sérframboðum. Það er því eðlileg niðurstaða, að þær sem vildu leita annarra leiða gerðu það en hinar byðu fram í nafni Kvennalistans. Hver kona verður að velja þá leið, sem hún telur vænlegasta til árangurs, en getur ekki gert kröf- ur til þess að allar konur sigli í kjölfarið. í kvennahreyfingu ættu ekki að vera neinir sjálfskipaðir leiðtogar eða talsmenn „sannleika". í kvennahreyfingu snýst málið hvorki um „hver er hvað“ né „hvað er hvurs". Því miður er það reynsla flestra hugsjónahreyfinga, að í hita leiksins rís upp fólk, sem í nafni „sannleikans" kemur höggi á sína eigin hreyfingu. Þó þetta sé auðvitað hryggilegt, þá er ekkert við því að segja og eftir sem áður verður hver og ein að vera frjáls að sínum skoðunum og að því að velja í samræmi við þær. Það sem máli skiptir, þegar allt kemur til alls, er að gengi kvennahreyfing- arinnar - í öllum sínum fjöl- breytileika - sé sem mest. Áð lokum viljum við benda á, að af þeim 30 konum, sem nú eru í framboði Kvennalistans við þes- ar borgarstjórnarkosningar, eru 25 félagskonur í Kvennafram- boðinu. Með vinsemd Borghildur Maack Eygló Stcfánsdóttir Helga Jóhannsdóttir Helga Thorberg Hólmfríður Árnadóttir Hulda Ólafsdóttir Ingibjörg Hafstað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Ástgeirsdóttir Kristín Einarsdóttir Magdalena Schram María Jóhanna Lárusdóttir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir félagar í Kvennaframboðinu. FRA LESENDUM Lesendabréf Skyldi hann Sverrir vita þetta? Opið bréf til borgarfulltrúa Vegna framlengingar leyfis til Sendibíla hf Vegna smágreinar sem birtist í Þjóðviljanum þann 15 maí sl,, þar sem ég velti fyrir mér setn- ingu sem var: „Mér fínnst fiskur vondur“, mættu heim til mín fjór- ir kennarar, sem töldu að sér veg- ið í skrifum mínum. Það sem helst fór í skapið á þeim var sú fullyrðing mín að þetta væri eina setning vetrarins, og að einhver stýring að ofan væri í menntamálum. Var ég snarlega leiddur frá þeirri villu og mér réttilega bent á, að í gögnum drengsins var að finna þrjár heilar setningar og mér jafnframt tjáð að meira væri geymt í skólan- um. Bið ég umrædda kennara afsökunar á þessari fávisku minni og vona að þeir taki ekki til sín persónulega það sem á eftir kem- ur. Það kom fram í þessum um- ræðum, að ekki er um samræmda vinnubók að ræða, og að kennar- ar leitast því við að verða sér úti um efni til að nota í kennslu- stundum. Það er því mjög fróð- legt að velta því fyrir sér hvers- vegna ekki þykir ástæða til að líma yfir erlenda texta þegar ljós- rituð eru verkefni fyrir for- skólanemendur. Það er mjög al- varlegt mál ef sofandaháttur þeirra sem eiga að sjá um kennslu barna okkar er orðinn svo mikill að það er ekki gerður greinar- munur á íslensku máli og ensku. Sú spurning vaknar hvort hér sé um að ræða tilfelli sem tengist Suðurnesjum einum, eða að stjórn menntamála sé almennt sofandi. Getur það verið að lang- varandi nálægð við herstöðina hafi sljóvgað svo dómgreind al- mennings að foreldrar og þeir sem að skólamálum standa, sjái ekkert athugavert við að erlendir textar séu á þeim verkefnum sem notuð eru fyrir börn sem eru að byrja sína skólagöngu? Nú þegar kosningaloforðin ykkar dansa fyrir augum okkar, í málgögnum ykkar, í dreifiritum og bæklingum myndskreyttum í öllum regnbogans litum og í sjón- varpinu. f hljóðvarpinu glymur áróður- inn í eyrum okkar á rás 1 og meira að segja í FM stereó á rás 2. Þá munum við leigubflstjórar eftir einnar og hálfrar mínútu fundi borgarstjórnar strax eftir sl. ára- mót þar sem þið framlengduð án umræðu leyfi Sendibfla hf. á Steindórsplani til ólöglegra mannflutninga gegn gjaldtöku til eins árs til viðbótar, þvert ofan í öll lög, þvert ofan í undirréttar- dóm, þvert ofan í hæstaréttar- dóm. Sennilega þakka bifreiða- stjórar á öðrum sendibílastöðv- um ykkur ekki heldur. Eftir þessu munum við leigubílstjórar og fjölskyldur við kjörborðið 31. maí nk. Ég veit að ég tala fyrir hönd fjölmargra starfsbræðra minna. Hvorki með þökk né virðingu. Kveðjurnar geymum við til kjör- dags. Reykjavík 28. maí 1986, Agnar Breiðfjörð Kristjánsson leigubifreiðastjóri, Hraunbæ 12a. Keflavík 25. maí 1986 Reynir Sigurðsson 18 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 30. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.