Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.05.1986, Blaðsíða 3
aö m ka oryggi öarna i umieroinm. Laxveiðin Gott útlit Pór Guðjónsson veiðimálastjóri: Lítið vatn í ánum og kuldarnir að undanförnu gœtu orðið til þess að laxinn gengi seint í árnar og tœki verr en efni stœðu til Samkvæmt upplýsingum Þórs Guðjónssonar veiðimála- stjóra eru menn frekar bjartsýnir á góða laxagengd í sumar. Þessar spár byggja menn á seiðarann- sóknum í fyrra, sem og því að þá var mikið um stórlax í ánum og það fylgist gjarnan að aimennt góð smálaxagengd árið eftir. Þór sagöi að vegna þess hve snjólétt hefði verið á landinu í vetur væru ár yfirleitt vatnslitlar nú og að auki hefði verið heldur kalt í vor og gæti það orðið til þess að lax gengi seinna en vanalega í árnar og tæki verr. Hann benti á að þó laxveiðitíminn væri að hefj- ast, fyrstu árnar verði opnaðar í. júní nk. þe. á sunnudaginn kem- ur, þá væri sáralítill fiskur enn genginn í árnar, að því best er vitað. Ef veður hlýnaði og hann gengi í rigningar á næstunni myndi hag- ur þeirra er laxveiðina stunda ef- laust vænkast mjög fljótlega. En samkvæmt þessum spám ættu laxveiðimenn að geta hlakkað til sumarsins. - S.dór. Greiningarstöðin Hillir undir lausn Félagsmálaráðuneytið mun leita eftir leiguhúsnœði undir starfsemina „Við gerum okkur vonir um að húsnæðisvandi okkar verði leystur innan tíðar. Við lítum á þetta sem viljayfirlýsingu frá ráðuneytinu,“ sagði Stefán Hreiðarsson forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins í samtali við Þjóðviljann í gær, cn því hefur verið lýst yfir að félagsmálaráðuneytið muni leita eftir leiguhúsnæði undir starf- semina. Greiningarstöðin hefur starfað frá áramótum við afar erfiðar að- stæður. Hún er til húsa í Kjar- valsshúsi á Seltjarnarnesi og í öðru einbýlishúsi við sömu götu. Þessi hús eru síður en svo að- gengileg fyrir fatlaða sem þangað eiga að sækja þjónustu. Auk þessa eru tugir manna á biðlista eftir að fá greiningu á fötlun sinni. Yfirlýsing frá félagsmálaráðu- neytinu um að leita eftir húsnæði fyrir stöðina kom fram í ræðu Margrétar Margeirsdóttur deildarstjóra við opnun tveggja daga námskeiðs á vegum grein- ingarstöðvarinnar um hreyfi- hömlun. Námskeiðið sóttu á ann- að hundrað manns, læknar, hjúkrunarfræðingar, þroska- þjálfar, talmeinafræðingar, iðju- þjálfar, sálfræðingar og fleiri starfsstéttir. Námskeiðinu lauk í gær. - gg- FRETTIR Borgaryaldhafar Strætó á villigötum Hlemmur-Vesturberg vesturá Öldugötu ímyndatökufyrir áróðursbœkling Sjálfstœðisflokksins. KristínÁ. Ólafsdóttir: Spillingin birtist á grátbrosleganhátt. Hvað er borgarbúa og hvað er Flokksins? Forstjóri SVR: Ekkert viðþetta að athuga Góöar stolnorautir mmnKa umiero um iduo- arhverfi og draga þannig úr ójwrfa ónasði og slysahættu Áfram verður unnið við Bústaðaveginn á næstunni. þanníg að brúín nýtfst til fullnustu. RÍe^kíanesbraut verður breikkuð frá Ellíðavogi Breiðholtsstrætó stillt upp í Vesturbænum fyrir áróður Davíðs, - sem í gær skipaði borgarstarfsmönnum að rífa niður kosningaskilti G-listans. Mynd úr bláu bókinni „Áfram Reykjavík". „Spillingin hjá Sjálfstæðis- flokknum opinberast ekki bara í stóru málunum, þar sem flokks- gæðingum eru réttir tugir milj- óna á silfurfati, heldur birtist hún einnig í litlum grátbroslegum dæmum eins og þessu í Bláu bók- inni, þar sem strætisvagn í eigu borgarbúa er notaður í kosninga- áróður Flokksins,“ sagði Kristín Á. Ólafsdóttir 2. maður á G- listanum í samtali við Þjóðviljann í gær. í Bláu bók Sjálfstæðisflokksins sem svo er kölluð, eða Áfram Reykjavík, birtist mynd af stræt- isvagni númer 12, Hlemmur- Vesturberg, sem hefur brugðið allhressilega út af sinni venju- bundnu leið og verið stillt upp niðrá Öldugötu gagngert tii að verða myndaður fyrir þennan áróðursbækling Sjálfstæðis- flokksins. Það er sjálfur vaktfor- maðurinn sem situr við stýrið. Sveinn Björnsson forstjóri SVR sagði í gær þegar hann var inntur álits á þessari skringilegu notkun vagnsins, að hann sæi ekkert athugavert við þetta. „Er þetta gert á vinnutíma mannsins eða er hann einn af sjálfboðaliðum Sjálfstæðis- flokksins í kosningabaráttunni?“ spurði Kristín í gær. „Þetta færir auðvitað enn sönnur á að flokks- mennirnir í borginni eiga svolítið erfitt með að-greina á milli þess hvað sé borgarbúa og hvað sé Flokksins, en slíkt hendir stund- um menn sem blindast af valdinu, menn eins og t.d. þann fræga Marcos á Filippseyjum. Þau eru nefnilega ekki alltaf stór Ölfus- vötnin." „NiAur með Alþýðubandalagið" hrópaði Davíð á undirmenn sína í gær- morgun og þeir þustu af stað og tóku til við að rífa niður hvatningarskilti G-listans. Skiltastríðið Davíö fór á taugum Borgarstjóri lét kalla útstarfsmenn Reykjavíkurborgar í gærmorgun til að rífa niður hin smekklegu auglýsingaskilti Alþýðubandalagsins Fasteignir Umferðaimiðstöðin seld Ríkissjóður hefur salt fasteign sina Umferðarmiðstöðina i Reykjavík. Kaupendur voru Fé- lag íslenskra sérleyfishafa og Bif- reiðastöð íslands hf. Söluverðið er 34 miljónir króna. Ríkið byggði Umferðarmið- stöðina á árunum 1960-1966 og var ætlunin að reisa slík hús víðs vegar á helstu þéttbýlisstöðum. Af því varð þó ekki. Taugar borgarstjórans Davíðs Oddssonar brustu í gærmorg- un og hann gaf út dagskipunina til borgarstarfsmanna: Rifið niður auglýsingaskilti Alþýðubanda- lagsins. Djarfir ungir menn voru síðan sendir á vettvang og tóku að rífa niður skiltin. Áhrifamáttur skiltanna var ótviræður, en hætt er við að hin ósjálfráðu og veik- lunduðu viðbrögð borgarstjórans verði til þess að auglýsingamáttur skiltanna verði enn meiri en ella. Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur að sjálfsögðu mótmælt því að meirihlutaflokkur geti í krafti einræðis síns takmarkað kynn- ingu andstæðinga sinna og notað til þess launaða starfsmenn Reykjavíkurborgar. Álþýðubandalagið sendi í gær milligöngumanni Davíðs borgar- stjóra bréf vegna þessa máls og þar segir m.a.: „Sú aðferð, sem Alþýðu- bandalagið hefur viðhaft við að kynna frambjóðendur og lista- bókstaf með auglýsingum á al- mannafæri, er viðhöfð í flestum nágrannalöndum okkar og þar talin eðlileg. Ef viðurkennt er að meirihlutaflokkurinn geti tak- markað kynningu andstæðinga sinna í kosningum og beitt til þess starfsmönnum borgarinnar, þá er lýðræðið í hættu. Þess vegna mót- mælum við. Það er brosleg fullyrðing að verið sé að koma í veg fyrir mis- notkun Alþýðubandalagsins á eigum borgarinnar, þegar til þess er horft að í litprentuðum bækl- ingi sem meirihlutaflokkurinn dreifir í hvert hús er ljósmynd af strætisvagninum Hlemmur- Vesturberg. Myndin er tekin á horni Stýrimannastígs og Öldu- götu, þar sem vagninn gengur ekki og hefur hann augljóslega verið fluttur þangað gagngert til þessarar myndatöku." - S.dór. Föstudagur 30. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.